Morgunblaðið - 08.07.1978, Page 30

Morgunblaðið - 08.07.1978, Page 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. JÚLÍ 1978 „KOMUM TVÍEFLDIR í SÍÐARIUMFERÐINA" AÐ ÞESSU sinni er það Kristinn Atiason, 21 árs Kamall miðvörður í Fram. sem spáir um úrslit í leikjum helgarinnar. Kristinn er bróðir þcirra kunnu knatt- spyrnukappa burbergs Atlason- ar, sem leikur með KA, og Jóhannesar Atlasonar. fyrrum landsliðsmanns í knattspyrnu og núverandi þjálfara KA. Er þetta þriðja árið sem Kristinn leikur með meistaraflokki Fram og er hann mjög vaxandi leikmaður. Við spurðum Kristin að því hvert álit hans væri á stöðunni í deildinni eftir fyrri umferðina. — Við í Fram vorum seinir í gang, en nú komum við tvíefldir til leiks í síðari umferðina. Leikurinn við Val á sunnudagskvöld verður Spá Kristins Spá Kristins: 1. deild: ÍA — Þróttur 3—0 KA — UBK 2—1 Víkingur — ÍBV 1—1 FH — ÍBK 3—1 Fram — Valur 1—0 2. deild: ÍBÍ — Fylkir 2—0 Þróttur — Völsungur 2—0 Austri — Þór 0—0 Haukar — Ármann 2—0 KR — Reynir 4—0 Hálfleikur í íslandsmóti. Þegar leiknar hafa verið 9 umferðir í íslandsmótinu og mótið hálfnað, er ekki óeðlilegt að staldra við, rifja upp hverju menn spáðu í byrjun og reyna þá að koma með „lokaspána" fyrir allt landið eins og oft heyrðist á dögunum. Segja má að nú standi yfir hálfleikur og menn undirbúi sig fyrir síðari hluta og lokaátökin. Ef gerður er samanburður við s.l. ár kemur upp svo til nákvæm- lega sama staða, hvað varðar efstu liðin Val og Akranes, nema hvað skipt er um sæti. I fyrra var Akranes tveimur stigum á undan en nú öfugt. Almennt var spáð að þessi tvö félög myndu berjast um titilinn. Það hefur heldur ekki farið á milli mála að þessi tvö lið hafa skarað framúr og sýnt það „skásta" sem leikið hefur verið, jafnframt er það athyglisvert að áhorfendur sjást vart orðið á öðrum leikjum en þegar annað þessara félaga á í hlut. Eg var einn af fáum sem spáði Fram nokkuð góðri vertíð. Fram hefur leikið að mínu mati „Klassískan" íslenzkan fótbolta og eru í þriðja sæti. Árangur Þróttar kemur mér ekki á óvart. Ungir baráttuglaðir leik- menn skipa þar hvert sæti og einbeittni og röggsemi þjálfarans er landskunn. Liðið leikur þó enn nokkuð stórkarlalegan fótbolta. Víkingur var spurningamerki, um hvort liðið væri enn efnilegt, en sú spurning hefur fengið neikvætt svar. Árangur liðsins fer sí hrakandi leikleysa og skipulag í molum, ungir efnilegir menn næstum ofkeyrðir. Vestmanney- ingar hafa ekki náð að sýna það enn, sem ég held að búi í liðinu. erfiður en ég er að vonast til að okkur takist að leggja þá að velli fyrstir allra í sumar. Takist það fáum við byr undir báða vængi. Valsliðið er tvímælalaust jafnasta liðið í deildinni í ár, en þrátt fyrir að þeir séu sterkir er það mín skoðun að þeir hafi fengið þrjú til fjögur heppnisstig, sama er með Ákranesliðið, það hefur verið heppið. Mótið er öllu skemmti- legra nú en í fyrra að mínum dómi, meira skorað af mörkum og líflegri knattspyrna, sagði Krist- inn. — Nú önnur lið eru frekar jöfn og allt getur gerst í leikjum á milli þeirra. Þó er UBK-liðið það slakasta og falla þeir vafalaust niður í aðra