Morgunblaðið - 08.07.1978, Page 16

Morgunblaðið - 08.07.1978, Page 16
16 MORGUNBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 8. JÚLÍ 1978 plárutt Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Ritstjórnarfulltrúi Þorbjörn Guómundsson. Fróttastjóri Björn Jóhannsson. Auglýsíngastjóri Baldvin Jónsson Ritstjórn og afgreiósla Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsíngar Aóalstræti 6, sími 22480. Askriftargjald 2000.00 kr. ó mánuði innanlands. 1 lausasölu 100 kr. eintakiö. Skömmu fyrir 1960 tók Morg- unblaöið, fyrst dagblaða á Islandi, upp þá stefnu að skýra frá umræðum á Alþingi án tillits til flokkssjónarmiða; var það á sínum tíma mikil nýlunda og markaði djúp spor í íslenzka blaða- mennsku. Bæði fyrr og síðar hafa íslenzk flokksblöð farið með um- ræður frá Alþingi að eigin geð- þótta og jafnvel snúið út úr orðum andstæðinga sinna í frásögnum sínum eða „fréttum". Með ný- breytni Morgunblaðsins var stigið stórt spor í þá átt, að orð pólitískra andstæðinga viðkom- andi blaðs ættu greiðari aðgang að lesendum, ekki síður en ummæli þeirra sem aðhyllast sjónarmið, sem blaðinu er að skapi. Morgun- blaðið hefur eflt þessa stefnu og útfært hana undanfarna tvo ára- tugi, m.a. með því að skýra rækilega frá ýmsum pólitiskum umræðum og veita réttar upplýs- ingar um afstöðu og skoðanir vinstri flokkanna í borgarstjórn Reykjavíkur, ekki síður en fulltrúa Sjálfstæðisflokksins, enda þótt blaðið styðji sjálfstæðisstefnuna, eins og kunnugt er, og berjist gegn söguhyggju og sósíalisma sem byggist á allsherjarþjóðnýtingu og heildarhyggju Marx, sem hvar- vetna hefur leitt til alræðis. Morgunblaðið hefur stutt frjáls- hyggju og lagt á það æ meiri áherzlu, m.a. með því að birta greinar og skoðanir ýmiss konar, sem eru andstæðar stefnu blaðs- ins. Fyrir þetta hefur Morgunbiað- ið oft orðið fyrir aðkasti sumra, sem telja sig sjálfstæðismenn og vilja, að blaðið sé einungis þröngt málgagn Sjálfstæðisflokksins. Þessi þróun hefur átt sér stað um langt skeið. Er það því alrangt hjá Birgi Isleifi Gunnarssyni, þegar hann í grein hér í blaðinu leitar að mestu, skýringa á svokallaðri „opinni" eða „frjálsri" blaða- mennsku í samkeppni síðdegis- blaðanna, enda þótt hann telji að vísu að þróun í frjálsræðisátt í blaðamennsku hér á landi eigi sér lengri sögu en sumir vilja vera láta og hafi raunar byrjað í Morgunblaðinu og Vísi á sínum tíma. Það má til sanns vegar færa. Morgunblaðið tók á sjöunda ára- tugnum stórt stökk í þessa átt frá því sem áður var, m.a. með samtölum við pólitíska andstæð- inga þeirra skoðana, sem blaðið heldur fram, algerlega opinni fréttamennsku og birtingu fjöl- margra greina, sem gengið hafa í berhögg við stefnu Sjálfstæðis- flokksins eða Morgunblaðsins. Einatt hefur þetta haft í för með sér neikvæð viðbrögð ýmissa sjálfstæðismanna, en þeir eru nú farnir að átta sig á því eins og aðrir, að „flokksmálgögn" í gamla stílnum eru tímaskekkja í nútíma- þjóðfélagi eins og okkar, enda þótt sterkt blað með einhverja sjálfs- virðingu hlaupi ekki eftir hverju pappírsgagni sem er eða birti alla þá þvælu sem að berst, eins og nú er tilhneyging hjá sumum fjöl- miðlum, og verði þannig eins konar andlegur öskuhaugur. Rit- stjórar Morgunblaðsins vilja ekki stjórna