Morgunblaðið - 08.07.1978, Side 19

Morgunblaðið - 08.07.1978, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. JÚLÍ 1978 19 ríður gáfu út stríðsyfirlýsinguna í „mannréttindabaráttunni", bárust viðbrögð frá öðrum verkalýðsfé- lögum. Þau söfnuðu fé handa því fólki sem var í verkfalli í B.Ú.H. og var það ekki nema stéttarleg og félagsleg skylda að hlaupa undir bagga. En svo voru nokkur hvatn- ingarorð látin fylgja með eins og til dæmis þessi frá fyrrverandi verkfallsmönnum í smiðju KA Selfossi til Hallgríms Péturssonar: „Berðu verkfallsmönnum í Bæjar- útgerð Hafnarfjarðar kveðju okk- ar. Barátta þeirra er barátta fyrir mannlegri reisn og réttlæti. Gefist ekki upp, þið munuð sigra". Þeir sem sendu þetta skeyti mótmæltu á sínum tím a að starfsmanni væri sagt upp á Selfossi, en nú snúa þeir við blaðinu og heimta að tveim mönnum sé sagt upp í Hafnarfirði. Þá gerði miðstjórn Alþýðusambands íslands ámóta sámþykkt þar sem enn var notaður merkimiðinn hans Hallgríms með orðinu mannréttindabaráita. En íhugum þetta dálítið nánar. Hvað hafa þessir menn fyrir sér, þegar þeir setja saman þessar ályktanir? Hafa þeir kynnt sér alla málavexti til hlítar og tekið afstöðu að vel íhuguðu máli? Örugglega ekki. Þeir hafa stuðst við almennar fullyrðingar Hallgríms Pétursson- ar og Guðríðar Elíasdóttur, en enginn hlutlaus dómstóll mundi treysta sér til þess að kveða upp dóm á slíkum forsendum. Þeir mundu krefjast sannana, að öll atvik yrðu skýrt tilgreind og sannprófuð. Verkalýðssamtökin hafa, eins og allir vita, barist fyrir réttindum og bættum kjörum íslenskrar alþýðu, en nú er hún búin að koma sér upp geysistóru bákni. Samþykktir eru gerðar um mál án þess að menn hafi hug- mynd um málavexti, og þannig er starfað hugsunarlaust og vélrænt. Það er ýtt á einhvern hnapp í kerfinu og síðan fer allt af stað. í þessu sambandi kemur okkur í hug, að einu sinni var kjörorð borgarastéttarinnar: Vinnum föð- urlandinu allt og spyrjum einskis. Enginn gagnrýndi þetta viðhorf eins hvasst og verkalýðshreyfing- in, því að undir þessu merki var hægt að etja mönnum til allra verka, líka óhæfuverka og styrj- alda, allt í þágu föðurlandsins og undir fallegu merkjunum, föður- landsást, heiður föðurlandsins og svo áfram, en nú virðist verkalýðs- hreyfingin hafa tileinkað sér svipað hátterni. Allir fylgja þeir henni gagnrýnislaust og ekkert er hugsað um málsatvik og svo er klínt á allt fallegum nöfnum eins og mannréttindaþarátta o.s.frv. Þó að beitt sé hinum skammarlegustu aðferðum, svívirðingum, ærumeið- ingum og rógi. Nei, hér er verkalýðshreyfingin sannarlega á villigötum. En satt að segja viljum við helst ekki bendla verkalýðs- hreyfinguna við „baráttu" þeirra Hallgríms Péturssonar og Guðríð- ar Elíasdóttur. Margt eigum við enn ósagt, en hér verður látið staðar numið. Mál þetta hefur verið lærdóms- ríkt því það hefur gert okkur kleift að skyggnast inn í ýmis fyrirbrigði samfélagsins, og það verður að segjast eins og er að þar var margt harla ófagurt. Við viljum þakka Guðmundi R. Ingvasyni forstjóra B.