Morgunblaðið - 08.07.1978, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 08.07.1978, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐID, LAUGARDAGUR 8. JÚLI 1978 25 fclk í fréttum Guðrún Teitsdóttir Ijósmóöir - Minning + EKKI alls fyrir löngu ræddu forustumenn Bandaríkj- anna um það að aflétta banni því gegn vopnasölu til Tyrkja, sem verið hefur í gildi um alllangt skeið. Utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Cyrus Vance, átti þá t.d. fund með þessum hershöfðingjum sem hann er með á þessari mynd (sjálfur lengst til hægri). Hers- höfðingjarnir eru Haig, yfirhershöfðingi Atlantshafs- bandalagsins (lengst til vinstri), og David C. Jones, yfirmaður bandaríska herráðsins. — Tyrkir eru sem kunnugt er eitt NATOríkjanna. Hún œtlar að synda 130 mílur + MARAÞONSUNDKONAN Diana Nyad frá Bandaríkjunum æfir nú af kappi undir næstu maraþon-þraut sína, en hún ætlar að synda frá Kúbu til Florida-strandar, en vegalengdin er sögð vera um 130 mílur. Gerir Diana ráð fyrir að þreyta sundið um miðjan þennan mánuð. + Fyrir skömmu var þess getið hér á síðunni að unnið væri að gerð myndar í Grikklandi sem fjallaði um hersetu Þjóðverja þar í seinni heimsstyrjöldinni. 1 aðalhlutverkum eru eng- ir aukvisar heldur þeir Telly Savalas, Roger Moore og David Niven. Hér er Niven í hlutverki sínu sem grískur prestur. + Norðurlöndin, sem aðild eiga að Evrópuráðinu (Finnar eiga það ekki), hafa komið sér saman um að bjóða fram við væntanlegt kjör framkvæmdastjóra þess Sví- ann Olof Rydbeck. Hann er maður á miðjum aldri og er nú sendiherra Svía í Bretlandi, en hefur víða komið við í störfum heima í Svíþjóð. Þar var hann t.d. um skeið útvarpsstjóri sænska útvarpsins og hann hefur verið blaðafulltrúi utanríkisráðuneyt- isins 1 Stokkhólmi og veitt þar með blaðadeild þess forstöðu. Aðildarlönd Evrópuráðsins eru alls 20. + Cornelius Vreesvijk, vísna- söngvarinn frægi, hefur nýlok- ið gerð tvb'faldrar Lpplötu. Hún nefnist Felicias Svenska suite. Á myndinni hampar kappinn plötunni og virðist hinn ánægðasti. Kveðja frá Torfalækjarbræðrum Á milli Torfalækjar og Kringlu er stutt bæjarleið. Sú leið var oft farin á uppvaxtarárum mínum í byrjun þessarar aldar. Á þessum bæjum voru jafnaldra leiksystkini og þar voru frændur og vinir. Við, sem tókum þátt í þessum leikjum og samfundum, minnumst þeirra með hlýju og þökk, Og þær minningar eru einnig tengdar foreldrum og óðrum vandamönn- um, sem gerðu þennan félagsskap mögulegan og áttu stóran þátt í því að örva hann og glæða. Meðal þeirra var Guðrún Teits- dóttir frá Kringlu. Hún var vísu nokkru eldri en við leiksystkinin, en hún fylgdist með okkur af ástúð og umþurðarlyndi, tók oft þátt í leikjum okkar og skemmtunum og bar okkur veitingar af rausn og myndarskap. Barnaskóli (farskóli) var oft til skiptis á Torfalæk og Kringlu og á Beinakeldu voru haldnar skemmtanir í tiltölulega rúmgóðri stofu. Þarna kom Guðrún Teits- dóttir einnig við sögu, leiðbeindi þeim, sem yngri voru en hún, lét sér annt um að lærdómurinn gengi vel og að unga fólkið skemmti sér sem best. Mig minnir, að Guðrún væri fyrsta stúlkan, sem ég dansaði við, fyrir utan móður mína, og ef til vill á hún meiri þátt í þýðingu heilbrigðra skemmtana í lífi mínu en hana hefur grunað. Guðrún Teitsdóttir var fríð kona og sköruleg. Góðvild og myndar- skapur einkenndu líf hennar heima og að heiman. Skömmu fyrir andlátið var hún heiðruð af Ljósmæðrafélagi ís- lands fyrir langa og gifturíka þjónustu. Fyrir hönd bræðranna frá Torfalæk sendi ég þessi fáu orð í minningu um Guðrúnu Teitsdóttur frá Kringlu og innilegar kveðjur til eftirlifandi manns hennar og ættingja allra. Guðmundur Jónsson. Guðrún Teitsdóttir, ljósmóðir í Höfðakaupstað, var fædd 26. október 1889 á Kringlu í Torfa- lækjarhreppi í Húnaþingi. Voru foreldrar hennar Teitur Björnsson bóndi á Kringlu Ólafssonar. Kona Teits, móðir