Morgunblaðið - 08.07.1978, Síða 18

Morgunblaðið - 08.07.1978, Síða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. JÚLÍ 1978 Vimmdeilan í Bæjar- útgerð Hafnarfjarðar Framhald af bls. 17. an samning sem hún hafði gert við fyrirtækið. Það næsta sem gerist, er að verkakonurnar fara í ólöglegt verkfall. Unglingar, sem voru við vinnu í hliðarsal, voru neyddir af trúnaðarmönnum til að leggja niður vinnu og trúnaðarmaður karlmanna ásamt Hallgrími Pét- urssyni formanni Hlífar höfðu í hótunum við karlmenn sem voru við sín störf. Skömmu síðar lagði fram- kvæmdastjórinn fram sáttatillögu, um að hafin yrðu störf að nýju og verkafólkið kysi sér fulltrúa til viðræðna við stjórnendur fyrir- tækisins, þar sem vandamálin yrðu rædd. Sáttatillaga framkvæmdastjór- ans var ekki borin undir atkvæði og átti Hallgrímur Pétursson einn alla sök á því. Viðhafði hann þau orð á fundi hjá starfsfólki að ekki yrði gengið að neinu samkomulagi fyrr en búið væri að reka verk- stjórana. Hallgrímur Pétursson tók umsvifalaust undir þá kröfu að við yrðum þegar gerðir brottrækir og gerðist hann stórorður í okkar garð: Síðan þeir tóku við störfum „hef ég tekið á móti fjöldanum öllum af kvörtunum vegna þeirra. Þeir verða bara að gera sér það ljóst, að menn haga sér ekki lengur eins og götudrengir við starfsfólk sitt. Ég hef verið alveg undrandi á framferði þeirra" lét Hallgrímur hafa eftir sér (Albl. 1. júní) og skömmu síðar tók Guðríður Elías- dóttir undir söng hans. Þegar svona hlutir gerast á vinnustöðum og þeir hafa að undanförnu verið mjög tíðir hafa forráðamenn verkalýðsfélaganna leitast við að lægja öldurnar og koma á sáttum, því að þeir vita að oft er stofnað til uppþota í bráðræði og reyna að koma í veg fyrir að til stórvandræða komi. Hafa þeir þá oft beitt lagni og fengið aðila til þess að íhuga málin og greitt fram úr þeim af skyn- semi. En þessir menn rjúka ekki upp til handa og fóta og byrja á því að gefa út stórorðar yfirlýsing- ar ásamt tilheyrandi svívirðing- um. En sakir okkar hlutu að vera miklar og ótvíræðar fyrst þau Hallgrímur og Guðríður tóku þessa afstöðu. En eitthvað verða viðbrögð þeirra kynleg, þegar sú Rafstöðvar Höfum fyrirllgelandi LISTER rsfstöövar f itarð- um: 2'h kw einfasa 3V2 kw einfasa 7 kw einfasa 101/2 kw einfasa 13 kw 3-fasa heimilisrafstöövar og flytjanlegar stöövar fyrir verktaka. Nú er tíminn til Þess að panta vararafstöð fyrir nœsta vetur. Útvegum all- ar stœröir. Vekjum athygli á eftirfar- andi (uppgeröar meö verk- smiðjuábyrgð): 100 KVA Gardner LX6 200 KVA Volvo TD120AG Leitiö nánari upplýsinga. Vélasalan h/f 15401 & 16341 staðreynd er höfð í huga að Hallgrímur kom aðeins einu sinni á okkar fund til að leysa mál eins af starfsmönnunum. Sváfu þau þungum svefni á verðinum eða var þetta eitthvert bráðræði, sem gripið er til í tilfinningahita stundarinnar? Það var nú gengið eftir þeim Hallgrími og Guðríði að tiltaka ákveðin og skýr dæmi um ósæmilega framkomu, en engin svör fengust. Þau hrópuðu: „Rekum, rekum“. Á það má minna að bæjar- stjórnarkosningar voru nú af- staðnar og báðir formenn verka- mannafélaganna voru í framboði og ekki var búið að mynda meirihluta bæjarstjórnar. Hall- grímur Pétursson notaði þetta mál í B.Ú.H. óspart innan síns póli- tíska flokks til að reyna að rjúfa gamla meirihlutann. Það er leitt til þess að vita að hann skuli hafa æst fólk.til ólöglegs verkfalls sem stóð í tæpan mánuð til þess að geta nptað ástandið sér til fram- dráttar á pólitískum vettvangi. Nú tóku blöðin að skýra frá verkfallinu í B.