Morgunblaðið - 06.07.1978, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 06.07.1978, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. JÚLÍ 1978 MW MORöJKí RAff/no GRANI göslari Á morgun ferðu til læknis út af hálsinum á þér! IHLOTTIEIL Mundu að sýningin verður að halda áfram hvað sem yfir dynur! Getum við fengið eins manns herbergi með dyrum á milli? Friðun Elliðaánna BRIDGE Umsjón: Páll Bergsson Þegar spilið hér að neðan kom fyrir virtist liggja í augum uppi að annað tveggja lykilspila þyrfti að vera vci staðsett til að spilið ynnist. En seinna sá spilarinn að þriðja spiiið skipti meira máli. Vestur gaf, allir utan hættu. Norður S. K106 H. G T. G9874 L. ÁDd73 Vestur S. D754 H. KD107 T. 2 L. 10642 Austur S. ÁG93 H. 98632 T. 6 L. KG9 Suður S. 82 H. Á54 T. ÁKD1053 L. 85 Norður og suður náðu auðveld- lega fimm tíglum en andstæðingar þeirra sögðu alltaf pass. Vestur spilaði út hjartakóng. Sagnhafi sá og vissi að 50% líkur voru með því að austur ætti laufkóng. Og að auki voru einnig 50% líkur til þess að vestur ætti spaðaás. Saman virtist þetta nógu gott. Hann tók því fyrsta slaginn og einu sinni tromp. Laufsvíningin mistókst og spilaði suður seinna að spaða- kóngnum. En þegar í ljós kom, að austur átti þessi umræddu háspil tapaði suður spilinu. Möguleikarnir voru fjórir. Vest- ur gat átt bæði spaðaás og laufkóng. Eins gat austur átt bæði þessi spil. Og vestur gat átt ásinn og austur kónginn eða öfugt; vestur kónginn og austur ásinn. I þrem þessara tilfella var spilið öruggt en í einu tapað. Suður var ekki ánægður. En þá sá hann spaðatíuna og uppgötvaði að hún lék í raun og veru aðalhlutverkið. Hann benti því spilafélögum sínum á hvernig mátti og átti að vinna spilið. Taka útspilið með ás og trompa strax hjarta, fara heim á tromp og trompa aftur hjarta. Aftur heim á tromp og spila spaða frá hendinni. Léti vestur þá lágt var spilið öruggt með því að láta tíuna frá blindum. Austur væri þá neyddur til að gefa ellefta slaginn. Og sama staða kæmi upp léti vestur hátt spil þegar spaðanum var spilað frá hendinni. Kóngurinn yrði lagður á og tían myndi gegna sama hlutverki og kóngurinn gerði í fyrra tilfellinu. Sofðu bara áfram, slökkviliðið er komið! „Laxinn er genginn að landi og leitar í árnar, þar sem hann fyrst sá dagsins ljós. Langar eru þær leiðir, sem hann hefur lagt að baki á ferðum sínum um úthafið. Lífsskilyrðin í sjónum hafa verið góð og því hefur hann náð að vaxa og dafna með ólíkindum á tiltölu- lega skömmum tíma. Feitur er hann orðinn og fallegur, langt umfram það, sem hann var, er hann yfirgaf árnar í æsku sinni. Hin dökku djúp hafa verið honum gjöful, þrátt fyrir ótal hættur sem hann hefur orðið að takast á við. Og nú leitar hver einn lax á sínar æskuslóðir, en þar _eru afkvæmum hans búin þau skilyrði, sem ein duga þeim til lífs og vaxtar á æskuskeiði þeirra. Mönnum er það enn óráðin gáta, hvernig laxinn fer að því að rata til landsins og að finna sína réttu á. Vafalaust má telja, að æðra vit eigi hér hlut að máli, vit, sem beini laxinum til réttrar áttar. Eðlis- ávísun. Sambandsvit. Hvað er eðlisávísun annað en móttaka æðra vits? Og sjaldan mun þetta vit bregðast laxinum. Hann mun sjaldan villast. Elliðaárnar renna til sjávar í miðri höfuðborg Islands. Fagrar eru þær og umhverfi þeirra. Þar eru margir smáfossar með hyljum undir. Þar er hægt að una sér á hlýjum sumardögum og njóta þess yndis, sem náttúran býður. Þegar laxinn gengur í árnar, er mikill yndisauki að horfa á hann í vatninu og sjá hann stökkva fossana. Friðsælt er við Elliðaárn- ar frá náttúrunnar hendi, og friðsælla væri þar, ef ekki væru veiðimennirnir, sem svo mjög spilla þeirri friðsæld, sem þar væri annars. Því þar sem dráp er stundað, þar er ekki friður. Elliðaárnar ætti helst að friða fyrir ágangi veiðimanna. Fólk gæti þá komið þangað með börn sín á góðviðrisdögum