Morgunblaðið - 08.07.1978, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 08.07.1978, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. JÚLÍ 1978 23 SVAR MITT EFTIR BILLY GRAHAM * Ég er að velta því fyrir mér, hvers vegna þeir voru svo margir, sem hötuðust við Jesúm og gagnrýndu hann. Mér finnst, að allir hefðu hlotið að elska hann, svo guðlegur sem hann var. Það er kaldhæðnislegt, að manneðlinu er þannig háttað, að það hafnar hinu bezta og lætur sér oft lynda hið versta. Hvers vegna vildi múgurinn, að Barrabas yrði látinn laus, en Jesús krossfestur? Svarið er að finna í staðhæfingu Biblíunnar: „Svikult er hjartað fremur öllu öðru, og spillt er það" (Jer. 17,9). Jesús er eins guðlegur og lifandi í dag og hann var föstudaginn langa forðum — en enn í dag eru milljónir manna, sem veita honum ekki viðtöku. Biblían talar um, hvernig má „krossfesta Guðs son að nýju og smána hann" (Hebr. 6,6), og þótt ótrúlegt sé, segja enn margir: „Krossfestu hann!" Ennþá er gæzka hans ákæra á illsku okkar. Hreinleiki hans sýnir enn óhreinleika okkar. Syndleysi hans leiðir enn í ljós syndugleika okkar. Og enn vill hið illa í hjarta okkar tortíma honum, nema við leyfum honum að tortíma því. Þetta er barátta aldanna. Minning: Jónmundur Gíslason fyrrverandi skipstjóri Fæddur 29. desember 1927. Dáinn 28. maí 1978. Ég var stödd á sjúkrahúsi þegar Sigurður bróðir minn hringdi og sagði mér lát Jónmundar. Mér brá, því hann var alltaf svo hress, þó vissum við að hann hafði ékki alltaf verið heill heilsu hin síðari ár. I huga minn koma margar minningar. Ég var í vist hjá þeim hjónum Jónmundi og okkar kæru móðursystur, Dóru, og var ég að passa dóttur þeirra, Sjöfn. Ég minnist þess fyrst þegar ég sá Jónmund að ég var feimin, því um á Seyðisfirði. Soffía f. 1907. Átti Friðrik bakara Steinsson. Áslaug Þórdís f. 1910 fyrri kona Páls sýslumanns Hallgrímssonar, forstjóra Kristinssyni. Þóra dó barn að aldri. Þorgerður f. 1891 d. 1975 Guðmundsdóttir bónda í Eyði-Sandvík, bjó að Múlastöðum í Flókadal, Borgarfirði með Odd- geir Guðmundssyni f. 1893 d. 1957, af Deildartungu og Skáneyjarætt- um. Maður Sesselju er Sigurður Ingvar f. 12. febr. 1901 Grímsson, gjörvilegur maður, fríður sýnum, greindur vel, glaður heim að sækja .og reglumaður hinn mesti. Börn þeirra eru: Grímur bilavið- gerðameistari f. 1928, Selfossi. Agústa Þórhildur f. 1330 M. Sigurður byggingameistari Guð- mundsson. Sigurður Simon f. 1935. Ólafur f. 1940. Frú Sesselja rækti sitt mikla móður- og heimilishlutverk með sérstakri prýði. Þróttmiklir og umsvifasamir synir bjuggu henni ærin verkefni. Gestakoma var þrotlaus, þau hjón áttu mjög miklum vinsældum að fanga meðal Selfossbúa og ná- granna, enda sérstaklega vinföst og hollviljuð. Sesselja var vel gefin kona, einbeitt og þrekmikil, en viðkvæm í lund, líknaði oft þeim, sem erfitt áttu, og nærfærin. Hjördís mín, börn hennar Eva, Herdís, Gerður og Óskar börn Þorvaldar heitins Daníelssonar eiga Sesselju og Sigurði mikið að þakka, umhyggju og tryggð. Við sendum Sigurði, börnum hans og barnabörnum, tengda- börnum og systkinum hinnar framliðnu dýpstu samúð. Helgi Vigfússon. maðurinn var stór og mikill á*velli. Sú feimni varði þó ekki lengi því hann var sérlega góður og skemmtilegur maður og það ekki síst við börn. Var þá oft gaman og hlegið dátt. Hann var gæfusamur skipstjóri og svo lánsamur að bjarga mannslífum sem hann var og