Morgunblaðið - 07.07.1978, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 07.07.1978, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 7. JÚLÍ 1978 -4 NORSKA skcmmtifcrðaskipið Sagafjord kom til Vestmannaeyja nú í vikunni. Lagðist skipið utan við Eyjar. en farþcgar voru lóðsaðir í land á bátum skipsins. Á annarri myndinni sést hið KÍa’sileíía skemmtiferðaskip, en á hinni sést hvar farþegar koma i' land mcð einum bátnum. — Ljósm.i SÍKurtíeir. Islenzk skip hafa selt fisk erlendis fyrir 954 milljónir frá áramótum FRÁ áramótum til dagsins í gær hiifðu íslenzk fiskiskip selt ísaðan fisk í Þýzkalandi. Bretlandi ok Ilollandi fyrir samtals 954.6 millj. kr. Magnið sem þau hafa selt er 4066 lestir og hefur meðalverð á kíló verið 234.80 kr. Söluferðir eru alls 45. Ágúst Einarsson viðskiptafræð- ingur hjá Landssambandi ísl. útvegsmanna sagði í samtali við Morgunblaðið í gær, að þegar rætt væri um verðmæti aflans, þá væri hann reiknaður á mismunandi gengi, t.d. hefðu verið farnar töluvert margar söluferðir fyrir gengisfellinguna í vetur og ef miðað væri við núverandi gengi væri heildarsöluverð töluvert hærra, og eins meðalverð. Af þeim 45 söluferðum, sem farnar hafa verið, hafa 30 skip farið til Englands, 29 til Hull og 1 til Fleetwood. 12 söluferðir hafa verið farnar til Þýzkalands, þar af 8 til Cuxhaven og 4 til Bremerhav- en og 3 söluferðir hafa verið farnar til Hollands, en þaðan var aflanum komið yfir til Englands ;og hann seldur á markaði þar. Hæsta meðalverð í Englandi á þessu tímabili hefur Karlsefni RE fengið, en togarinn fékk 326 kr. meðalverð á kíló í vetur og ef miðað er við núverandi gengi 331 kr. á kíló. Næst hæsta meðalverð í Englandi er Ólafur Jónsson GK með, 103.125 sterlingspund eða 49.4 millj. kr. Hins vegar náði Ögri RE hærri brúttósölu í Bremerhav- en í Þýzkalandi þann 6. febrúar. , Þá seldi togarinn fyrir 451.250 mörk eða 57.2 millj. kr. Það skip sem oftast hefur farið í söluferðir frá áramótum er síðutogarinn Rán frá Hafnarfirði, sem farið hefur 5 sinnum. Björgyin formað- ur Hafnarstjórnar Á fundi borgarstjórnar í gærkvöldi fór fram kjör í nokkrar ncfndir og ráð borgarinnar sem frestað var 15. júní sl. Enn var þó frcstað kjöri varamanna í skipulagsnefnd. kjöri í veiði- og fiskiræktarráð, cnnfremur kjöri eins manns í stjórn Sparisjóðsins Pundsins og tveggja endurskoðenda. Ilafnarstjórn Björgvin Guðmundsson (A) for- maður, Guðmundur J. Guðmunds- son (Abl), Jónas Guðmundsson (F), Birgir ísleifur Gunnarsson (S) og Albert Guðmundsson (S). Vara- menn: Guðjón Jónsson (Abl), Skjöldur Þorgrímsson (A), Pálmi Pálmason (F), Ólafur B. Thors (S) og Magnús L. Sveinsson (S). Reikningar Reykjavikurborgar 1977 lagðir fram: Heildarniðurstöður 3,8% hærri en fjárhagsáætlun SAMTALS urðu tekjur Reykja- víkurborgar á árinu 1977 rúmir 10,8 milljarðar og rekstrargjöld •urðu alls 8.2 milljarðar en til eignabreytinga var varið tæplega 2,6 milljörðum króna. Þetta kom meðal annars fram í ræðu Gunn- laugs Péturssonar, horgarritara, sem nú gegnir störfum borgar stjóra, er hann mælti fyrir reikningi Rcykjavíkurborgar fyr- ir árið 1977. sem lagður var fram á fundi borgarstjórnar í gær. Heildarniðurstöðutala horgar- reikningsins 1977 er eins og áður sagði 10.826.149.839 en í fjár- hagsáætlun borgarinnar fyrir árið hafði verið áætlað að heildar- niðurstaðan yrði 10.426.847.000 og er hér því um að ræða 3.8% frávik frá endanlegri niðurstöðu fjárhagsáa'tlunar eftir að hún hafði verið endurskoðuð í ágúst- mánuði. Sem fyrr sagði kom fram í ræðu Gunnlaugs að heildarrekstrar- gjöld borgarinnar á árinu 1977 urðu 8.236 milljónir króna eða 4,8% hærri en fjárhagsáætlun hafði gert ráð fyrir. Sagði Gunn- laugur að fjárveitingar til vöru og þjónustu hefðu verið miðaðar við verðlag í nóvember 1976 en vísitala vöru og þjónustu og framfærsluvísitalan hefðu hækkað að meðaltáli um 14% á tímabilinu. Þessi vísitöluhækkun hefði getað orsakað um 440 milljón króna aukin útgjöld af völdum verðbólg- unnar en hækkunin varð í raun nálægt 100 milljónum króna. Gjaldfærður gengismunur á árinu varð 145 milljónir og sagði Gunn- laugur að í stað þess að rekstrar- útgjöld borgarinnar hefðu þannig getað farið 