Ú.H. og eru hér fáeinar klausur: Starfsfólkið „sættir sig ekki við ástæðulausan brottrekstur.“ — Henni „var skyndilega sagt upp starfi á þeim forsendum, að hún væri ekki hæf að gegna því.“ „Konu er unnið hafði í ein átta ár hjá B.Ú.H. var sagt upp fyrirvaralaust." „Þá var eftirlitskona ein rekin fyrirvaralaust að því að virðist." (Alþbl. 1.6.) — „Þeir sögðust vera að mótmæla ítekuðum geðþótta- uppsögnum og þeir myndu halda þessum mótmælum til streitu þar til konan yrði ráðin aftur. „(Vísir 1.6.) Þessu fylgdu svo vel valin orð. En þegar öllu þessu fjaðrafoki linnti birtist staðreyndin nakin: Konunni hafði alls ekki verið sagt upp störfum. Eftir stóð það fyrirbrigði sem kallað er múgsefj- un. Bæjarstjórn reynir að leysa deiluna Nú kom það til kasta hinnar nýkjörnu bæjarstjórnar Hafnar- fjarðar að reyna að leysa þessa deilu sem upp var komin í B.Ú.H. þar sem útgerðarráðið, sem að öllum jafnaði átti að fjalla um þetta mál, taldi sig ekki hafa umboð til þess. Höfðu þá ýmsir á orði við okkur að hætt væri að bæjarstjórnarfulltrúar mundu láta pólitísk sjónarmið ráða gerð- um sínum í þessum málum ekki sízt þar sem þingkosningar stæðu fyrir dyrum og fast væri róið á kjósendamiðin. En hvað um það þá kaus bæjarstjórnin 5 manna nefnd, einn úr hverjum flokki til þess að ráða fram úr þessari deilu, þar sem milljónaverðmæti voru í húfi og hver dagur dýrmætur. Þessi nefnd kallaði málsaðila á sinn fund, þar sem þeim gafst tækifæri til þess að skýra sjónar- mið sín og svara spurningum sem fyrir þá voru lagðar. Niðurstaðan varð sú að bæjarfulltrúar lögðu fram eftirfarandi tillögu: A. Að haldnir verði reglulegir starfsmannafundir einu sinni í mánuði þar sem starfsfólk og yfirmenn skiptist á skoðunum og skyrt verði fra þcim malum, sem eru á döfinni hverju sinni. B. Að trúnaðarmenn verkalýðs- félaga og starfsfólksins og verk- stjórar haldi með sér reglulega vikulega fundi og séu þar haldnar fundargerðir um þau atriði, sem um er fjallað og ástæða þykir til að bóka. C. Sú nefnd bæjarfulltrúa, sem rætt hefur við deiluaðila, haldi áfram störfum fyrst um sinn og haldi fundi með þeim aðilum, sem hún hefur þegar rætt við og gefi síðan öðrum bæjarfulltrúum yfir- lit um gang þessara mála. D. Tekin verði upp hreyfanleiki starfsfólks við eftirlitsstörf í frystihúsinu. E. Bæjarfulltrúar eru að sjálf- sögðu ávallt reiðubúnir til við- ræðna við starfsfólk, fulltrúa þess og verkalýðshreyfinguna um allt, sem snértir hag Bæjarútgerðar- innar og samskipti og upplýsinga- miðlun milli þessara aðila. Með skírskotun til þess, sem að framan greinir, fara allir bæjar- fulltrúar þess eindregið á leit við starfsfólk fiskiðjuversins, að það hefji störf sín að nýju í trausti þess, að framangreindar ráðstaf- anir nái tilætluðum árangri. Undir þessa sáttatillögu skrifuðu allir bæjarfulltrúarnir, 11 að tölu, en eins og áður segir felldi starfsfólkið tillöguna með 68 atkvæðum gegn 43. Þessi tillaga ber með sér að ekki hafi þeim Hallgrími og Guðríði, þrátt fyrir öll gífuryrðin í okkar garð, tekist að sannfæra bæjar- fulltrúana að nægileg rök lægju til þess að vísa okkur á dyr. Ef einhver hæfa hefur verið í fullyrð- ingum þeirra, er öruggt að bæjar- stjórnin hefði strax látið okkur fara. En tillaga bæjarfulltrúanna kom aldrei til atkvæða, heldur var vísað frá. Þau