slíkri verzlunarvöru, enda þótt þeir hafi fyrir löngu opnað blaðið fyrir sjónarmiðum, sem andstæð eru sjálfstæðisstefnunni eða forystu Sjálfstæðisflokksins, svo sjálfsagður hlutur sem það er og ætti ekki að þurfa um að ræða frekar en t.d. allar þær aðfinnslur og gagnrýni sem birtist í Morgun- blaðinu á blaðið sjálft. Hitt er svo annað mál, að blað eins og Morgunblaðið er ekki skoðanalaus áhorfandi í þjóðmál- um, en tekur þátt í mörkun þeirra stefnumála, sem uppi eru hverju sinni. Það er ekki í sparifötunum þegar tekizt er á um líf og framtíð þjóðarinnar Vert er fyrir Birgi Isleif Gunn- arsson og fleiri að íhuga það, að Morgunblaðið hefur verið and- stætt Sjálfstæðisflokknum í ýms- um málum og gagnrýnt hann, enda þótt blaðinu hafi ekki þótt ástæða til að fara í andstöðu við meiri- hluta Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, meðan Birgir ísleifur var borgarstjóri. Þó krafðist blaðið þess, að Armannsfellsmálið s.n. væri sett í rannsókn. Var eftir því farið, eins og kunnugt er. Þá var Morgunblaðið andvígt menntamálastefnu viðreisnar- stjórnar Sjálfstæðisflokks og Al- þýðuflokks síðustu árin sem hún sat, einatt við litlar vinsældir forystumanna Sjálfstæðisflokks- ins þá, enda voru gerðar svo róttækar breytingar á þeim mál- um í landinu í kjölfar þessarar andstöðu blaðsins, að Þjóðviljinn líkti því nýlega við byltingu Morgunblaðsins í menntamálum. Þetta má til sanns vegar færa. Þá var Þjóðviljinn í andstöðu við „byltinguna" og ýmsir unnendur hans í kennarastétt íhaldssamast- ir allra og renndu óhýru auga til Morgunblaðsins. Önnur dagblöð í landinu sátu auðum höndum, þegar þetta stórmál var til lykta leitt. Þetta er aðeins dæmi um það, hvað mönnum eins og Birgi Isleifi Gunnarssyni getur skjátlazt, þótt skýrir séu. Aftur á móti ætti honum ekki að finnast það ávirð- ing hjá dagblaði að styðja flokk, sem hefur haft sjálfstæðisstefn- una að leiðarljósi. Síðdegishlut- leysi í þessum efnum er ekkert merki um styrkleika blaðs nema síður sé. Það getur varla verið blaði takmark í sjálfu sér að styðja ekki Sjálfstæðisflokkinn! Loks verður látið nægja að benda á frjálslynda stefnu Morgunblaðs- ins í menningarmálum, sem flestir virðast nú viðurkenna. Hvorki listamenn né menningarverðmæti eru mæld með pólitískum mæli- kvarða, heldur er reynt að leggja á verkin listrænt mat. Pólitísk afstaða til menningarmála hefur legið í landi, eins og kunnugt er, en Morgunblaðið hafnaði slíkri stefnu fyrir löngu, enda í samræmi við þá frjálshyggju, sem blaðið hefur stefnt að. Því miður er síður en svo að allir lýðræðissinnaðir menningar- og listamenn hafi fagnað þessari frjálslyndisstefnu blaðsins í menningarmálum, enda þótt það sé nú að breytast til batnaðar. En þeir, sem neita að rugla saman listrænni sköpun og pólitískri afstöðu, hafa átt undir högg að sækja — og enn eigum við langt í land með að t.a.m. sósíalist- ar geti metið list pólitískra andstæðinga sinna, þó að Morgun- blaðið hafi fyrir löngu afskrifað svo fáránlega stefnu, einatt við lítið lófaklapp í röðum lýðræðis- sinna. Það er rétt, að Morgunblaðið hefur ekki tekið sér fyrir hendur „að rannsaka" þau mál, sem heyra undir dómstóla, né notað hvaða meðul sem er í eltingaleik við pólitíska andstæðinga — eða hundelta