Morgunblaðið - 07.07.1978, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 07.07.1978, Blaðsíða 32
AlKiLYSINíiASÍMINN EK: 22480 FÖSTUDAGUR 7. JÚLÍ 1978 25% hækk- un hitaveitu HORGARSTJÓRN staðíesti í KHTkvöldi einróma samþykkt borxarráðs frá í gærdas um 25íí hækkun á icjaldskrá Ilita- veitu Reykjavíkur. Ilækkunin tekur tíildi 1. ásúst næstkom- andi. Eftir hækkun mun tonn- ið kosta u.þ.h. 93—94 kr. Allveru- legt tjón á kartöflu- grösum í Þykkvabæ ALLVERULEGT tjón varð á kartiiíluekrum ba*nda í Þykkva- bæ um síðustu heljíi. er gerði allstranga norðanátt. Kartöflu- t?rös hafa verið seinsprottin það sem af er sumri veKna kulda ok var landið því talsvert opnara en venjulega og ekki eins undir slíkt norðanáhlaup búið. Si>?urbjartur Guðjónsson bóndi ok oddviti í Hávarðarkoti í Þykkvabæ sa^ði í samtali við MorKunhiaðið í sær- kveldi. að ótrúlegt væri að uppskera yrði KÓð í haust. en mcð bjartsýni ok með tilliti til þess að 7 vikur eru enn til uppskeru. sæti hún orðið sæmileR. Sigurbjartur kvað land bænd- « anna í Þykkvabænum vera mjög rtiisjafnt og sums staðar væri iandið ekki nægilega veðurþolið. Hann kvaðst þó ekki viss um að unnt væri að tala um stórtjón hjá neinum, en nokkrir bændanna hefðu orðið fyrir verulegum skaða. Um tjón kvaðst hann ekkert geta sagt og raunar yrði það ekki ljóst fyrr en í haust, er'í Ijós kæmi, hver uppskeran yrði. Allur vöxtur væri í seinna lagi í ár. Áhlaupið stóð í 3 til 4 daga. í slíku roki kemst sandurinn á hreyfingu og sverfur grösin og getur kveðið svo rammt að þessu að kartaflan standi ein upp úr ber. Þarf hún þá að spíra aftur, það tekur sinn tíma og verður sprettan þá miklu verri. Sigurbjartur kvað áreiðanlegt að þetta væri veruleg- ur hnekkir fyrir bændur í Þykkva- bæ. Ileljarmikill vatnsstrókur myndaðist á svæðinu, þar sem hinn nýi miðbær á að rísa. Þar hafði vatnsleiðsla sprungið. Menn frá vatnsveitunni komu og skrúfuðu fyrir. Atta ára á hjóli til Selfoss LÖGREGLAN rakst í gær á 8 ára gamlan hnokka. sem var á hjóli rétt fyrir ofan Lækjar- botna. Aðspurður sagðist hann eiga heima í Kópa- vogi og vera á leið til Selfoss, þar sem hann ætti frænda. Þetta leizt lögreglunni ekki á og fór með strák heim til sín í Kópavog. Þar hafði hans þá enn ekki verið saknað, enda ekki nema tvær klukkustundir frá því er hann fór að heiman. Ferðalangurinn ungi var að vonum ánægður að fá far með lögreglunni heim enda orðinn dálítið þreyttur. Hann sagðist þó vel rata til Selfoss, þangað hefði hann eitt sinn farið með föður sínum í bíl og væri hann því einfær um að fara og heimsækja frændann. Geir Hallgrímsson: Úrræði Alþýðuflokks og Alþýðubandalags verða að liggja fyrir - áður en aðrir flokkar koma inn í viðræður um stjórnarmyndun - ALÞÝÐUFLOKKUR og Al- þýðubandalag verða að gera lýðum Ijós þau úrræði, sem þessir flokkar hafa til lausn- ar vandamálum okkar í dag og fyrr en þau liggja fyrir koma aðrir flokkar ekki inn í vioræður um stjórnar- myndun, segir Geir Hall- grímsson, formaður Sjálf- stæðisflokksins, í viðtali við Morgunblaðið í dag. Viðtalið Alþýðuflokkur og Alþýðubandalag: Vilja reyna niður- )g millifærsluleið VEGNA könnunarviðræðna Alþýðubandalagsins og Alþýðuflokksins vinnur Þjóðhagsstofnun nú að útreikningum á ýmsum möguleikum varðandi beitingu niðurfærslu- og millifærsluleiða til lausnar efnahagsvandanum sem báðir flokkarnir telja æskilegri lausn en gengisfellingu. Viðræður flokkanna hófust klukkan níu í gærmorgun en fundir þingflokkanna hófust klukkan 11 og var könnunarviðræðunum síðan haldið áfram klukkan 14 og stóðu fram á sjötta tímann í gær. „Þessar viðræður voru í beinu framhaldi af fyrri viðræðum þannití aö um enfíin ný meí<inatr- iði var að ræða,“ sagði Benedikt Gröndal formaður Alþýðuflokks- ins í samtali við Mbl. í Kæi'kvöldi. Varðandi efnahagsmálin sagði Benedikt, að KenKÍsfellinK væri búin að „vera hin hefðbundna leið hér á landi en reynslan jafnan orðið sú að hún væri engin frambúðarlausn. Því viljum við nú reyna að kanna aðrar leiðir og erum að skoða ýmsa möguleika á lausn vanda næstu vikna og mánaða og hvernig megi jafn- framt komast áfallalaust frá því og yfir í nýjan efnahagsmála- ramrna." Mbl. tókst ekki í gær að ná tali af Lúðvík Jósepssyni formanni Alþýðubandalagsins. Viðræðunefndir flokkanna koma, saman klukkan 10 í dag. Framhald á bls. 19 er birt í heild á bls. 16 og 17. Geir Hallgrímsson bendir á, að forseti íslands hafi veitt þessum tveimur flokkum starfsfrið til viðræðna sín á milli og á meðan bíði aðrir átekta Geir Hallgrímsson segir, að hann telji vandamálin framundan svo alvarleg, að myndun þjóðstjórnar komi til greina t.d. með 2ja ára samstarfi allra flokka ein- göngu til þess að koma verðbólgunni niður en hann bendir á, að þjóðstjórn gæti aldrei staðið til lengdar og að engin trygging fengist fyrir því með myndun þjóðstjórn- ar, að unnt yrði að sætta þjóðfélagsöflin, þar sem eng- inn stjórnmálaflokkur ráði þannig yfir hagsmunasam- tökum að þau láti í einu og öllu að vilja hans. Þá segir formaður Sjálf- stæðisflokksins í þessu við- tali, að hann muni ekki segja af sér formennsku í flokknum vegna kosningaósigra Sjálf- stæðisflokksins á þessu vori heldur gegna störfum sínum til loka kjörtímabils for- manns og að hann hafi ekki hugsað sér annað en að gefa kost á sér til endurkjörs á ný á næsta landsfundi Sjálf- stæðisflokksins. Geir Hallgrímsson segir, að Sjálfstæðisflokkurinn muni endurskipuleggja flokksstarfið og útbreiðslu- starf flokksins og hann minnir á að Sjálfstæðisflokk- urinn sé enn sem fyrr lang- stærsti stjórnmálaflokkur þjóðarinnar. Sjö bækur Laxness gefnar út 1 Sviss SJÖ nýjustu bækur Hall- dórs Laxness verða gefnar út á þýzku í Sviss á næstunni. Það er nýstofnað útgáfufyrirtæki, Huber- Verlag, sem mun gefa bækurnar út. Þetta kom fram í samtali Mbl. Framhald á bls. 19

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.