Morgunblaðið - 08.07.1978, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 08.07.1978, Qupperneq 8
8 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. JÚLÍ 1978; BLÚM VIKUNNAR UMSJÓN: ÁB. Ofkrýnd hófsólcy Hófsóley Caltha palustris Hófsóleyjan er alþekkt um land allt, vex víða villt og allsstaðar er að henni mikil prýði. Hún velur sér vaxtarstaði í raklendi, við tjarnir og væsur úti í náttúrunni, en sé hún flutt í garða unir hún sér prýðisvel og blómstrar snemma vors í maí — júní. Hófsóleyjan hefur falleg dökkgræn gljáandi nýrnalaga blöð sem skera sig vel úr ljómandi falleg- um dökkgulum blómhlífa- lausum stórum blómum hennar. Blómgunin er ríkuleg og blómin bera þægilegan ilm. Hófsóleyjan er útbreidd um alla Evrópu og víða notuð í görðum. Af henni eru mörg afbrigði í rækt- un eins og t.d. Caltha lacta frá Karpatafjöllun- um og Balkanskaganum. Hún er smjörgul að lit og blómin sitja einstök á stilk. Annað eftirsótt og sérlega fallegt afbrigði er Caltha polypetala eða Caltha plena, þ.e. ofkrýnd hófsóley, blómsæl og blómstrar lengi og er fyllilega harðger. Hvítt afbrigði er einnig í rækt- un en talið viðkvæmara en þau gulu. Hófsóleyjan er indælt blóm sem sómir sér vel og fyllir með prýði sitt pláss í garðinum, einkum er hún heppileg ef einhver blettur garðsins er vot- lendur. Talið er að hófsól- eyjan sé dálítið eitruð. Þess má geta að of- krýnda hófsóleyjan fer mjög vel í steinhæð. Hóf- sóleyjum má fjölga með sáningu eða skiptingu. Ofkrýnda afbrigðinu þó aðeins með skiptingu, enda virðist aldrei nóg framboð af því. S.Á. Hraunkoti Færeyskir skákmenn til Austfjarða Land.sliA FæreyinKa í skák sækir AustíirðinKa heim datiana 5. —12. ásúst næstkomandi ok verður tefid þar landskeppni. að því er sejíir í frétt frá Skáksam- handi Austurlands. Stendur nú yfir undirhúninKur fyrir komu Færeyintianna. Þá er greint frá því að sveita- keppni Austurlands hafi farið fram fyrir nokkru á Norðfirði og hafi Norðfirðingar borið sigur úr býtum með 5'/2 vinning, en Esk- firðingar verið í öðru sæti með 3'A vinning og Reyðfirðingar þriðju með 3 vinninga'. I vor var síðan haldin skák- keppni skólanna og tóku þátt í henni 13 sveitir frá 8 stöðum og voru þátttakendur alls um 70. I yngri flokki sigraði sveit Horna- fjarðar með 14 V2 vinning en í eldri flokki sveit Eskifjarðar með 17 vinninga. Norræn póst- ráðstefna á Húsavík Norram póstráðstefna var fyrir nokkru haidin á Húsavík og voru helztu mál á dagskrá hennar umræður um þörf fyrir nýjar þjónustugreinar og nýjar reglur um gjaldflokkun bréfapóstsend- inga. Einnig voru ræddar lang- tímaáætlanir og nánara samstarí á þessu sviði og skipuð var vinnunefnd til að kanna það mál. Þá var skipzt á upplýsingum varðandi rekstrar- og hag- ræðingarmál og öryggismál. Auk þessa fóru fram almennar umræður milli forstöðumanna póstmálastofnananna á Norður- löndunum og starfsmanna þeirra og rætt var um skýrslur frá hinum ýmsu vinnunefndum sem hafa mál til meðferðar milli hinna árlegu funda varðandi póstþjónustu milli Norðurlandanna innbyrðis og við önnur lönd. Næsta aimenna póst- ráðstefna verður haldin í Dan- mörku á næsta ári. Vinnuslys um borð í loðnuskipi — gáleysi stefnanda um að kenna Þann 4. marz 1972 varð slys um borð í m.s. Álftafelli SU-101 er skipið var á loðnuveiðum. Verið var að snurpa nótina á línuspili, sem hásetinn R stjórn- aði, en það var hans starf að stjórna spilinu. Hann mun hafa verið að hagræða tóginu á koppnum með hægri hendi er hönd hans lenti í spilinu, Skipstjórinn var í brúnni er slysið varð og mun hann sam- stundis hafa kúpiað frá. R var losaður úr spilinu og að honum hlúð með teppum og var strax haft samband við lækni í landi og haldið með R til Vestmanna- eyja. Þaðan var hann fluttur á Landspítalann í Reykjavík, en síðan til London á sjúkrahús til rannsókna. Viö slysið hafði hann hlotið alverleg meiðsl og i janúar 1974 höfðaði hann skaða- bótamál gegn eigendum skipsins og vátryggingafélagi þess til réttargæzlu fyrir sjó- og verzl- unardómi Reykjavíkur. R gerði kröfu til bóta fyrir atvinnutjón og miskabótakröfu samtals kr. 1.837.253.