deild. Laugardagur 8. júlí: 1. deild: Akranesvöllur kl. 15 IA—Þróttur, dómari: Arnar Einarsson. Akureyrarvöllur kl. 14. KA—UBK, dómari: Guömundur Haraldsson. Laugardalsvöllur kl. 17. Víking- ur—ÍBV, dómari: Magnús V. Póturs- son. Heimsmeist- ararnir gegn Englandi? ALLAR horfur eru nú á því, að Englendingar leiki landsleik gegn Argentínu í nóvember næstkom- andi. Þjálfari Englands, Ron Greenwood, og aðstoðarmaður hans, Ted Croker, hófu samnings- umleitanir meðan á HM stóð, en verði eitthvað úr leiknum, er líklegt að heimsmeistararnir leiki án nokkurra HM-leikmanna sem eru á förum til Evrópu að leika með liðum á þeim slóðum, t.d. Mario Kempes sem leika mun með Valencia, Daniel Bertoni sem leika mun með Sevilla o.fl. o.fl. 2. deild: ísafjaröarvöllur kl. 16. ÍBÍ—Fylkír. neskaupstaöur kl. 15. Þróttur—Völ- sungur. 3. deild: (A) Grindavík: Grindavík—Selfoss kl. 14.00 (A) Víkurvöllur: USVS—Þór kl. 16.00 (A) Garósvöllur: Víöir—Hekla kl. 16.00. (B) Garösvöllur: Víóir—Hekla kl. 16.00 (B) Háskólavöllur: Léttir—Njarðvík kl. 14.00. (C) Fellavöllur: Leiknir—Víkingur kl. 16.00. (C) Háskólavöllur: Óóinn—Skalla- grímur kl. 16.00. (C) Stykkishólmur: Snæfell—Aftur- elding kl. 16.00. (D) Ólafsfjöróur: Leiftur—Tindastóll kl. 16.00. (D) Dalvík: Svarfdælir—Höfðstrend- ingar kl. 16.00. (E) Árskógarsvöllur: Reynir—Dags- brún kl. 16.00. (E) Álftabéruvöllur: HSÞ—Árroóinn kl. 16.00. Sunnudagur 9. júlí 1. deild: Kaplakrikavöllur kl. 20 FH—ÍBK, dómari: Þorvarður Björnsson. Laugardalur kl. 20. Fram—Valur, dómari Arnpór Óskarsson. 2. deild: Eskifjarðarvöllur Austri—Þór kl. 14.00. Mánudagur 10. júlí 2. deild: Hvaleyrarholtsvöllur kl. 20.00 Hauk- ar-Ármann. Laugardalsvöllur kl. 20.00 KR—Reynir. p4sg Wíýú'í p % • Þeir háðu mörg skemmtileg einvígin um boltann þessir knáu kappar í leik ÍA og ÍBK á dögunum, Karl Þórðarson (t.v.) og Óskar Færseth. Þeir verða báðir í eldlínunni um helgina. Karl leikur með ÍA gegn Þrótti á Akranesi og óskar leikur með ÍBK gegn FH í Hafnarfirði. ALLTAF FÆKK- AR ÁHORFENDUM Ýmsir skemmtilegir taktar sjást hjá liðinu öðru hvoru, og ég held að síðari hluti verði betri. Kefla- víkurliðið sem var svo skemmti- legt í fyrra og margir héldu að væri að koma fram nýtt „spútnik" lið hefur ekki staðizt prófið. Liðið hefur leikið daufa knattspyrnu og virðist ekki ætla að ná sér á strik. F.H fór heldur illa af stað, lágu eftir í startinu, en síðustu leikir bera vott um að betri tíð sé framundan. Eg spái að liðið forðist fa.ll. Eftir skemmtilega byrjun K.A. hefur nú hallað nokkuð undan og hætt við að' reynsluleysi í harðri 1. deildarkeppni verði nokkuð dýrkeypt undir lokin. Engin skýring finnst fyrir hörmu- legri frammistöðu Breiðabliks, jafn gott lið og Breiðablik var s.l. tvö ár, og óskiljanleg ákvörðun þjálfara þess að velja frekar Breiðablik en Tékkneska landslið- ið. Áhorfendum fer fækkandi. Áhorfendum fer sífækkandi í leikjum 1. deildar, og meðaltal á leik nú um 600, og hætt við að enn fækki á næstu umferðum. Því er nauðsynlegt að staldra við og athuga hver geti verið skýringin. Svör við þeirri spurningu hvers vegna áhorfendum fækki verða vafalaust mörg. Eitt