Morgunblaðið - 07.07.1978, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 07.07.1978, Blaðsíða 10
FA KRIST1NAR 82.6 10 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 7. JÚLÍ 1978’ allur vindur úr hér? Eitt af því sem hent getur hvern sem er, hvar sem er. Og allir þurfa þjónustu í hve/li. Umboðsmenn Goodyear eru við öHu búnir á verkstæðum sínum út um land allt. UMBOÐSMENN GOODYEAR: GÚMMlVINNUSTOFAN Skipholti 35, Rvík., sími: 31055 OTTI SÆMUNDSSON Skipholti 5, Rvík., sími: 14464 SIGURJÓN GÍSLASON Laugavegi 171, Rvík., sfmi: 15508 GUÐSTEINN SIGURJÓNSSON Kjartansgötu 12, Borgarnesi, sími: 93-7395 MARÍS GILSFJÖRÐ Ólafsvík, slmi: 93-6283 HJÓLBARÐAVERKST. GRUNDAR- FJARÐAR sími: 93-8611 DALVERK H.F. Sunnubraut 2, Búðardal, sími: 95-2191 VERZL. JÓNS S. BJARNASONAR Bíldudal, simi: 94-2126 HJÓLBARÐAVERKST. SUÐURGÖTU isafirði, Jónas Björnsson, sími: 94-3501 VÉLSMIÐJAN ÞÓR Suðurgötu, Isafirði, sími: 94-3041 VÉLAVERKSTÆÐIÐ VÍÐIR Víðidal, V-Hún., sími um Víðigerði HAFÞÓR SIGURÐSSON Félagsheimilið Blönduósi, simi: 95-4248 95-4258 VÉLSMIÐJAN LOGI Sauðármýri 1, Sauðárkr. sími: 96-5165 BIFREIÐAVERKSTÆÐIÐ VARMI S.F. Varmahlíð, Skagafirði, sími: 95-6122 BÍLAVERKST. PÁLS MAGNÚSSONAR Hofsósi, sími: 96-6380 BÍLAVERKST. DALVÍKUR Dalvik, sfmi: 96-61122 BlLAVERKST. MÚLATINDUR Ólafsfirði, sími: 96-62194 BÍLAVERKST. BAUGUR Norðurgötu 62, Akureyri, sími:96-22875 BÍLAÞJÓNUSTAN S.F. Tryggvabr. 14, Akureyri, sími: 96-21715 HJÓLBARÐAÞJÓNUSTAN Glerárgötu 34. Akureyri, sími: 96-22840 DAGSVERK S.F. Egilstöðum, sími: 97-1231 1370 VÉLATÆKNI S.F. Hörgsási 8, Egilstöðum, sími: 97-1455 JÓN GUNNÞÓRSSON Firði 6, Seyðisfirði, sími: 97-2305 BIFREIÐAVERKST. BENNA & SVENNA Eskifirði. Fossagötu 1, sími: 97-6299 BIFREIÐAVERKSTÆÐIÐ LYKILL Reyðarfirði. sími: 97-4199 SVEINN INGIMUNDARSON Stöðvarfirði, sími: 97-5808 VÉLSMIÐJA HORNAFJARÐAR Höfn Hornarfirði. sími: 97-8340-8341 GUNNAR VALDIMARSSON Kirkjubæjarklaustri BJÖRNJÓHANNSSON Lyngási 5, Holtum. Rang., sími: 99-5960 HJÓLBARÐASTOFA GUÐNA v/Strandaveg. Vestmannaeyjum, sími: 98-1414 GÚMMÍVINNUSTOFA SELFOSS Austurvegi 58. sími: 99-1626 HJÓLBARÐAVERKST. GRINDAVÍKUR Sími: 92-8350-8119 GÚMMÍVIÐGERÐIN Hafnargötu 89, Keflavík HJÓLBARÐAVERKSTÆÐIÐ Reykjavíkurvegi 56, Hafn.f., sími: 51538 NÝBARÐI Garðabæ, sími 50606 KAUPFÉLAG ÁRNESINGA Selfossi, sími: 99-1201 HEKIAHF Laugavegi 170-172 Sími 21240 THE OBSERVER dfefc THE OBSEHVER Japanir ætla að taka fastar á hermdar- verkamönnum SÉRFRÆÐINGAR stjórnarinnar í Japan vinna nú að mótun nýrrar stefnu sem á að fylgja í framtfðinni gegn hryðjuverka- mönmim heima og erlendis. Ileimildir herma að stefnan muni fela í sér þvert nei við skilyrðum mann- og flugræn- ingja, jafnvel þó það geti kostað lff saklausra manna. Hin nýja stefna er enn f mótun, og heimildarmenn vildu ekki Golda Meir þáverandi forsætis- ráðhería ísrael kannar blóðvöll- inn. gefa upp allt sem f henni felst af hræðslu við að hvetja öfgamenn „að óþörfu“. Annað mikilvægt skref fram á við er möguleg stofnun lögreglu- sveita sem yrðu þjálfaðar til að vinna gegn „górillum" og hægt yrði að senda utan til að kljást við japanska hermdarverkamenn. Stofnun þessara sveita krefst nýrra lagasetninga og trúlegt þykir að miklar