718 milljónum króna Framhald á bls. 18 Varaendurskoðendur borgar- reiknings Hrafnkell Björnsson (Abl) og Sveinn Jónsson (S) Skipulagsnefnd Sigurður Harðarson (Abl) formað- ur, Guðlaugur G. Jónsson (A), Gylfi Guðjónsson (F), Birgir ísleifur Gunnarsson (S) og Hilmar Ólafsson (S). íþróttaráð Eiríkur Tómasson (F) formaður, Sigurður Jónsson (A), Gísli Þ. Sigurðsson (Abl.), Sveinn Björns- son kaupmaður (S) og Júlíus Hafstein (S). Varamenn: Hjálmar Jónsson (Abl.), Hörður Óskarsson (A), Jón A. Jónasson (F), Árni Árnason (S) og Hilmar Guðlaugs- son (S). Barnaverndarnefnd Arnmundur Backmann (Abl.), Bragi Jósepsson (A), Guðrún Jónsdóttir(F), Guðný Guðbjörns- dóttir (Abl.), Áslaug Friðriksdótt- ir (S), Matthías Haraldsson (S) og Sigurjón Fjeldsted (S). Varamenn: Guðrún Helgadóttir (Abí.), Guð- munda Helgadóttir (Abl.), Ásgerð- ur Bjarnadóttir (A), Valborg Bentsdóttir (F), Þórunn Gestsdótt- ir (S), Þórhallur Runólfsson (S) og Jóna Sveinsdóttir (S). Formaður Stéttarsambands bænda; Margir bændur að kikna undan lausaskuldum og háum gjöldum Gunnlaugur Pétursson að Úttekt á fjárhagsstöðu borgarinnar: „Borgarendurskoð- un er hlutlaus aðili” - segir Birgir ísleifur Gunnarsson Á FUNDI borgarstjórnar í gærkvöldi kvaddi Björgvin Guðmundsson sér hljóðs vegna ákvörðunar borgar- ráðs um að ráða Olaf Nilsson löggiltan endur- skoðanda til þess að stjórna úttekt á fjárhags- stöðu Reykjavíkurborgar og fyrirtækja hennar. Björgvin sagði að alls ekki mætti skilja þessa ákvörð- un sem vantraust á endur- skoðunardeild borgarinn- ar, heldur væri ætlunin að fá hlutlausan aðila utan STJÓRN Stéttarsambands bænda ræddi á fundi sínum í gær ýmis vandamál land* búnaðarins stéttarinnar, rita öllum flokkunum, kosna menn og bænda- og ákvað að stjórnmála- sem fengu á Alþingi í borgarkerfisins til stjórna úttektinni. Birgir ísleifur Gunnarsson tók síðan til máls og sagðist ekkert hafa við það að athuga, að nákvæm úttekt færi fram á fjárhagsstöðu borgarinnar. Hann teldi hins vegar, að allar nauðsyn- legar upplýsingar lægju fyrir í bókhaldi borgarsjóðs og borgar- stofnana. Hann væri því þeirrar skoðunar, að borgarendurskoðandi og stjórn endurskoðunardeildar ættu að framkvæma slíka úttekt enda ættu bæði meiri og minni- hluti aðild að stjórn deildarinnar. Hann sæi því ekki ástæðu til að fá löggiltan endurskoðanda úti í bæ Framhald á bls. 18 síðustu kosningum og óska eftir viðræðum við forustu- menn þeirra í því skyni að kynna þeim vandamál landbúnaðarins, svo að þau verði tekin til skoðunar við væntanlega myndun nýrrar ríkisstjórnar. Stjórn Stéttarsambandsins tel- ur að viss mál landbúnaðarins séu þess eðlis að úrlausn þeirra þoli enga bið, að því er kemur fram í frétt frá Stéttarsambandinu, sem blaðinu barst í gær. Mojgunblaðið innti Gunnar Guðbjartsson, formann Stéttar- sambandsins eftir því hver þessu „vissu" mál landbúnaðarins væru sem getið væri um í tilkynning- unni. Gunnar kvað raunverulega um þrjú meginmál að ræða. I fyrsta lagi lægi nú fyrir niður- staða könnunar sem gerð hefði verið um lausaskuldir bænda og ráðherra beitti sér fyrir í vetur. Kvað Gunnar forsvarsmenn Stéttarsambandsins telja mjög brýnt að reynt væri að gera eitthvað í þeim málum, sem þyldu mjög litla bið, því að margir bændur væru alveg að gefast upp af þessum ástæðum. Þetta yrði því eitt fyrsta málið, sem Stéttarsam- bandið myndi leggja áherzlu á að hlyti úrlausn. Síðan væru það afurðasölumálin sem væru ákaf- lega erfið, bændasamtökin þyrftu að innheimta þessi háu verð- jöfnunargjöld af bændum en það væri miklum annmörkum háð að taka þetta af mönnum vegna þess að þaö skerti svo mjög afkomu- möguleika þeirra margra. Nú væri svo komið að margir bændur hefðu við orð að hætta, og Gunnar kvaðst sjálfur sjá auglýstar jarðir til sölu nú daglega í blöðum, sem hann kvaðst óttast að væri afleið- ing alls þessa. Þriðja meginmálið kvað Gunnar vera sjálf afurða- lánamálin sem væru mjög erfið og eitthvað nýtt þyrfti þar að koma til. Auk þess væru fleiri mál sem taka yrði upp við stjórnmálaleið- togana. Siglfirzki skuttogarinn Dagný SI 70 siglir inn í gær. — AP símamynd. höfnina í Fleetwood

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.