heiðraður fyrir. Hann var skapsterkur maður en réttlátur, það hef ég heyrt yfir árin af mönnum sem unnu undir hans stjórn. Mikið samband var milli heimila okkar þar sem móðir okkar Laufey Þorsteinsdóttir og Dóra okkar elskulega móðursystir, sem báðar eru látnar, voru sér- staklega samrýndar. Það er mér í barnsminni að varla leið sá dagur að ekki væri haft samband þar í milli. Það er mér mjög minnisstætt er við fjölskyldan, faðir okkar Friðrik Sigurðsson og bróðir okkar Þorsteinn, báðir látnir, mamma, Siggi og ég fórum þangað í heimsókn. Það var alltaf tilhlökk- un og hún var ekki síðri ef Jónmundur var í landi. Þá var oft hlegið dátt, því hann og faðir okkar voru báðir mikið fyrir börn, að glettast við okkur og leika. Svona liðu árin og áður en varði vorum við börnin orðin fullorðin, en alltaf hélst vinátta og kær- leikur milli heimilanna. Nú erum við búin að missa báða foreldra okkar, missinn er aldrei hægt að bæta, en guð gefur og tekur. Verði hans vilji. Megi góður guð blessa og varðveita börn, barnabörn og aðra ástvini Jónmundar. Fyrir hönd okkar systkina, E'rna Friðriksdóttir. Frfmerki eftir JON AÐAL- STEIN JÓNSSON Ellefta Þing L.Í.F. í síðasta þætti, 16. júní, var þess getið, að einn þáttur væri eftir. Hafði ég í huga, að hann kæmi út um mánaðamótin. Ýmislegt varð þess valdandi, að útkoma hans hefur dregizt um viku. Þá tók ég síðast fram, að efni þessa þáttar yrði að hluta um nýafstaðið þing Landssambands íslenzkra frí- merkjasafnara og eins frímerkja- sýninguna HAFNEX 78, sem haldin var í tengslum við þingið, svo sem lesendur vita. Er því einsætt að hefja þennan þátt og helga að mestu leyti þessum málum, enda þótt einungis verði stiklað á aðalatriðum. Segja má og, að slíkt nægi hér, þar sem nákvæm greinargerð fyrir þing- störfum mun berast aðildarfélög- um L.Í.F. á.næstu vikum. Þing L.Í.F., sem var hið ellefta, var haldið í Víðistaðaskóla í Hafnarfirði laugardaginn 3. júní sl., og hófst það kl. 9. Setti forseti L.Í.F., Sigurður H. Þorsteinsson, það og bauð þingfulltrúa, 20 að tölu, velkomna. Voru þeir frá öllum starfandi aðildarfélögum sambandsins nema úr Þingeyjár- sýslu. Boðuðu Þingeyingar forföll að þessu sinni, en annars eru þeir áhugasamir um frímerkjasðfnun og skyld efni, svo sem oft hefur komið fram í þáttum þessum. S.H.Þ. flutti fyrst skýrslu sína og kom víða við. Helztu mál sambandsins á liðnu starfsári voru útgáfa tímaritsins Grúsk í samvinnu við Félag frímerkja- safnara. Er þeirri samvinnu nú lokið og útgáfan öll komin í hendur L.Í.F., þar sem F.F. er orðið eitt aðildarfélaga sambands- ins. Er nú fullur ásetningur stjórnar L.Í.F. að halda útgáfu tímaritsins áfram og koma henni á fastan fót og eins öruggan grundvöll og kostur verður á. Kennslubók í frímerkjasöfnun eftir S.H.Þ. var gefin út á liðnu starfsári. Taldi forseti, að ekki hefði verið staðið nógu vel að dreifingu hennar. Þá vék hann að starfi L.Í.F. út á við og gat m.a. um þær alþjóðafrímerkjasýning- ar, sem fram undan eru á þessu og næstu árum. í lok skýrslu sinnar gat hann þess, að hann hygðist leggja niður störf sín sem forseti L.I.F., en því hefur hann gegnt frá upphafi. Páll Asgeirsson, gjaldkeri, las síðan upp reikninga sambandsins fyrir liðið starfsár og skýrði þá. Urðu allmiklar umræður um þá og einkum þá liði, sem vörðuðu tímaritið og jólamerkin. Er það og ekkert launungarmál, að skoðanir eru skiptar innan stjórnar L.