Morgunblaðið - 11.07.1978, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 11.07.1978, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 11. JULl 1978 Fræðslustjóri: „Engar formlegar kvartan- ir eða rökstudd yitneskja” Á FUNDI fræðsluráðs Reykjavíkur svaraði Kristján J. Gunnarsson, fræðslustjóri, fyrirspurn, sem einn fulltrúi Alþýðubandalagsins i fræðsluráði. Hörður Bergmann, hafði laut fram á næsta fundi á undan um það hvort fræðslustjóra væri kunnuKt um einhverja skóla í Reykjavík, þar sem „markviss póliti'sk innræting fer fram“ ok var vísað í leiðara Mbl. Kristján J. Gunnarsson saiíði m.a. í svari sínu, að engar formlegar kvartanir hefðu borist um „að markviss pólitísk innrætinjf“ færi fram í skólum og hann hefði enga rökstudda vitneskju um að svo væri. Fara hér á eftir fyrirspurn Harðar, svar fræðslustjóra og bókun minni- hlutans í fræðsluráði. Fyrirspurn Harðar Bergmanns hljóðaði svo: „Síðastliðinn föstudag og laugar- dag birtust í leiðara Morgunblaðsins ásakanir á kennara fyrir að misnota aðstöðu sína í pólitískum tilgangi (sbr. Mbl. 1. júlí) „Spurningin um pólitíska misnotkun kennara á Ætluðu að steikja fisk á bryggjunni -og kveiktu í henni MIKILL eldur kom upp í bryggju fyrir framan frystihús Síldarvinnslunnar h.f. í Nes- kaupstað á laugardagskvöld, en slökkviliði staðarins gekk greiðlega að slökkva eldinn. Um tíma var bryggjan eitt eldhaf. enda er hún olíublaut. þar sem olíuleiðsla liggur eftir henni. Ástæðan fyrir brunanum í bryggjunni mun vera sú, að nokkrir piltar voru að veiða fisk frammi á bryggjunni og gekk vel. Skyndilega fengu þeir þá hugmynd að reyna að steikja eitthvað af fiskinum á bryggj- unni og báru þeir eld að steikarstæðinu, en þá skipti það engum togum að eldurinn læst- ist í bryggjuna og varð hún samstundis eitt eldhaf. Opinber rann- sókn á fölsuðu fréttaskeyti Kannsóknarlögreglu ríkisins barst í gær ósk um opinbera rannsókn á gjörðum eins starfs- manna Ritsímans. sem uppvís hefur orðið að því að falsa fréttaskeyti til Dagblaðsins. Manninum hefur verið vikið úr starfi. Dagblaðið birti forsíðufrétt s.l. föstudag, þar sem sagði að sam- kvæmt upplýsingum tiltekins blaðamanns í Noregi í fréttaskeyti til Dagblaðsins næmu styrkir norrænna jafnaðarmannasamtaka til Alþýðuflokksins nokkuð hærri upphæðum en áður hefði komið fram. Síðar kom í ljós að þetta fréttaskeyti var falsað og að starfsmaður hjá Ritsímanum í Reykjavík hafði samið það. Kvaðst starfsmaðurinn hafa ætlað að stríða starfsfélaga sínum með skeytinu, en sá er mikill jafnaðar- maður. Skeytið hefði síðan átt að eyðileggja en fyrir mistök hefði það verið borið til Dagblaðsins með fyrrgreindum afleiðingum. Þórir Oddsson vararannsóknar- lögreglustjóri sagði í gær að mál þetta yrði tekið fyrir hið fyrsta. Sjórall það sem Snarfari og Daghlaðið gangast fyrir hófst í Reykjavík á sunnudag. Fyrstu bátarnir komu til Vestmannaeyja á sunnudagskvöld. en þrír urðu að snúa við að gera stuttan stanz í Þorlákshöfn vegna veðurs. Ætlunin var að bátarnir lcgðu í næsta áfanga í gærkvöldi, en hann cr frá Vestmannaeyjum til Ilafnar í Hornafirði. Myndina tók Guðlaugur Sigurgeirsson af tveimur bátanna í Vestmanna- eyjahöfn í gær. Guðmundur með 2 vinninga AÐ LOKNUM þremur umferðum á skákmótinu í Esbjerg í Dan- mörku er Guðmundur Sigurjóns- son með tvo vinninga. en efstur á mótinu er Mestell frá Englandi með 2'/i vinning. Guðmundur sagði í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi, að