Morgunblaðið - 08.07.1978, Side 15

Morgunblaðið - 08.07.1978, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 8. JÚLÍ 1978 15 Veðrið víða um heim Amsterdam 15 rigning Apena 35 lóttskj. Berlín 17 rigning BrUssel 17 rigning Chicago 31 rigning Frankturt 17 rigning Genf 16 skýjaö HelsinUi 19 skýjaó Jóh.borg 14 lóttskj. Kaupm.höfn 14 skýjaö Lissabon 28 lóttskj. London 17 lóttskj. Los Angeles 28 bjartviðri Madrid 26 lóttskj. Malaga 25 heióskirt Miami 31 rigning Moskva 28 skýjaó New York 30 skýjaö Ósló 19 rigning Palma, Majorca 25 léttskj. Reykjavík 11 súld Róm 21 bjartviöri Stokkh. 16 léttskj. Tel Avív 29 bjartviöri Tokýó 32 bjartvióri Vancouver 23 skýjaö Vín 21 rigning 24 létu lífið í tveimur árekstrum Bloemfontein, S-Afríku, 7. júlí, AP. A fimmtudag létu 24 manns lífið í tveimur langferðabílaslysum á hráðbrautum í S-Afríku að sögn lögreglunnar. Fjórtán manns, allir blökku- mann, létu lífið í nágrenni Bloemfontein þegar langferðabíll og flutningabíll skullu saman, en við áreksturinn braust út mikill eldur og var fólkið óþekkjanlegt er hann hafði verið slökktur. Um 1000 km. norður af Jóhannesarborg létu 10 manns lífið í árekstri langferðabíls og lögreglubifreiðar, en 17 særðust. Eigandi Finansbankans Axel Brask Thomsen, Svíþjóð F jöldi mála fyrir dómi vegna ólög- legrar innistæðu í dönskum bönkum „ÉG vil ekki aðstoða danska viðskiptavini bankans við að brjóta gegn skattalögum lands- ins. En það skiptir mig litlu máli ef um Japana, Svía eða Norðmenn er að ræða sem brýtur gegn lögum eigin lands,“ sagði Axel Brask Thom- sen eigandi Finansbankans danska í sjónvarpsviðtali einu sinni. Nú er Thomsen mjög í sviðs- ljósinu í heimaiandi sínu, en á síðasta ári hefur fjöldinn allur af Svíum verið ákærður fyrir ólöglega bankareikningaeign í Finansbankanum. Nú eru tveir Svíar, karl og kona, fyrir rétti í Malmö og Trelleborg, bæði ákærð fyrir brot gegn sænsku gjaldeyrislög- gjöfinni og gegn skattalögum landsins. Konan átti innistæðu upp á 1.4 milljónir danskar krónur eða sem svarar 65 milljónum íslenzkra króna, en samkvæmt dönskum lögum er útlendingum aðeins heimilt að eiga 200 þúsund danskar krónur í banka þar í landi. Kona þessi er talin hafa á árunum 1973—1977 svikið 95.000 sænsk- ar krónur undan skatti, en um nokkru minni upphæð er að ræða hjá karlmanninum. I marzmánuði s.l. hiaut fyrsti Svíinn dóm fyrir brot gegn sænsku gjaldeyrislöggjöfinni með peningaeign í dönskum banka. Hann hafði átt 55 þúsund sænskar krónur á reikn- ingi og fyrir það brot hlaut hann 20 þúsund sænskra króna sekt eða 1.140 milljónir íslenzkra króna, og að auki varðhald í 50 daga. Alls hefur komið til kasta dómstóla í Svíþjóð 10 milljóna sænskra króna eign Svía í Finansbankanum. „Fyrstu almennu alþjóðlegu kosningarnar” Kosningar til Evrópuþingsins munu fara fram þann 7. júní 1979. Þessum kosningum hefur verið lýst á þann hátt að þarna sé um að ræða fyrstu „almennu alþjóðlegu kosn- ingarnar,“ og jafnvel Bokassa keisari í Mið-Afr- íku fær að kjósa. Keisarinn hefur þó ekki beitt sér mjög fyrir almennum kosninga- rétti sinna þegna, en þar sem hann er franskur rikisborgari og Frakkland heimilar öllum Frökk- um að kjósa án tillits til búsetu þeirra, fær keisarinn rétt á að kjósa til Evrópuþingsins. Hvert þátttökuland ákveður fyrir sig hvaða reglur gilda í kosningum þessum. Danmörk ákvað að leyfa öllum Dönum að kjósa án tillits til búsetu þeirra og Þjóðverjar einnig. írar ákváðu að hafa það þannig að allir, sem búa í írlandi. geta kosið. án tillits til hverrar þjóðar þeir eru, þannig að ljóst er að fjöldi fólks kemst í þá aðstöðu að hafa tvöfaldan atkvæðisrétt. Þetta er þó ekki eina misræmið. Luxemborg. sem hefur 357 þús- und íbúa mun fá 6 fulltrúa á þinginu, einn fyrir