Morgunblaðið - 08.07.1978, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 08.07.1978, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 8. JÚLÍ 1978 MORgdNyj^ KAFF/NU w (() 4fe cFJS. GRANI göslari '995 PIB COPfNMSfN HOVL£- Ék sit hér vegna litblindu. Prentaði 5000 kalla! Ég vona að þú hafir tæmandi skýringu á þessu atviki! Þetta heitir mislingar! j|yf.fn, a & m ff " ! i , ! n l BRIDGE Umsjón: Páfí Bergsson Þegar litið er á allar hendurn- ar í spili dagsins er auðvelt að sjá tólf slagi — með svíningu í spaða. En er svíningin sem slík hrein ágiskun eða er hægt að fram- kvæma hana með öryggi? Vestur gefur og allir eru á hættu. Norður S. KD4 H. ÁD T. ÁD4 L. 86542 Vestur Austur S. 86 S. G973 H. 9875 H. 632 T. 108 T. 97532 L. KD973 L. 10 Suður S. Á1052 H. KG104 T. KG6 L. ÁG Suður er safnhafi í sex gröndum og vestur spilar út hjartaníu. Við tökum fyrsta slaginn með ás og sjáum að án fyrirhafnar getum við tekið ellefu slagi. Spaðinn er eini liturinn, sem gefur möguleika á tólfta slagnum og til að vita hvernig best er að meðhöndla hann náum við okkur í upplýsingar um hendur and- stæðinganna. Til að þær geti orðið tæmandi þarf að spila laufi tvisvar og því ekki að gefa þrettánda slaginn strax? Spilum laufi, látum gosann heima og vestur fær slaginn. Hann spilar sjálfsagt aftur hjarta og nú tökum við slagina okkar. Fjórir á hjarta og þrír á tígul og nú vitum við meira. Vestur átti fjögur hjörtu í upphafi og var tvisvar með í tíglinum. En austur átti þrílit í hjarta og fimm tígla. Hann lét auðvitað tígul í fjórða hjartað og vestur lauf í þriðja tígulslaginn. Nú eru eftir aðeins fimm spil á hendi og þegar við tökum á laufásinn lætur austur síðasta tígulinn. Þá er talningin á höndum varnarspilaranna orðin fullkomin. Austur á aðeins eftir spaða, fjögur stykki, og vestur þannig þá tvo sem eftir eru. Svíningin er þannig ekki lengur ágiskun. Tökum á kóng og drottningu og tían og ásinn verða tveir síðustu slagirnir. Þetta var einfalt en til að vera öruggur var nauðsynlegt að gefa laufslaginn í upphafi. Gott hjá okkur að sjá það. C0SPER 7760 Ég gaf honum ísinn gegn því loforði, að hann byrjaði ekki að reykja fyrr en að loknu stúdentsprófinu! Stalín, Stalín... 99 • „Stalín, Stalín, blessuð séu verk þín“ „Þá eru sósíalistarnir á ís- landi búnir að setja upp skautfald- inn og koma í sjónvarpið og segjast vera íslenskir. Skaut- ,faldurinn sýnist mér halla nokkuð, því er ekki búið að innleiða „Internationalinn" sem þjóðsöng á 1. desember í Háskólanum? Ætli þeir geti notað Matthías Jochums- son lengur? Skaði er það mikill, að ekki var hægt að virkja hans miklu skáldagáfu fyrir sósíalism- ann. Ég er ekki svo steinblind, að mér detti í hug að kommúnistarnir í Járntjaldslöndunum hafi ekki verið eins þjóðhollir eins og þeir sem hæst láta í Keflavíkurgöng- um, en voru það ekki þeir, sem hjálpuðu Stalín að setja okið á þjóðir sínar? Hefur ekki Þjóðvilj- inn alltaf haft uppi sama lofsöng- inn um allar stjórnaraðgerðir Rússa, bæði á Stalíntímabilinu og allar götur niður í morðsveitir Castros, Rauða herinn og Baader- Meinhof? Hvar kemur íslensk gagnrýni á allt þetta? Eigum við ekki nógu marga lofsöngva um Stalín? Það hefur verið arfurinn frá Agli og Snorra, að þeir eru ortir í hefðbundnum stíl, en ekki eins og hjá Pólverjan- um, því þar er kvæðið, sem tók 90 mínútur að flytja og fjallar