gæti að sjálfsögðu verið. Knattspyrnan sem leikin er er ekki nógu góð, nógu skemmtileg. Leikirnir of margir og þétt leikið. Dæmi: í ár leikum við 90 leiki í 1. deild á 100 dögum. Fyrir 10 árum lékum við 60 leiki á 120 dögum, þá var meðaltal áhorfenda á annað þúsund. Er skipulag keppninnar orðið úrelt eða hafa kostir þess ekki komið í ljós. Er of erfitt að komast að og frá knattspyrnuvöllunum, allir þurfa að fara á einkabílum. Er aðgöngumiðaverð of hátt eða leikirnir ekki leiknir á bezta tímanum. Er aðstaða fyrir áhofendur ekki nógu góð. Þetta og margt fleira mætti hugleiða. Ég vek athygli á að á flestum leikjum í s.l. 3 umferðum hafa áhorfendur verið frá 180—330 og ég ítreka að ég óttast að sú tala geti enn lækkað. Unglingaknattspyrna. Á þessum árstíma er hváð mest gróskan í unglingaknattspyrnunni. Islands- mót í öllum flokkum í fullum gangi. Auk þess hafa hundruð knattspyrnudrengja farið utan til keppnisferða aðallega til Skot- lands og Danmerkur, og nokkrir erlendir flokkar komið til Islands. Slík samskipti milli landa með unglinga er að öllu leyti æskileg sé vel að málum staðið. Tilgangurinn hlýtur að vera að gera unglingana að betri knattspyrnumönnum og betri einstaklingum í skóla lífsins, auk þess að ferðast, sýna sig og sjá aðra og skemmta sér. Sé tilgang- urinn hinsvegar eitthvað allt annað álít ég að oft sé betur heima setið. Fyrir nokkrum dögum kom til landsins skoskt drengjalið. I hópnum voru aðeins 11 leikmenn og þrír fullorðnir farastjórar. Þegar hefja átti fyrsta leikinn kom í ljós að markmaðurinn hafði gleymst í Skotlandi, og landinn beðinn að útvega markvörð. Eng- inn gaf sig fram og fararstjórinn ca. 35 ára lék í marki gegn drengjum 14—16 ára. Ef svona ferðir eða eitthvað þessu líkt er tilgangurinn, og aðalmál ferðar- innar að fararstjórarnir séu í einka skemmtiferð á grimman hátt tel ég að slíkar ferðir séu tilgangslausar a.m.k. fyrir íslenzka unglinga. Flciri íslcnzkir leikmenn í at- vinnumennsku. Nú er sá sími að erlendir umboðsmenn hefja komur sínar hingað í leit að nýjum leikmönn- um fyrir erlend lið. Þegar um slíkar heimsóknir er að ræða er jafnan róið á mið þar sem bezt fiskast. Á undanförnum tveimur árum var allmikið rætt um þessi mál og mun ég ekki kryfja það mikið að sinni. Á það var þó bent hversu opin leið virðist fyrir ýmsa sjálfumskipaða herra að þeysast um „slæjuna án þess að biðja um gott veður.“ í síðustu viku munu hafa verið hér „agentar" frá Belgiu að leita fyrir sér auk þess hafði fyrrverandi landsliðsþjálfari og þjálfari K.R. Tony Knapp orð um að hann þyrfti að ná í eins og þrjá íslenzka leikmenn til að hressa uppá norskan fótboltá. Það dettur engum í hug að koma í veg fyrir að íslenskir knatt- spyrnumenn missi af gulli eða grænum skógum á framabraut knattspyrnunnar ef um góð tilboð er að ræða. En hinu má heldur ekki gleyma að ef hægt er að reyta frá íslenzku knattspyrnufélögum leikmenn hvenar sem einhverjum útlendum mönnum dettur í hug verður ekki langt að bíða þess að taka verður núllin aftan af áhorf- endum líkt og gera á við íslenzku krónuna.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.