Morgunblaðið - 06.07.1978, Side 35

Morgunblaðið - 06.07.1978, Side 35
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. JÚLÍ 1978 35 Athyglisverð águr- ganga Enherja EINHERJI, Vopnalirði og Vík- injíur. Ólaísvík kepptu í bikar- keppni KSÍ í gærkveldi á Vopna- firði, og lauk leiknum með sigri Einherja 3—1, og er þetta 10. leikurinn sem Einhcrji vinnur í sumar. Góður árangur það. Fyrri hálfleiku'r varð mjög skemmtilegur og jafn, og liðin sóttu á báða bóga. Olafur Ár- mannsson skoraði fyrsta mark leiksins með hörkuskalla, enda er pilturinn hár vexti og á ekki í vandræðum með að skalla. Annað mark Einherja skorar svo Baldur Kjartansson með skoti af stuttu færi. Var fallega að þessu marki unnið. Var staðan í leikhléi 2—0. Síðari hálfleikur var öllu daufari. Um miðjan síðari hálfleikinn ná Ólafsvíkingar að skora. Birgir Þorsteinsson skorar glæsilegt mark, eftir að hafa leikið í gegn um vörnina. Færðist nú fjör í leikinn og hart var barist. 10 mínútum fyrir leikslok ná svo Einherjamenn að skora þriðja markið og kom það eftir þvögu, náði Steindór Sveinsson að renna knettinum í markið. Bæði liðin áttu góðan leik. - ÁS/ÞR Fer Simonsen til Barcelona? ÞESSA dagana standa yfir viðræður milli dönsku knattsprynustrjörnunnar Allan Simonsen og stórliösins FC Bercelona. Rætt er um aö Allan leiki meö liöinu á komandi keppnistíma- bili. Eftir aö viöræöurnar höfðu farið fram í Danmörku, flaug Simonsen til Spánar til aö kanna aöstæður o.fl. Siöasta keppnistímabil lék Simonsen meö v-Þýska liðinu Borussia Moenchengladbach og var hann einn af markhæstu mönnum þýsku deild- arinnar síöasta keppnistímabil. Kom þetta fram f danska blaðinu Vestkysten. Þrír sterkir á verðlaunapalli SIGURVEGARINN í kringlukasti á DN Galen frjálsíþróttamót- inu í Stokkhólmi á þriðjudag varð Bandaríkjamaðurinn Mac Wilkins, kastaði 65.34. Annar varð Óskar Jakobsson. kastaði 60.40, og Erlendur Valdimarsson þriðji, kastaði 58.36. Hér sjáum við kappana, Wilkins fyrir miðju, Óskar t.h. og Erlendur t.v. Símamynd AP. v~r-s¥í ir' FH og Fram þurfa að reyna með sér aftur ■ • Síðasta í netið án mark þess lciksins, vftaspyrna Gísla Torfasonar siglir rakleiðis að markvörður Þróttar komi nokkrum vörnum við. (Ljósm. Kristján). FH og Fram gerðu markalaust jafntefli f Bikarkeppni KSÍ á Kaplakrikaveiiinum í Ilafnar- firði. Verða liðin því að reyna með sér að nýju seinna. Leikur- inn í gærkvöldi var fjörugur og vel leikinn og þótt mörkin vantaði var hann skemmtilegri á að horfa en margir „marka- leikjanna" svokölluðu í sumar. En ekki viidi boltinn í netið í þetta skipti en hurð skall svo sannarlega oft nærri hælum við mörkin. Veður var einstaklega gott í gærkvöldi, stafalogn og hlýtt. FH-ingarnir voru miklu betri í fyrri hálfleiknum og voru þeir sannarlega óheppnir að skora ekki Þróttarar þróttmeiri en IBK mark í hálfleiknum. Hvað eftir annað léku þeir í gegnum vörn Fram en klaufaskapur og mjög góð markvarzla Guðmundar Baldurs- sonar kom í veg fyrir að FH skoraði. Hann varði frábærlega skallabolta Janusar Guðlaugsson- ar á 35. mínútu en á 15. mínútu hafði Rafn Rafnsson bjargað á línu skallabolta Gunnars Bjarna- sonar. í seinni hálfleik sóttu Framarar í sig veðrið og fóru að verða ágengari við mark FH. Tvívegis komust þeir í dauðafæri, fyrst Rúnar Gíslason og síðan Pétur Ormslev en báðir „kiksuðu" herfi- lega. Við hinn endann varði Guðmundur stórglæsilega skot frá Pálma Jónssyni. Þar sem ekkert mark var skorað var framlengt og var framlencrinir- in hin fjörugasta. I seinni hluta framlengingarinnar fékk Pétur Ormslev gullið tækifæri til að gera út um leikinn þegar Friðrik markvörður FH hafði