Ú.H. og Borgþóri Péturssyni framleiðslustjóra þann mikla og drengilega stuðning sem þeir veittu okkur í hvívetna, en þeir lágu aldrei á liði sínu að gera á málefnalegan hátt grein fyrir málavöxtum. Að lokum sendum við starfsfólki B.Ú.H. bestu kveðjur og óskum því alls velfarnaðar. Leifur Eiríksson Guðni Jónsson Samanburðartölur fyrstu fjóra mánuði 1977 og 1978 1977 1978 h(»ildarnýtinKrr ncytcndapakkn. % hcildarnýting Vr ncytandapakkn. Vr Þorskur 33.1 58.2 40.0 72.9 Ýsa 30.6 49.6 37.5 67.9 Ufsi 39.6 2.0 46.1 82.4 Karfi 31.3 6.3 30.2 37.3 Afköst pr. greidda klukkust. Framleiðsluverðm. (skilaverð) Framlegð (cftir að búið er að greiða hráefni. umbúðir og vinnulaun + launatengd gjöld) 7.9 kg 182.027.215 kr. 1.562.882 kr. 0.8% af skilaverði 10.7 kg 262.221.209 kr. 41.490.943 kr. 15.8% af skilavcrði Tölurnar sýna mjög mikla aukningu dýrrar neytcndapakkningar 1978 sem er allt að 2,5 sinnum seinunnari en Rússlandspckkningar. 1977 var karfi og ufsi nær eingöngu unninn á Rússlandsmarkað. Einnig kemur fram stórbætt nýting og vinnuafköst milli ára sem skilar sér í stórbættri framlegð til fastakostnaða*- og á það má benda að afköstin og nýtingin fóru enn batnandi. þegar til vinnslustöðvunar kom. — Italía Framhald af bls. 1 deildarmanna fulltrúadeildarþing- manna og fulltrúa fylkja Italíu hafa kosið um næsta forseta 15 sinnum á níu dögum án árangurs. Sextánda atkvæðagreiðslan fer fram á morgun. Aðalritari flokks kristilegra demókrata, Benigno Zaccagnini, hitti kjörmenn flokksins að máii í kvöld og ráðlagði þeim að kjósa Pertini. Eftir fundinn var settur lögregluvörður við heimili Pertinis í miðborg Rómar rétt eins og hann væri orðinn forseti. Hægrisinnar í flokki kristilegra demókrata eru sagðir hafa verið tregir til að fallast á Pertini. Hann var upphaflega sameiginlegur frambjóðandi vinstriflokkanna. Þess vegna sagði hægrisinninn Massimo de Carolis í kvöld að hægri menn gætu ekki sætt sig við hann. —■ Líbanon Framhald af bls. 1 örugglega, annars mundi hann segja af sér. Það er samdóma álit næstum allra sérfræðinga að afsögn forset- ans mundi hafa í för með sér hættulegt pólitískt tómarúm sem gæti orðið kveikja ennþá víðtækari átaka en geisað hafa milli Sýr- lendinga og kristinna manna í þessari viku. Engum öðrum stjórn- málaforingja er til að dreifa er bæði múhameðstrúarmenn og kristnir gætu sætt sig við. Hinir svartsýnustu tala um möguleika á herbyltingu undir forystu hægrimanna eða sýrlenzkt valdarán. En Sarkis setur þau skilyrði fyrir því að hann haldi áfram í embætti að bæði Sýrlend- ingar og líbanskir hægrimenn geri tilslakanir. Hann vill að endur- skoðað verði hlutverk friðargæslu- liðs Araba þar sem Sýrlendingar hafa tögl og hagldir og hann vill fá umboð frá stjórnmálaleiðtogum til að bæla niður starfsemi óaldar- flokka sem eru fjölmennari en líbanski landherinn. — 2 andófsmenn Framhald af bls. 1 Sovétríkjanna sama daginn virð- ast ætla að varpa skugga á fyrirhugaðan fund utanríkisráð- herranna Cyrus Vance og Andrei Gromyko í Genf á miðvikudaginn. í Washington lét bandaríska utanríkisráðuneytið i ljós þungar áhyggjur