Morgunblaðið - 08.07.1978, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 08.07.1978, Blaðsíða 29
MORGUNBLADIÐ, LAUGARDAGUR 8. JÚLÍ 1978 29 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 0100KL 10 — 11 FRÁ MÁNUDEGI gamlir sósíalistar sem sannleik- ann hafa sagt um þetta helkerfi. Var það ekki Krúsjoff sem fletti helgigrímunni af Stalín? Þjóðviljamenn hafa örugglega vitað eins vel og Hjalti, að þegar uppreisnin var gerð í Ungverja- landi, þá var hann búinn að segja þetta: „Bændurnir urðu að láta af hendi afurðir sínar á því verði, sem stjórnin setti, 1% af þjóðinni var í fangabúðum, lífskjör fólksins fóru síversnandi og enginn mátti um frjálst höfuð strjúka." Það hefur verið föðurlandsástin, sem rak ungversku sósíalistana til þess að berjast með Rússum, þegar þeir réðust inn. í Ungverjaland. Ekki stóð þá á Þjóðviljanum að skamma Heimdellinga og stúdenta, sem þá mótmæltu við rússneska se'ndiráð- ið. E£ þeir hefðu ekki gert það, þá hefðum við verið eina þjóðin í hinum frjálsa heimi sem ekki mótmælti. Alþýðublaðið spurði nokkur íslenzk skáld um álit þeirra á aðgerðum Rússa. Þeir sem voru sósíalistar afsökuðu þetta, en Snorri Hjartarson svaraði eins og Orwell og Freda Utley og Steinn Steinarr hefðu gert. Nei, íslensku sósíalistarnir eru eins og sósíalistar allra landa, þeir kyrja ennþá sama sönginn: „Stalín, Stalín, blessuð séu verk þín, því þú varst sá besti fram- kvæmdastjóri sem sósíalisminn hefur átt. Ilúsnióoir." OIlu fleiri eru orð „Húsmóður" ekki, og skal engu við þau bætt. En á, eftir fer smá helgarhugleiðing um andann og efnishyggjuna: • Of upptekinn? „Mig langar gjarnan til að fá að beina nokkrum orðum til lesenda Velvakanda. í dag ræður efnis- hyggjan svo miklu yfir hinum siðmenntuðu þjóðum að harla erfitt er það fyrir manninn að gefa sér tíma til andlegra hugleiðinga, sbr. þú skalt tilbiðja Guð þinn í anda og sannleika, sem er hverjum manni nauðsyn. Tæknin hefur gert það að verkum að við erum farin að treysta á hana í flestum tilfellum og trúin þar af leiðandi á Guð farið síminnkandi. En þó við viljum ekki viðurkenna tilvist hans segir heilög ritning eitthvað á þá leið að örvæntingarfull tilraun mannsins til að fylla það tóm, sem skapaðist er maðurinn í upphafi sneri sér frá skapara sínum veði ekki brúað með fyll- SKÁK Umsjón: Margeir Pétursson I vor lagði Viktor Korchnoi, áskorandi Karpovs um heims- meistaratitilinn í skák, leið sína til Noregs, þar sem hann tefldi m.a. nokkur fjöltefli. Staðan hér að neðan er frá einu þeirra. Það er Korchnoi sem hefur hvítt og á leik gegn Petter Stigar, Noregi. Frá verðlaunaafhendingunni síðastliðinn þriðjudagi Frá vinstri eru Elva Björk Garðarsdóttir, Sigríður Erla Baldursdóttir, Jimmy trúður Helga Aðalheiður Jónsdóttir og Sigríður Þorvaldsdóttir. Ungar stúlkur sigruðu í textasamkeppninni BANDALAG íslenzkra skáta efndi til lita- og textasamkeppni í Morgunblaðinu fyrir skemmstu, þar sem börnum 12 ára og yngri var gefinn kostur á að lita mynd af Sirkus Gerry Cottle, sem sýnt hefur í Laugardalshöll. Á sýningu sirkusins si'ðastliðinn þriðjudag voru verðlaun afhent. Þrjár ungar stúlkur komu með beztu textana og fengu 10 boðs- miða á sýninguna hver. Elva Björk Garðarsdóttir, 10 ingu nema með endurnýjun sam- bandsins við Guð. Verum því ekki of sjálfumglöð til að hugsa um hann, ekki of stolt né ástfangin, ekki of upptekin og gömul svo það verði ekki of seint einn góðan veðurdag. Látum mun- að efnishyggjunnar ekki tefja fyrir okkur með of mikilli vinnu með það að kynnast Jahve, því efnishyggjan seður ekki hungur mannandans en Jahve seður allt sem