Morgunblaðið - 08.07.1978, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 08.07.1978, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. JÚLÍ 1978 Gufuvaltarinn olli tímamótum í gatnagerö 1912 GESTIR í Árbæjarsafni hafa undanfarna daga getað séð fornan gufuvaltara aka með dampi út á túnið. Þar er komin hin fræga „Bríet“, sem gamlir borgarbúar kannast við og sem nú er búið að taka í sundur og gera upp. Þessi gripur á sér merka sögu og markaði í raun tímamót í Reykjavík. Með komu gufutromlunnar eða vegvaltarans, eins og vélin var þá kölluð, hófst á árinu 1912 varanleg gatnagerð í Reykjavík, svo sem sjá má í athugasemd við frumvarp til áætlunar um tekjur og gjöld Reykjavíkur 1912, en þar segin BRIET ekur nú aftur með dampi um Árbæjartún... „Veröi samþykt að maca- damisera Austurstræti, er óhjá- kvæmilegt aö kaupa gufutromlu, og eru til hennar áætlaðar 9000 krónur en sú upphæð útvegast með láni. Það gefur að skilja, að með því að kaupa þetta áhald verður því siegið föstu, að framvegis skuli smám saman macadamisera götur bæjarins og ekki hugsað um að steinleggja þær. nje halda áfram gömlu aðferðinni að bera ofan í þær.“ Ekki gekk þó þrautalaust að koma þessum miklu framkvæmd- um í gang og fá svó nýtískuleg tæki. Knud Zimsen barðist af framsýni sinni fyrir málinu í mörg ár og fékk stuðning frá einum bæjarfulltrúa, Bríeti Bjarnhéðins- dóttur. Mun það hafa þótt svo sérstætt að kona skyldi vera að skipta sér af vélum og verklegum framkvæmdum, að valtarinn var kallaður Bríet eftir að hann kom J;il landsins og margir héldu síðar að slíkar vélar hétu „bríetar“. Krakkarnir hlupu á eftir valtaran- um og kölluðu: Bríet, Bríet! Knud Zimsen segir svo frá þessu í bók sinni „Úr borg í bæ“: „Þegar ég kom í bæjarstjórn, beitti ég mér fyrir því, að fengin væru nýtízku tæki til vegagerðar, svo að unnt væri að gera betri götur og jafnframt koma dálítið meiri hraða á þær framkvæmdir. En því var tekið fremur fálega. Sumir bæjarfulltrúanna lýstu sig andvíga því, að bærinn færi að eyða peningum í slík tæki, gatna- gerðin gengi vel og á henni þyrfti engar umbætur. Eg held, að fyrst í stað hafi Bríet ein verið fylgjandi uppástungu minni. Eftir mikið nudd fékkst veganefnd þó til þess, síðla hausts 1908, að samþykkja kaup á gufu- eða mótorvaltara, ef hann fengist fyrir átta þúsund krónur. En þar með var björninn ekki unninn, því að enn var meiri 'hluti bæjarstjórnar þeirrar skoðunar, að óþarft væri að kaupa slík tæki. Loks kom þó valtarinn fyrri hluta árs 1912. Við Bríet höfðum oft á þessu tímabili imprað á þessum kaupum í bæjar- stjórn, og fannst mörgum nóg um ýtnina. Eftir að þetta þarfa tæki var komið, þótti sumum bæjarfull- trúunum maklegt, að það bæri nöfn okkar Bríetar og nefndu það „Bríet Knútsdóttur", en að öllu jafni var föðurnafninu þó sleppt. Sama árið og götuvaltarinn kom, var Austurstræti malbikað, en slíkt var þá nefnt að macadamisera. Engum íslenzkum verkfræðingi var trúandi til að leysa þetta verk sómasamlega af Sigurgeir Sigurðsson bæjarstjóri; ÞJÓÐ í VANDA Sigurhátíðir Kaldur veruleikinn er nú þegar farinn að gusta um sigurvegara nýafstaðinna kosninga. Sigur- hátíðir afstaðnar og nýkjörnir | þingmenn • farnir að lesa yfir I ræður sínar frá því fyrir kosning- I ar, leitandi að smugum til út- I göngu. Til útgöngu, spyrjið þið? Já, ef til vill var tekið full sterkt til orða einstaka sinnum í hita baráttunnar og erfiðleikarnir málaðir í ljósari litum en skyldi í þeirri (góðu) trú að við orðin þyrfti ekki að standa að kosningum loknum. En hverju var þá lofað, hvað var gagnrýnt og hvað vakti vonir kjósenda um betri tíma og blóm í haga? Vandinn Vandinn í dag er tvíþættur. Aðalvandinn er fólginn í máttleysi stjórnvalda til að fylgja eftir þeim ákvörðunum íefnahagsmálum sem teknar eru af lýðræðiskjörnum stjórnvöldum til þess að tryggja hallalausan rekstur þjóðarbúsins. Segja má að þessi valdskerðing hafi hafist með hinni sögulegu för Hermanns Jónassonar þáverandi forsætisráðherra á A.S.Í. þing 1958 þar sem forsætisráðherra framseldi hluta framkvæmda- valdsins í hendur stéttasambandi, sem meðtók það með þökkum og hefur haldið því síðan. Sá hluti vandans sem þarfnast tafarlausrar lausnar eru að sjálf- sögðu efnahagsmálin. Frystiiðnaðurinn segist þurfa 7 milljarða til þess að mæta fisk- verðs- og launahækkunum. Skuld ríkissjóðs við Seðlabanka er 22 milljarðar. Ef „óskertir“ samningar hjá Reykjavíkurborg þýða um 1 milljarð þá má geta sér Sigurgeir Sigurðsson til um hvað á vantar fyrir landið í heild. Lausnir á færibandi Vitað er að Alþýðubandalagið bauð upp á 120 úrlausnir í efnahagsmálum og Alþýðu- flokkurinn 10. Ætla mætti að í öllum þessum tillögum fyndust einhverjar not- hæfar. Allir eru sammála um að eitthvað þurfi að gera og það strax. 130 ráð gegn verðbólgu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.