Morgunblaðið - 08.07.1978, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 08.07.1978, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. JÚLÍ 1978 3 Rangárbakkamótið á sunnudag: Flestir beztu kapp- reiðahestamir eru meðal þátttakenda MIKIÐ hestamannamót verður haldið á Rangárbökkum í grennd við Ilellu nk. sunnudag. Búizt er við miklum mannfjölda, enda mikil þátttaka í kappreiðunum ok flestir fótfráustu hestar með f keppninni í hinum ýmsu greinum. Mótið hefst með hópreið kl. 2 á sunnudag en síðan hefjast kapp- r.eiðarnar. Yfir 20 vekringar verða í skeiðinu, þar á meðal gæðingar á borð við Þór Þorgeirs í Gufunesi, As Þorkels á Laugarvatni og Vafa Erlings Sigurðssonar. I 800 metrunum keppa 8 hestar, þar á meðal Frúar-Jörp Unnar Einars- dóttur á Hellu, sem setti íslands- met á dögunum, Rosti Baldurs Oddssonar, Gustur Björns Bald- urssonar og Ægir þeirra Harðar og Sigurbjörns. I 350 m keppa m.a. Loki Þórdísar H. Albertsson, Þróttur Ragnars Tómassonar og í brokkinu verða flestir beztu brokkararnir með eins og Faxi, Blesi, Höttur og Léttir. Þá eru hópar í unghrossakeppninni og sérstakur háttur verður hafður á gæðingadómunum, þannig að dæmdir verða 3 gæðingar í einu. Þetta vill Magnús á Lágafelli, einn helzti hvatamaður þessa móts, láta kalla Rangárbakkakerfið. Borgarreikningur 1977: Kostnaður vegna heil- brigðis- og hreinlætis- mála undir áætlun” I ræðu Gunnlaugs Péturssonar borgarritara við framlagningu borgarreiknings fyrir árið 1977 fyrir skömmu kom íram að kostnaður vegna heilbrigðis- og hreinlætismála reyndust 31 millj- ón krónum undir áætlun. eða sem nemur 3.7%. — Aðal skýringuna á þessu kvað Gunnlaugur vera þá, að útgjöld vegna bólusetninga og heilsugæziustöðva voru mun minni en gert hafði verið ráð fyrir. Heilsugæzlustöðin í Asparfelli tók ekki til starfa á árinu eins og ráð hafði verið fyrir gert. Halli Borgarspítala jókst á árinu um 219 milljónir króna og er nú 356 milljónir króna. — Jafnframt lagði borgarritari fram greinar- gerð um afkomu sjúkrastofnana í borginni og segir m.a. í henni: „Um rekstur sjúkrastofnana borgarinn- ar á árinu 1978 blasir við sama mynd og á sl. ári þar sem grunngjald daggjalda hefur ekki verið leiðrétt. Samkvæmt bráða- birgðauppgjöri Borgarspítalans er halli stofnananna áætlaður um 240 milljónir króna fyrstu 5 mánuði þessa árs. Er þetta í Hlaða og fjárhús brunnu Kópaskcri. 7. jólí ELDSVOÐI varð á bænum Sand- fellshaga í Öxarfirði í nótt, en þó fór betur en á horfðizt. Þarna háttar þannig til, að í einni þyrpingu standa gömul hiaða og fjárhús, ný hlaða og fjárhús svo og tvö íbúðarhús. Eldurinn kom upp í gomlu hlöðunni og breiddist fljótt yfir í sambyggða fjárhúsið. Hins vegar vildi svo vel til að blæjalogn var og reyndist því unnt að verja hin húsin, sem verið hefði illmögulegt ef einhver gustur hefði verið að ráði. Slökkviliðið frá Kópaskeri fór á staðinn ásamt töluverðum hópi manna og einnig kom slökkviliðið á Húsavík til aðstoðar. Var bæði beitt vatni og kvoðu til að slökkva eldinn. Óljóst er um eldsupptök, en verið var að vinna í gær við að færa gamalt hey úr nýju hlöðunni yfir í þá gömlu á rafmagnsfæri- bandi og leikur grunur á að neisti kunni að hafa skotizt úr færiband- inu og í heyið. samræmi við fjárhagsstöðu margra annarrastærri sjúkrahúsa sem rekin eru með fullum afköst- um, og má vera ljóst að við svo búið má ekki standa." Þá kom einnig fram að rekstur sjúkrastofnana borgarinnar hefur verið að mestu óbreyttur s.l. 2 ár, en atriði sem valdið hafa halla- rekstri auk vanmats á dýrtíð eru þessi helzt: — Minnkandi aðsókn að Fæðingarheimili. — Á síðasta ári fækkaði legudögum á Borgar- spítala um 3000 vegna sumarlok- unar. — Göngudeildarstarfsemi hefur aukizt allmikið en sjúkra- húsunum er ekki séð fyrir tekjum til að standa undir þeim auknu útgjöldum. — Þjónusta slysadeild- ar og röntgendeildar við utan- spítalasjúklinga hefur vaxið án þess að gjaldskrá hafi fylgt dýrtíð frekar en daggjöld. Þannig hefur halli slySadeildar, sem var 1976 14.9 milljónir króna, vaxið í 37,7 milljónir króna og er daggjöldum ætlað að standa undir þessari starfsemi. — Þá má nefna að greiðslur fyrir rannsóknir til rannsóknastofnana ríkisins hækk- uðu um mörg hundruð prósent og kostnaður sjúkrastofnana borgar- innr jókst af þeim sökum um 10—15 milljónir króna. Að síðustu kom fram í greinar- gerð Gunnlaugs Péturssonar: „Borgarsjóði er ekki lengur unnt að útvega og leggja út þær ofsalegu fjárhæðir, er rekstur sjúkrastofnana borgarinnar út- heimtir. Þess vegna verður nú að ítreka og gera kröfu til þess að annaðhvort verði daggjöld stór- hækkuð og ákveðin þannig að hlutur ríkis og borgar verði í samræmi við landslög eða ríkis- sjóður greiði nú þegar eingreiðslu Framhald á bls. 18 Sumarsýning Norræna húss- ins hefst í dag Sumarsýning Norræna hússins verður opnuð í dag. Sýningin er í kjallara hússins og þar eru verk eítir Braga Ásgeirsson og Sverri Haraldsson, auk mynda úr Ásgrímssafni. Fæstar mynda Braga og Sverris hafa verið á sýningu áður. Sýningin í Norræna húsinu er opin daglega frá kl. 14 til 19 nema á fimmtudögum, þá er opið til kl. 22 jafnhliða „opnu húsi“ fyrir erlenda ferðamenn. Sýningin stendur til 30. júlí. 1 * Vöktu óhug og hrifningu Cimarro-bræður frá sirkusi Gerry Cottle frömdu í gær mikil glæfraverk á línu sem strengd var frá þaki Iðnskólans og yfir í Hallgrímskirkjuturn, en fjöldi manns fylgdist með. Þeir félagar lögðu upp frá Iðnskólanum á mótorhjóli með sérstakri grind niður úr, þar sem annar þeirra lék ýmsar listir er þeir höfðu lagt hluta leiðarinnar upp í turninn að baki, en þeir komust ekki alla leið sakir þess hve línan var blaut og hál. Vöktu tilfæringar kappanna í senn óhug og hrifningu áhorfenda, einkum þegar annar þeirra hékk á annarri ristinni hátt yfir höfðum þeirra. Meðfylgjandi myndir tók Kristján af aðförum þeirra Cimarro-bræðra í gær. —Fréttaritari.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.