Morgunblaðið - 06.07.1978, Page 33

Morgunblaðið - 06.07.1978, Page 33
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. JÚLÍ 1978 33 KPPVfTf E I it I i 1 $ I B I ■ J i;l j. *! fA f* l/J® f/ft/e* í> » «1 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 0100 KL 10 — 11 r FRAMÁNUDEGI heföi upp á að bjóða í ánum og umhverfi þeirra? Væri það til of mikils ætlast, að ein á landsins væri friðuð fyrir veiðum? Vill ekki Reykjavík verða fyrst til að friða sína á? Ingvar Agnarsson." • Hundahaldið bannað alveg? Oft hefur verið mikið rætt um hundahald í fjölmiðlum og meðal manna og nú hafa þær fréttir borizt að búið sé að kæra vegna hundsbits í fyrsta sinn í Reykja- vík. Hér fer á eftir smávegis rabb um hundahald: „Um langt skeið hafa íslending- ar haft mikið dálæti á hundum og talið þá ómissandi, sem þeir vissulega eru, að minnsta kosti upp til sveita þar sem þeir koma að gagni við smalamennsku og jafnvel við önnur störf. Lengi hefur það einnig tíðkast að menn vilja hafa hunda í þéttbýli og er í sjálfu sér ekkert við það að athuga, nema hvað að sums staðar er það bannað í lögum. Flestir vita að lítið er þó gert í málinu þó einn og einn sé með hund á „bannsvæði" og sumir hafa lýst óánægju sinni með það og telja að annaðhvort eigi lögin að gilda eða þá að leyfa eigi hunda- hald og má það til sanns vegar færa. En hvort sem hundahald er bannað eða ekki má velta fyrir sér frá sjónarmiði hundanna sjálfra hvort líf í borg sé nokkuð fyrir þá. Þar eru þeir vart í sínu rétta umhverfi, nema að sjálfsögðu einhverjir kjölturakkar, og yfir- leitt er ferðafrelsi hunda ekki mikið í þéttbýli, það sem helzt er hægt að gera með þá er að viðra þá með því að fara i göngutúra einu sinni eða tvisvar á dag. Það er án efa ekki nýtt að spurt sé að þessu og margir fylgjendur hunda- halds í þéttbýli segja sjálfsagt að gott sé fyrir þá að hafa góðan aðbúnað, allt sé gert fyrir þá sem þeir þurfi og hvaðeina og það má vel vera. En er það samt sem áður nokkurt líf? Þessu langar mig aðeins að varpa fram, en ekki ætla ég að amast við hundum, þetta eru skemmtilegustu skepnur þó að mér finnist þær skemmtilegastar í sveitinni og þá tala ég um venjulega hunda en ekki litla kjölturakka, sem mætti e.t.v. kalla leikföng (og vona ég að ég móðgi engan með því tali). En það má sem sé velta þeirri spurningu fyrir sér hvort leyfa eigi hundahald t.d. í Reykjavík, úr því það er þegar fyrir hendi í nokkrum mæli, eða á að ganga hreint til verks og láta þá hunda hverfa sem eru fyrir? Gaman væri að heyra álit manna á þessu tiltekná atriði. Hundavinur." Þessir hringdu . . . • Húsbyggingar hálfa ævina? Húsbyggjandii — Mjög margir íslendingar standa um þessar mundir í því að byggja yfir sig og fjölskyldu sína, mjög margir hafa lokið því og mjög margir eiga það vafalaust eftir. Þessi húsbyggingamál okkar eru á margan hátt merkileg og hef ég orðið var við það af þeim útlendingum, sem ég hefi kynnst, að þeim finnst þessi þjóðaratvinna okkar,. eða „þjóðarígripavinna" vera hið merkilegasta fyrirbæri. Þessu er nefnilega víðast háttað þannig erlendis að félög sjá um allar húsbyggingar, félög, ríkið eða einhver „aðili" þannig að hinn væntanlegi eigandi kemur þar nánast hvergi nærri fyrr en öllu er lokið. Hér gera menn þetta af illri nauðsyn, að byggja til að geta SKÁK Umsjón: Margeir Pétursson Hvítur mátar í þremur leikjum. Staðan kom upp á hinu árlega skákmóti ungra meistara í Sovét- ríkjunum. Það var A. Ivanov, sem hafði hvítt og átti leik, en A. Petrosjan hafði svart. Lausnin getur vart einfaldari verið og þeir sem fundu hana ekki samstundis verða að æfa sig betur: 41. Dxh7+! — Kxh7 42. Hh3+ og svartur gafst upp, því hann er mát í næsta leik. Panchenko sigraði á mótinu, hann hlaut. 10Vi v. af 15 mögulegum. Næstir komu þeir Gavrikov, Dolmatov og A. Ivanov, allir með 9 'A v. verið ánægðir með sig, og geta búið jafnvel og nágranninn eða kunningjarnir og fer jafnan í þessa atvinnu hálf ævin og heilsan með. Er ekki einhvern veginn hægt að draga úr þessum mikla byggingar- áhuga fólks, e.t.v. með því að efla ýmiss konar byggingarsamvinnu- félög, eins og nú hafa skotið upp kollinum í ríkara mæli, og gera mönnum kleift að fá meiri lán en nú er, til þess að menn séu ekki á kafi í byggingum í 10—20 ár? Þetta hefur orðið til þess að menn detta út úr öllu félags- og fjölskyldulífi í svo og svo langan tíma. Eru þá blessaðar húsbygg- ingarnar ekki of dýru verði keyptar? HÖGNI HREKKVÍSI „Hann hefur fundið snákinn minn!“ Lokað verður vegna sumarleyfa 17. júlí—8. ágúst Blikksmiðjan Grettir. Lærið vélritun Ný námskeiö hefjast þriöjudaginn 11. júlí n.k. Kennsla eingöngu á rafmagnsritvélar, engin heimavinna. Innritun oq upplýsingar í síma 41311 eftir kl. 13.00. Vélritunarskolinn Suðurlandsbraut 20 HRAUN KERAMIK íslenskur listiðnaður GLIT HÖFÐABAKKA9 REYKJAVÍK SiMI 85411 Frá Mrtsubishi Japan: COLT T120 Pallbílar Sendiferöabílar Almenningsbifreiöir Afbragösbílar af Lancer-Galant ættbálknum. Nokkrir til afgreiðslu nú þegar. Leitiö upplýsinga hjá sölumönnum okkar. Allt á sama staö Laugavegi 118 - Simar 22240 og 15700 EGILL VILHJÁLMSSON HF L

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.