hlaupið glannalega út úr markinu og Pétur stóð með boltann fyrir opnu markinu en hann brenndi gróflega af. Á síðustu mínútunum átti Pálmi Jónsson tvö góð skot að marki Fram en Guðmundur var vel á verði og varði mjög vel í bæði skiptin. Hjá FH voru þeir Gunnar Bjarnason, Jón Hinriksson, Janus Guðlaugsson og Magnús Teitsson beztir en hjá Fram var Guðmund- ur markvörður langbestur en einnig áttu góðan leik Gunnar Guðmundsson, Pétur Ormslev og varnarmenmrnir. ÞRÓTTUR stjakaði ÍBK út úr Bikarkcppninni með 4—3 sigri, sem var öruggari en töiurnar geía til kynna, en Þróttarar siökuðu ótrúlega á í lokin. er staðan var 4—1 og tókst þá Keflvíkingum að skora tvö mörk á síðustu mfnútunum. Staðan í hálfieik var 1 — 1. Fyrri hálfleikur var nokkuð jafn og fjörugur, þar sem sóknarloturn- ar gengu markanna á milli. Þróttar'ar voru þó sýnilega hættu- legri í aðgerðum sínum og þeir voru þrívegis hærri því að skora áður en það tókst á 34. mínútu. Þá urðu leikmönnum ÍBK á mikil mistök í vörninni og Þorgeir Þorgeirsson komst einn í gegn og skoraði örugglega. Þrem mínútum síðar jafnaði Ómar Ingvason með skoti sem Rúnar markvörður missti klaufalega úr höndum sínum. Ef frá eru taldar síðustu fimm mínútur síðari hálfleiks, höfðu Þróttarar umtalsverða yfirburði og vörn IBK gerði margar vitleys- ur og ljótar. Eftir aðeins níu mínútur skoraði Páll Ólafsson annað mark Þróttar og var það eftirminnilegt sjónarspil. Þróttur fékk dæmda aukaspyrnu rétt utan vítateigs og Páll gerði sér lítið fyrir og negldi knöttinn í vinkilinn vinstra megin, stórfallegt. Páll misnotaði annað færi áður en að Þorgeir skoraði þriðja markið eftir góðan undirbúning Halldórs Ara- sonar. Þrem mínútum síðar fengu Keflvíkingar besta færi sitt í leiknum, er Þórir Sigfússon komst í slíkt dauðafæri að menn brustu í hrossahlátur er hann skaut beint á Rúnar markvörð. Á 32. mínútu skoraði Þorgeir síðan fjórða mark Þróttar og sitt þriðja í leiknum, eftir sendingu frá Halldóri Ara- syni. Rétt áður hafði Jóhann Hreiðarsson skallað í stöngina hjá IBK. Leikurinn virtist vera unninn hjá Þrótti og þeir mísstu áhugann á honum og það endaði næstum með skelfingu fyrir þá, því að ÍBK skotaði tvívegis á þessum loka- mínútum, fyrst Einar Ásbjörn ' Ólafsson með skalla eftir fyrirgjöf frá hægri og síðan skoraði Gísli Torfason úr vítaspyrnu sem dæmd var er Þóri var brugðið innan vítateigs. En tíminn var of naum- ur og Þróttur stóð uppi sigurveg- ari. — gg. Rúnar Gíslason í dauðafæri en hann var dæmdur rangstæður. (Ljósm. SS). Ólaf ur atvinnu- maðurf Belgíu ÓLAFUR Sigurvinsson landsliðsbakvörður mun síðar í mánuöinum flytja til Belgíu meö fjölskyldu sína Þar sem hann mun starfa við pípulagnir og leika með atvinnuliði í 4. deild. Ólafur fór utan til Belgíu fyrir nokkru til pess að athuga með möguleika 6 að komast að hjá knattspyrnufélagi og fð atvinnu í sinni grein, pípulögnunum. Gékk sú ferö vel og mun Ólafur setjast að I Liege, rétt hjð Ásgeiri bróöur sínum og starfa par sem pípulagningamaður og jafnframt leika knattspyrnu með liði í 4. deild. Hefur Ólafur gert samning við félagið til tveggja ára og hefur hann ðgæt laun hjð félaginu. Félag petta er skammt frð Liege og er ætlun stjórnenda pess að vinna félagið upp. Hafa peir í pví augnamiði fengið Ólaf í liðið svo og tvo framlínumenn úr landsliði Túnis, sem stóð sig svo vel ð HM. — SS. ísland Átta landa keppninni í sundi lauk í gær í Tel Aviv í ísrael. Norðmenn sigruðu í keppninni, hlutu 207 stig. Annars urðu úrslit þessi. Spánverjar í öðru sæti 193 Belgía 164 Sviss 142 ísrael 130 Wales 119 Skotalnd 94 ísland 61.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.