Hallgrímur og Guðríður létu ekki nein málefna- leg rök hafa áhrif á brottrekstrar- kröfu sína heldur ákváðu að beita því valdi, sem verkalýðsfélögin réðu yfir. Margt starfsfólk hafði tal af okkur og taldi allt of langt gengið. Þótt samþykkt hefði verið í heitu hamsi að heimta brott- rekstur okkar, þá hefði þeim þá ekki til hugar komið að það ætti eftir að draga þennan dilk á eftir sér og réttast væri að setja niður deilurnar með bróðurlegum hætti. En Hallgrímur og Guðríður reyndu hvað þau gátu til þess að þagga niður allar slíkar raddir og skírskotuðu til samstöðu og stéttarvitundar gegn verkstjóra- óþokkunum, eininguna mtti ekki rjúfa í hinni heilögu mannrétt- indabaráttu, sem Hallgrímur kall- aði svo snilldarlega. Og þegar slíkur boðskapur er látinn út ganga hver vill þá bregðast sínu stéttarfélagi? Næst gerist það að meirihluti bæjarfulltrúa samþykkti enn að leggja fram svipaða tillögu og áður en hún var felld, en tveir bæjar- fulltrúar af 5 vildu að gengið yrði að kröfunni um brottrekstur, þar sem það væri eina leiðin til að leysa deiluna. Guðríður Elíasdótt- ir lét hafa það eftir sér, að hún skildi ekki þessa þrjósku bæjar- stjórnar (Mbl. 18. 6.). Hér leitar hún á náðir fáviskunnar til þess að hunsa sannleikann. Hún gat með engu móti sagt eins og var, að bæjarstjórnin hefði að athuguðu máli ekki talið fullnægjandi rök fram komin til þess að reka verkstjórana tvo úr starfi. Loksins fór svo að bæjarstjórnin sá sig til neydda að fela hinu nýja útgerðar- ráði að segja okkur upp störfum. Þess skal getið að einn bæjarfull- trúanna, Markús Á. Einarsson, lét bóka að ekki hefðu komið fram nein skýlaus rök fyrir því að við hefðum gerst brotlegir gegn verkafólkinu og meðan svo væri, stæði hann ekki að brottrekstri okkar. Með þessari bókun sýndi Markús Á. Einarsson að hann mat þetta mál á hlutlægan og heiðar- legan hátt í allri þeirri gerninga- hríð sem stefnt var að okkur, tveimur einstaklingum, sem höfð- um ekkert til varnar nema heil- brigða dómgreind fólks og rétt- lætisskyn. Að búa sér til verkalýðsdjöfla Hallgríms og Guðríðarliðið þótt- ist þurfa að réttlæta „mannrétt- indabaráttu" sína í augum al- mennings og fyrir sjálfu sér, enda ekki vanþörf á, þar sem það hafði með aðgerðum sínum stöðvað alla vinnu við aðalfyrirtæki Hafnar- fjarðar og starfsfólkið stóð uppi kauplaust í allri dýrtíðinni. Þetta lið tók sig nú til að mála okkur verkstjórana sem hina verstu verkalýðsníðinga og var öllu tjald- að til, sem í hugann kom. Það var ekki nógu hollt fyrir „mannrétt- indabaráttuna" að vera að kljást við tvo hversdagslega verkstjóra. Það varð að gefa þeim ýmsa eiginleika úr heimi þeirra skáld- sagna þar sem eru hvítar hetjur og svartir skúrkar. Hér kemur örlítið brot af þessari viðleitni: „Það er liðin sú tíð að fólk láti kúga sig“ (Þjv. 3. 6.) Haft eftir Hallgrími Péturssyni: „Framkoma yfir- manna ómannúðleg og forkastanleg" (Dbl. 1. 6. ) „Þetta eru menn, sem hvorki kunna að umgangast fólk né hráefni. — Ég átti annars sjálfur von á því að fá reisupassann í morgun því ég gat ekki mætt fyrr en klukkan tíu af persónulegum ástæðum." (Alþbl. 1. 6.) Þessa klausu ættu lesendur að lesa oftar en einu sinni, því að hún lýsir geysivel höfundi sínum. Staðreyndin er, að enginn þurfti að óttast að missa vinnu sína, ef hún var stunduð af alúð og reglusemi. Hjá B.