Morgunblaðið - 08.07.1978, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 08.07.1978, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. JULI 1978 VIÐSKIPTI — EFNAHAGSM'AL.— ATHAFNÁLIF. Kjartan Jónsson rekstrarhagfr.: Uppbygging í stað niðurrifs Full ástæða er til að vekja athygli á ummælum Hjartar Eiríkssonar fram- kvæmdastjóra Iðnaðardeild- ar Sambandsins á aðalfundi þess fyrir skömmu. Hjörtur sagði m.a. að í ársbyrjun 1977 hefði verið útlit fyrir eitt bezta rekstrarár iðnaðardeildar um langa hríð en reyndin hefði orðið allt önnur, þegar á árið hefði liðið. Framundan væri nú stórfelldur taprekstur og stöðvun ef ekkert yrði að gert. Meginorsökin fyrir þessari óheillaþróun væri gífurleg hækkun þeirra kostnaðarliða sem til verða innanlands. Afleiðingin væri hins vegar sú að atvinnu- öryggi hinna mörgu starfs- manna deildarinnar, sér- staklega á Akureyri, væri í hættu. Lýkur hér efnislegri tilvitnun í ummæli Hjartar Eiríkssonar. Fyrir rétt um ári síðan var því haldið fram af allmörgum hagsmunahóp- um, að staða atvinnuveg- anna væri það góð að hún réttlætti þær miklu launa- hækkanir sem fólust í samn- ingunum frá 22. júní 1977. Nú hefur hins vegar komið í ljós að fyrirtækin hafa ekki getað risið undir þessum Kjartan Jónsson miklu kauphækkunum sem í samningunum fólust og þá er ekki átt við eitt og eitt fyrirtæki heldur heilu at- vinnugreinarnar og þá sér- staklega þær sem stunda útflutningsstarfsemi eins og t.d. fiskvinnslan. Þegar rætt er um launamálin er nauð- synlegt að menn geri sér grein fyrir því að 40% framfærsluvísitölunnar er launakostnaður og að 75% þeirrar hækkunar sem varð t.d. hinn 1. júní s.l. hefur þegar haft áhrif á þennan hluta vísitölunnar þegar næsti útreikningur hennar fer fram. Verðbólguáhrifin eru því augljós. Einnig er N orr ænar fjárfestingar í töflunni hér að neðan er greint frá fjárfestingum þei, sem Norðurlöndin, fyrir utan ísland, efndu til hvert hjá öðru á árunum 1975—1977. Heildarfjárfestingin nemur 2826 millj. S.kr. og er athyglisvert að tæpur helmingur þessarar upphæðar fer til Noregs og kemur þá í langflestum tilfellum frá Svíþjóð. Svíar virðast vera stórtækástir í þessum efnum en einnig virðist hlutur Dana í Svíþjóð vera nokkuð mikill. Allar tölur, sem nefndar eru, eru í milljónum sænskra króna. í Noregi í Finn- landi í Dan- mörku í Sví- þjóð frá Svíþjóð 1.073 429 427 258 frá Danmörku 147 24 frá Noregi 7 216 181 frá Finnlandi 6 24 36 Upplýsingamiðl- un hins opinbera Boðmiðlun, þ.e. dreifing upp- lýsinga frá hinu opinbera til hinna almennu borgara, hefur oft verið til umræðu manna á meðal eða öllu heldur skorturinn á slíkri boðmiðlun. Á Norðurlöndunum eru t.d. starfandi sérstakar skrif- stofur sem koma upplýsingum um hið opinbera á framfæri við almenning. Danir verja árlega um 8 milij. D.kr. til slíkrar starfsemi meðan Norðmenn nota um 35 millj. D.kr. og Svíar um 52 millj. D.kr. Hér á landi er svo lítið notað til boðmiðlunar varðandi hið opinbera að það hefur ekki verið tekið saman. Iðnaðurinn 1977—1978: huiheimtan gengur illa vert að minna á áhrif launahækkana á hráefnis- verð og áhrif vaxandi verð- bólgu á vexti en þeir eru sífellt að verða stærri og stærri hluti heildarútgjalda fyrirtækja. Sú niðurrifs- starfsemi sem viðgengist hefur hér undanfarin ár verður að taka enda ef takast á að tryggja sam- keppnishæfni íslenskrar framleiðslu og þar með atvinnuöryggi landsmanna. í vor og sumar hafa ýmis fyrirtæki kunngjört rekstrarniðurstöður sínar fyrir síðasta starfsár og er sameiginlegt með þeim flestum að afraksturinn er heldur rýr. Sambandið hafði t.d. aðeins rúmlega hundrað milljón króna hagnað af um 42 milljarða kr. veltu og Flugleiðir tæpar 13 milljónir af um 16.5 milljarða kr. veltu. Líklega væru keppi- nautar þessara aðila erlend- is ekki ánægðir með niður- stöður sem þessar en þær endurspegla að sjálfsögðu þau rekstarskilyrði sem íslensk fyrirtæki búa við í dag. Augljóst er að núver- andi rekstrarskilyrði bjóða ekki upp á frekari skattlagn- ingu og er því full ástæða til að vara við þeim hugmynd- um Alþýðubandalagsins að koma á sérstökum