Morgunblaðið - 07.07.1978, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 07.07.1978, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 7. JÚLÍ 1978 15 Park fékk kosningu til 6 ára Scoul fi. júlí. Rcutcr. FORSETI Suður-Kóreu. Park ChunK-IIee. var í dag endurkjör inn til annars sex ára kjörtíma- hils með öllum greiddum atkvæð- um 2.586 manna kjörmannasam- kundu nema einu en fimm voru fjarverandi. Park þurfti aðeins að fá ein- faldan meirihluta atkvæða á kjörmannasamkundunni til að ná kjöri. Aðalandstöðuflokkur stjórnarinnar. Nýi lýðræðisflokk- urinn. neitaði að bjóða fram þar sem hann sagði að það þjónaði engum tilgangi. Forsetinn hefur farið með völd- in í Suður-Kóreu í 17 ár og hefur verið gagnrýndur fyrir að stjórna með hörku en ekkert bendir til þess að hann muni slaka á stjórninni og draga úr völdum sínum. Eftir kosninguna sagði forsetinn fulltrúunum á kjör- mannasamkundunni sem hylltu hann: „Við verðum að halda ótrauðir áfram á braut okkar.“ Skotnir íhnén Torino, 6. júlí. AP. HRYÐJUVERKAMENN Rauðu herdeildanna skutu atvinnurek- andann Aldo Ravaioli í hnén í dag og þetta var önnur árás þeirra af þessu tagi á tveimur dögum. Eins og venjulega þegar hryðju- verkamenn Rauðu herdeildanna gera slíkar árásir flúðu þeir í bíl sem beið þeirra og Ravaioli var að fara að heiman til vinnu þegar árásin var gerð. í gær var einn af framkvæmda- stjórum Pirelli-fyrirtækisins í Mílanó Gavino Manca skotinn í hnén. Veðrið víða um heim Amsterdam 15 rigning Apena 35 aólakin Berlín 18 akýjaó BrUssel 16 rigning Chicago 29 rigning Frankfurt 16 rigning Genf 16 akýjaó Helsinki 18 skýjaó Jóh.borg 15 sólskin Kaupm.höfn 17 rigning Lissabon 25 sólskin London 14 akýjaó Los Angeles 25 akýjaó Madríd 26 sólskin Málaga 22 haióakfrt Míami 31 rigning Moakva 27 heíóskírt New York 28 heiðskírt Ósló 18 sólskin Palma Mallorca 24 léttskj. París 16 skýjeó Róm 22 heióekírt Stokkh. 18 rigning Tel Aviv 31 eólekin Tokyó 33 sólekin Vancouver 20 láttskj. Vinarborg 18 skýjaó Reykjavík 12 boka í grennd „Brjálaðir” — segir Rabin andófsmaður París, 6. júlí. AP. OSKAR Rabin, sovézkur ahstraktmálari og andófsmaður, fordæmdi í dag sovézk stjórnvöld fyrir að svipta hann ríkis- borgararétti. „Þeir eru brjálaðir," sagði Rabin um þá ráðstöfun sovézkra stjórn- valda 22. júní s.l. að svipta hann ríkisborgararétti „með hliðsjón af skipuiagsbundinni starfsemi hans sem er ósamrýmanleg stöðu sovézks borgara". „Það er óhugsandi að andlega heilbrigðir menn sem stjórna málum risaveldis svipti listmálara borgararétti vegna þess að hann málar það sem hann sér og það sem honum dettur í hug að mála og sýna það sem hann hefur rnálað," sagði Rabin á blaða- mannafundi. Lögreglumaður í Nashville í Tennessee miðar hér á vopnaðan mann sem faldi sig í kjallara húss í bænum. Annar lögreglumaður kemur hlaupandi og sá þriðji hefur fleygt sér niður til þess að verða ekki fyrir skoti frá vopnaða manninum. Maðurinn var handtekinn mótþróalaust. þad er drif í þessu...< EITTHVAÐ FYRIR ALLA í Hijómplötuverslunum Fálkans Bob Dylan — Bob Dylan er aö vanda í toppformi og með alveg hreint frábœra hljómplötu eins og við var að búast. Tom Robinson Band — Einn albesti nýbylgjurokkarinn á einni peirri bestu hljómplötu sem við höfum heyrt í langan tíma. — n Yxljf l amí 1 dfe -IM Éjá imfmm efmSBr'W! H ■ , . Kate Bush — Lagið Wuthering Hights sló heldur betur í gegn í Bretlandi enda er Kate Bush mjög svo sérstæð söngkona. Bob Seger — Nýjasta hljómplata Bob Seger síðan hann sló í gegn með laginu Night Moves. Plata fyrir pá sem hafa gaman af pungu rocki. MESTA HLJÖ M PLÖTU Ú RVAL LANDSINS CBS Doiycior DECCfl EMI FÁLKINN í fararbroddi Suðurlandsbraut 8 Laugavegi 24 Vesturveri Sími 84670 Sími 18670 Sími 12110

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.