Morgunblaðið - 07.07.1978, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 07.07.1978, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 7. JÚLÍ 1978 KAff/nu r.n 7sse- Heyrðu, það var smyrjarinn sem gerði það. — Nú skulum við skella okkur í bíó. Að afloknum alþingískosningum Borizt hefur hugleiðing um kosningaúrslitin frá manni búsett- um austur á landi: „Aldrei hefur nokkur stjórnar- andstaða gripið til slíkra óyndis- úrræða sem nú í nýafstaðinni langri kosningabaráttu. Orðin „arðrán" og „Lífskjaraskerðing" hafa glumið í eyrum kjósenda þrátt fyrir virðingarverða tilraun ríkisstjórnar Geirs Hallgrímsson- ar til að halda viðunandi kaup- mætti allra landsmanna og auka kaupgetu þeirra lægst launuðu. Loforð Alþýðubandalagsins um aukinn kaupmátt frá því sem hér hefur verið nefnt mun ekki fjarri lagi að jafna við frítt fæði hjá þeim sem lægst laun hafa upp í fríar allar lífsnauðsynjar hjá þorra landsmanna. Nú að afloknum kosningum standa forystumenn Alþýðu- Alþýðubandalagsins heyri engan veginn undir stjórnmálakænsku; þetta hafi verið heimska þar sem iðrunin ein sé afleiðingin. Geir Hallgrímsson biður í sjón- varpinu forystumenn Alþýðu- flokksins að standa vörð um sjálfstæði landsins hvað varnir varðar, nái sigurvegarar kosning- anna að mynda stjórn án tilkomu Sjálfstæðisflokksins. Ég vil bæta því við að þá er þess krafist af Alþýðuflokknum einnig að hann standi vörð um efnahags- lega afkomu hinna lægstlaunuðu, þegar málefnasamningum er þar komið að rætt verður um efna- hagsmál þjóðarinnar í heild. Þetta lægstlaunaða fólk, sem eru barn- margar fjölskyldur, öryrkjar, aldraðir, og að ógleymdu náms- fólkinu, hefur Alþýðusamband íslands undir forystu Alþýðu- bandalagsins, rekið út í verðbólgu- BRIDGE Umsjón: Páll Bergsson Ein af ástæðum fyrir vinsæld- um keppnisbridge er. að skemmtileg tækifæri, sem fyrir koma. sleppa síður framhjá aug- um margra þátttakenda án þess að eftir þeim sé tekið. í rúbertu er tilhneiging til þess að byrja strax á næsta spili og jafnvel ekki rætt um möguleikana, sem frekar vaéri tekið eftir þegar spilað er á . fléiri borðum. áuður gefur, norður-suður á hættu. Norður S. Ág H. DG985 T. ÁKD L. G98 Vestur S. K1074 H. 72 T. 962 L. 7532 Austur S. 86532 H. 43 T. 874 L. KDIO 7745 COSPER Ég ætla sjálfur að ganga úr skugga um það, af hverju sá grái vinnur aldrei á neinum kappreiðum! bandalagsins sjálfir ráðþrota yfir þeim fjölda fólks, sem þeir hafa blekkt til fylgis við sig, og má bæði sjá og heyra í fjölmiðíum að þeim datt aldrei í hug að þeir myndu á fyrrnefndan hátt blekkja svo marga kjósendur, sem raun ber vitni. I einstökum kjördæmum eru dæmi til að sigurvegarar Alþýðu- bandalagsins séu klökkir þegar þeir taka við þingmannsstörfum af pólitískum andstæðingum, sem þeir hafa á þennan óhugnanlega hátt fellt frá þingsetu. Þeir lýsa því þá yfir að þeir sjálfir séu ekki líklegir til að vinna einstökum kjördæmum það gagn sem hinir föllnu þingskörungar höfðu gert. Svo gjörsamlega brotna þessir sigurvegarar niður við fyrstu fréttir af árangri ósvífni, sinnar. Reyndir stjórnmálaleiðtogar segja að þessi áróðursherferð svaðið og á þessi hópur þjóðarinn- ar engan annan málsvara né mannlegan verndara en ríkisvald- ið hverju sinni. Þarna verður Alþýðuflokkurinn að standa sig, verði um stjórnarsamstarf að ræða hjá sigurvegurum nýafstað- inna kosninga. Við sem sitjum eftir með fylgis- hrunið eigum þá skýlausu kröfu á hendur forystuliði flokka okkar, að þeir haldi uppi stöðugum fundar- höldum um allt land á meðan stjórnarmyndun stendur yfir. Með því verður tryggt að sigurvegarar kosninganna hlaupist ekki frá þeim vanda sem þeir hafa boðist til að leysa og töldu auðleystan fyrir kosningar öfugt við það sem Sjálfstæðiflokkurinn lýsir einn yfir, að hann skuli vinna að lausn aðsteðjandi vandamála hverju Suður S. D9 H. ÁK106 T. G1053 L. Á64 Væri suður sagnhafi í sex hjörtum er auðvelt að sjá hvað gerast myndi í rúbertubridge eftir að vestur spilaði út laufi. Tía austurs myndi reka út ásinn í fyrsta slag. Sagnhafi tæki síðan tvisvar