og kennt þeim að njóta þeirrar fegurðar og þess iðandi lífs, sem árnar hafa að bjóða. Kennt þeim dýravernd í stað dýradráps. Kennt þeim að meta lífið í öllum þess myndum og umgangast það með lotningu. Kennt þeim að líta á dýrin (í þessu tilviki laxana í ánum) sem sjálf- stæða einstaklinga, sem hafa sinn eiginn lífsrétt frá náttúrunnar hendi. Fagurt er við Elliðaár og fegurra væri þar ef laxadrápum linnti. Væri óhugsandi að banna laxveiðar þar í eitt sumar til reynslu? Hlyti það ekki að vera vinsæl ráðstöfun og heillarík að bjóða friðelskandi fólki að njóta þess yndis, sem óspillt náttúra Kirsuber í nóvember Framhaldssaga eftir Mariu Lang Jóhanna Kristjónsdóttir islenzkaði 6 íyrirvaralaust og gerbreytti honum, og þurrkaði burt fýlu- legt yfirbragðið, svo að andlitið Ijómaði af hlýju og kúnni. — Nei, þar segirðu líka rétt, sagði hann. — t*ví á ég aldeilis ekki að venjast. Á sjónum er ekki verið að hringja eilíflega útfararklukkum og heima í Finnbjörgum eru kirkjurnar ckki svona ofan í okkur. En ég ætlaði nú ekki að vera neitt kvikindislcgur. Mér líður ljóm- andi vel hér í hænum, það verð ég að segja, og þið hafið verið alveg sérstaklega Ijúf í viðmóti við mig. Þessi ræða var óvenjulega löng af Matta að vera og lá við hann gripi andann á lofti eftir þessi ósköp og hann lauk þessu vandræðalega með því að þreifa í vasa sína eftir smápcn- ingum. — Annars er ég hingað kominn til að verzla... það er... líklega ekkert eftir handa mér? Af þessu góða... þú veizt í rauða pappírnum... — Ég fæ ekki nýju sending- una fyrr en í lok vikunnar, sagði fröken Billkvist, en ég hef kannski tckið eitthvað frá fyrir þig. Hvað viltu mikið? — Fimm, sagði Matti ákaf- ur. — Mig langar að fá fimm í dag. Hún stakk súkkulaðimolun- um ofan I pokann, lagði saman og bætti aðvarandi við. — En þetta er sterkt, það er vín I þessu svo að þú skalt nú gæta þín að verða ekki alkóhól- isti aí þessu áti. — Vonandi ekki af fimm súkkulaðimolum ... og svo get- ur vel verið ... að ég gefi... öðrum með mér. Hann brosti aftur til elsku- legu litlu konunnar bak við búðarborðið og hvarf út um dyrnar í mun betra skapi en þegar inn kom. Enn kváðu við klukkna- hringingarnar en næstu mann- eskja sem skaut þarna upp kollinum hafði ekkert við há- vaðann að athuga. Þvert á móti. Ifún hét Nanna-Kasja Ivar- sen, nýlega þritug og var hvorki meira né minna en einn og sjötfu á hæð á sokkaleistun- um. Hún var plltaf á lághæiuð- um skóm og þar sem hún bjó í húsinu hafði hún ekki brugðið yfir sig kápu. Ljóst hárið var tekið saman í hnút í hnakkan- um og kjóllinn var samkvæmt allra nýjustu tízkunni. Hann var úr fjólubláu kamgarni með þröngu pilsi sem náði næstum niður á ökkla og kraginn var upp f háls og kjóliinn var svo þröngur um mittið að hann sýndi það sem hann átti alls ekki að sýna að frú Invarsen var býsna þrýstin á sumum stöðum. Ilún hafði ferska og fallega húð, munnurinn stór og tennurnar rcglulegar og hvft- ar. — Hæ þið, sagði hún — Er heitt á könnunni? Ég kem með nýhakaðar smákökur, ef ég má koma inn og skrafa smástund við ykkur. Finnst ykkur klukknahljómurinn ekki töfr andi? Nei, cn hvað þú hcfur fengið þér glæsilegan hatt, Helenda. Ilvar fékkstu hann? — Hjá Thela Blohm. Hún vildi einnig pranga inn á mig slöri en það var nú einum of mikið af því góða, svo að ég harðncitaði. Ér Ivar á ferða- lagi? Ivar Ivarson var sölustjóri í efnaverksmiðjunni í Skoga og það var ekkert leyndarmál að verksmiðjan var mjög að færa út kvíarnar og hafði verið að því síðan friður hafði verið saminn. — Hvort hann er! sag-i Nanna Kasja — hann er á stöðugum þeytingi út og suður. Hann á að kanna stöðuna á erlendum mörkuðum, eins og það er kallað. Hann verður í burtu í hálfan mánuð og ég er bæði eirðarlaus og hef ekkert við að vcra. Ilamingjan sanna! Hvaða hávaði er nú þetta!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.