Morgunblaðið - 07.07.1978, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 07.07.1978, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 7. JÚLÍ 1978 19 Hálendisvegir ad verda f ærir VEGIR á hálendinu ætla nú að verða seinna færir en oft áður. þar sem óvenjumikill snjór er víða enn, en þó eru allmargir og mest förnu vegirnir færir. Morg- unblaðinu var tjáð í fyrradag að fært væri núna úr Skaftártung- um í Eldgjá, en ekki væri hægt að komast í Jökuldali sökum snjóa. Frá Sigöldu er fært að Frosta- staðahálsi, en ófært þaðan í Landmannalaugar, en ráðgert er að moka þessa leið í dag, þannig að fólk kemst í Landmannalaugar um helgina. Þá- er vegurinn að Veiðivötnum orðinn fær og fyrstu stóru bílarnir hafa farið yfir Sprengisand, en snjór er þó enn víða á brautinni. Kjalvegur varð fær fyrir nokkru, og nú er verið að hefla hann. Uxahryggjaleið hefur verið ófær síðan á sunnudag sökum sandfoks, en þar á að ryðja á ný í dag og nú er verið að hefla Kaídadal. Úr Skagafirði er fært í Lauga- fell. Fært er í Herðubreiðarlindir og bílar hafa komizt inn í Dreka- gil, en þaðan hafa þær fréttir borizt að mjög mikill snjór sé í Öskjuvatni. Þá hefur verið fært í Kverkfjöll í þrjár vikur, en Hellisheiði eystri er enn ófær. — Vilja reyna niður- og milli- færsluleik Framhald af bls. 32 • Viðræðurnar í gær drógu dám af því, að menn biðu nýrra gagna frá Þjóðhagsstofnun varðandi efna- hagsmálin og snerust fyrst og fremst um þá hluti sem menn vissu næsta auðvelt að ná sam- stöðu um. Þannig snerust viðræð- urnar um önnur mál en efnahags- og kjaramálin, fyrst og fremst um félagsmál, tryggingamái og heil- brigðismál en til dæmis utanríkis- mál og stóriðja voru látin liggja milli hluta. — Sovétmenn Framhald af bls. 1 Kremlar. Gromyko mun í næstu viku halda til Genfar til viðræðna við Cyrus Vance utanríkisráðherra Bandaríkjanna til að reyna að ryðja úr vegi þeim hindrunum sem tafið hafa nýtt samkomulag um takmörkun gjöreyðingarvopna. Gromyko lýsti því yfir að Sovétmenn myndu halda áfram að virða í einu og öllu þá samninga sem þeir gerðu við önnur ríki og er litið á þessi ummæli sem svar Sovétríkjanna við vaxandi tali í Bandarikjunum og víðar á Vestur- löndum um að Sovétmenn hafi brotið ákvæði fyrra SALT-sam- komulagsins sem rann út í október s.l. „Sovétríkin munu nú sem fyrr halda fast við opna og heiðarlega utanríkisstefnu sína,“ sagði Gromyko einnig í ræðu sinni. Hann sagði að andstæðingar „detente“-stefnunnar, sem miðar að minnkandi spennu í samskipt- um stórveldanna, væru samvizku- og ábyrgðarlausir. Hann sakaði jafnframt Kínverja um að vera „einhverjir hörðustu andstæðing- ar afvopnunar" í heiminum. Ræða Gromykos er í raun skýrsla hans til Æðsta ráðsins, en ráðið kemur sáman til fundar tvisvar á ári og leggur blessun sína yfir ráðstafanir sem þegar hafa verið ákveðnar í miðstjórn komm- únistaflokksins. — Sjö bækur Framhald af bls. 32 við Jón Laxdal leikara, sem nú er staddur hér á landi ásamt Rolf Hádrich til að undirbúa kvik- myndun sögu Laxness, Paradísar- heimt. Það er einmitt Jón sem þýðir bækurnar og hefur hann þegar lokið við þýðingu á bókunum I túninu heima og Ungur ég var. Mun sú fyrrnefnda koma út í haust en hin síðarnefnda væntan- lega á næsta ári, auk bókar sem Halldór er að vinna að núna. Jón sagði ennfremur að hann myndi einnig hugsanlega líta yfir eldri þýskar þýðingar á sögum Halldórs og þær yrðu þá gefnar út að nýju, en margar af eldri sögum hans væru nú orðnar nær ófáanlegar á þýsku. — Israelsmenn Framhald