- Af hans hálfu var því haldið fram, að bersýnilegt væri að slys þetta hefði hlotizt af því, að tógið sem hann var að hagræða, var trosnað og á því beri stefndu fébótaábyrgð og jafnframt væri vinna við spil háskalegt starf og bæri stefndu því bótaábyrgð ef slys yrði. Stefnandi, R, hefði enga viðvörun fengið vegna starfs síns við spilið, en skip- stjórinn hefði séð til stefnanda áður en slysið varð og hefði honum borið að stöðva spilið eða leiðbeina R við starfið. „R hafi tekið á sig mikla áhættu“ Stefndu kröfðust sýknu af kröfum R með þeim rökstuðn- ingi, að slys þetta yrði ekki rakið til neinna þeirra atvika sem stefndi bæri ábyrgð á, heldur yrði það alfarið rakið til eigin gáleysis R og óhappatil- viljunar, og því yrði hann að bera tjón sitt sjálfur. Alls væri ósannað að R hefði festst í meintum trosnuðum tógendum eða festst í spilinu af þeim sökum og einnig var því mótmælt sem röngu og ósönn- uðu, að tógið hefði verið trosnað eða að orsakasamband væri milli gerðar og ástands tógsins og slyss R og því væri ekkert við stefndu að sakast í þessu efni. Ekkert hefði komið fram sem benti til þess, að slysið yrði rakið til mistaka skipverja eða vanbúnaðar skipsins og því DÓMISMÁL Umsjón: ÁSDÍS RAFNAR engin skilyrði bótaábyrgðar fyrir hendi. Hitt væri aftur ljóst, að R hefði sýnt af sér stórkostlegt gáleysi og hann tekið á sig mikla áhættu með því að strjúka tógið og hagræða því á spilkoppnum, á meðan spilið var í gangi, en rétt hefði verið og öruggara að stöðva það á meðan. R væri vanur sjómaður. Þá hefði hann verið sér meðvit- andi um meinta trosnun á tógi, en hann hefði ekki kvartað, en ætla mætti að skipt hefði verið um tóg, ef um hættulegan galla á því hefði verið að ræða. Hefði þá minna þurft að hagræða því, en þess þurfi jafnan annað slagið, á meðan verið var að snurpa og væri þá áhættuminna að stöðva spilið. Stefndu voru sýknaðir í niðurstöðum héraðsdóms segir m.a. að fram hafi komið, að stefnandi, R, hefði unnið við stjórn spilsins, sem hann slasað- ist við, frá því í júnímánuði 1971 og þar til hann varð fyrir slysinu 4. marz 1972. Hann hefði borið fyrir dómi, að fyrst hefði farið að bera á trosnun í tóginu eftir áramótin 1971—1972, en hann kvaðst ekki hafa kvartað vegna þess við yfirmenn skips- ins. Almennt muni á loðnuveiðum þurfa að nota splæst tóg, þar sem ein rúlla er ekki nógu löng á þess konar veiðum. Þá er tóg hefur verið splæst, vill það koma fyrir, að einhverjir endar trosna. Samkvæmt framburði, 2. stýrimanns á skipinu var þarna um að ræða nælontóg, en endar úr slíku efni festast ekki í gúmmíhönzkum (R hafði slíka vettlinga á höndum er slysið varð), og verður því ekki hinum trosnuðu endum tógsins um það kennt, að litli fingur stefnanda fór í spiliö. Lýsing stefnanda á vinnutil- högun við spilið þá er hann slasaðist væri að áliti hinna sérfróðu meðdómenda eins og bezt verður kosið. Þar sem eigi hefði verið í ljós leitt, að slys það sem'mál þetta er risið af, yrði rakið til vanbúnaðar skipsins, mistaka skipstjórans við stjórn þess eða annarra orsaka, sem stefndu bera ábyrgð á, yrði niðurstaða málsins sú, að sýkna beri stefndu af kröfum stefnanda í máli þessu. Eftir atvikum þótti rétt, að hvor aðili um sig bæri sinn kostnað af málinu. Dóminn kváðu upp Auður Þorbergsdóttir, borgardómari, Guðmundur Hjaltason, skip- stjóri, og Þorsteinn Gíslason, skipstjóri. R áfrýjaði dómnum til Hæsta- réttar, þar sem hann var stað- festur með skirskotun til for- sendna hans. í Hæstarétti dæmdu dómararnir Ármann Snævarr, Benedikt Sigurjóns- son, Björn Sveinbjörnsson, Logi Einarsson og Magnús Þ. Torfa- son. Dómur Hæstaréttar 1. júní s.L: Skaðabótaábyrgð

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.