veltu- skatti. Þar sem tekjur mikil- vægustu atvinnufyrirtækja okkar eru háðar erlendum markaðsverðum er nauðsyn- legt að létta á útgjaldaliðum fyrirtækjanna þannig að samræmi náist milli tekna og gjalda. Gæta þarf hóf- semi við ákvörðun launa- skatta og annarra innlendra kostnaðarliða ef takast á að styrkja stoðir atvinnuveg- anna en það er algjör for- senda þess að þeir geti í framtíðinni þjónað sínu mikilvæga hlutverki í þjóð- félagsheildinni. Vörunýjungar Nýlega kynnti JCB-fyrir- tækið nýja framleiðslu sína en það er nokkurs konar samnefnari fyrir krana og lyftara. Lyftigetan fer að sjálfsögðu eftir arm- lengd og hæð hverju sinni en sem dæmi má nefna að hún er rúm tvö tonn í 6.4 metra hæð og um 900 kg þegar armlengdin er tæpir 4 metrar. Umboð: Glóbus h.f. sími 81555 sem gefur allar nánari upplýsingar. Félag ísl. iðnrekenda og Land- samband iðnaðarmanna gefa út fréttapistil sem nefnist Hag- sveifluvog iðnaðarins en þar er fjallað um niðurstöður könnunar sem þessi sambönd gera reglu- lega meðal meðlima sinna. í síðustu tveim útgáfum er fjallað um þróunina í hinum ýmsu iðngreinum á 4. ársfjórðungi 1977 og fyrsta ársfjórðungi þessa árs. Ef marka má niðurstöður könnunarinnar fyrir árið 1977 virðist sem iðnaðarframleiðslan hafi aukist um 6% á því ári á móti 8—9% aukningu á árinu 1976. Svarti listinn The Times hefur nú birt nöfn þeirra 32 fyrirtækja sem eru á hinum svarta lista ríkisstjórnar- innar bresku. Ástæðan fyrir því að fyrirtækin eru á þessum lista er sú að þau hafa hækkað launagreiðsl- ur sínar umfram þau 10% sem ríkisstjórnin hafði ákveðið sem hámark, á síðasta fjárhagsári. Sala framleiðslunnar gekk vel á síðasta ári, jafnvel svo vel, að birgðir fullunnina vara drógust saman þrátt fyrir framleiðslu- aukninguna. Atvinnurekendum í iðnaði tókst á síðasta ári að nýta afkastagetu fyrirtækja sinna bet- ur en áður þar sem starfsmönn- um fækkaði nokkuð á árinu. Það er hins vegar athyglisvert að innheimta söluandvirðis gekk verr á 4ja ársfjórðungi 1977 en á þeim þriðja. Af þeim iðngreinum sem mesta framleiðsluaukningu höfðu á síðasta ári má nefna plastiðnað (40%), málningargerð (15%) og málmsmíði (10%) en í öðrum iðngreinum hefur fram- leiðslan dregist saman eins og t.d. í sælgætisiðnaði. Um þróunina á fyrsta ársfjórð- ungi þessa árs er það að segja að framleiðslan hefur dregist nokk- uð saman og gildir þá einu hvort borið er saman við fyrsta eða fjórða ársf jórðung síðasta árs og einnig hefur sölumagnið haldist í hendur við framleiðslumagnið. Menn virðast hins vegar yfirleitt vongóðir um batnandi ástand á 2. ársfjórðungi ársins og nú er bara að bíða og sjá hvort þær óskir hafa rætst. Hin mjög svo óheilla- vænlega þróun sem gætti í innheimtumálum á síðasta ári hefur haldið áfram á þessu ári. Hlýtur þetta að vera afar slæmt fyrir iðnfyrirtæki sem varla eiga kost á rekstrarlánum undir 30% vöxtum. Höfum kaupendur aö eftirtöldum veröbréfum: VERÐTRYGGÐ SPARISKÍRTEINI RÍKISSJÓÐS: Kaupgengi Yfirgengi pr. kr. 100- miöað við innlausnar- verð Seðla- bankans 1967 2. flokkur 2660.06 43.4% 1968 1. flokkur 2316.67 27.4% 1968 2. flokkur 2178.81 26.7% 1969 1. flokkur 1623.35 26.7% 1970 1. flokkur 1490.97 65.7% 1970 2. flokkur 1086.59 26.5% 1971 1. flokkur 1022.02 64.0% 1972 1. flokkur 891.01 26.4% 1972 2. flokkur 762.39 64.0% 1973 1. flokkur A 583.17 1973 2. flokkur 539.13 1974 1. flokkur 374.46 1975 1. flokkur 306.15 1975 2. flokkur 233.64 1976 1. flokkur 221.27 1976 2. flokkur 179.68 1977 1. flokkur 166.87 1977 2. flokkur 139.78 1978 1. flokkur 113.91 VEÐSKULDABRÉFX: Kaupgengi pr. kr. 100.- 1 ár Nafnvextir: 26% 79,- 2 ár Nafnvextir: 26% 70- 3 ár Nafnvextir: 26% 64- x> Miöaö er viö auöseljanlega fasteign. Höfum seljendur aö eftirtöldum veröbréfum: HAPPDRÆTTISSKULDABRÉF RÍKISSJÓÐS: 1973 — B 1974 — D 1975 — G 1976 — H Sölugengi pr. kr. 100- 513.44 (10% aföll) 388.22 (10% afföll) 171.57 (19.3% afföll) 205.92 (10% afföll) PNÍRKnincmréiM íiutnDi hp. VERÐBRÉFAMARKAÐUR Lækjargotu 12 — R (Iðnaðarbankahúsinu) Sími 2 05 80. Opið frá kl. 13.00 til 16.00 alla virka daga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.