í dag vegna réttarhald- anna yfir Shcharansky og Ginz- burg og kvað þau geta haft áhrif á andrúmsloftið í samskiptum Bandaríkjanna og Sovétríkjanna í framtíðinni. I harðorðri yfirlýsingu ráðu- neytisins var réttmæti réttarhald- anna gegn Shcharansky dregið í efa og á það bent að Bandaríkin hefðu hvað eftir annað látið í ljós áhyggjur af honum og Ginzburg. En þótt yfirlýsingin væri harðorð sagði að viðræður Vance og Gromykos í Genf á miðvikudag gætu farið fram eftir áætlun. I Moskvu sagði eldri bróðir. Shcharanskys, Leonid, frétta- mönnum að honum og móður hans hefði ekki verið tilkynnt um réttarhöldin. „Þetta er mjög ein- kennilegt. Við vitum alls ekkert. Eg veit ekki hvort þeir leyfa okkur að fylgjast með réttarhöldunum eða ekki.“ Þar sem ættingjar eru ekki látnir vita er hugsanlegt að þeir fái ekki að fylgjast með réttarhöldunum þar sem talið sé að þau varði ríkisleyndarmál. Fréttastofan Tass skýrði frá réttarhöldunum gegn Shchar- ansky og sagði að hann yrði ákærður fyrir „landráð í formi njósna." Tass sagði að erlendir fréttaritarar fengju tvisvar sinn- um á dag skýrslu um gang réttarhaldanna. Fréttaritararnir virðast því ekki fá að fylgjast með réttarhöldunum sjálfir og yfirvöld virðast vilja matreiða fréttir í þá í stað þess að þeir tali við ættingja. Shcharansky er þrítugur tölvu- fræðingur og var handtekinn 15. marz þegar birzt höfðu í sovézkum blöðum ásakanir gegn honum um að hann hefði útvegað bandarísku leyniþjónustunni CIA upplýsingar. Carter forseti neitaði því í eigin persónu að hann hefði nokkurn tíma unnið fyrir CIA og í nóvem- ber i fyrra varaði hann sovét- stjórnina við því að réttarhöldin gætu stofnað í hættu mikilvægum samningum eins og fyrirhuguðum Salt-samningi um takmörkun kj arnorkuvopna, — Flugvél Framhald af bls. 32 þessari vél mikið fyrsta árið og hann m.a. notað hana til að kanna lendingarstaði á ýmsum stöðum um allt land, m.a. hafi hann lent henni á 1-6 stöðum á leið til Akureyrar um haustið 1938 og þá ýmist á melum eða túnum. Þegar Örn Ó. Johnson kom síðan heim árið 1939 tók hann að sér að halda áfram þessum könnunum á lendingar- stöðum og hann byrjaði síðan að fljúga til Öræfa og Hornafjarð- ar, sem varð raunverulega fyrsta landflugleiðin hér á landi og hafði gífurlega þýðingu fyrir öræfin, þessa afskekktustu sveit landsins. Klemminn varð afar vinsæll hjá ýmsum brautryðjendum okkar í fluginu, og meðal þeirra sem léku sér á þessari vél voru Sigurður Jónsson, Björn Eiríks- son auk Arnar Ó. Johnson og Agnars sjálfs, sem alltaf hélt mikilli tryggð við hana og fór síðasta flugið á henni. Það var árið 1940 en þá kom á daginn að hreyfillinn var brotinn á nokkr- um stöðum. Nýr eða uppgerður hreyfill fékkst síðan ekki fyrr en í lok stríðsins en þá ríkti einhver deyfð innan Flugmála- félags Islands, sem var raun- verulegur eigandi vélarinnar og hún lenti á hálfgerðum ver- gangi. Þá kom til sögunnar Helgi Filipusson, „hreinlega bjargaði vélinni" segir Agnar, „með því að taka hana í vörzlu sína og geyma hana ,upp í Selási. Síðan var byrjað að endurbyggja hana og