þá, hvað þá aðra „and- stæðinga", sem virðast ekki fá notið neinnar stundar án þess að glefsa í þetta langstærsta dagblað landsins. Morgunblaðið berst fyrir stærri málum en svo og gefur flugnabiti engan gaum. Auk þess stendur harla lítið eftir af réttar- fari síðdegisdómstólanna, sem kalla mætti alþýðudómstóla frjálshyggjunnar. Það er svo annað mál að alhæfing á ekki við um síðdegisblöðin, svo mjög sem Vísir ber af þeim bæði hvað snertir smekk, innra pólitískt þrek og ábyrgðarmeiri blaðamenpsku. Ábyrgð stærsta blaðs þjóðarinn- ar er mikil. Þeir, sem takast á hendur að axla hana, mega ekki undan líta. En þeir ætlast til þess, að menn eins og Birgir ísleifur Gunnarsson syndi ekki með straumnum í mikilvægu máli eins og því, sem hann gerir að umtals- efni hér í blaðinu í dag, heldur finni kröftum sínum viðnám og séu óhræddir að stikla flúðir og fossa. Grein hans í Morgunblaðinu er nýjasta sönnunin um þá opnu blaðamennsku, sem að hefur verið stefnt um langt skeið hér í blaðinu og þá ekki síður þann árangur, sem náðst hefur, þótt margt mætti betur fara í Morgunblaðinu, ekki síður en í öðrum fjölmiðlum. En sízt af öllu skyldu menn lasta laxinn, svo að vitnað sé í orð þjóðskáldsins — og er það við hæfi á stórri stund! Magnús Torfi Ólafsson talaði eftir kosningar um mikla tortím- ingarhvöt sjálfstæðismanna um þessar mundir. Þó að þau orð eigi ekki rætur í neinni ofurást á Sjálfstæðisflokknum, ættu þeir sem tala í nafni hans, að íhuga þau vel — og láta sér þau"að kenningu verða. Sjálfstæðismenn þurfa nú á öðru að halda en óvinafagnaði. Og sízt af öllu ætti Sjálfstæðisflokk- urinn að stefna að því að verða síðdegisflokkur. Morgunblaðið og grein Birgis ísl. Gunnarssonar Birgir ísl. Gunnarsson: í nýafstöðnum kosningum urðu sveiflur í fylgi stjórnmála- flokkanna meiri en oftast áður. Því er eðlilegt að menn leiti skýringa á úrslitum kosning- anna. Þær skýringar hafa verið að birtast að undanförnu og kennir þar margra grasa. Eitt atriði hefur verið nokkuð áber- andi í athugasemdum manna, en það er þáttur fjölmiðlanna, ( einkum síðdegisblaðanna. Sumir hafa jafnvel gengið svo langt að kenna alfarið síðdegisblöðunum um fylgistap Sjálfstæðisflokks- ins og Framsóknarflokksins. Sú skýring er allt of einföld og yfirborðsleg. Hitt er annað mál að fjölmiðlunin í þjóðfélaginu hefur breytzt mjög mikið und- anfarin ár, einkum með tilvist sjónvarps og síðdegisblaðanna. I þessari grein verður hugað nokkuð nánar að því. Fyrir fjórum árum voru öll dagblöðin flokksblöð í þeim skilningi, að þau studdu hvert sinn stjórnmálaflokk. í því sambandi skipti ekki máli, hver var eigandi blaðsins. öll skrif dagblaðanna miðuðu að stuðn- ingi við sinn flokk og mjög var óaigengt að blöðin birtu póli- tískar greinar eða viðtöl við pólitíska andstæðinga. Morgun- blaðið og Vísir voru þó frjáls- lyndari í þessu efni en önnur blöð. Þannig var staðan í kosningabaráttunni, sem háð var fyrir aðeins fjórum árum. Með tilkomu Dagblaðsins breyttist þetta. Dagblaðið kynnti sig sem frjálst og óháð blað og tók upp harða sam- keppni við Vísi, en segja má að Dagblaðið hafi klofnað út úr Vísi, þar sem meirihluti af starfsliði Dagblaðsins var þaðan komið. Vísir fylgdi fljótlega á eftir og hefur jafnframt fengið á sig hina