í 1. umferðinni hefði hann teflt við Mestell og tapað. „Ég var eitthvað stirður þá,“ sagði hann. í 2. umferð vann Guðmundur Danmerkur- meistarann Karsten Hoi og í 3. umferðinni, sem tefld var í gær, vann hann annan Dana, Jens Nielsen, en hann varð 3. á heimsmeistaramóti unglinga. Sagði Guðmundur, að erfitt væri að segja um stöðu efstu manna, þar sem margir ættu biðskákir. Larsen, sem er með tvo vinninga er með biðskák á móti Ögaard og sagðist Guðmundur telja líklegt að Larsen ynni skákina og næði þar með efsta sætinu. 32 ára gamall maður beið bana ÞRJÁTÍU og tveggja ára gamall maður. Jón Logi Jóhannsson. til heimilis að Dúfnahólum 2 í Reykjavík, beið bana í bifreiða- slysi á mótum Skeiðavegar og Skálholtsvegar s.l. sunnudags- nótt. Ekki er vitað með vissu hvernig slysið bar að, þar sem Jón Logi var einn í hifreiðinni. Það var um kl. 02. á sunnudags- nótt sem lögreglunni á Selfossi var tilkynnt um slysið og þegar hún kom á vettvang var Jón Logi látinn og er talið að hann hafi látist samstundis. Jón Logi hafði komið akandi á bifreið sinni eftir Skálholtsvegi og þegar hann kemur að Skeiða- vegi virðist sem hann hafi ekki tekið eftir vegamótunum nógu tímanlega og hefur bíllinn farið þvert yfir veginn og steypzt síðan fram af og oltið á toppinn. V'ið veltuna hefur Jón Logi kastast að hálfu út úr bílnum og klemmzt á milli bíls og vegar. aðstöðu sinni er orðin svo brennandi í hugum fólks, að óhjákvæmilegt er að það vandamál verði tekið til sérstakrar meðferðar. Það er ekki hægt að líða það lengur að pólitísk innræting fari fram í skólum landsins"). I „Reglugerð um störf fræðslustjóra," 24. gr., er það talið meðal verkefna fræðslustjóra að „— kynna sér aga, stjórn og uppeldis- áhrif skóla“. Einnig segir þar: „Virðist þessum atriðum ábótavant, skal fræðslustjóri ræða við skóla- stjóra, kennara og skólanefnd eftir því sem ástæður þykja og gera ráðstafanir til úrbóta eftir því sem hann telur fært“. Af þessum sökum vil ég leyfa mér að leggja fram svohljóðandi fyrirspurn: 1. Hefur fræðslustjóri orðið þess var að uppeldisáhrifum skóla í Reykjavík væri ábótavant á þann veg sem talað er um í áðurnefndum leiðurum Morgunblaðsins, þ.e. er kunnugt um einhverja skól.a í Reykjavík þar sem markviss pólitísk innræting fer fram“? 2. Telur fræðslustjóri ástæðu til að kanna málið sérstaklega?" Svar frœöslustjóra „Við samningu frumvarps til laga um grunnskóla var svo ráð fyrir gert að hluti námsstjórnar í grunn- skólum hvers fræðsluumdæmis væri í höndum fræðslustjóra og að fræðslustjórinn hefði mannafla og fjármagn til að annast það verkefni. í meðferð frumvarpsins á Alþingi var fjárhagsgrundvellinum kippt undan þessu ákvæði án þess þó að um ieið væri gerð breyting á skilgreiningu verksviðs fræðslu- stjóra, sem m.a. fól í sér að í hans Framhald á bls. 38 BíUiirn gekk ekki út ENGINN af þátttakendunum í opna G.R. golfmótinu hafði heppnina mcð sér um helgina og því gekk Audi 100 bifreiðin ekki út. Bifreiðin átti sem kunnugt er að verða eign þess golfleikara, sem slæi holu í höggi á 17. braut Grafarholtsvallarins. Næstur því var Krjstinn Bergþórsson heildsali en kúla hans lenti 47 sentimetra frá holunni. Bifreiðin stóð við holuna báða keppnisdagana tilbúin fyrir þann heppna. En enginn hafði heppnina með sér í þetta skiptið enda líkurnar á því að vinna bflinn taldar cinn á móti mörgum þúsundum. Dönsku bankareikningamir: 45 mál afgreidd af alls 55 málum ENGAR nýjar