eingöngu um Stalín. Frá Póllandi kemur engin tónlist lengur og þegar verkamennirnir báðu um kauphækkun og betri vinnuskil- yrði voru forsvarsmenn þeirra ekki gerðir að sjónvarpsstjörnum, heldur fengu þeir fangelsisvist. Mér finnst það því hálf hart, þegar sósialistarnir koma í sjónvarpið og segja að Morgunblaðið sé með blekkingar og Rússagrýlu. Það eru Kirsuber í nóvember Framhaldssaga eftir Mariu Lang Jóhanna Kristjónsdóttir islenzkaði 8 Persónur sögunnari Fimm af yngri kynslóðinni, þar af einn morðingi og annar verður fórnarlamb morðingj- ansi Judith Jernfelt Matti Sandor Klemens Klemensson BKO Roland Norell Nanna-Kasja Ivarsen og tvær miðaldra fraukar sem eru mikilvæg vitnii Helena Wijk Lisa Billkvist og læknir og jtfirlögreglu- þjónn sem hafa ólíkar skoðan- ir á morðmáiinui Daniei Severin Leo Berggren ásamt með lögregiuforingjan- um sem dregst inn í málið í nokkur dægur áður en glæpur- inn fyrnisti Christer Wijk. það hvarflaði að henni sú hugsun að hvorki pilsið né skórnir hentuðu kvöldrigning- unni og slabbinu á götunum. — Nei, er það ekki Judith. Það er langt síðan við höfum sézt. Hvað ert þú að gera um þessar mundir? — Ég er aðstoðarstúlka hjá héraðslækninum. Hann hefur enga hjúkrunarkonu sér til aðstoðar. Hún hefur verið í fríi síðan í sumar. — Ertu hjá Severin lækni? Þá veiztu kannski hvort Nanna Kasja náði sambandi við hann í dag? — Já, hún kom. Svo keyrðu þau upp að Móbakka saman. Þótt svarið væri undur kurt- eislegt var ómögulegt að losna við þá tilfinningu að stúlkan væri sem á nálum. Jafn skjótt og hcnni fannst hún geta verið þekkt fyrir það, hneigði hún sig og þaut út. Tíu mínútum síðar kom Kiemens Klemensson þjótandi ínn um hinar sömu dyr. Hann hristi ljóst hárið og starði fast á Lisu Billkvist, sem var að ganga frá í búðinni. — Nú hlýturðu að hafa haft upp á Matta vini mfnum fyrir mig, sagði hann. — Hann er svei mér að verða ástsæll, sagði Lísa. — Hvað áttu við með því? — Judit Jernfelt var að enda við að spyrja um hann. Allt í einu var engin glað- værð lengur, það var kynlegur glampi í bláum augum Klemensar. Hann var í senn hugsi og eiginlega gremjulegur á svip. — Já, hún heldur til hér öðru hverju. Þó... ja, það getur aldrei orðið mitt mál. Hann klappaði fröken Bill- kvist á vangann og horfði annars hugar á Helenu, meðan hann reyndi að móta spurningu og setja samtfmis fram svar sem losaði hann við alla ábyrgð f sambandi við viðkvæmt vandamál. — Fjárinn hafi að ég geti blandað mér í það. Það er ekki ég sem er að gera mér í hugarlund að ég sé trúlofaður henni! 3. kafli. Föstudaginn í þessari sömu viku, nánar tiltekið þann þriðja nóvember 1950, hringdu klukkurnar í hvíta kirkju- turninum en nú var hvorki hringt vegna nýlátins þjóðhöfð- ingja né heldur Zakariasar frá Móbakka heldur vegna ann- arra nýlátinna meðlima í söfnuðinum. Enn var veðrið kalt og hráslagalegt en samt var fjöldi manna á ferli fram og aftur við Prestsgötu. Fyrir utan búðirn- ar í sambyggingunni Hjorten númer sex stóð þó að minnsta kosti ein vera sem ekki hafði mikið að gera — eða hann var kannski bara á báðum áttum. Eftirnafn hans var Norrel og það sagði þá sögu að hann var af efnafólkinu í Skoga, hann hét Bo og Roland og var yfirleitt stytt í RoIIe eða Bolle. Hann var tuttugu og fjögurra ára og var að læra efnafræði

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.