Morgunblaðið - 08.07.1978, Page 20

Morgunblaðið - 08.07.1978, Page 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. JÚLÍ 1978 atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna Afgreiðslustarf Starfskraftur óskast í matvöruverslun strax. Ekki yngri en 18 ára. Tilboð sendist Mbl. fyrir 12. þ.m. merkt: „Stundvís — 7543.“ Starfskraftur óskast til almennra skrifstofustarfa og sölu á snyrtivörum. Tilboö sendist augl. deild Mbl. fyrir 15. júlí n.k. ásamt uppl. um menntun og fyrri störf merkt: „Snyrtivörur — 3610.“ Skrifstofustúlka Óskum aö ráöa stúlku til skrifstofustarfa. Reynsla í almennum skrifstofustörfum ásamt góöri enskukunnáttu nauösynleg. Veröur aö geta byrjaö fljótlega. Tilboö óskast send Morgunblaöinu fyrir 13. júlí n.k. merkt: „S — 7537“. Kennara vantar Kennarar óskast aö grunnskólanum á Hellu næsta vetur. íbúöarhúsnæði í kennara- bústöðum eru fyrir hendi. Umsóknir sendist til Jóns Þorgilssonar Heiðvangi 22, Hellu fyrir 25. júlí nk. Skólanefnd. Prentari óskast Ríkisprentsmiöjan Gutenberg óskar eftir aö ráöa prentara (Letterpress). Helst vanan Rotation eöa anilínprentun. Upplýsingar gefur verkstjóri í vélasal. Ríkisprentsmiöjan Gutenberg Síöumúla 16—18. Sími 84522. Starfskraftur óskast strax til símavörslu og vélritunarstarfa hjá fyrirtæki á Reykjavíkursvæöinu. Upplýsing- ar um menntun og fyrri störf sendist Mbl. fyrir 12. þ.m. merkt: „S — 7659“. Vélritunar- og afgreiðslustörf Vátryggingarfélag óskar eftir aö ráöa starfsfólk til eftirtalinna starfa: 1. Vélritunar og skjalavörslu. 2. Afgreiöslustarfa, iögjaldaútreikninga og skírteina- útgáfu. Æskileg menntun Samvinnuskóli eöa Verzlunarskóli. Umsóknir sendist til afgreiöslu Mbl. fyrir 13. júlí n.k., merkt: „Vélritun eöa afgreiöslustörf, nr. — 7658“, eftir því um hvort starfiö er sótt. Rafmagnsveitur ríkisins óska aö ráöa skrifstofumann. Verslunar- skólapróf eða hliðstæö menntun æskileg. Umsóknir meö upplýsingum um menntun, aldur og fyrri störf sendist starfsmanna- stjóra. Rafmagnsveitur ríkisins Vélabókhald Hálfs dags starf viö vélabókhald er laust til umsóknar hjá Sjúkrasamlagi Reykjavíkur. Laun samkvæmt kjarasamningi ríkisstarfs- manna. Umsóknarfrestur til 25. þ.m. Umsóknum skal skilaö í skrifstofu S.R. þar sem veittar eru nánari upplýsingar. Sjúkrasamlag Reykjavíkur Kennara vantar Viö grunnskólann á Fáskrúðsfirði eru m.a. lausar stöður tónmenntakennara, dönsku- kennara og forskólakennara. Fyrir hendi er íbúöarhúsnæði og kennt veröur í nýrri skólabyggingu. Uppl. gefur formaður skólanefndar í síma 97-5194. Uppl. einnig veittar í síma 97-5263. Laust starf hjá ísafjarðarbæ Auglýst er eftir tæknimanni til starfa á tæknideild bæjarins. Nánari upplýsingar veitir bæjarverkfræöingur og undirritaöur. Umsókn fylgi upplýsingar um menntun og fyrri störf. Umsóknarfrestur er til 1. ágúst nk. ísafiröi 6. júlí 1978. Bæjarstjórinn á ísafiröi. Rafmagns eða véltæknifræðingur óskast til kennslustarfa og umsjónar viö vélskóla og tækniskóladeildir lönskólans á ísafiröi. Umsóknarfrestur er til 5. ágúst. Uppl. veitir formaöur skólanefndar Finnur Finnsson, sími 94-3313. Skólastjóri. Frá gagnfræöa- skóla Keflavíkur Nokkrar kennarastööur eru lausar viö skólann næsta skólaár. Aðalkennslugreinar íslenzka og erlend mál. Skólinn veröur einsetinn og vinnuaöstaöa mjög góö. Upplýsingar gefur skólastjóri í síma 92-2597. Skólanefnd Keflavíkur. Skátasamband Reykjavíkur auglýsir eftir framkvæmdastjóra frá 1. ágúst eöa 1. september n.k. Umsækjendur þurfa aö hafa áhuga á og helst reynslu af æskulýösstarfsemi. Umsóknir meö upplýs- ingum um menntum og fyrri störf sendist augl. deild Mbl. merkt: „Skátasamband — 7526“ Skrifstofumaður — sölumaður óskast Innfluttnings- og iönfyrirtæki óskar aö ráöa vanan skrifstofumann. Þarf aö annast banka, toll og þess háttar. Einnig óskast góöur sölumaöur helst meö starfsreynslu. Tilboö leggist inn á afgr. Mbl. merkt: „I — 996“ fyrir 12. júlí. — Bríet... Framhald af bls. 10 Klemenz Jónsson, Þ.J. Thoroddsen og Sigurður Thoroddsen. Ekki hefur málið þó fengið framgang það árið og ekki það næsta. En haustið 1911 er við umræður um vegaáætlun næsta árs samþykkt að maeadamisera Austurstræti með koltjöru og mulningi, og kostnaður áætlaður 8480 kr. Jafnframt er lagt til að 9000 kr. verði veittar til kaupa á gufutromlu, er takist með láni. Þá er vegaáætlunin öll upp á 18485 kr., en holræsagerð 38.340 kr. Og nú er farið að leita eftir tromlunni. 