tók Gísli Sigurðsson, svif- flugusmiður hana að sér í ígripum, en allur skrokkur vélarinnar er úr tré en aðeins festingarnar úr málmi. Hann Gísli á síðan allan heiðurinn af því að vélin flaug þarna í dag, Gamli hreyfillinn sem við keyptum í lok stríðsins er líka kominn á .sinn stað, og hann gekk alveg eins og klukka," sagði flugmálastjóri. — Neitum engum Framhald af bls. 32 við nýsköpun og reynt að tala fyrir því máli“. Um undirtektir vildi Benedikt ekkert segja en kvaðst leggja áherzlu á að allar þessar viðræður, sem nú eru í gangi, væru aðeins könnunarviðræður til und- irbúnings formlegum stjórnar- myndunarviðræðum síðar. Benedikt Gröndal sagði varð- andi viðræður innan verkalýðs- hreyfingarinnar, að ennþá væri ekkert „tilefni til að setja í gang formlegar viðræður. En við viljum reyna að gera launþegasamtökun- um kleift að fylgjast með og það hefur þá verið þannig að hvor flokkur talaði við sína menn í trúnaðarstöðum innan verkalýðs- hreyfingarinnar. Ég bendi á í þessu sambandi að í viðræðu- nefndunum eru tveir menn úr miðstjórn ASÍ sitt hvoru megin við borðið; Karl Steinar Guðnason hjá okkur og Eðvarð Sigurðsson í nefnd Alþýðubandalagsins. Hefur Karl Steinar Guðnason átt viðræð- ur við ýmsa alþýðuflokksmenn í verkalýðshreyfingunni um gang viðræðna flokkanna og af sama tilefni kallað saman verkalýðs- málanefnd Alþýðuflokksins til fundar á mánudag klukkan 17. Morgunblaðinu er kunnugt um að innan Alþýðubandalagsins er talsverður ágreiningur um til hvers konar stjórnarsamstarfs Alþýðubandalagið skuli ganga. Verkalýðsmálaarmur flokksins er alls ekki frábitinn nýsköpunar- stjórn, sem menntamannaarmur- inn má hins vegar ekki heyra nefnda. Menntamannaarmur flokksins hefur í þessu talsvert betri stöðu, þar sem verkalýðs- málaarmurinn varð stórlega út undan við kjör í trúnaðarstöður innan flokksins á siðasta lands- fundi Alþýðubandalagsins. Spegl- ast þetta raunar bezt í þeim yfirlýsingum, sem þingflokkur Alþýðubandalagsins hefur látið frá sér fara um að hann stefni að vinstra samstarfi. I gærmorgun var stuttur fundur í efnahagsmálavinnuhópum Al- þýðubandalagsins og Alþýðu- flokksins, en menn munu nota tímann um helgina til að melta ýmsar upplýsingar sérfræðinga og útreikninga og er næsti fundur ákveðinn eftir hádegi á mánudag. Alþýðubandalagið hefur nú algjör- lega hafnað gengislækkun sem ráðstöfun í efnahagsmálunum og vill einskorða viðræðurnar við niðurfærslu- og millifærsluleið en alþýðuflokksmenn telja þrátt fyrir sameiginlegan áhuga á slíkri lausn að ekki sé rétt að útiloka neina leið á þessu stigi. — Þörunga- verksmiðjan Framhald af bls. 32 þangtökuna en fjórir menn eru í hverju gengi. Sumir hafa verið við þangtöku allt frá því að þörunga- Vinnslan tók til starfa og hafa náð miklum afköstum. Dæmi eru til þess núna að þeir afkastamestu afli um 600 tonna af þangi á mánuði og fyrir tonnið af þangi fá þeir greitt 5.500 krónur. Heildar- tekjur hjá einu gengi geta því orðið um 3.3 milljónir eða um 825 þúsund í hlut á einum mánuði. — Borgar- reikningur Framhald af bls. 3. upp í halla s.l. árs