almennar upplýs- ingar um innstæður íslendinga í dönskum bönkum hafa borizt rannsóknadeild ríkisskattstjóra, að sögn Garðars Valdimarssonar. skattrannsók’nastjóra. Þau mál sem komið hafa til kasta rannsóknadeildarinnar vegna innstæðu Islendinga á dönskum bankareikningum eru alls 55 talsins. Garðar Valdimars- son sagði, að af þessum málum væri lokið rannsókn og gagnasöfn- un í liðlega 45 málum. Þar með væru þau orðin úrskurðarhæf, og reyndar kvaðst Garðar telja að búið væri að úrskurða í megin- þorra þeirra 45 mála, sem þarna væri um að ræða. Varðandi þau tíu mál er eftir væru sagði skattrannsóknastjóri, að þau mundu yfirleitt taka lengri tíma, því að ýmist væri um að ræða umfangsmeiri og erfiðari mál eða enn ættu eftir að berast fullnægjandi gögn til að niður- staða fengist. Framsókn reiðu- búin til viðræðna — með Alþýðubandalagi og Alþýðufiokki „VIÐ vorum spurðir að því hvort Framsóknarflokkurinn vildi taka þátt í stjórnarmyndunar- viðræðum þessara þriggja flokka, Alþýðuflokks. Alþýðubandalags og Framsóknarflokks, ef eftir því yrði leitað og við lýstum okkur reiðubúna til þess,“ sagði Ólafur Jóhannesson formaður Framsóknarflokksins er Mbl. spurði hann í gær um fund viðræðuneínda Alþýðubandalags Frá viðræðufundi Alþýðubandalagsins og Framsóknarflokksins í gærmorgun. Frá vinstri. Tómas Árnason, Ólafur Jóhannesson og Steingrímur Ilermannsson. Ragnar Arnalds, Lúðvík Jósepsson og Svavar Gestsson. Ekkí ágremingur en misjafnar skoðanir MORGUNBLAÐIÐ hafði í gær samhand við Karl Steinar Guðna- son, varaformann Vcrkamanna- samþands íslands, og spurðist fyrir um þann ágreining. scm Morgunblaðið skýrði frá að orðið hcfði innan stjórnar Verka- mannasambandsins um útflutn- ingsbannið. Karl Steinar sagðist ekki vita að um neinn ágreining hefði verið að ræða innan stjórnarinnar um þessa hluti. Hins vegar hefðu menn vissulega misjafnar skoðan- ir á banninu, sem best hefði komið í ljós er Suðurnesin hefðu ekki tekið þátt í því. Hann sagði að út frá þessum mismunandi skoðunum hefðu menn talað sig niður á það atriði, að útflutningsbannið stæði áfram i óbreyttri mynd. Að öðru leyti vísaði Karl Steinar til ummæla formanns Verkamanna- sambandsins, en hann hefur sagt, að bannið væri ekki til komið til þess að menn misstu atvinnu sína og frystihús stöðvuðust. og Framsóknarflokks sem fóru fram í gær að ósk Alþýðubanda- lagsins. Ólafur sagði, að þeir Framsóknarmenn hefðu ekki viljað ræða nein einstök atriði við Alþýðubandalagið eitt. „Við rifjuðum upp okkar hlutleysisboð Framhald á bls. 38 Drukkmim manni bjargað hálfmeð- vitundarlausum úr Nauthólsvík LÖGREGLUMENN sýndu mikið snarræði um fimmleytið á sunnu- dagsmorguninn þegar þeir björg- uðu manni úr Nauthólsvík á síðustu stundu. Maðurinn hafði lagst til sunds í víkina en fatast sundið vegna ölvunar og var hann orðinn hálfmcðvitundar- laus, þegar lögreglumennirnir náðu honum á land. Mikill mannfjöldi safnaðist í heita lækinn í Nauthólsvíkinni um helgina og var áberandi ölvun þar um nætur, sérstaklega aðfararnótt laugardagsins, að sögn lögreglunn- ar. Sagði lögreglan að oft kæmi mjög ölvað fólk þarna að og brygði sér í lækinn og væri algengt að menn þyldu ekki hitann og hrein- lega sofnuðu og væri þá mikil hætta á ferðum ef lögreglan og aðrir allsgáðir á staðnum hefðu ekki augun opin. Á bls. 14 og 15 í dag er sagt frá lífinu í Læragjá aðfararnótt laugardags í máli og myndum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.