Morgunblaðið - 08.07.1978, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 08.07.1978, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. JÚLÍ 1978 13 YMSUM ÁTTUM Noregur Framfærsluvísitalan norska hækkaði um 0.2% frá apríl til maí á þessu ári og varð því hækkunin frá maí 1977 til maí 1978 á framfærsluvísitölunni 7.7%. Bandaríkin General Motors seldi á síðasta ári 9 milljónir bíla, þ.e. bæði fólksflutninga- og vörubíla. Með þessari sölu tókst þeim að slá fyrra met sitt um 4% en það var frá árinu 1973. Bandarískir bíla- framleiðendur seldu á heimamark- aði 13.5% fleiri bíla í maí í ár en á sama tíma í fyrra en hins vegar seldi Volkswagen 20% minna sé miðað við sama tímabil. Japan Japanir munu í ár flytja inn um 45000 bíla og virðast það vera smámunir einir miðað við það sem reiknað er með að japanskir bílaframleiðendur selji á heims- markaði á þessu ári en það eru 2.5 milljónir bíla. Svíþjöð Ef marka má nýjustu tölur um viðskiptajöfnuð í Svíþjóð virðist svo sem betri tímar séu í vændum hjá þeim. Viðskiptajöfnuðurinn var hagstæður um 600 millj. s. kr. í marz en hafði aukist í 1200 millj. S. kr. j lok apríl. Pólland I fyrsta skipti í níu ár hefur viðskiptajöfnuður Pólverja verið hagstæður. Á fyrsta ársfjórðungi þessa árs var hann hagstæður um 1254 millj. D. kr. Til að ná þessu marki varð útflutningur að aukast um 10.4% meðan innflutningur dróst saman um 12.6%. Efnahags- bandalagið hefur ákveðið að verð á stáli í aðildarlöndum þess hækki um 5% nú í júlí og einnig hefur það hvatt meðlimi sína til að herða eftirlit með verði á innfluttu stáli. Til að samræma framboðið eftirspurn- inni hefur Efnahagsbandalagið sent út lista um það framleiðslu- magn sem hvert landa þess á að framleiða á næstu árum. í sumum tilvikum er um nokkurn samdrátt að ræða og í öðrum meiri s.s. í Frakklandi en þar munu um 25000 manns missa atvinnu sína í stáliönaði fram til 1981. Frakkland Citroén-verksmiðjurnar munu kynna nýja bílategund á alþjóð- legri bílasýningu sem haldin verður í París í október. Þessi nýja tegund hefur fengið nafnið Visa og mun vera mitt á milli 2CV og GS módelanna. Bretland Breskir sérfræðingar gera ráð fyrir að launakostnaður þar í landi hækki um 15% á þessu ári og telja það jafnframt innan þeirra marka sem þjóðarbúið fær risið undir. Sigurlaug Bjarnadóttir: Merkileg vegaáætlun S j álf stæðisflokksins þarfnast nánari skýringa Skömmu fyrir nýafstaðnar Alþingiskosningar birtist í Morgunbl. stefnuyfirlýsing Sjálf- stæðisflokksins í vegamálum, samin af málefnanefnd flokksins sem fjallar um samgöngumál. Þarna koma fram tillögur um, að á næstu 15 árum verði gert stórátak í vegamálum — varanleg- ir vegir lagðir til allra byggðar- laga. Tillögunum fylgir einnig áætlun um, hvernig fjár skuli aflað til framkvæmda. í þriðja og síðasta áfanga Ástæða er til að fagna þessum tillógum og heilshugar tek ég undir það, að bættar samgöngur eru eitt okkar stærsta byggðamál í dag. Ekki get ég þó látið hjá líða að gera nokkrar athugasemdir við þessar ágætu tillögur. Mér þykir í fyrsta lagi einkennilegt, að í þeim og álitsgerð málefnanefndarinnar, sem birt er í heild í Morgunbl. h. 11. júní s.l., sé ég hvergi eftir hvaða tímaröð hinir ýmsu lands- hlutar komi inn í framkvæmda- áætlun í þremur áföngum, nema hvað því er slegið föstu, að í þriðja og síðasta áfanga „yrði lokið við hringveginn og náð fullri tengingu við Vestíirði og önnur byggðarlög tengd góðvega- kerfi." Og ég fór að velta fyrir mér, hver væri skýringin á þessu. Líklegast væri hún sú, að höfund- ar áætlunarinnar teldu, að tenging Vestfjarða við „góðvegakerfið" væri sú framkvæmd, sem væri minnst aðkallandi og Vestfirðing- ar það vel settir að því er samgöngur varðar að óþarfi væri aö setja þá ofarlega á blað. Líklega verða þessir sömu menn aldeilis hissa, þegar ég bendi þeim á þá hlálegu staðreynd, að daginn