Morgunblaðið - 11.07.1978, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 11.07.1978, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 11. JÚLÍ 1978 Stúdentar frá Skandinavíu á íslenzku-námskeiði AÐ undanfiirnu hafa tæpleua þrjátíu stúdentar frá hinum Nordurlöndunum verið hér á námskeiði, sem stendur í mánað- artíma. er liður í samstarfi háskólanna á Norðurlöndum. en samsvarandi námskeið eru haldin á hinum Norðurlöndunum árlega. Er þetta gert fyrir tilstyrk framkvæmdancfndar Norræna menninsarmálasjóðsins. Nám- skeiðið skiptist þannij; að um fimmtíu stundum er varið til kennsiu íslensks nútímamáls, en um þrjátíu stundum til umfjöll- unar um íslenskar bókmenntir síðari tíma. Það er Jón Friðjónsson lektor sem stjórnar námskeiðinu, en aðrir aðalkennarar eru dr. Helgi Guðmundsson, Eyvindur Eiríks- son og prófessor Sveinn Skorri Höskuldsson. Auk þeirra flytja margir fræðimenn fyrirlestra á námskeiðinu. Enn fremur gefst þátttakendum kostur á kynnis- ferðum á söguslóðir og til fleiri staða, t.d. býður forseti íslands þátttakendum að Bessastöðum. Blm. Mbl. ræddi stuttlega við fjóra þátttakendur á námskeiðinu Gunnel Holm frá Svíþjóð sagðist leggja stund á nám í norrænum málum við háskólann í Lundi og væri þetta því liður í námi hennar, en hið sama gildir raunar um alla þátttakendurna hvað það áhrærir. Hún sagði að það væru ekki mjög margir sem stunduðu þetta nám og mjög fáir sem velja þá leið sem krefst þess að þeir kynni sér nútímaíslensku. Gunnel kvaðst hafa komið einu sinni áður hingað til lands árið 1975, .þegar hér var haldið þjóðdansamót. Hún sagði að námskeiðið væri allstrembið, en hún nyti þess nú að hafa lært dálítið í íslensku áður. Það væri ekki mjög erfitt að lesa smásögur o.þ.u.l., en nokkru erfiðara að lesa ljóð. Reidun Langvatn frá Noregi sagðist stunda nám í Osló í norsku, ensku og frönsku, en hún hefði eins og aðrir menntaskólanemar í Frá vinstrii Lisheth Worsoe Schmidt. Christel Petterson. Gunnel Ilolm og Rcidun Langvatn. (Ljósm. Mbl. Emilía). Noregi átt þess kost að læra forníslensku. Hún sagði að hún hefði aldrei komið hingað til lands áður, en myndi ugglaust koma hingað aftur síðar, enda hefði hún mætt alveg sérstakri gestrisni hér. Hún kvaðst hafa mestan áhuga á að skoða ýmsa sögulega merka staði og staði tengda íslendinga- sögunum og sagðist sakna þess nokkuð á námskeiðinu að lesa ekkert af fornritum, en þau væru það sem hún hefði mestan áhuga á. Christel Petterson frá Finn- landi kvaðst leggja stund á nám í norrænum bókmenntum í heima- landi sínu. Sagði hún að það væru Óvæntur sigur Ingvars Dagana frá 30. júní til 4. júlí s.l. var haldið í Fíladelfíu í Bandaríkj- unum eitt af þessum vinsælu opnu mótum sem Bandaríkjamenn nefna „World Open“, þ.e. þátttak- endum hvaðanæva að úr heimin- um er heimiluð þátttaka og raðað niður eftir styrkleika og Elo-stig- um og verðlaun greidd í samræmi við það. í opna flokknum voru þátttakendur 450 talsins fyrir utan keppendur í 6 öðrum flokkum sem voru lægri á stigum eða höfðu alls engin stig. Slík mót ryðja sér æ meira til rúms og eiga auknum vinsældum að fagna. Nokkrir Islendingar hafa sótt þessi mót á undanförnum árum, en höfðu aldrei farið jafn fjölmennir og nú eða alls 14 skákmenn. Þar á meðal voru nokkrir sterkustu skákmenn okkar eins og t.d. þeir Helgi Ólafsson, Margeir Péturs- son, Jón L. Arnason og fleiri. Mesta athygli vakti þó þátttaka Benónýs Benediktssonar, sem tefldi nú í fyrsta skifti á erlendri grund þó hann hafi um árabil verið meðal fremstu skákmanna þjóðarinnar. Allan heiður af þessu framtaki á ritstjóri „Skákar“ Jóhann Þórir Jónsson en hann skipulagði