og heitar umræð- ur verði um þær í þinginu. Búizt er við að vinstri vængurinn komi til með að líkja þessum ráðstöfun- um við herveldisstefnu. Stjórnin leggur mikla áherzlu á að til þessara sveita yrði aðeins leitað eftir að öll önnur ráð hefðu verið reynd án árangurs. Að baki þessa skyndilega áhuga og athafna stjórnarinnar býr hræðsla við að enn ein árásin sé í undirbúningi hjá Rauða hernum í Japan. Japanskar sendinefndir og meiri háttar fyrirtæki erlendis hafa að undanförnu aukið mjög öryggiseftirlit sitt og bygginga- framkvæmdir eiga sér stað við mörg sendiráð til að styrkja varnir þeirra gegn vopnuðum árásum. Japanska stjórnin segir að stefna sú að láta ávallt undan sé byggð á mannúðarstefnu og þörf- inni á að komast hjá manndrápi í lengstu lög. Mælirinn varð fullur í Dacca í fyrra þegar meðlimir Rauða hers- Komum í veg fyrir slysin Við viljum öll forðast slysin, en hvað gerum við og viljum gera til þess, það er það sem máii skiptir. A afmælisfundi Slysavarna- félags Íslands, sem haldinn var í Reykjavík 28—30 apríl síðast- liðinn, var það undirstrikað að það ætti að vera afmælisgjöf slysa- varnafólks til þjóðarinnar í tilefni 50 ára afmælis félagsins að hefjast skyldi með afmælisfundinum verulegt átak í siysavarnamálum, og þá einkum í tveimur slysa- flokkum, umferðarslysum og slys- um á smábátum sem eru undir 6 metrum, eða um 19 fet og minni, en um þá er elcki til nein reglugerð, hvorki um smíði þeirra, meðferð eða öryggisbúnað. Hin hörmulegu slys undanfarna daga hafa verkað á fleiri en mig sem áskorun til alls slysavarna- fólks um að standa við hina lofuðu gjöf, og að enginn láti sitt eftir liggja í þeim efnum. En hvað er til ráða og hvert er að sækja? Því er vandsvarað, en nokkrar staðreyndir liggja þó fyrir, eins og þær, að í umferðar og vegamálum þurfum við að sækja til Alþingis eða annará opinberra aðila um fjármagn, en til vegamálastjórnar um fram- kvæmd. Þessa aðila finnst mér mjög erfitt að fá til að taka tillit til slysahættu á vegum við ákvarðanir þeirra, eða sú hefir mín reynsla verið, allt frá undir- búningi hægri umferðar og fram- kvæmd, en þá fékkst margur slysabletturinn afnuminn Alltof margir standa þó enn óhreyfðir, og í minni sveit eru þeir alltof margir. Hefir þó verið reynt með öllu mögulegu móti að fá þá þó ekki væri nema lagfærða, einkum þá, þar sem af og til verða óhöpp, sem ætla má að vegurinn eigi sök á að meira eða minna leyti, en of lítið fengizt að gert. Fólk meiðist, slasast eða ferst, bílar skemmast eða ónýtast, í óhöppum á vegum úti. Það er því til mikils að vinna með hverju óhappi sem afstýrt verður með fyrirbyggjandi slysa- vörnum en það er ekki að því hlaupið að fá þær í framkvæmd varðandi þessi mál og skal hér tekið eitt dæmi, sem mér er vel kunnugt um: Hættulegasti staðurinn á vegun- um í minni sveit, af mörgum slæmum, er að mínu mati á svokallaðri Kryppu rétt hjá býlinu Hnjóti í Örlygshöfn. Þar er bæði blinda og kröpp beygja og sú hætta er nú að stóraukast, þar sem nokkrum metrum frá þessum stað er nú verið að byggja byggéasafns- hús. Má því ætla að umferð aukist og bílar séu af og til að koma inn á veginn og fara út af honum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.