og uppsafnaðan halla þessa árs. Greiðsla þessi verður að vera a.m.k. 300 milljónir króna. Er vísað til þess, að miðað við núverandi verðlag í landinu má áætla halla þessa árs a.m.k. 600 miljjónir króna, þar af hafa safnazt upp til júníloka 300 milljónir króna. Auk þess er ógreiddur halli frá 1977 163 milljónir króna. Til þess að sýna fram á hve hrikaleg byrði þetta er fyrir borgarsjóð, skal upplýst að þessi skuld ríkissjóðs, um 450 milljónir króna nú í júnílok, svarar til 75% af núverandi yfirdráttarheimild borgarsjóðs hjá Landsbanka íslands." — Niðurfærsla Framhald af bls. 2 eftirspurn væru fyrst og fremst almenn eftirspurnaráhrif, en einn- ig verðlagsáhrif, ef tækist að valda hlutfallslegri verðlækkun hérlend- is miðað við umheiminn." Uppfærsluleiðin er svo fólgin í uppfærslu tekjuverðlags allra út- flutningsgreina með almennri gengislækkun eða hliðstæðri ráð- stöfun eins og almennu yfirfærslu- gjaldi við kaup og sölu gjaldeyris. Með þessum hætti eru markaðs- tekjur útflutningsatvinnuvega hækkaðar í hlutfalli við innlent kostnaðarverðlag. Auk þess dregur slík breyting úr almennri eftir- spurn, „ef verðhækkunaráhrif hennar valda ekki hlutfallslegri hækkun á kauplagi" og sérstaklega dregur hún úr innflutningseftir- spurn með tvennum hætti; „ann- ars vegar með því að draga úr almennri eftirspurn í heild og hins vegar hækkar hún verðlag inn- fluttra gæða í hlutfalli við verðlag innlendrar framleiðslu og þjón- ustu.“ Fulltrúar Alþýðuflokksins og Alþýðubandalagsins í verðbólgu- nefndinni stóðu að sameiginlegu minnihlutaáliti ásamt fulltrúum SFV, ASÍ og BSRB. Álitið byggðist „á því grundvallaratriði að ekki verði hróflað við kjarasamningum, full atvinna haldist og dregið verði úr verðbólgu með verðlækkunar- aðgerðum." Tekið var fram að tillagan væri aðeins „skref i átt að lausn málsins til frambúðar.“ Tillagan um verðlækkunarleið- ina var þannig (taka verður tillit til þess nú að tillagan er undirrit- uð 8. febrúar sl. og að minnihlut- inn gerði ekki tillögu um hinn sérstaka vanda útflutningsat- vinnuveganna „þar sem ljóst er að gengislækkun er þegar ákveðin": FJÁRÖFLUN: millj. kr. 1. 10% bækkun á skatti félaga auk 5% skyldusparnaöar 900 2. Veltugjald á sama skattstofn og aðstöðugjald 4300 3. Lækkun rekstursgjalda ríkisins 1500 4. Útflutningsuppbætur, sem færast á niðurgreiðsl. 1000 5. Áhrif aðgerðanna á ríkissj. 2000 6. Hækkun tekna ríkisins v/betri innheimtu söluskatts 1000 v/breyt. á tekjusk. 7. Sala spariskírteina 2000 Alls 12.700 RÁOSTÖFUN: 1. Vörugjald fellur niður 6800 2. Niðurgreiöslur auknar 3200 3. Leiörétting á forsendum fjárlaga (en skv. upplýsingum Þjóðhagsstofnunar er óhjákvæmi- legt aö afla þessara tekna, þar sem fjárlaga- forsendur hafa reynzt rangar) 2100 Alls: Auk þessara fjárlagaaðgerða verði verzlunarálagning lækkuð um 10%, þannig að áhrif verð- lækkunaraðgerðanna á fram- færsluvísitöluna verði sem hér segir: 12.100 Lækkun verzlunarálagningar Vk% Auknar niðurgreiðslur 3% Niðurfelling vörugjalds 2'h% Lækkun alls 7%.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.