Guðrúnar, var Elín- borg Guðmundsdóttir systir Guðmundar á Torfalæk, föður Páls Kolka, læknis. Þá voru þau og þremenningar Guðrún Teitsdóttir og Guðmundur Björnsson, land- læknir, frá Marðarnúpi í Vatnsdal. Foreldrum Guðrúnar, Teiti og Elínborgu, búnaðist vel á Kringlu og ólst hún upp með þeim í sínum systkinahópi. Guðrún Teitsdóttir þótti snemma tápmikil og bókelsk og kom í ljós að hún hafði erft hneigð ættmanna sinna að vera nærgætin um menn og búfé. Fór hún því á ljósmæðraskólann í Reykjavík og útskrifaðist þaðan 1914 með ágætiseinkunn. Var það þá helzti menntavegur um þessa hluti, enda hafði mörg ljósmóðirin gegnt mikilsverðu starfi um lækn- ingar, þar sem samgöngur voru torveldar og erfitt að ná í lækni. Guðrúnu hafði sótzt námið vel og auk þess lært nokkuð í nudd- lækningum. Að afloknu námi fór hún heim til sinna átthaga og settist að á Kringlu í stað þess að sækja um ljósmóðurumdæmi í fjarlægu héraði, sem henni hefði verið innan handar. Enda giftist hún um þessar mundir, 25. júlí 1915, Árna Kristóferssyni frá Köldukinn. Bjuggu þau þar til 1935, er þau fluttu í Höfðakaup- stað. Þau hjón eignuðust fimm börn. Kristófer, kvæntan Jóninnu Pálsdóttur; Huldu, gifta Friðjóni Guðmundssyni; Guðmundu, gifta Þórbirni Jónssyni; Elínborgu, gifta Ingvari Jónssyni; Birgi, kvæntan Ingu Þorvaldsdóttur. Eitt barn misstu þau hjón, dóttur í frumbernsku að nafni Teitný Birna. Þau ólu upp einn fósturson, Ingvar Sigtryggsson, kvæntan Karitas Ólafsdóttur. 011 eru börn þeirra hjóna og fóstursonur búsett á Skagaströnd. Jörðin Kringla er hæg og notaleg jörð og voru þau hjón bæði búhneigð og hafa mikið yndi af skepnum. I Guðrún Teitsdóttir hafði aldrei fast ljósmóðurumdæmi er hún bjó á Kringlu, en oft var til hennar leitað í forföllum annarra. En er hún flutti til Höfðakaup- staðar árið 1935, varð hún ljós- móðir þar. Hafði þá þar verið lengi starfandi Ijósmóðir, Ólína Sigurðardóttir, er var dugmikil og vel látin. Mátti nú segja að Guðrún Teitsdóttir fengi gott svigrúm til að láta hæfileika sína njóta sín. Fékk hún til þjónustu Skaga- strönd, frá Ytra-Hóli til Hofsár, og að fáum árum liðnum að, auki Skagahrepp frá Hofsá til Ásbúða. Oft var á þessum árum ófært bílum á milli Blönduóss og Höfða- kaupstaðar tímum saman. Var eigi eingöngu að Guðrún væri heppin ljósmóðir, heldur og sjúkdómaglögg um mein manna. Lét hún mjög til sín taka um veikindi manna og var verkafús að leggja sig fram. Hún var að eðlisfari sjálfstæð í skoðunum og læknisþjónusta henni mjög hug- leikin. Var frændsemi þeirra Páls Kolka, héraðslæknis á Blönduósi, hin bezta og því samstarfið gott. Þá hafði hún kynni af hinum mörgu aðstoðarlæknum hér í héraði og héldu sumir tryggð við hana árum saman. Þá var Guðrún einkar lagin við alidýrasjúkdóma, en þá var enginn dýralæknir í Húnaþingi. Hjálpaði hún bændum og búaliði oft um þessa hluti. Var Guðrún ósporlöt í sínu starfi og framkvæmdasöm. Hún lét af ljósmóðurstörfum, er hún var 70 ára, eftir gifturíkt starf. Guðrún var kona félagslynd og starfaði mikið í kvenfélaginu Einingunni í Höfðakaupstað. Enda hefur það félag hlynnt mikið að læknisbústað þeim, sem er ný- reistur hér. Hún var kona kirkjurækin og trúuð. Heimili hennar var gestris- ið og þar gott að koma, þótt það væri eigi háreist, né stórar stofur, þá fann fólk það eigi, er inn var komið og var gott þar að dvelja. Guðrún hafði nú, hin síðustu ár, frá því er hún lét af störfum, látið sér hugarhaldið um ræktun blómagarðsins við hús þeirra hjóna, því þótt erfitt sé um slíka hluti á sjávarbakkanum, blómstra þar þó marglit blóm í sumardýrð- inni. Eins og allt það er vér leggjum alúð við á lífsleiðinni þroskast í höndum vorum. Guðrún andaðist þann 17. júní á Héraðshælinu á Blönduósi. Pétur Þ. Ingjaldsson. . .u<;i/v.sin<;a.síminn kr: £*» 22480 J 2W»rj}itnfeT«t>it>

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.