óháðu mynd. Vísir tók að vísu afstöðu í forystugreinum með Sjálfstæðisflokknum í sjálfri kosningabaráttunni, en fréttamat blaðsins og uppsetn- ing var flokkunum frekar óhag- stætt. Dagblaðið tók hinsvegar ekki afstöðu í forystugreinum, þó að þær væru í kosningabar- áttunni nokkuð mildari í garð flokksins og ríkisstjórnarinnar heldur en endra nær á kjörtíma- bilinu. Bæði blöðin hafa alveg opnað sig fyrir öllum pólitískum skoðunum. Allir þeir, sem um stjórnmál vilja skrifa eiga þar greiðan aðgang að, hvar í flokki sem þeir standa. Þessi tvö blöð eru orðin næst stærstu blöð landsins og þegar það er haft í huga má sjá, hversu gífurleg breyting hefur á orðið á mjög skömmum tíma. Flokksblöð virðast vera á hröðu undanhaldi. Alþýðublaðið nánast búið að vera og Tíminn og Þjóðviljinn eru einnig á undanhaldi. Vafalaust halda hin tvö síðastnefndu blöð áfram að koma út, enda hafa þau mikið fjármagn á bak við sig. Tíminn hefur haft samvinnuhreyfing- una, hversu lengi sem það nú gengur og Þjóðviljann virðist ekki skorta fé, hvaðan sem það nú kemur. Morgunblaðið ber enn höfuð og herðar yfir önnur blöð landsins. Blaðið hefur stutt Sjálfstæðisflokkinn eindregið, en horfast verður í augu við það, að svo kann að fara að Morgun- blaðið taki einnig upp svipaða stefnu og síðdegisblöðin. Morg- unblaðið er einkafyrirtæki, sem verður að standast samkeppnina í blaðaheiminum og það kæmi mér ekki á óvart, þótt einhver breyting yrði á vinnubrögðum blaðsins að þessu leyti á næstu árum. Þessi nýju viðhorf í blaðaút- gáfu kalla á alveg ný vinnubrögð stjórnmálamanna og Sjálfstæð- ismenn hafa ekki enn áttað sig alveg á því. Það er liðin tíð að frambjóðendur og flokksforysta geti látið ritstjóra og starfs- menn blaðanna sjá um hinn pólitíska áróður. í því efni verða stjórnmálamennirnir sjálfir að verða miklu virkari. Þeir þurfa að skrifa meira og móta meira sjálfir sínar hugmyndir og koma þeim á framfæri við fjölmiðla. Nú gengur það ekki lengur að kenna einhverju blaði um, ef illa fer. Að þessu leyti lifum við á nýjum tímum og eftir því verða stjórnmálamenn að laga sig. Ekki verður svo skilið við fjölmiðlun í stjórnmálabarátt- unni, að ekki verði minnst á sjónvarpið. Það hefur vafalaust meiri áhrif á skoðanamyndun fólks en margan grunar. Á dögunum var mér gefin sú skýring á fylgistapi Framsókn- armanna í hinum dreifðu byggð- um landsins, að þar ætti sjón- varpið fyrst og fremst hlut að máli. Heilu byggðarlögin hefðu lengst af ekki fengið annað málgagn en Tímann, sem kom inn á næstum hvert heimili. Skyndilega kom sjónvarpið og með því voru pólitískir andstæð- ingar Framsóknarmanna komn- ir inn í hverja stofu landsins og farnir að tala við fólkið á staðnum. Ekki aðeins í kosn- ingabaráttunni, heldur líka í allskyns viðræðuþáttum allt kjörtímabilið. „Það kom í ljós að þeir voru líka menn,“ sagði viðmælandi minn, „og þá fór að losna um þetta fasta og óbifan- lega framsóknarfylgi". Vafalaust er mikið til í þessu og eitt er víst að tilkoma sjónvarpsins hefur gjörbreytt hinni pólitísku baráttu í landinu og gert það að verkum ásamt breyttum dagblöðum, að skoð- anamyndunin fer fram á annan hátt en áður. Fjölmiðlamir eru ad breyta stjóm- málabaráttunni

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.