Morgunblaðið - 07.07.1978, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 07.07.1978, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 7. JÚLÍ 1978 23 Minning: Þorsteinn Þórðarson húsgagnabólstrari Nú, er ég sé eftir vini mínum Steina yfir móðuna miklu, þá rifjast upp í huga mér margar hugljúfar minningar eins og svo oft vill verða þegar maður verður skyndilega að kveðja góðan dreng og félaga. Fljótt eftir að ég 1947 fór að læra bólstrun kynntist ég Steina og héldust þau kynni án þess að skugga bæri á alla tíð síðan. Steini var félagslyndur maður, glaðvær í öllu viðmóti, og glaðværð og glettni lét hann ekki af, þó svo hann gengi ekki heill til skógar, sér í lagi síðari ár, en veikindi sín bar hann af þeirri karlmennsku sem þeim einum er lagið er geta gert að sínum orðum orð sálma- skáldsins, Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta, á grænum grundum lætur hann mig hvílast, leiðir mig að vötnunum, þar sem ég má næðis njóta, hann hressir sál mína þótt ég fari um dimman dal, óttast ég ekkert því þú ert hjá mér, sproti þinn og stafur huggar mig. Þorsteinn vann félagi sínu, Sveinafélagi húsgagnabólstrara, gott og mikið starf sem formaður þess félags og að öðrum ólöstuðum er það ákveðin skoðun mín að enginn hafi af meiri einlægni og fórnfýsi unnið því félagi betur, oft við erfiðar aðstæður, því það vill brenna við hjá bólstrurum eins og flestum stéttum okkar þjóðfélags að heimsins laun eru vanþakklæti. Fór Steini ekki varhluta af því hjá sínum stéttarfélögum, en hann harðnaði Við hverja raun og stóð eins og klettur af sér allt and- streymi félagi sínu til sóma og framdráttar þeirra málstað. Já, það væri af mörgu að taka enn, en það er von mín að fleiri minnist í þessu blaði Þorsteins sem til þess eru hæfari en ég, en með þessum fátæklegu orðum langaði mig að þakka Steina alla hans góðvild og drengskap í minn garð um árabil. Og konu hans og ástvinum sendi ég mínar innilegustu samúðar- kveðjur og sé það þeim huggun í harmi að eiga góðar minningar um góðan heimilisföður og dreng. Og að endingu, það er von mín og trú að við sjáumst öll á eilífðarströnd fagnandi og glöð. Fari hann í friði, Drottinn blessi hann. Ásgeir H.P. Hraundal. Að marggefnu tilefni skal athygli vakin á þvi, að afmælis- og minningargreinar verða að berast blað- inu með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðvikudagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. Greinar mega ekki vera í sendibréfs- formi eða bundnu máli. Sé vitnað til ljóða eða sálma skal höfundar getið. Greinarnar þurfa að vera vélritaðar og með góðu línubili. inn en aðstæður til slíks í þá daga voru aðrar en nú. Engu að síður var Helgi vel menntaður maður sökum óþrjótandi dugnaðar hans og áhuga til sjálfsnáms. Að loknu barnaskólanámi naut hann kennslu í ensku hjá Sigurjóni Jónssyni sem þá var héraðslæknir á Dalvík. Gat hann lesið þá tungu og Norðurlandamálin sér til gagns. Að hætti ungra manna leitaði Helgi sér atvinnu á vetrum til verstöðva Suðurlandsins. Lá leið hans til Vestmannaeyja. Þar fann hann konuefni sitt, Huldu Guð- mundsdóttur frá Hrafnagili, og giftu þau sig árið 1932. Eignuðust þau tvær dætur, Hrafnhildi og Helgu, og eru barnabörnin orðin fimm og barnabarnabörnin tvö. Reyndist Helgi þeim einstaklega góður faðir og afi. Sjómennska varð síðan aðalstarf Helga um fjöldamörg ár. Hann öðlaðist vélstjóraréttindi á fiskibátum og vann oftast þau störf. Eftir að í land kom vann hann sem vél- gæslumaður, lengst af í Vinnslu- stöðinni í Vestmannaeyjum. Oft mun hugurinn hafa leitað heim á æskustöðvarnar, norður að Upsum þar sem margar glaðar stundir höfðu liðið í stórum Framhald á bls. 21

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.