Morgunblaðið - 08.07.1978, Page 11

Morgunblaðið - 08.07.1978, Page 11
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. JÚLÍ 1978 11 hendi, að dómi bæjarstjórnar, og var því sóttur maður til Svíþjóðar. Ég veit ekki, hvaða æfingu hann hafði í gatnagerð, en ef dæma mátti eftir vinnubrögðunum í Austurstræti, hlaut hún að hafa verið lítil. Og svo mikið er víst, að Briet Bjarnhéðinsdóttir hús bæjarins og Jóhann Jóhannes- son, eigandi Fjalakattarins, bauðst til þess að greiða helming kostnaðarins. Árið 1913 var Aðalstræti lagað allmikið, gerð 7,5 m akbraut um nokkurn hluta þess, og gangstéttir beggja vegna 2,5 m breiðar. Það átti langt i land, að götur væru almennt malbikaðar, enda átti bærinn fullt í fangi með að standa straum af kostnaði við nýjar götur, en þeim fjölgaði árlega sökum útfærslu byggðarinnar. Fyrsta gatan, sem malbikuð var yfir ofan Læk, var Hverfisgata eða nánar til tekið spottinn frá Læknum og upp að Ingólfsstræti. Það var gert sumarið 1921.“ Ákveðiö að macadamisera Austurstræti Af þessari frásögn Knuds Zimsens má sjá hvílíkur stólpa- gripur „Bríet" var. Og jafnframt getur nútímafólk betur áttað sig á þeim, að mörgum finnst við fyrstu Fyrsta umferðarstjórn í Reykjavík. bæjarstjórn hefði ekki látið þá vegagerð óátalda, ef hérlendur verkfræðingur hefði fjallað um hana.. Samtímis og Austurstræti var malbikað voru gerðar þar gang- stéttir. Tryggvi Gunnarsson var ekki ánægður með störf hins sænska verkfræðings og krafðist þess, að bókað væri í fundar- gerðarbók veganefndar, að hann væri mótfallinn því að gang- stéttirnar væru hækkaðar, mjókk- aðar og gerðar hlykkjóttar. Um haustið var Brattagata malbikuð upp að Fjalakettinum. Við þennan götustúf var haft svo mikið vegna þess að þar var elsta kvikmynda- sýn, hlægilegu deilum og um- ræðum um málið í bæjarstjórn í heil fjögur ár. Því miður var þá ekki farið að rita ræður bæjar- fulltrúa, svo framsýnar hvatningarræður Bríetar og Zimsens eru ekki til eða ummæli úrtölumanna. I gjörðabók veganefndar stendur í lok fundargerðæar 2. nóvember 1908: Loks leggur nefndin til að veitt verði til áhalda 9000 krónur, þar af 8000 krónur til að kaupa gufu- eða mótor-tromlu og 600 krónur til að kaupa vatnavagn, en undir þessa fundargerð skrifa auk Bríetar og Knuds Zimsens Framhald á bls. 20. Sigurhátíð afstaðin — Hver er vand- inn? — Því er hann ekki leystur? —■ Vilja þeir ekki stjórna? — Hvað er milljarður? Sjálfstæðisflokkur og Fram- sóknarflokkur sitja í stjórnarstól- um í „fýlu“ eins og börnin segja og þykjast ekkert geta gert. Þetta ástand getur varað í allt sumar. Nú eiga Sjálfstæðis- og Fram- sóknarflokkar að segja þjóðinni umbúðalaust hvað gera þurfi og jafnvel framkvæma það með bráðabirgðalögum og láta síðan væntanlega stjórn annað hvort staðfesta þær aðgerðir eða koma með aðrar betri. Vilja þeir ekki stjórna? Viðtölin sem birzt hafa við nýkjörna alþingismenn Alþýðu- flokksins hafa að vonum verið misjöfn. Eitt er þó sameiginlegt með flestum, að vilja ekki taka á sig ábyrgð, sem því fylgir að taka þátt í ríkisstjórn, nema með því að fá Sjálfstæðisflokkinn til að vera með. Alþýðubandalagið vill gjarnan að eigin sögn gera tilraun með minnihlutastjórn og falla eða standa með gerðum hennar. Milljarðarnir Hvað ætli mörg okkar hugsi um hvað þessar tölur merkja, sem við tölum um með svo miklu kæruleysi — milljarður — jafnvel þótt krónan okkar sé orðin lítil er hér um stóra upphæð að ræða. Tökum dæmi: Fjárhagsáætlanir Seltjarnarness og Garðabæjar eru um 1 milljarður samanlagt. Fjár- hagsáætl. Kópavogs er um 2 milljarðar. Allar hvalaafurðir okkar eru áætlaðar um 1 milljarður. Sum okkar eru samt svo bjart- sýn að halda að „stóra kassann" muni ekkert um 1 milljarð til eða frá. Við skuíum snúa vörn í sókn. „Stóri kassinn" er meira en tómur og verður það meðan við aukum ekki útflutningsframleiðsluna og hægjum ekki á fjárfestingunni. Þjóðin vill fá að sjá eitthvað af þessum 130 úrræðum í fram- kvæmd. Fyrir aðeins tveimur árum var Humber-áin ævinlega þak- in