Morgunblaðið - 07.07.1978, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 07.07.1978, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 7. JÚLÍ 1978 Frá kaffisamsætinu í Logalandi á 70 ára afmæli U.M.F. Reykdæla. Ljósm.: Corsten Kristinsson U.M.F. Reykdæla 70 ára Horuarfiröi í júni. Þjóðhátíðardaginn 17. júní s.l. bauð Ungmennafélag Reykdæla öllum fbúum Reykholtsdalshrepps og burt fluttum félögum til kaffi- samsætis í Félagsheimilinu Loga- landi í Reykholtsdal. Var tiiefnið 70 ára afmæli félagsins. Var það stofnað 23. apríl 1908, á sumardag- inn fyrsta, í Deildartungu og var fyrsti formaður þess Jón Hannes- son. Fyrst flutti Jón Guðbjörnsson heillaóskir frá Ungmennafélagi Is- lands og Jón Gíslason frá Ung- mennasambandi Borgarfjarðar. Gáfu þeir félaginu gripi til minning- ar. Var nú rakin saga félagsins í stórum dráttum. Las Jón Þórisson upp erindi eftir Andrés Eyjólfsson frá Síðumúla, sem flutt var á 50 ára afmæli félagsins. Fjallaði hún um frumbýlisár félagsins. Var æskan þá kyrr í sveitinni og nóg af vinnufús- um höndum, enda var frívinna félagsmanna helsti vaxtarbroddur þess í hvívetna. Fjár var aflað með bögglauppboðum og hlutaveltum. Andrés Jónsson minntist þriðja og fjórða áratugsins í sögu félagsins. Fjallaði hann sérstaklega um ferðir heim og að heiman á næturskemmt- anir, fundi, íþróttaæfingar eða leikæfingar í hóp eða einn á ferð í dimmu eða björtu. Sagði Andrés, að konur hefðu hæst komist upp virðingarstigann hjá félaginu með því að vera kosnar sem ritarar þess og þannig bókað visku þá, er karlmenn fluttu á fundum. Við lestur fundagerða þessa tímabils mátti glöggt sjá, að menn töluðu frá hjartanu í þann tíma, öfugt við stjórnmálamenn nútímans, sem fag- urt mæla en flátt hyggja. Séra Jón Einarsson ræddi um árin 1948—1963. Sagði hann að skógar- reiturinn fyrir ofan félagsheimilið hefði verið hugsjón ungmennafélag- anna. Þegar ákveða átti hvert fara skyldi í ferðalög á þessum tíma voru ekki allir alltaf sammála. En allir voru sammála um það að fara eitthvað einhvern tíman. Að lokum rakti Vigfús Pétursson sögu félagsins frá tímabilinu 1963 og fram á vora daga. Taldi hann sig lítið fara til kirkju nú á dögum, þar sem ekki. væri kúluvarp eða lang- stökk eftjr messu. En áður voru íþróttaæfingar að messu lokinni. Þá bárust félaginu gjafir í tilefni afmælisins. Kvenfélag Reykdæla gaf 100 þús. krónur til kaupa á kvik- myndasýningarvél. Hjónin Jón Þórisson og Halldóra Þorvaldsdóttir ásamt niðjum sínum gáfu vandaðan ræðustól. Skógræktarfélag Borgfirð- inga gaf lerkiplöntur, sem gróður- 'setjast skyldu í lundinn fyrir ofan heimilið. En lerki vex einmitt óvíða betur á Vesturlandi en í Logalands- reitum. Systkinin í Kletti ásamt foreldrum gáfu 150 þúsund krónur til minningar um bróður þeirra Sigmund Einarsson. Skyldi þessum peningum varið til kaupa á ljóðabók- um í bókasafn félagsins. Fleiri tóku til máls og árnuðu félaginu alls hins besta. Kristófer Kristinsson núverandi