Í.F. um útgáfu jólamerkjanna og þá stefnu, sem þar hefur ríkt fram að þessu. Forseti las svo upp þær skýrsl- ur, sem borizt höfðu frá aðildarfé- lögum. Nokkrar lagabreytingar voru gerðar samkv. tillögum fráfarandi stjórnar, og urðu allmiklar um- ræður um . sumar þeirra. Er þarflaust að rekja þær hér, en samþykkt var einróma að fela tveimur stjórnarmönnum, Sigurði P. Gestssyni og Jóni Aðalsteini Jónssyni, að yfirfara stofnskrá L.Í.F. og leggja hana endurskoð- aða fyrir næsta þing. Um nokkur ár hefur þing L.Í.F. veitt því pósthúsi hér á landi, sem talið er stimpla bezt póstsending- ar sínar, svonefndan silfurstimpil. Er það gert með viðurkenningar- eða heiðursskjali, sem ætlazt er til, að pósthúsið setji upp á stað, þar sem allir viðskiptavinir geti séð það og lesið. Hlýtur það að vera mikið keppikefli pósthúsa að hljóta slíka viðurkenningu frá þeim, sem bezt kunna að meta góða og vandláta stimplun frí- merkja. Að þessu sinni hlaut pósthúsið í Árbæjarhverfi, R-10, þessa viðurkenningu, og er það jafnframt fyrsta pósthúsið á Reykjavíkursvæðinu, sem hlýtur þennan silfurstimpil. Áður höfðu pósthúsin á Hvammstanga og Dalvík hlotið hann. Þar sem Sigurður H. Þorsteins- son var að láta af störfum sem forseti L.Í.F., var sú tillaga borin upp, að hann yrði gerður að fyrsta heiðursformanni sambandsins fyrir margháttuð störf í þágu þess og frímerkjasafnara. Var tillagan samþykkt einróma með lófataki. í lok þings var Sigurður P. Gestsson kjörinn formaður L.Í.F. til eins árs og varaformaður Sigfús Gunnarsson. Meðstjórn- endur til sama tíma voru kosnir Hartvig Ingólfsson, Jón Aðal- steinn Jónsson og Sigurður Ágústsson. Varamenn í stjórn voru kjörnir Sveinn Jónsson frá Akureyri og Þórður Reykdal frá Hafnarfirði, og er þetta nýmæli. Fyrir -í stjórn voru Hálfdan Helgason ritari og Páll Ásgeirsson gjaldkeri. Þingstörfum var lokið um há- degisbil, og sátu fulltrúar síðan hádegisverðarboð bæjarstjórnar Hafnarfjarðar að Þinghóli. HAFNEX 78 Frímerkjasýningin HAFNEX 78 stóð dagana 2.-4. júní sl. og var vel sótt. Gizka forráðamenn hennar, sem voru Félag frímerkja- safnara í Hafnarfirði og Garða- bæ á, að allt að þúsund manns hafi komið þessa daga til að virða fyrir sér sýningarefnið. Aðgangur var ókeypis, en hins vegar voru gefin út og seld sérstök umslög og eins sýningarblokk. Er mér tjáð, Næst að stigatölu var safn Jóns Halldórssonar af ónotuðum íslenzkum bréfspjöldum með alls kyns afbrigðum. Hlaut það einnig silfurverðlaun. Þar sem sýningin var undir vernd L.Í.F., mega bæði þessi söfn fara á alþjóðasýningar og í samkeppnisdeild. Svonefnt silfrað brons hlutu fjögur söfn á HAFNEX 78. Jón Aðalsteinn Jónsson sýndi elztu dönsku frímerkin, ferningsmerki, sem út komu 1851—1863, í einum ramma. Voru hér stök stimpluð merki og eins á heilum bréfum. Sigurður P. Gestsson sýndi í þremur römmum upphaf póstflugs á íslandi, og kenndi þar margra góðra hluta. Sigurður H. Þor- steinsson sýndi í fimm römmum efni, sem hann nefndi ísland á erlendum vettvangi. Þá sýndi Jón Halldórsson í einum ramma bráðskemmtilegt stimplasafn á 20 aura merki með mynd af Safna- húsinu frá 1925. Þetta safn sýndi Jón einnig í fyrra, en nú hafði hann bætt verulega úr í sambandi við uppsetningu. Ég varð var við, að þetta söfnunarsvið vakti athygli margra gesta. Nokkur söfn fengu bronsverð- laun og önnur viðurkenningu. Hér er ekki hægt að greina frá þeim öllum. Ég verð þó að geta eins safns. Eiður Árnason á Hall- bjarnarstöðum á Tjörnesi sýndi í tveimur römmum efni, sem hann að sala þessara hluta hafi gefið um 200 þús. kr. í aðra hönd. Má það einmitt verða öðrum félögum safnara hvatning til að halda þess konar sýningar í sambandi við þing L.