Morgunblaðið - 08.07.1978, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 08.07.1978, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. JÚLÍ 1978 5 Ljósm. Mbl.: Þórleifur Ólafsson Fétur Davíðsson við flugvélina sina í Að sögn Péturs þá var hann í Reykjavík við vinnu s.l. vetur, en kom austur til foreldra sinna með flugvélina í maímán- uði s.l. Kvaðst hann hafa flogið vélinni þó nokkuð, yfirleitt ekki langar ferðir en þó er Pétur búinn að fara einu sinni til Egilsstaða og margar ferðir hefur hann farið um Suðurlandsundirlendið, enda segir hann að mjög gott sé að fljúga þar, „sennilega hvergi betra á landinu." hlaðvarpanum að lossum. „Brautin sem ég hef hér, er mjög góð, en vélin þarf ekki nema 250 metra braut, og nóg er af slíkum hér í nágrenninu. Þegar hún er á jörðinni, hef ég hana annaðhvort utan við fjárhúsvegginn hér skammt frá eða við hlöðuna hér heima við hús.“ Pétur var spurður hvort hann ætlaði að eiga vélina lengi. Svaraði hann því til, að hann hefði ekkert hugsað um það, en Það er mjög þægilegt að eiga flugvél hér í sveitinni, það er hægt að skreppa á miíli bæja á henni og eins tel ég að hún komi sér mjög vel í göngum og eftirleit, því hér er víða erfitt að smala. Sá sem þetta mælir er ungur Skaftfellingur, Pétur Davíðsson á Foss- um í Landbroti. Pétur hefur átt fjögurra sæta Piper Tripacer flugvél frá því í fyrrahaust og er nú með vélina heima hjá sér í Landbrotinu. A túninu við Fossa hefur Pétur ágætis flugbraut og segir hann að víðast hvar sé hægt að lenda á túnum í sveitinni, þar sem þau séu slétt og hraun undir þannig að vatn safnast ekki fyrir á þeim. „Ástæðan fyrir því að ég keypti mér flugvél, var sú að ég átti dýran bíl, sem ég seldi og keypti annan ódýrari. Eftir þessi skipti átti ég nokkurt fé eftir og fannst því tilvalið að kaupa mér flugvél líka. Ég frétti af því að Baldur Oddsson og fleiri flugmenn hjá Loftleiðum hefðu Piper Tripacer vél til sölu og var ég fljótur að slá til, enda er Tripacer-inn, sem oft er kallaður loftjeppinn, heppileg vél hér í sveitinni. Þegar ég var búinn að festa kaup á vélinni dreif ég mig í að læra að fljúga i fyrrahaust og að sjálfsögðu á mína eigin vél og lauk ég við einkaflugmanninn, en áður var ég búinn að hafa áhuga á flugi í mörg ár eða frá því að ég var smástrákur," segir Pétur. Piper Tripacer vélin er f jögurra sæta og að sögn Péturs hentar hún vel í sveitum, bæði til flutninga og leitar. sagðist væntanlega eiga hana eitthvað áfram, enda væri hún í góðu ásigkomu- lagi, þrátt fyrir að hún væri orðin 20 ára gömul. „Tripacer-inn er smíðaður 1958, en hefur síðan verið endurbættur og byggður a.m.k. einu sinni upp. Ég hef áhuga á að verða mér úti um mun fleiri flugtíma, en þeir eru víst orðnir um 80 núna. Þá er þessi vél mjög heppileg til leitar hér í nágrenninu, en fjöllin hér fyrir ofan eru seinsmöluð og eins er erfitt að smala í hraunhólunum í Landbrotinu. Það kemur sér því vel að eiga flugvél til að fara yfir svæðið." Eldsneyti á flugvélina þarf Pétur að fá frá Reykjavík og fær hann það sent á tunnum, þá notar hann líka tækifærið í hvert sinn, sem hann flýgur á staði, þar sem flugvélabensín er afgreitt og fyllir geyma vélarinnar, en hún hefur 5 klst. flugþol. „Annars er það svo að þótt