af bls. 1 Sýrlendinga. Carter Bandaríkja- forseti skoraði í dag á deiluaðila að leggja niður vopnin og lýsti vaxandi áhyggjum sínum vegna ástandsins í landinu. Sama gerðu utanríkisráðherrar aðildarlanda Efnahagsbandalags Evrópu sem saman eru komnir til fundar í Bremen í V-Þýzkalandi. I fréttum útvarpsins í Damask- us sagði í dag, að Sýrlendingar sem eru í Líbanon á vegum Arababandalagsins, myndu halda áfram að berjast við hverja þá sem ógnuðu friðnum í landinu. Sýr- lendingar og kristnir menn börð- ust hlið við hlið í borgarastríðinu í landinu á árunum 1975—76 gegn Palestínumönnum. Nú eru kristnir menn taldir óttast að Sýrlending- ar muni láta kné fylgja kviði gagnvart þeim og senda herflokka inn í stöðvar kristinna manna. Slíkar aðgerðir eru óhjákvæmilega taldar mundu leiða til íhlutunar Israelsmanna. — Leiðtogar EBE Framhald af bls. 1 Callaghan forsætisráðherra Breta lýsti því yfir í dag, að Bretar myndu ekki bregða fæti fyrir þessa viðleitni en talið er mjög mikilvægt að Bretar leggi hug- myndum Frakka og Þjóðverja í þessu efni öflugt lið eigi þær að ná fram að ganga. Orkumál munu taka mikinn tíma á fundinum í Bremen og í dag lögðu Frakkar á það áherzlu að EBE yrði að koma á laggirnar sameiginlegri orkustefnu sem mið- aði að því að stórminnka þörf aðildarríkjanna níu fyrir innflutta orkugjafa. I einni af skýrslum fram- kvæmdastjórnar EBE á fundinum er fjallað um aðgerðir sem ríkis- stjórnir í einstökum aðildarríkjum geta gripið til á næstunni til að auka hagvöxt og koma á meira jafnvægi í utanríkisviðskiptum. Er þar m.a. lagt að V-Þjóðverjum og Frökkum að auka opinber útgjöld en ítölum er á hinn bóginn ráðlagt að draga úr útgjöldum ríkisins. Nokkrar umræður hafa orðið um sameiginlega' landbúnaðar- stefnu bandalagsins, en til hennar er varið um 5% af tekjum bandalagsins, og þykir hún orðin ærið kostnaðarsöm og leiða til umframframleiðslu á ýmsum landbúnaðarafurðum. Fullt hús matar Ódýr matarkaup Glænýr lax (heill) .............. 1950 - kr. kg. Nautahamborgari ................. 130 - kr. stk. Folaldahakk ..................... 990.- kr. kg. Nýr svartfugl ................... 300.- kr. stk. Kálfahryggir .................... 810.- kr. kg. Saltaö folaldakjöt .............. 690.- kr. kg. Nýtt hvalkjöt ................... 695.- kr. kg. Reykt folaldakjöt ................. 790.- kr. kg. Reykt hvalkjöt .................... 750.- kr. kg. 10 nautahakk ..................... 2.150.-,kr. kg. Beikon í sneiöum .................. 2.100.-“ kr. kg. Kjúklingar ........................ 2.090.- kr. kg. Kjúklingar 10 stk í kassa ................... 1.790.- kr. kg. Franskar kartöflur, frystar, tilbúnar beint í ofninn. Aöeins 920 ■”kr. kg. Allar tegundir af úrvals nauta- kjöti Nauta T-bonesteik Skráö verö 2.847- Okkar verö 2.240." Nauta grilisteikur Skráð verö 1.722- Okkar verö 1.480." Nautabógsteikur Skráö verö 1.722 - Okkar verð 1.480." Nautamörbráð Skráð verö 6.034 - Okkar verö 4.890." Nautasnitchel Skráö verö 5.603- Okkar verö 4.600.- Nautagullasch Skráö verö 4.310- Okkar verö 3.460.- Nautahakk 1. flokkur Skráö verö 2.759. Okkar verö 2.390.- Nautaroast Skráð verö 4.890.- Okkar verð 3.840 - • Folaldakjöt Folaldagullasch ........ kr. 2.680. Folaldasnitchel ........ kr. 2.888. Folaldamörbrá .......... kr. 2.900. Folaldafillet .......... kr. 2.900. Ath: Nú verður lokað laugardögum í sumar. Verzlið tímanlega. Opiö föstudaga til kl. 7. á kjŒtimiið^tíSdin Laugalsek 2, sími 35020.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.