26. febr. 1912 er samþykkt að leita eftir kaupi á tromlu með hreyfanlegri mulningsvél, þó þannig að hvort tveítída fáist fyrir hinar veittu 9000 kr. og bæjarverkfræðingnum falið að útvega tilboð þar um. í þetta merka verkfæri komu 8 tilboð um gufu- og mótortromlu, sem bæjarverkfræðingurinn hafði útvegað, og eru þau framlögð 13. maí 1912. Nefndin samþykkti að kaupa 6 tonna gufutromlu frá Aveling & Porter samkvæmt tilboði frá Geir G. Zoéga fyrir 375 pund fob Leith. Og nú er bæjar- stjórnin orðin stórtæk, því sömu- leiðis er ákveðið að kaupa mulningsvél frá Robert Broadbent & Sons samkvæmt tilboði sama fyrir 75 pund fob Leith. Ekki voru allir erfiðleikar úr sögunni, þó búið væri að panta valtarann. Hann kom þó á réttum tíma með dönsku skipi vorið 1912 að því Páll Ásmundsson hefur tjáð okkur, en hann man vel eftir þeim atburði. Þá var ekki komin nein hafnaraðstaða og varð að ílytja allan varning á bátum í land úr skipinu, sem lá úti á ytri höfninni. En svona stykki var ekki auðvelt að koma á land. Til þess voru fengnar talíur að láni og valtarinn dreginn úr bátnum upp í Hafnar- stræti með handafli. í það gekk enda nægur mannskapur, segir Páll. Vinnuaflið var svo ódýrt þá. Karlarnir fengu 25 aura á tímann. I Hafnarstræti var hellt vatni á ketilinn og hann kyntur upp. Og nú var hægt að fara að macadami- sera Austurstræti. Ekiö um Árbæjartún „Bríet", sem aldrei gekk undir öðru nafni, setti svip á bæinn um langt skeið og malbikaði götur. En það átti fyrir henni að liggja að lenda á safni. Hún mun hafa verið flutt upp í Árbæjarsafn um leið og Eimreiðin eftir Reykjavíkur- sýninguna miklu. Þar stóðu þessir merku gripir hlið við hlið á túninu um 15 ára skeið, og ekki hægt að setja þá inn. Voru báðar vélarnar orðnar ilia farnar. Loks var fyrir 2—3 árum byggður skáli og Eimreiðin gerð upp sem kunnugt er. Og í framhaldi af því var farið að huga að Bríeti. Ólafur Jónsson, staðarráðsmaður í Árbæ, tók vélina í sundur með sínum mönnum. Var henni svo komið í viðgerð í vélsmiðjuna Tækni, þar sem roskinn maður, Dagur Hannesson, vann aðallega að viðgerðinni af mikilli natni. Var byrjað á því að gera við götin á katlinum, vélin svo sett saman og smíðaðir í hana smáhlutir eftir þörfum, og hún gerð gangfær. Þá tóku Árbæjarmenn við henni, hreinsuðu, máluðu og „snurfusuðu" og setja hana öðru hverju í gang til að æfa sig á að aka henni. Ætlunin er að aka Bríeti út á túnið við hátíðleg tækifæri. Ekki er hún þó sett í gang í neinni skyndingu. Tvo tíma tekur að kynda hana upp, en hana þarf að mata á timbri og kolum og bæta á hana vatni. — Það er allt önnur tækni í þessu en maður á að venjast, segir Ólafur Jónsson. Öðru hverju þarf að stanza, þegar dampurinn fellur, og bíða eftir því að fá þrýstinginn upp aftur. Upphaflega átti að vinna með 180 pundum á henni en við stillum hana á 80 pund, og svo létt gengur hún vel fyrir sjálfri sér. Vegvaltarinn Bríet er semsagt búinn að fá virðulegt hlutverk í ellinni og verður Reykvíkingum, ungum og öldnum, væntanlega til fróðleiks og ánægju um ókomin ár. Það afrek sem hún vann á yngri árum, og þau tímamót sem urðu við komu hennar í verklegum framkvæmdum í borginni, eiga menn sjálfsagt erfitt með að átta sig á nú á tækniöld - E.Pá.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.