hverja 59.500 íbúa. og Grænland, sem telst danskt landsvæði, fær einn full- trúa fyrir sína 30 þúsund íbúa. Aftur á móti fær Þýskaland einn fulltrúa á hverja 796 þúsund íbúa og Bretland fær einn fulltrúa á hverja 692 þúsund íbúa. Nokkrar deilur hafa einnig risið upp vegna launa hinna 410 fulltrúa á Evrópuþinginu. Full- trúar frá hinum ýmsu löndum fá ekki sömu laun fyrir þingsetu sína og má sem dæmi nefna að þeir fulltrúar, sem hæstu launin hafa, eru fulltrúar Þýskalands með 41.800 dollara í árskaup, en árskaup fulltrúanna frá Luxem- borg er lægst og nemur það 8.280 dollurum. Laun annarra fulltrúa eru einhvers staðar á þessu bili. Gert er ráð fyrir að samstaða náist um það að greiða öllum fulltrúunum meðaltalskaup, en greiða þeim siðan aukreitis ríf- lega risnu. Sósíalistar mynda stærsta sam- sta?ða hópinn á núverandi Evr ópuþingi og hafa þeir 66 þingsæti af 198. Kommúnistar hafa aðeins 15 sæti á núverandi þingi og vegna afstöðu þeirra til þýsku flokkanna er útilokað að þeir myndi samsteypustjórn á nýja þinginu. .Aður en kosningarnar geta farið fram verður sérhvcrt land að setja sér ákveðin kosningalög. Danmörk. Þýskaland, Frakkland og írland hafa lokið við þessar lagasetningar, en Bretland, Ítalía, Luxemborg, Holland og Belgía hafa enn ekki getað leyst ýmis vandamál varðandi laga- setningarnar. Gert er ráð fyrir að hið nýja þing komi saman að meðaltali eina viku í hverjum mánuði, auk þess sem fundarmenn koma til með að starfa í ýmsum nefndum. Því má búast við að fulltrúar á Evrópuþinginu komi ekki til með að hafa tíma aflögu til að sinna þingstörfum í sínu heimalandi. Hverjir koma til með að bera sigur úr býtum í þessum kosning- um er vissulega algjörlega á huldu ennþá, en eftirfarandi tölur eru byggðar á atkvæða- skiptingunni í síðustu kosning- umi Sósíalistar 131, Kristilegir demókratar 103, Kommúnistar 47, íhaldsmenn 38, Frjálslyndir 32 og aðrir 40. REUTER Dóttir Mintoff s í gæzlu vegna hrossataðskasts London, 7. júlí, AP. YANA Mintoff, dóttir Dom Mintoffs forsætisráðherra Möltu, var í dag ásamt einum öðrum úrskurðuð f þriggja vikna gæzlu- varðhald vegna mótmælaaðgerð- anna f neðri málstofu brezka þ:r.gssns f gær, þcgar hrossatað: var dreift yfir þingheim með þeim afleiðingum að hlé þurfti að gera á þingstörfum á meðan hreingerningar fóru fram. Yana Mintoff, 26 ára, og John McSherry, 24 ára, köstuðu hrossa- taðspokum frá áhorfendapöllum málstofunnar í mótmælaskyni við aðbúnað félagsmanna írska lýð- veldishersins í brezkum fangels- um. Þegar úrskurðurinn var kveð- inn upp í máli þeirra hafði fjöldi manns safnast saman fyrir utan þinghúsið og hafði uppi kröfur um að brezkir hermenn yfirgæfu Norður-írland. Þingmenn í Bretlandi háfa þegár krafist þess að auknar ráðstafanir verði gerðar til að hindra að slíkir atburðir sem þessir geti átt sér stað. Talsmaður brezka innanríkis- ráðuneytisins skýrði frá því í dag að írskir fangar í nokkrum brezk- um fangelsum séu í hungurverk- falli og hafi brotið húsgögnin í klefum sínum til að leggja áherzlu á kröfur sínar um betri aðbúnað og jafnframt á þá kröfu að þeir verði fluttir til Norður-írlands. Þeir hafa borið fram kvartanir yfir árásum frá hendi starfs- manna fangelsanna og yfir því að heimsóknir ættingja séu mjög takmarkaðar. í Bretlandi afplána 93 menn sem tengsl hafa við írska lýðveldisher- inn refsingu fyrir hryðjuverka- starfsemi í Englandi og Wales. Talsmaður ráðuneytisins sagði að 75 þeirra sættu sérstökum öryggisráðstöfunum í fangelsum landsins. Nýtt útlit frá International. Vörubifreiöastjórar — verktakar. International F 2674. Til afgreiðslu strax. Samband islenzkra samvmnufelaga 5 VÉLADEILD Ármula3 Reykjavik simi 3890Ó

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.