lifir. Með kærri þökk fyrir birting- una, Einar Ingvi Magnússon." • Er bjórinn lausn? Fylgjandi bjórs á íslandi: — Nú er þessi blessuð „Læra- gjá" nokkuð umtöluð og finnst sumum sem helzt beri að loka henni fyrir öllum böðum bæði að nóttu og degi að því er virðist. Það er venjan hjá okkur að segja bara loka og loka og banna og banna, það er alltaf lausnin virðist vera. Eg vil benda á að á n efa myndi ástandið lagast mikið ef einhvers staðar væri opin bjórkrá fram eftir nóttu þar sem menn gætu setið og drukkið eins og þá lystir, en þyrftu ekki að vera að þvælast fyrir öðrum úti á víðavangi. Má í því sambandi benda á að sú „auglýsing" sem er jafnan fyrir vitum ferðamanna á Loftleiða- hótelinu myndi e.t.v. hverfa. Bjór- inn er líka ágætis svefnmeðal og þá myndu menn e.t.v. ekki vaka svona lengi fram eftir við drykkj- una eins og oft gerist nú. • Eru þeir sigurvegarar? Birgir Jónasson sagðist vilja spyrja að því hvers vegna Alþýðu- flokkur og Alþýðubandalag væru , alltaf „titlaðir" sem sigurvegararv eftir kosningarnar, þeir væru alls ekki stærstu flokkarnir þótt þeir hefðu bætt nokkru við sig. — Er það líka alveg gefið að þeir eigi að standa að stjórnarmyndun? spurði Birgir og benti á að þessir flokkar væru í minnihluta og því væri vafasamt að tala um þá sem sigurvegara. 20. Rg6+! - hxg6 21. hxg6+ og svartur gafst upp. Eftir 21.. Kg8 22. Hh8+! - Kxh8 23. Dh2+ - Kg8 24. Dh7 er hann mát. HÖGNI HREKKVÍSI *-/j ©1*78 «'N.^*iS,.J.,|„. rr\ „Þetta er kvikmynd. gerðu eitthvað!" „Þetta er betra! ára, sendi inn slagorðið: „Frægt er orðið um víðan völl, að nú verði sirkus í Laugardalshöll." Helga Aðalheiður Jónsdóttir, 10 ára, sendi slagorðið: „Sirkus vekur mikinn hlátur, svo keyptu miða og vertu kátur." Sigríður Erla Baldursdóttir séndi slagorðið: „Sirkus allir vilja sjá, skemmtun þessi er sú bezta að fá." Verðlaunin afhenti Sigríður Þorvaldsdóttir leikkona, sem er kynnir á sýningum sirkusins. Fundur norrænna stúdentaráðsfor- manna í Reykjavík Fyrir nokkru var haldin i Reykjavík ráðstefna norrænna stúdentaráðsfor- manna og í f rétt f rá stúdenta- ráði segir að umræður hafi verið hinar gagnlegustu og meðal umræðuefna var at- vinnuleysi meðal stúdenta og atvinnuhorfur að námi loknu. Þá var rætt um fjármögnun náms og hvernig þeim málum væri komið á Norðurlöndum. Vöktu íslenzku fulltrúarnir máls á þessu vegna hins mikla fjölda íslenzkra námsmanna erlendis og segir í frétt frá stúdentaráði að fáir þurfi sennilega að búa við jafn ömurleg kjör og íslenzkir námsmenn, að þurfa að taka vísitölubundin lán. Á fundinum voru gerðar ályktanir um ýmis alþjóðamál m.a. í „tilefni mannréttinda- skerðingar er arabíska stúdentanefndin í Jerúsalem varð fyrir „og er krafizt mÆÍ. að nefndin" fái aftur rétt sinn til að efna til samkomna á háskólasvæðinu." Þá var sam- þykkt tillaga um málefni Suður-Afríku. Næsta ráð- stefna af þessu tagi verður í Osló í desember. Sendiherra AlÞýðulýöveldisins Kóreu afhendir forseta íslands trúnaöarbréf sitt aö viöstoddum utanríkisráðherra. Sendiherrar afhenda forseta íslands trúnadarbréf sín Nýskipaður sendiherra Thai- lands hr. Chet Navarat og nýskip- aöur sendiherra Alþýöulýöveldisins Kóreu hr. Chon Gi Gap afhentu í dag forseta íslands trúnaðarbréf sín að viöstöddum utanríkisráð- herra Einari Ágústssyni. Síðdegis þágu sendiherrarnir boð forsetahjónanna að Bessa- stöðum ásamt nokkrum fleiri gestum. Sendiherra Thailands hefur að- setur í Kaupmannahöfn og sendi- herra Alþýöulýöveldisins Kóreu hefur aösetur í Stokkhólmi. (Frá skrifstofu forseta íslands)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.