Ú.H. „hefur verið traðkað svo á réttindum fólksins, því hefur verið sýnd svo ruddaleg framkoma að helst minnir á sögur frá öldinni sem leið. Þar hafa tveir verkstjórar vaðið uppi með kapítalísk sjónarmið ein í huga, það er að verja hag fyrirtækiösins. Það er haft eftir öðrum þeirra að verkalýðshreyfing ætti ekki að vera til.“ (Þjv. 24. 6.) Já, þetta er alveg skínandi gott framlag. Hitt skipti engu máli, þótt sannleikur- inn væri tekinn öflugu kverkataki. Hann spillir bara myndinni. Ekki hirðum við um að tína til meira af þessari framleiðslu. En svo gerðist það, þegar for að líða á deiluna, að Hallgríms og Guðríðarliðið var ekki fyllilega ánægt með djöfla- myndina af okkur. Hún þótti víst ekki nógu krassandi og þá var byrjað að mála nýja verkalýðs- skratta á vegginn. „Svona menn virðast vera atvinnurekendum þóknanalegir því meiri hluti bæjarstjórnar, útgerðarráð og forstjóri B.Ú.H. hafa slegið skjald- borg um þessa menn og reyna hvað þeir geta til að halda þeim hjá fyrirtækinu þvert ofan í vilja starfsfólksins." (Þjv. 24. 6. ) Já, auðvitað varð að búa til nýja stéttaróvini, svo að mönnum mætti ljóst vera að hér væri á ferðinni ósvikin mannréttindabar- átta. Ekki tókst þó að færa fyrrgreinda aðila í djöflabúning- inn, þar sem deilan var þá á enda. En svo er hugarfar þessa greinar- höfundar snúið, að ekki gat honum komið til hugar að þessir aðilar hefðu metið deilduna á málefna- legan hátt. Tvær átakanlegar sögur og andúðin á þekkingunni Það var gengið eftir þeim Hallgrími og Guðríði að benda á skýr og áþreifanleg dæmi um ómannúðlega og óhæfilega fram- komu okkar. Það gekk ansi stirt, en tvö hafa komið á prenti okkur til ávirðingar og það er allt og sumt. Hér kemur annað tveggja: „Ein kona sagði okkur frá því er hún bað um frí til að vera við jarðarför, en hún hafði einu sinni áður fengið frí til þess. Svar verkstjórans var: „Viltu ekki bara vera við jarðarfarir." (Þjv. 24.6.) — Sama saga er í annarri útgáfu svona með kristilegu orðbragði lesenda sem kallar sig Einar: „Mér finnst rétt að þjóðin fái að vita það, að báðir verkstjórarnir sem stjórna með fasistískum aðgerð- um í Bæjarútgerð Hafnarfjarðar eru yfirlýstir kommúnistar. Þykir okkur verkafólki skjóta nokkuð skökku við að þeir sem berjast fyrir bættum hag verkalýðsins skuli sparka í afturendann, á fólki og neita því um að fara í jarðarfarir barna sinna. Eru þessir menn kannski búnir að gleyma því að verkafólkið á sinn rétt að talað sé við það, þótt þessir menntuðu verkstjórar geti ekki talað öðruvísi en með skætingi og frekju." (Vísir 12.6.). — Þessi kona, sem hér er átt við vann síðdegis. Þegar hún hringdi um 11 leytið til þess að láta vita að hún þyrfti að vera við jarðarför eftir hádegi, var einungis um það spurt hvort hún hefði ekki getað komið því við við við verklok daginn áður að láta vita því að þá hefði hún kannski getað unnið árdegis. En ekkert vald höfðum við til þess að banna henni að vera við jarðarfarir. Þetta er nú allt og sumt. Og svo kemur hin sagan: „Okkur var sagt frá ungri stúlku sem mætti ekki fyrr en um hádegi einn daginn því hún hafðj þurft að vaka yfir veiku barni sínu alla nóttina. Annar verkstjóranna tók á móti henni og sagði að þetta mætti ekki endur- taka sig. Hún sagðist þá þurfa að hætta klukkan fimm og sækja meðal fyrir barnið sitt samkvæmt læknisráði. Verkstjórinn neitaði henni um það. Stúlkan komst að því að eitt apótekanna í bænum væri opið til kl. 7, svo hún talaði við verkstjórann aftur og bað um að hætta kl. 