togurum sem læddust upp ána til að landa hinum mikla þorskafla sínum af íslandsmið- um. Nú er öldin önnur, togarar sjást rétt á stangli og marg- ir þeirra ryðga við bryggjur. Hér í Norðvestur-Englandi hafa menn nær gefið upp alla von um að Bretaveldi muni nokkurn tíma á ný ráða hinum fjarlægu fiskimiðum, eins og það gerði þar til það tapaði þorskastríðinu við íslendinga árið 1976. Menn í Hull og Grimsby, á norður- og suður- bakka Humru-fljóts eygja þó dulítinn vonarneista í því að annast hið síaukna magn af þorski sem nú er landað hér af fslenskum togurum. Þetta táknar þó að þeir hinir sömu verða að brjóta odd af all-veru- legu oflæti sínu. Annað. sem stöku menn binda vonir við, er að EBE muni gera allsherjarfisk- veiðisamkomulag, þar sem breskum togaramönnum verði ætlaður réttlátur skerfur af fiskimiðum til að athafna sig á. í þrjú hundruð ár stunduðu breskir sjómenn hin auðugu mið við Island, en á „sjöunc’n áratugnum, þegar aðrar þjóðir hófu einnig veiðar þar, fór að bera á ofveiði. íslendingar hófu þá að takmarka veiðiréttindi og neyddu erlend veiðiskip til að færa sig fjær hinum verð- mætu þorskmiðum. Árið 1975 færðu Islendingar út landhelgi si'na einhliða og hleyptu þar með þorskastríðinu af stað. Breskir togarar höfðu mörk- in að engu og íslensku varð- skipin hópuðust að þeim og reyndu að skera á togvíra þeirra. Klunnalegar breskar freigátur reyndu hins vegar að trufla varðskipin. Áður en yfir lauk, með ósigri Bretlands, höfðu orðið um þrjátíu skipaárekstrar, en eng- inn maður beið bana. í Grimsby-borg einni var landað 1650 þús. tonnum af fiski árið 1975. í ár er gert ráð fyrir að þessi tala verði komin niður í 850 þús. tonn. Bæði í Hull og í Grimsby hefur fiski- skipum sem sækja á fjarlæg mið fækkað um sem nemur einum fimmta af fyrri fjölda. Mikil reiði hefur grafið þar um sig í garð íslendinga og einn kráareigandi setti upp skilti þar sem stóði „íslending- ar óvelkomnir." Það voru hans eigin 200 mflna mörk. Uppskipunarmenn í Hull settu íslenska togara í löndunarbann, en það hafði lítil áhrif, þar sem frystum íslenskum fiski var áfram landað í Bretlandi, þ.á m. miklu í Hull. Grimsby og Hull eru nú með ólund að læra að lifa með 200 mflna mörkunum, en breska fiskveiðisambandið, þar sem sitja fulltrúar þeirra sem stunda fiskveiðar á fjar- lægum miðum auk fulltrúa frá Hull og Grimsby, hafa gert ROBERT TRAUT- MAN REUTER r „Islend- ingar óvel- komnir” „Enginn maður beið bana” „Höfðu mörkin að engu” Humra má muna sinn fífil fegurri nákvæma áætlun um endurupp- byggingu svæðisins og farið fram á aðstoð frá ríkinu. Það hefur löngum verið rígur á milli fiskimanna í Hull og Grimsby og báðir kref jast þess nú að fyrst verði tekið tillit til þarfa þeirra borgar. Þeir fara fram á tímabundna ríkisaðstoð þar til EBE hefur gert alls- herjarfiskveiðisamkomulag. Ilull búar telja að þeir eigi að ganga fyrir um aðstoð við frystiiðnaðinn í borginni, þar til EBE lætur til skarar skríða. Grimsby-búar fara hins vegar fram á aðstoð við að endurbæta aðstöðu þar á þann hátt að Grimsby verði miðstöð nýs og aukins bresks fiskveiðiiðnaðar í framtíðinni. Taismaður fyrrnefnds fisk- veiðisambands, John Davis, segir að EBE ætti að sam- þykkja 200 mflna fiskveiðilög- sögu Bretum til handa. Núgild- andi reglur kveða á um 12 mflna lögsögu hvers ríkis, en þegar sú regla fellur úr gildi árið 1982, mega fiskimenn veiða uppi við landsteina hver hjá öðrum að vild. sagði tals- maðurinn ennfremur. Davis sagði að meðlimir sambandsins gætu fallist á 50 mflna lögsögu sér til handa. ásamt ströngum verndunar- aðgerðum og bætti við að það væri til lítils að skipta fiskimið- um EBE-landanna á milli þeirra, ef enginn væri fiskur- inn. Davis taldi að slík ákvörð- un EBE hefði mikið að segja í að gera IIulI og Grimsby að þeim síkviku löndunarstöðum, sem þessar borgir voru fyrir þorskastríð. Uppskipunarmenn í Hull taka við fyrsta þorskinum úr íslensku skipi eftir þorskastríð, heldur óhýrir á brá.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.