formaður U.M.F. Reykdæla þakkaði gjafir og árnaðaróskir í garð félags- ins. Taldi hann að félagið hefði ekki lokið starfi sínu, enda lítið gaman að þess háttar félögum, og því væri margt á dagskrá, þátttaka í bygg- ingu sundlaugar á Kleppjárnsreykj- um og kaup á kvikmyndasýningavél, svo eitthvað sé nefnt. Á milli atriða var risið úr sætum og sungin ættjarðarlög við undirleik Bjarna Guðráðssonar. En sjá mátti, að hinir yngri kunnu ekki textana við þau, til að mynda „Fósturlandsi ns Freyja" og „Ég vil elska mitt land“ enda trúlegra að Brunaliðið og Boney M hefðu frekar átt upp á pallborðið hjá þeim en þessi lög, er frumkvöðlar ungmennafélagshreyf- ingarinnar sungu á hverjum fundi. Þessu kaffisamsæti lauk um klukkan 5.30 og hafði það staðið yfir frá því um klukkan 2.00. Um kvöldið var sérstök hátíðar- dagskrá í Logalandi. Aðalræðumað- ur var Ivar Björnsson frá Steðja. Ólöf Harðardóttir söng við undirleik eiginmanns stns Jóns Stefánssonar. Ármann Bjarnason bóndi á Kalvararstöðum las ljóð eftir Guðmund Böðvarsson skáld. Sigríð- ur Þorsteinsdóttir las upp úr „Hvöt“, handskrifuðu blaði, er Ungmenna- félagið gaf út áður fyrr og gekk á milli manna. Að lokum var svo stiginn dans til kl. 2.00 eftir miðnætti. — Fréttaritari. veiðistengur J í miklu úrvali: Á 3 mýktarflokkar 8 stæröir (frá 51/2-12 fei * Otal verðflokkar Hafnarstræti 5, Tryggvagötumegin. Ámi G. Eylands: Ein af hugmyndum Hólanefndar í Morgunblaðinu 23. maí síðast- liðinn birti skólastjórinn á Hólum mikla ritgerð um Hólaskóla: Hann segir þar frá 7 manna nefnd, sem landbúnaðarráðherra hefir skipað, að undangenginni ályktun Alþing- is. Þetta varðar 100 ára afmæli Bændaskólans, fjárveitingar og framkvæmdir. I grein sinni setur skólastjóri fram drög að fram- kvæmdum á Hólum 1978—1982. Nefna vil jeg nefndina: Það er skólastjórinn, formaður, Hjalti Pálsson framkvæmdastjóri Reykjavík, Björn Jónsson bóndi í Bæ, Hjörtur Þórarinsson bóndi á Tjörn, Frú Sigrún Ingólfsdóttir Reykjavík, Pálmi Jónsson al- þingismaður og Páll Pétursson alþingismaður. Svo upplýsir skóla- stjóri að frú Sigrún hafi vikið frá störfum í nefndinni sökum veik- inda. Þótt mikið sé til þessarar Hólanefndar að líta, verð jeg að leyfa mjer að hafa annað álit varðandi eitt mikilsvert atriði um framkvæmdir á Hólum fram að 100 ára afmæli skólans. Ég ræði ekki hinar mörgu tillögur, aðeins eitt sem mjer ofbýður með öllu og verðað mótmæla. Tillagan er svohljóðandi: „1980. Byggt verði heimavistar- hús bændaskólans (á þeim stað sem fjósið er nú). Stærð miðist við að á Hólum verði 60 nemenda skóli.