6. Þessi stúlka mætti ekki til vinnu aftur því daginn eftir var búið að fjarlægja stimpil- kortið hennar." (Þjv. 24.6.). — Þetta er átakanleg saga og sýnir mannúðarleysi verkstjóranna, ef sönn er. En við verkstjórarnir könnumst ekki við að nokkur starfsstúlka hafi hætt af fyrr- greindum sökum. En hins vegar er rétt að ef starfsfólk mætti ekki til vinnu að morgni án þess að láta okkur vita tókum við stimpilkort þess og báðum um skýringu á fjarvistum þess næst er það mætti til vinnu. Að því loknu var því rétt stimpilkortið aftur undantekn- ingalaust. Þetta voru þær tvær sögur sem grafnar voru upp eftir vandlega leit, að vísu var búið að teygja dálítið úr þeim, en það er bara bót. Slíkar sögur verða þá áhrifameiri og líka hentugri til síns brúks. En þar sem sumir menn lítt velviljaðir halda því fram að við höfunj notað stóryrði og skæting við starfsfólkið í B.Ú.H. þá er það alveg tilhæfu- laust. Við notum hvorki verra né betra orðafar en gengur og gerist á vinnustöðum á íslandi, en víst er, að það er langtum skárra en sú munnshöfn, sem Hallgríms- og Guðríðarliðar hafa verið að ausa yfir okkur að undanförnu. Líklega verða verkstjórar, svo að þeir hafi allt á hreinu, að fara að temja sér sunnudagaskólaorðafar og hafa löggilt vitni að öllu sem þeir láta sér um munn fara á vinnustöðum. I árásargreinum á okkui^-veitt- um við því athygli að sífellt var klifað á því og talið okkur til áfellis að við hefðum fengið menntun okkar í Fiskvinnsluskól- anum. Þessi ömurlegi söngur ætti fyrir löngu að vera horfinn úr sögunni enda ber hann vitni um frumstæðan hugsunarhátt. Svona málflutningur hljómar vel í eyrum vanþroskaðs fólks, en svo hafa sumir menn sem vita betur stund- um verið að taka undir þetta í því skyni að koma sér í mjúkinn hjá því. En þroskaðir menn í öllum stéttum þjóðfélagsins skilja vel gildi menntunar og þekkingar, enda leitast þeir við að styðja börn sín til hvers kyns náms og mennta. Við spáum því að sú stund muni brátt renna upp á stofnun og starf Fiskvinnsluskólans verði talið með því merkasta sem gert hefur verið í skólamálum hér á landi á síðustu áratugum. Þá mun enginn hlusta á forneskjurausið um þann skóla og nemendur hans. En Hallgríms- og Guðríðarlið- inu barst einnig öflugur liðsauki þar sem hún Gróa á Leiti fór á stjá. Nú dugði ekki aurkast í blöðum heldur var tekið að þyrla upp þessum ókjörum af slúðursög- um, þar sem allt var skælt og brenglað, togað og teygt. Þar voru settar á flot sögur, sumar höfðu við ekkert að styðjast, fyrir öðrum var kannski einhver flugufótur. Svo mikið gekk á að fjöðrin fræga varð ekki að fimm hænum heldur að heilu hænskabúi, en allar áttu sögurnar það sammerkt að þær miðuðu að því að ófrægja og níða okkur. Við eigum talsverða syrpu af þessum söguburði, en lesendur verða að virða okkur til vorkunn- ar, þó að við setjum ekkert af því á prent. Þar kemur tvennt til að sumt af þessu er slíkur óþverri að hann er ekki birtingarhæfur og í öðru lagi yrði það Hafnfirðingum til ævarandi hneisu, en það eiga þeir ekki skilið, því að allur þorri þeirra á engan hlut að skítverkinu. Við höfum lýst hér lítillega aðförum þeirra Hallgrímsliða og Guðríðar að okkur, þeim dáfallegu vopnum sem þeir hafa beitt, en vopnaburður þeirra hæfir vel málstaðnum. Góður málstaður mælir hins vegar með sér sjálfur. Vélræn vinnubrögð Þegar þau Hallgrímur og Guð-

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.