Í.F. Hér var og mikill stuðningur, að Póst- og símamála- stofnunin leyfði notkun sér- stimpils. Segja má og, að sjálfsagt sé, að önnur félög innan vébanda L.Í.F. styðji við bak þeirra félaga, sem geta ekki að öllu leyti komið slíkum sýningum á fót af eigin rammleik. Þá má ekki heldur fella undan að geta þess hér, að ýmis félög í Hafnarfirði styrktu þessa frímerkjasýningu með fjárfram- lögum. Þess vegna var vel til fundið að hafa sérstakan ramma, sem blasti við gestum, er inn á sýninguna kom, þar sem komið var fyrir umslögum frímerktum til þessara velvildarmanna sýningarinnar. Vitaskuld má lengi deila um, hvað sýna beri á frímerkja- sýningum og þá ekki sízt hinum minni háttar. Á HAFNEX 78 voru 51 rammi, svo að hér var ekki unnt að sýna nema takmarkaðan hluta þess efnis, sem til er í eigu íslenzkra safnara. Engu að siður er það skoðun mín, að hér hafi ótrúlega vel tekizt til, og þá einkum, þegar almenningur er hafður í huga, þ.e. þeir sem vilja gjarnan kynnast þessu rúmlega aldargamla tómstundagamni ekki svo lítils hluta mannkyns. Hér mátti sjá ýmsar hliðar frímerkja-, tegunda og stimplasöfnunar, og hlaut það að vekja menn til umhugsunar um það, hverju safna má — oft án of mikils kostnaðar. Silfurverðlaun á HAFNEX 78 hlaut Grænlandssafn Hálfdans Helgasonar og um leið flest stig. Safn þetta sýndi Hálfdan einnig á Frímex 77, en nú hafði hann aukið það á ýmsa lund. Er það mjög fjölbreytt og skipulagt á sérstæð- an og persónulegan hátt. Er Hálfdan vel að þeim verðlaunum kominn, sem safn hans hlaut. nefnir: Úr Þingeyjarsýslu. Hér er einmitt um skemmtilegt söfnunarsvið að ræða. Eiður hefur safnað saman stökum stimpluðum frímerkjum og eins á heilum bréfum með stimplum úr Þing- eyjarsýslum. Hér er fitjað upp á stórfróðlegu sýningarefni. Því verður aftur á móti ekki leynt, að Eiður verður að vinna safn sitt betur og raða efninu skipulegar en hér var gert til þess að eiga þess kost að koma því á erlendar sýningar. En mjór er mikils vísir, segir máltækið. Sérstök heiðursverðlaun HAFNEX 78 hlutu þeir Sigurður Agústsson, sem átti margvíslégt efni á sýningunni, og Sigurður P. Gestsson og Guðmundur Ingi- mundarson. Frímerkjasýning á Eyrarbakka 15.—17. júní sl. Hér var vissulega ekki um stórviðburð að ræða í frímerkja- heiminum, enda ekki til þess ætlazt af Félagi frímerkjasafnara á Selfossi. Engu að síður lýsti hún vel áhuga safnara austan fjalls. Það eitt að koma sýningu á laggirnar utan Stór-Reykjavíkur- svæðisins er virðingarvert átak og það jafnvel þótt sækja verði verúlegan hluta efnisins til reyk- vískra safnara. Sigurður Agústs- son, sá kunni áhugamaður og hjálparhella dreifbýlismanna í frímerkjamálum, átti þarna veru- legan hlut á sýningunni. Það leiðir af sjálfu sér, að þessi sýning var kynningarsýning einvörðungu, og í því ljósi verðurað meta efni það, sem sýnt var. Þessi þáttur verður hinn síðasti um sinn. Vil ég því nota tækifærið og þakka öllum þeim, sem fylgzt hafa með þáttunum, og þá ekki sízt þeim, sem lagt hafa sitt af mörkum til að gera þá fjölbreytt- ari en ella hefði orðið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.