Morgunblaðið - 11.07.1978, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 11.07.1978, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 11. JÚLÍ 1978 5 Framkvæmdastjóm SFV: Samtakafólk geri samþykktir um stöðu flokksins Framkvæmdastjórn Samtaka frjálslyndra og vinstri manna hefur gert eftirfarandi ályktun um úrsjit alþingiskosninganna> „I alþingiskosningunum 25. júní var uppfyllt samþykkt síðasta landsfundar Samtaka frjálslyndra og vinstri manna um framboð í öllum kjördæmum. Úrslit kosning- anna urðu, að Samtökin fengu engan mann kjörinn og falla út af Alþingi. Samtökin gengu nú til kosninga með rækilegar markaða stefnu en áður, og frambjóðendur og liðs- menn flokksins gengu vel fram að kynna málstað hans. Þótt stefnu- mótun og málflutningur Samtak- anna hlyti viðurkenningu margra, nægði það ekki til að tryggja flokknum kjörfylgi. Sögðu þar til sín áhrifin á almenningsálitið af brotthlaupi einstakra forustu- manna Samtakanna. í aðdraganda þessara kosninga munaði mestu, að eini þingmaðurinn sem Sam- tökin fengu kjördæmiskjörinn 1974 sneri nú við þeim baki og ákvað að bjóða sig fram utan flokka. Brotthvarf forustumanna úr Samtökunum í raðir annarra flokka er árangur af viðleitni forustumanna þessara flokka til að liða Samtökin sundur og losna þannig við áhrif þeirra á fram- vindu stjórnmála. Þegar þessi viðleitni hefur borið þann árangur, að Samtökin hverfa af Alþingi, blasir við sú niðurstaða, að flokkakerfið í landinu er í höfuð- dráttum komið í sömu skorður og ríktu áður en Samtökin komu til sögunnar. Þótt Sjálfstæðisflokkur- inn sé eftir síðustu kosningar fylgisrýrari en nokkru sinni fyrr, hefur hann við brotthvarf Sam- takanna af þingi endurheimt þá lykilstöðu, að geta myndað þing- meirihluta með hverjum hinna þingflokkanna þriggja sem vera skal. Þetta sannar réttmæti þess sem Samtökin sögðu í kosninga- baráttunni, að á árangri þeirra ylti, hvort styrkleikahlutföll flokk- anna á þingi veittu tækifæri til meirihlutamyndunar utan við hefðbundnar leiðir gamla flokka- kerfisins. Einnig hefur atburðarásin þann skamma tíma sem liðinn er frá kosningum áréttað réttmæti mál- flutnings Samtakanna um vand- ann sem við blasir í þýðingar- mestu þjóðmálum. Samtökin bentu ein flokka rækilega á yfirvofandi stöðvun frystiiðnaðar- ins, sem nú getur hvern dag orðið að veruleika. Samtökin hömruðu í kosningabaráttunni á hættunni Sem efnahagslegu sjálfstæði þjóðarinnar stafar af greiðslustöð- unni gagnvart viðskiptalöndum og erlendum lánardrottnum. Undir þessa viðvörun hefur síðan verið tekið í mati viðurkennds, erlends efnahagssérfræðings á fjárhags- stöðu Islands gagnvart umheimin- um. Fékk rekaviðar- drumb í lærið llúlmavík 10. júli TÓLF ára gamall piltur, sem var til sumardvalar í Stór.u-Árvík í Árneshreppi, varð fyrir því óláni 8.1. laugardag, er hann var að ná í rekavið ásamt bóndanum á bænum, að einn rekaviðardrumb- urinn rakst í læri hans. I fyrstu var haldið að pilturinn væri lærbrotinn, og var hann því sendur til Reykjavíkur með sjúkraflugvél. Við nánari rann- sókn þar kom í ljós, að hann hafði aðeins hlotið slæmt mar. Fréttaritari En þótt benda megi á, að Samtökin standi málefnalega á traustum grunni getur það á engan hátt dregið úr kosninga- ósigrinum, sem þau biðu. Það er nú verkefni samtakafólks um land allt að bera ráð sín saman, ræða stöðu flokksins að kosningum loknum og ákveða hverjar ályktanir skuli af henni dregnar. Framkvæmdastjórnin beinir því til félaga, kjördæmisráða og annarra virkra hópa samtaka- fólks, að koma saman til umræðu um þetta efni. Óskar fram- kvæmdastjórnin að fá í hendur samþykktir sem gerðar verða á slíkum fundum, til að hafa til hliðsjónar við undirbúning lands- fundar, þar sem teknar verða ákvarðanir um framtíð samtak- anna. Framkvæmdastjórnin þakkar frambjóðendum Samtakanna og öllum liðsmönnum, sem lögðu af mörkum ötult og fórnfúst starf í kosningabaráttunni. Sömuleiðis lætur framkvæmdastjórnin í ljós þakklæti til þeirra mörgu, sem lögðu fé af mörkum til að standa straum af kosningastarfinu, af þvi örlæti að horfur eru á að flokkur- inn standi skuldlaus eftir, þegar reikningsskilum kosningasjóðs er lokið." Vísnakvöld í Norræna húsinu FÉLAGIO Vísnavinir efnir til vínsa- kvölds í Norræna húsinu annað kvöld kl. 20.30. Þar kemur fram sænski vísnasöngvarinn Frank Johnsson sem flytur vísur eftir Evert Taube, Berge Sjöberg og fleiri. Frank er vel þekktur í heimalandi sínu fyrir Ijóöræna túlkun sína á vísum. Hann leikur undir á gítar. Einnig munu koma fram Trítiltoppakvartettinn tvær ungar stúlkur, Bergþóra Ingólfs- dóttir og Rannveig Fríða Bragadóttir en þær munu flytja frumsamin lög Þá mun Arnaldur Arnarson leika sígild verk á gítar, en hann lauk prófi frá Tónskóla Sigursveins D. Kristins- sonar síðastliðið vor. Fleiri til ftesta.* Okkur hefur loksins tekist að fá aukið rými í Portoroz í ágúst og september. Þeir sem þegar hafa látið skrá sig á biðlista, hafi samband við skrifstofuna strax til að staðfesta pantanir. Tekið á móti nýjum pöntunum, en betra er að panta núna því það er vitað að færri komast að en vilja. Heilsuræktin Við minnum á að okkar farþegar komast einir íslendinga í meðferð í hinni víðfrægu heilsuræktar- stöð í Portoroz. Þar er beitt viðurkenndum vísinda- legum aðferðum undir lækniseftirliti, m.a. nálar- stunguaðferðinni. Hóteíbaóströnd Okkar hótel eru hvað ágætust og best staðsett í Portoroz. Þaðan er örskotsvegalengd á einkabað- strönd sem er 13 000 m2. Og á hótelunum og í tengslum við þau eru verslanir, caféteríur, veit- ingastaðir, næturklúbbur, útidansstaður, bowling, apótek, hárgreiðslu- og rakarastofa, pósthús og hverskyns önnur þjónusta. Skoðunarferðir Við skipuleggjum margar skoðunarferðir m.a. 2ja daga ferð til Bled og Klagenfurth, í Austurríki. Þá eru einnig skipulagðar ferðir til Feneyja og Trieste á Italiu. Brottför: 18. júlí biðlisti 2. ágúst aukaferð 10. ágúst biðlisti 23. ágúst aukaferð 31. ágúst biðlisti 13. sept. aukaferð 20. sept. laus sæti TSamvinnu feróír AUSTURSTRÆT112 SÍMI 27077 H LANDSYN %ll# SKÓLAVÖRÐUSTÍG16 SIMI 28899

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.