ég vildi eiga vélina sem lengst, þá getur það reynzt nokkuð erfitt, þar sem tryggingar af flugvélum eru dýrar og eins kostar það mikið að láta skoða _ flugvélar. Ætli tryggingargjöld af svona flugvél séu ekki i kringum 300 þús. kr. á ári, og þar við bætist kaskótrygging," sagði Pétur. Uddevalla 19. júní 1978 8. ÞING norrænna barna- og unglingabókahöfunda var sett í Bohusgarden í Uddevalla 17. júní. Skráðir þátttakendur á þingið eru 106. Eru þarna meðtaldir nokkrir sem hlusta á fyrirlestra, en taka ekki að öðru leyti þátt í störfum þingsins — makar höfunda, fyrirlesarar sumir o.fl. Flestir eru þátttakendur frá Svíþjóð. Frá Danmörku, Noregi og Finnlandi eru fremur fáir að þessu sinni og engir frá Grænlandi eða Færeyjum. Frá íslandi eru fjórir þátttakendur, Gunnvör Braga frá Ríkisútvarpinu, Silja Aðalsteins- dóttir, sem er ein af fyrirlesurum á þinginu, og rithöfundarnir Vilborg Dagbjartsdóttir og Jenna Jensdóttir. Aðalumræðuefni þingsins er: Áhrif gróðasjónarmiða á norræn- ar barnabókmenntir. Þingið var sett af formanni sænska rithöfundasambandsins Jan Gehlin. Inger Brattstrom rithöfundur skýrði síðan út ýmis mikilvæg atriði varðandi þingið. Síðan flutti einn rithöfundur frá hverju landi lauslegt yfirlit um starfsemi félaga sinna. Af Islands hálfu talaði Vilborg Dagbjarts- dóttir. Þess má geta að ýtarleg greinargerð varðandi barnabækur íslenskar barst frá formanni barnabókanefndarinnar á Islandi Önnu Brynjúlfsdóttur. í norsku skýrslunni kom fram, sem áður er vitað, að þar er sérstakt félag barna- og unglinga- bókahöfunda sem heitir: Ungdoms litteraturens Forfatterlag — skammstöfun ULF. Það er nú 31 árs og sennilega eina sjálfstæða félagið í Evrópu fyrir barna- og unglingabókahöfunda. Sýnilega er mikill áhugi og vinnugleði í þessu félagi. Formaður- þess, Mette Newt, lagði fram fjölritaða skýrslu um starfsemi félagsins og mun hennar verða getið nánar síðar. Gaman er að geta þess að einn fulltrúinn frá Noregi er Islendingurinn Albert Ólafsson rithöfundur frá Oppdal í Þrænda- lögum. Hann hefur búið í Noregi yfir 50 ár en er mörgum íslending- um heima að góðu kunnur. Vinnuhópur sá er tilnefndur var á Norræna barna- og unglinga- bókahöfundaþinginu í Noregi fyrir tveim árum skilaði greinargerð HLJÓMSVEITIN Mánar frá Sel- fossi, sem átti sitt blómaskeið við upphaf þessa áratugs, er ekki öldungis dauð úr öllum æðum, því hún mun leika á dansleik að Hvoli í kvöld í tilefni af hesta- mannamóti sem Hestamannafé- lagið Geysir heldur á Rangár- bökkum á morgun. Þeir sem leika saman í kvöld eru þeir sem skipuðu hljómsveitina á blómaskeiði hennar, þ.e. Ólafur og Björn Þórarinssynir, Guðmundui Benediktsson, Smári Kristjánsson og Ragnar Sigurjónsson. Þeir Ólafur, Björn og Smári starfa nú sinni varðandi „bókmenntir fyrir fatlaða." I þeim vinnuhópi voru: Hans Petersen, Christina Anders- son, Phil.Newt og Palle Petersen. Þeirrar greinargerðar verður einnig getið síðar. Ekki lá meira fyrir þingi fyrsta daginn. í hljómsveitinni Kaktus, en Guð- mundur og Benedikt í Brimkló. Þeir félagar munu einungis leika saman á þessum eina dans- leik. Jenna Jensdóttir: 8. þing norrænna barna- og unglingabókahöfunda ^ Mánar aftur á ferð

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.