Morgunblaðið - 06.07.1978, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 06.07.1978, Blaðsíða 36
AUÍIASINÍÍASIMINN EK: 22480 JHoreimblnMÍ) FIMMTUDAGUR 6. JÚLÍ 178 Hundamálið: Skaðabótakröfur að upphæð 200 þúsund krónur lagðar fram KONAN, sem ákærð hefur verið fyrir ólöglegt hundahald í borg- inni og skýrt var frá Mbl. í gær, var handtekin á vinnustað í gær og flutt fyrir dómara, þar sem henni var birt ákæran í málinu. Konan átti að mæta fyrir dómara í fyrradag en sinnti því ekki. Konan tilkynnti dómaranum í gær að hún ætlaði að halda uppi vörnum í málinu. Svo sem fram hefur komið í Mbl. hefur konan haldið tík í borginni í s.I. 9 ár og lágu fyrir þrjár kærur á tíkina fyrir að bíta fólk. í einu tilvikinu var um að ræða póst- freyju og í öðru tilviki var um að ræða lögregluþjón. Bæði hafa lagt fram skaðabótakröfur að upphæð eitt hundrað þúsund krónur hvort. Hámarksrefsing fyrir brot á lögum um hundahald í borginni er eitt þúsund krónur en ákvæði laga um refsingu í þessum tilvikum hafa ekki verið endurskoðuð frá árinu 1953. Ljfcm. ÓI. K.M. Viðræðunefndir Alþýðubanda- iags og Alþýðuflokks á fundi f gær í þingslokksherbergi Alþýðuflokksins. Frá vinstri, Eðvarð Sigurðsson, Ólafur Ragn- ar Grímsson, Ragnar Arnalds, Lúðvík Jósepsson, Kjartan Ólafs- son og Svavar Gestsson. Hinum megin borðsins: Vilmundur Gylfason, Benedikt Gröndal, Kjartan Jóhannsson, Finnur Torfi Stefánsson og Sighvatur Björgvinsson en Karl Steinar Guðnason var fjarverandi þegar myndin var tekin. Að loknum fyrsta viðræðufundinum í gær. Benedikt Gröndal og Ragnar Arnalds, Ólafur Ragnar Gríms- son að baki Ragnari og í stiga- beygjunni fer Lúðvík Jósepsson. Bonn: Pétur Eggerz sendiherra SAMKVÆMT áreiðanlegum heim- ildum, sem Morgunblaðið hefur aflað sér, hefur Einar Ágústsson, utanríkisráðherra, ákveðið að skipa Pétur Eggerz sendiherra í Bonn. Er óákveðið til hvaða starfa sendi- herra íslands í Bonn, Níels P. Sigurðsson, verður kvaddur. Samkvæmt alþjóðavenjum verður að fá samþykki ríkisstjórnar þess lands, sem sendiherra er sendur til. Ekki mun enn liggja fyrir svar Bonn-stjórnarinnar á sendiherra- skiptunum þar og því hefur þessi breyting, sem ráðherra hefur ákveð- ið að verði, enn ekki verið gerð opinber. Pétur Eggertz. Hér er einn af fjölmörgum starfsmönnum í Bæjarútgerð Reykjavíkur að vinna við pökkun, en á bls. 16 er rætt við starfsfólkið um helgarvinnu- bannið sem nýlega er komið til framkvæmda. Ljósm. Kristján. Alþýðubandalagíð vill stefna að vins tri sti órn MEÐAN Alþýðuflokkur og Alþýðubandalag standa í könn- unarviðræðum sín í milli um hugsanlega málefnasamstöðu flokkanna um ríkisstjórnarmynd- un kemur æ betur í ljós ágreining- Hafnarstjórn: Sigurjón og Adda Bára urðu undir LJÓST mun nú orðið að Sigurjón Pétursson forseti borgarstjórnar og Adda Bára Sigfúsdóttir, borgarfulltrúar Alþýðubanda- lagsins, hafa beðið lægri hlut í þeim átökum, sem átt hafa sér stað innan Alþýðubandalagsins um fulltrúa flokksins f hafnar- stjórn. Sigurjón og Adda vildu bola Guðmundi J. Guðmundssyni formanni Verkamannasambands í.siands út úr stjórninni, en í henni hafði hann átt sæti í 14 ár, en á borgarmálaráðsfundi AI- þýðubandalagsins í fyrradag, studdu allir fulltrúarnir Guð- í und, nema þau Adda Bára og > gurjón. Mun því afráðið að Luðmundur verði kjörinn fuiitrúi þýðubandalagsins í hafnar- Dagvistunargjöld: Sótt um 15% hækkun Á FUNDI félagsmálaráðs Reykja- víkur þann 29. júní s.l. var samþykkt að hækka dvalargjöld á dagvistunarstofnunum um 15% frá 1. ágúst n.k. að telja, en fyrst þarf að leggja hækkunarbeiðni fyrir fyrir viðkomandi ráðuneyti. Sveinn Ragnarsson forstöðu- Framhald