“ Leyfi mjer að undirstrika þetta. — Það ber að minnast Hóla í Hjaltadal og sögu bændaskólans á Hólum, betur en gert er í þessari tillögu. Það geri jeg með góðri samvizku. Ég segi blátt áfram og á eðlilegan hátt, því það verður ekki hjá því komist að jeg veit meira um Hóla en hver sem vera skal af hinum nefndu nefndar- mönnum. Það er ekki neitt undar- legt né ótrúlegt. Móðir mín var fædd á Hólum 1865. Hún vann lengi á Hólum og faðir minn vann svo lengi og mikið og mikilvægt á • Hólum að við hann festist nafnið ,Hóla-Guðmundur. Fyrsta minning mín á Hólum er þegar faðir minn var að kenna mjer að sitja á hestbaki, og eymdi undir mjer. En ,ekki eru mjer minna virði allar minningarnar sem foreldrar mínir báru á borð fyrir mig um ár og viðburði á Hólum áður en jeg fæddist, og áður en jeg man fyrst eftir mjer. Þess er að minnast að forn byggð á Hólum var með þeim hætti að engin hús bar hærra en dómkirkjuna. Bærinn stóð rjett við krikjugarðinn og vitund lægra. Svo breyttist þetta. Benedikt prófastur, bóndi á Hólum og eigandi jarðarinnar, lætur byggja Nýja-Bæ, þar sem hann stendur enn þann dag í dag, þó ekki sé í honum búið. Það var 1854, og handa Jóni syni Benedikts, er seinna fór til Ameríku, snauður og búinn að eyða hinum miklu eignum föður síns, og búinn að missa systur sínar tvær. Af rústum útihúsa í Nýja-Bæ get jeg enn greint aðeins eitt, það voru kvíarnar. En auðvitað vita Hóla- menn ekki um slíkt lengur. Þegar Bændaskólinn á Hólum var stofnaður vorið 1882 varð skólinn að halda sig í gamla bænum á Hólum niður við kirkju- garðinn. Slíkt varð ekki komist af með til lengdar, og Skagfirðingar voru stórhuga. Þeir byggðu nýtt skólahús, allmikið og gott á þeirra tíma vísu. Það sem var mikils vert Árni G. Eylands. var að velja því staðinn og það tókst vel, afbragðsvel. Vart hægt að hugsa sjer staðinn betri, myndarlegt hús á ágætum stað. Húsið nýtur sín vel á meðfylgjandi mynd, sem mun vera frá árunum þegar Hólaskóli varð 25 ára — 1907. Mest var um vert hve útsýnið frá húsinu var ágætt, túnbrekk- urnar niður frá húsinu og út og suður um mest allt túnið og mikið meira en það. Margt er að muna, og eitt sem aldrei gleymist er æskuför á skíðum af húströppun- um, niður hlaðið og svo alla brekkuna niður túnið. Þar var ekkert í veginum að vetrinum og eigi var minna góðs að minnast að sumrinu. Timburhúsið frá 1892 var hin mikla miðstöð alls á Hólum, bæði fyrir skóla og bú, þó Nýi-Bær væri enn notaður alloft og lengi. Myndin sýnir eina aukaskemmu sem byggð var í minni tíð og einnig rifin, og flutt út í Óslandshlíð. Svo var fyrsta steinhúsið byggt á Hólum 1911. Þá var gamla og Saudi-Arabía fús til að aðstoða N-Yemen Kuwait 5. júlí. AP. DAGBLAÐ í Kuwait skýrði frá því í dag, að hcrir Saudi-Arabíu hefðu verið settir í viðbragðs- stöðu vegna landamæraátakanna milli Norður- og SuðurYemen, sem átt hafa sér stað að undan- förnu. Dagblaðið A1 Siyassa hefur eftir Sultan prins, varnarmálaráðherra Saudi-Arabíu, að „hlutverk hers Saudi-Arabíu sé að vernda Islam og vera tilbúinn að taka á móti hvers kyns ögrunum, sem átökin á landamærum Yemen-landanna kunni að leiða af sér.“ Hann á að hafa sagt þetta á ferð um herbúðir í Saudi-Arabíu. „Þetta bendir til þess að Saudi- Arabía muni senda Norður-Yemen aðstoð, geri Suður-Yemen árás á landið," í A1 Siyassa.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.