áður en frásögn af áætlun þeirra birtist í Morgunbl. — yfir þvera forsíðu, þá tepptist Þorskafjarðarheiðin af snjó. Baráttufúsir frambjóðendur (ég hafði sloppið yfir daginn áður) ásamt fleira fólki sátu þarna fastir og misstu af fyrsta framþoðsfundi á Vestfjörðum norður í Árnesi þá um daginn. Við þessu var auðvitað ekkert að gera annað en að bíta á jaxlinn og bölva í hljóði — og dugði reyndar skammt. Samfellt forað Þremur vikum seinna, síðasta dag júnímánaðar, átti ég aftur leið um sömu heiði. Tveir undanfarnir dagar hefðu verið þurrir og sólríkir, en svo tók hann upp á því að rigna þennan föstudagsmorgun með þeim raunalegu afleiðingum, að Þorskafjarðarheiðin varð eitt samfellt forað frá upphafi til enda. Oft hafði ég séð hana og reynt ófrýnilega, en aldrei þessu líka — á almennum mælikvarða var hún í mesta lagi „jeppafær". Og sem ég öslaði þarna og pældi á minni þrautseigu Cortinu varð mér hugsað til snillinganna í málefna- nefndinni okkar — hvað það væri nú gaman, að þeir væru komnir hér norður á heiðina, til að herðast í sannfæringu sinni um, að tenging Vestfjarða við „góðvegakerfið" gæti beðið í 10—15 ár. Kannski hefðu þeir líka góðfúslega hjálpað til við að ýta á Cortinuna mína upp síðasta brattann í „Töglunum", áður en halla tók suður af, en þá var rafkerfið búið að fá einum of mikið af svaðinu og bíllinn kraft- laus. „Þú hefðir átt að binda plastpoka yfir kveikjulokið, góða mín," sagði bóndi (einn af þeim fáu, sem eftir eru í Gufudalssveit- inni) — er ég hitti í Bjarkarlundi, þangað komin við illan leik. „Við gerum það hérna í sveitinni" — hélt hann áfram — „þegar hann rignir á heiðinni." Þessu hollráði er hér með komið á framfæri til þeirra vegfarenda, sem á næstunni hugsa til ferðar um Þorskafjarðar- heiði í rigningu, en eru kannski ekki alveg eins kunnugir aðstæð- um og bóndinn í Gufudalssveit- inni. Vegleysa en ekki vegur I leiðurum Morgunbl. að undan- förnu hefir umrædd vegaáætlun Sjálfstæðisflokksins ítrekað verið gerð að umtalsefni, m.a. í leiðara s.l. sunnudag undir fyrirsögninni „Heillandi og stórbrotið verkefni". Leiðarahöfundur dregur ekki í efa, að verði Sjálfstæðisflokkurinn aðili að nýrri ríkisstjórn muni flokkurinn leggja áherzlu á, að þessi vegaáætlun verði tekin upp í málefnasamning. Síðar í leiðaran- um segir orðrétt: „Morgunblaðinu er vel ljóst, að slíkar áætlanir kunna að mæta efasemdum (leturbr. mín) í þeim landshlutum, sem ekki eru komnir í vegasam- band nema hluta úr ári eins og t.d. á Vestfjörðum. Það er skiljanlegt. En þessari nýju vegaáætlun sjálf- stæðismanna er ekki ætlað að draga úr framkvæmdum við slíka vegagerð úti á landsbyggðinni. Hér eiga því hagsmunir einstakra byggðarlaga ekki að rekast á." Hér er aðeins tæpt á því atriði, sem skiptir meginmáli: Vegurinn um Þorskafjarðarheiði, aðaltengi- braut Vestfjarða við heildarvega- kerfi landsins, er fær — að nafninu til — almennri umferð í aðeins 4—5 mánuði ársins. Þessi vegur er í rauninni vegleysa, 30—40 ára vegruðningur, sem á löngum köflum liggur lægra en Sigurlaug Bjarnadóttir fjarða stað í síðasta áfanga — eftir 10—15 ár. Það skilningsleysi sem hér birtist og skortur á réttsýni og sanngirni er meira en svo, að það verði afsakað af fáfræði og þekkingarleysi á að- stæðum, sem þó hljóta að vera ástæðurnar fyrir því, að þeir skuli láta slíka tillögu frá sér fara, eða hefði hið „heillandi og stórbrotna verkefni" ekki verðskuldað nánari og heildstæðari athugun, meiri yfirsýn? Verkefni, sem ekki þolir lengri bið Nú hefir verið talað aðallega um tvær líklegar leiðir, sem tengingu Djúpvegar við aðalvegakerfið: um Þorskafjarðarheiði (Þorgeirsdal) úr Langadal að Múla í Þorskafirði eða um Kollafjarðarheiði úr ísa- firði í botn Kollafjarðar. Ákvörð- un um, hvor leiðin verður valin hlýtur nú að vera á næsta leyti. Hér er um að ræða verkefni, sem ekki þolir lengri bið — hvað þá heldur 10—15 ár. Núverandi ástand er með öllu óviðunandi. Ég held, að fáir Vestfirðingar geri sér vonir um að fá veg, hvor heiðin, sem valin yrði, sem yrði fær allt árið, heldur einfaldlega vel uppbyggðan nútímaveg, sem væri Nýjar tillögur Sjálfstæðisflokks í samgöngumálum: Varanlegir vegir til allra byggðarlaga á 15árum Fyrsti 5 ára áfangi kostar 27 þúsund Jr milljónir — Svipað átak fyrir þjóðina) og gatnagerðin var fyrirReykvikingaj yfirborð heiðarinnar og verður að ófæru við minnstu úrkomusnjó eða regn. Með tengingu Djúpvegarins fyrir tæpum þremur árum færðist öll þungaumferð frá norðanverð- um Vestfjórðum yfir á þennan vesæla veg, sem síðan er í ennþá ömurlegra ástandi en nokkru sinni fyrr. Þetta er staðreynd, sem mér finnst hörmulega sniðgengin af þeim flokksbræðrum mínum, höfundum umræddrar vegaáætl- unar, sem marka tengingu Vest- opinn allt að því helmingi lengur í venjulegu ári en troðningarnir um Þorskafjarðarheiði í dag. Sem sagt — veg, sem væri meira en nafnið eitt. Getur það talizt annað og meira en einfóld sanngirnis- krafa, að þessari frumþörf Vest- firðinga í vegamálum verði sinnt, áður en farið verður út í að malbika upphækkuðu vegina, sem fyrir eru í öðrum landshlutum? Og gæti ekki leiðarahöfundur Morgunblaðsins fallizt á, að sá framgangsmáti okkar glæstu vegaáætlunar gæti í þessu tilliti afstýrt því að „hagsmunir ein- stakra byggðarlaga" rækjust alvarlega á? Bættir vegir gera landið byggilegra Um þann þátt álitsgerðar sjálf- stæðismanna, um vegamál, sem lýtur að fjármögnum fram- kvæmda skal ég ekki vera langorð en tek eindregið undir tillögu um að tekjur ríkissjóðs af umferðinni renni í stórauknum mæli til vegagerðar. Það er bæði eðlilegt og sjálfsagt og hefir verið eitt af mínum baráttumálum á þingi. Hugmyndin um, að Byggðasjóður leggi fram fé til vegagerðar er líka eðlileg að því leyti, að bættir vegir gera landið byggilegra. Ég er hins vegar hrædd um, að 1000 millj. kr. árlega úr sjóðnum eða um þriðj- ungur af ráðstöfunarfé hans — til vegagerðar myndi rýra hastarlega getu hans til að sinna öðrum verkefnum, sem á honum hvíla og hann hefir átt fullt í fangi með fram að þessu. Byggð í landinu stendur víða enn mjög höllum fæti í atvinnulegu tilliti ekki hvað sízt í hinum dreifbýlu landbúnaðar- héruðum þar sem byggð hefir verið að grisjast ár frá ári, svo að liggur við auðn. Bættir vegir einir saman, þótt mikilvægir séu, ráða hér ekki bót á heldur þurfa til að koma fleiri markvissar aðgerðir til styrktar þessum fámennu byggðarlögum, sem í dag hanga á bláþræði. Sem dæmi mætti hér nefna Gufudalssveitina í A-Barða- strandarsýslu. Þeir menn sjá skammt, sem afgreiða þetta vandamál með því að yppta öxlum og slá fram staðhæfingum um, að það sé síður en svo eftirsjá að þessu eða hinu „kotinu" og að heilar sveitir tæmist af fólki. Sannleikurinn er sá, að hér er ekki einungis um svokallað „byggða- mál" að ræða heldur um leið mikilvægt öryggismál fyrir al- menna vegfarendur um langar mannlausar alfaraleiðir — óhugnanlega stórar eyður í byggð landsins. Eg fer ekki lengra út í þá sálma að sinni. Meira en stefnu- yfirlýsing Tilgangur þessa greinarstúfs er fyrst og fremst sá að vekja athygli á því, sem ég vildi helzt mega telja mistök af hálfu þeirra ágætu manna, sem sömdu umrædda vegaáætlun í nafni Sjálfstæðis- flokksins. Hér á ég að sjálfsögðu enn við hina fráleitu tímasetningu á tengingu Vestfjarða við „góð- végakerfið". En mistök má leið- rétta og ég er ekki í vafa um, að það verði gert í þessu máli, fyrst í orði síðan á borði — verði þessi vegaáætlun annað og meira en stefnuyfirlýsing fyrir kosningar, sem ég sannarlega vona. Jafn- framt vildi ég mælast til þess, að hófundar áætlunarinnar gerðu opinberlega nánari grein fyrir útfærslu hennar eins og þeir hafa hugsað sér hana.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.