ábls. 20 stjórn á borgarstjórnarfundi í dag. Guðmundur J. Guðmundsson Framhald á bls. 20 ur flokkanna um skipan ríkis- stjórnarinnar. Alþýðubandalagið vill að stefnt verði að vinstri stjórn með Framsóknarflokk sem þriðja aðila. Alþýðubandalags- menn óttast að í nýsköpunarstjórn yrðu þeir líkt og fimmta hjól undir vagni, þar sem Alþýðuflokkur og Sjálfstæðisflokkur hefðu saman meirihluta á Alþingi en hins vegar yrðu styrkleikahlutföllin önnur í vinstri stjórn og samstarf við Framsóknarflokkinn myndi styrkja mjög stöðu Alþýðubanda- lagsins. Alþýðuflokkurinn hins vegar telur eindregið að ekkert lið verði í Framsóknarflokknum utan þings- í verkalýðshreyfingunni — en aðeins samstaða verkalýðsafl- anna í Álþýðuflokknum, Alþýðu- bandalaginu og Sjálfstæðisflokkn- um sé nægileg trygging til mynd- unar ríkisstjórnar. Af hálfð Fram- sóknarmanna hefur verið gert ráð fyrir þeim rpöguleika að sú staða kæmi upp að flokkurinn þyrfti að taka^afstöðu til þátttöku í vinstri stjórn. Ólafur Jóhannesson for- maður flokksins hefur sagt að hann sé algjörlega andvígur þátt- töku í vinstri stjórn en aðrir, þar á meðal Steingrímur Hermanns- son ritari flokksins, vilja ekki afskrifa þennan möguleika alveg. Fyrsti formlegi fundurinn í viðræðum Alþýðuflokksins og Alþýðubandalagsins fór fram í Alþingishúsinu í gær. Voru málin rædd vítt og breytt og þannig kannað hvort menn væru sammála um vandann í efnahgsmálum og hvaða leiðir væru til lausnar. Voru menn nokkuð sammála um ástandið og að ekki mætti líða langur tími án aðgerða en í því sambandi voru bæði ræddar skammtímalausnir og lausnir til lengri tíma og þá einkum svoköll- uð niðurfærsluleið. Stóriðjumál komu upp í viðræðunum og gerðu alþýðubandalagsmenn ljóst að þeir væru á móti erlendri stóriðju, en af hálfu Alþýðuflokksins var lögð áherzla á það að í þeim efnum yrði hvert einstakt tilvik skoðað án fyrirfram bundinnar afstöðu. Á fundinum var viðræðunefnd- um flokkanna skipt í tvo vinnu- hópa og mun annar fjalla um efnahags- og kjaramál og hinn hópurinn um önnur mál. I fyrr- Framhald á bls. 20 12—15 þúsund íslend- ingar búsettir erlendis Tala íslendinga í Svíþjóð hefur tvöfaldazt s.L 3 ár TALIÐ ER, að um 12—15 þúsund manns fæddir á íslandi séu nú búsettir í útlöndum. Þar af eru um fjögur þúsund í Bandaríkjunum, hátt á þriðja þúsund í Danmörku og annað eins í Svíþjóð og um eitt þúsund í Kanada, að því er fram kemur í siðasta hefti Hagtíðinda, þar sem fjallað er um íslendinga erlendis. Þar kemur og fram, að brott- flutningur fólks hefur verið mikill til Norðurlanda allra síðustu ár og hefur t.d. íslend- ingum í Svíþjóð fjölgað um meira en helming á þremur árum, þ.e. 1974—77. í Svíþjóð búa einkum alíslenzkar fjöl- skyldur og eru börn innan 15 ára aldurs 31% af mannfjölda með lögheimili í Svíþjóð samkvæmt þjóðskrá 1. desember 1977. í Noregi og einkum þó Dan- mörku eru einhleypingar fleiri og blandaðar fjölskyldur að þjóðerni. Á Bretlandi fjölgar Islendingum ekki og þar búa mun fleiri konur en karlar og í blönduðum fjölskyldum, og má draga þá ályktun að þar gæti hjónabanda sem til urðu meðan brezki herinn var hér á landi á stríðsárunum. í Luxemborg fjölgar íslendingum mikið, eink- um fyrir áhrif flugreksturs Flugleiða og þar eru alíslenzkar fjölskyldur sem og í Ástralíu en þar voru íslendingar flestir um 1970 eða liðlega 290 talsins en voru i fyrra 195. í Þýzkalandi og Kanada eru einkum blandaðar fjölskyldur íslendinga og þarlends fólks. ★ 500 konur giftar varnarliðsmönnum frá 1954 I Bandaríkjunum eru konur Framhald á bls. 20 41 iii 11 ...............

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.