tromp, tígulháspilin þrjú í borði, fara inn á höndina á tromp, láta lauf í tígulgosann og svína síðan spaða. Eins og spilið liggur gengur þetta vel og byrjað yrði á næsta spili meðan austur og vestur væru að kvarta yfir heppni suðurs. En spilið kom fyrir í tvímenn- ingskeppni og var spilað á mörgum borðum. Öft var suður sagnhafi eftir að hafa opnað á einu hjarta og slemman vannst á öllum borðum nema eínu. Þar spilaði vestur út lauftvisti og eðlilega var áttan látin úr borði. En austur sá þá bragð, sem gafst - vel. Hann lét drottninguna og það reyndist vel. Sagnhafi hélt eðlilega að vestur ætti tíuna og spilið væri orðið öruggt. Hann tók á ásinn, tók trompin og tígulslagina en í gosann lét hann spaðagosann úr borði. Síðan spilaði bann laufi og svínaði níunni, sem átti að vera öruggt. En þá kom hrekkur austurs í ljós og spilið tapaðist. Kirsuber í nóvember Framhaldssaga eftir Mariu Lang Jóhanna Kristjónsdóttir íslenzkaði 7 Síminn er að hringja hjá þér Lisa. Fröken Billkvist sem var að selja þrjú hundruð grömm aí lakkrísi ungri skólapíu sagði þolinmóði — Þið sitjið við símann. svo að önnur ykkar gæti nú gert mér þann greiða að svara. Ilelena Wijk tók upp tólið en andartaki síðar rétti hún það til Nönnu Kösju. — Það er frú Andcrson sem er að hringja frá Móbakka. Hún var að tala við mömmu þfna, sem benti henni á að hringja í þetta númer. Hún virðist vera alveg miður sín. Andartaki sínar var skclf- ingartónn í riidd frú Ivarsens. — Guð min góður! Hvað hefur komið fyrir? Zakarias frændi? Já, já, ég skil. Það hefur verið hjartað geri ég ráð íyrir. Nei, maðurinn minn er því miður ekki hcima. Nei. Já, já. Auðvitað, ég skal reyna að ná í Severin lækni. Þakka yður fyrir. Og þakka yður fyrir að láta mig vita frú Anderson. Hún henti tólinu á og við borð lá að hnúturinn i knakka- num leystist upp. — Fjárans vesin! Gamli skúrkurinn hefur haft veilt hjarta svo árum skiptir en það var ekkert annað en hann langaði til að rölta um á bænum einn. — Zakarfas á Móbakka? Frændi þinn. Hann hiýtur að vera minnsta kosti hálf áttræð- ur. — Hann er áttræður. Og hann er frændi Ivars. ekki minn. En hvers vegna í fjand- anum þarf hann endilega að klikka núna einmitt þegar Ivar er í útiöndum. — En hvað ættir þú að gera. Þú segir að hann sé dáinn. — Hvernig á ég að vita hvernig Ivar viil láta sjá um þetta. Hann er svo smásmyglis- lega fullkominn. — Sendu honum skeyti, stakk Lisa upp á. — Hefurðu ekki heimiiisfangið hans. — Ég hef að minnsta kosti þrjú heimilisföng, en ég man ekki hvort hann er farinn frá Kaupmannahöfn til Parísar eða Amsterdam. — Sendu honum skeyti á alla staðina þrjá. — Þá verður hann snarvit- laus. Það kostar nú sitt að senda öll þessi skeyti. Ja'ja, þið verðið að afsaka að ég hleyp af stað. Og gerið ykkur endilega gott aí smá- kökunum. Heyrið þið mig, finnst ykkur virkilega að ég vcrði að aka aila leið þangað með Daniei Scverin? , — Já, sögðu konurnar báðar í kór. — Það verður þú að gera. — En hvað í ósköpunum á ÉG AÐ GERA ÞAR? Á ég nú að fara að klæða mig f sorgar- flíkur í margar vikur þótt ég væri ekki agnarögn skyld þessu gamla flóni? — Svart klæðir þig vel, sagði Wijk ekkjufrú kuldalega. — Og það getur ekki komið sér betur en nú þegar við erum hvort sem er að syrgja gamla kónginn okkar. Jæja, blessuð og gangi þér vcl. Hún bætti við hugsandit — Þetta gengur aldrei. Ilún verður að hafa hann Ivar sinn sölustjórann með í öllu. En hún bakar góðar smákökur. Þetta hefur verið viðburðaríkur morgun. En ég vona það verði friðsælla hjá þér það sem cftir er dagsins. Ég sæki þig við lokun. Helena sá þó að það hafði ekkert orðið friðsælla við litlu búðina kiukkan sex þetta mánudagskvöld. Fyrst rakst hún á grannvaxna geðþekka stúlku sem þrátt fyrir flýtinn nam staðar og stamaði ein- hverri afsökunarbeiðni. — 0, ekkert að afsaka, sagði frú Wijk. — En við sluppum báðar betur en á horfðist — ég vona þú hafir ekki meitt þig. Lýsingin var ekki upp á það bezta en hún greindi dökkbrún augu, dökkt hár og Ijóst pils og

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.