jafnframt þessa ferð. Mótið fór fram í Sheraton hóteli sem væntanlega hefur lagt fram verðlaunin í auglýsingaskyni en þau námu alls 40 þúsund dollurum og hafa sennilega aldrei verið svo há verðlaun í boði í almennu skákmóti. Munu þessi háu verð- laun ekki sízt hafa dregið þátttak- endur að mótinu. Þó voru ekki margir mjög þekktir atvinnuskák- menn í þessu móti en eflaust mjög margir miðlungssterkir. Þáttur Ingvars Asmundssonar var glæsilegastur í þessu móti en hann varð efstur ásamt 6 öðrum, þar á meðal jafnþekktum mönnum eins og Gheorgiu frá Rúmeníu og Westerinen frá Finnlandi sem báðir hafa teflt hér á landi. Hlaut a Ingvar 7,5 vinning, tapaði í 2. umferð en gerði stutt jafntefli í síðustu umferð við Biyasis sem einnig er talsvert þekktur skák- maður. Við höfum undir höndum þrjár af skákum Ingvars sem hann teflir allar af miklum þrótti. Því miður höfum við ekki upplýsingar um þjóðerni þessara andstæðinga Ingvars en hann teflir við þá í 6., 7. og 8. umferð og höfðu þeir því átt svipaðri velgengni að fagna í mótinu og hann. 6. umferð Ilvítt. Ingvar Svart. Costigan Sikileyjarvörn I. e4 - c5. 2. Rf3 - RcG, 3. Bb5 (Ingvar hefur mikið dálæti á þessum leik síðan hann hlustaði á Friðrik Ólafsson halda kennslu- fvrirlestur um þetta afbrigði fyrir nokkrum árum, en þá voru þrædd öll smáatriði afbrigðisiijs!) 3. - RíG. 4. De2 - gG (Ef 4. - d6, 5. e5! og hvítur stendur vel að vígi). 5. c3 - Bg7. G. 0-0 - 0-0. 7. d l — cxd4, 8. cxd l — d5. 9. e5 — Re4. 10. Rc3 - Rxc3. 11. bxc3 (Staðan er nokkurn veginn í jafnvægi, því þótt hvítur hafi myndað sér fallegan framvörð með peðinu á e5, er viss veikleiki í peðinu á c3 en svarta staðan hefur hinsvegar enga teljandi veikleika). II. — Ra5, 12. Ba3 (Biskupapar hvíts virðist í fljótu bragði njóta sín vel á skálínunum, en svörtum tekst að reka þá báða í burtu). 12. - aG. 13. Bd3 - Bgl. 14. h3 - Bxf3, 15. Dxf3 - IIc8 (Svörtum hefur tekizt að mynda sér mótspil á c-línunni en hann hefur á móti misst annan biskup- inn sinn fyrir riddara hvíts og gefið þannig biskupapari hvíts aukna möguleika sem Ingvar nýtir til hins ítrasta). 1G. Hfhl - Dd7 (Eftir 16. - Hxc3, 17. Bb4 — Hc6, 18. Bxa5 og síðan Hxb7 og hvítur stendur mjög vel). 17. Bcl (Eins og fyrr segir nýtir Ingvar sér biskupaparið mjög vel. Hérna er c-peðið eitrað vegna 17. — Hxc3, 18. Bd2 og svartur missir mann eða skiptamun). 17. - IIc6, 18. De2 - IIfc8. 19. Bd2 — Bf8, 20. £4 (Hvítum hefur ekkert orðið ágengt drottningar- megin og snýr sér því að kóngs- vængnum. Svartur hefur í skjóli yfirráða sinna á c-línunni fest sig í sessi en biskup svarts er þó heldur atkvæðalítill). 20. - eG, 21. Ilfl - Rc4, 22. Bel — IlbG? (Hér verður svörtum á í messunni. Svartur átti að koma biskup sínum í spilið með 22. — Be7, og undirbúa för hans til a5 þar sem hann ógnar hinu veika peði hvíts á c3). 23. Hbl - Hxbl, 24. Bxbl - IIc6, 25. Bd3 — RbG(?) (Misheppnuð tilraun svarts til þess að koma svarta riddaranum á a4 þar sem hann að sjálfsögðu stæði mjög ógnandi). 26. Bc2 — Hc7, (Svartur hefur nú misst þráðinn og teflir án skipu- lags). 27. III3 - Ra4, 28. g4 - Db5, 29. Df2 (Hvítur telur hag sínum réttilega betur borgið með drottn- ingar á borðinu, því eftir uppskipti á svartur greiðari aðgang að c-peðinu). 29. — Rc5! (Svartur reynir nú að tæla hvítan með sýndarfórn). 30. He3! (Ingvar er ekki ginn- keyptur fyrir þessum riddara, því eftir 30. dxc5 — Bxc5, 31. He3 — Db2, vinnur svartur lið til baka). 30. — Db2 (Svartur virðist býsna ógnandi en Ingvar teflir vörnina skínandi vel). 31. IIo2 - Dcl, 32. Kg2 - Rd7. 33. Bd3 — BhG? (Hér verða svörtum á afdrifarík mistök í viðkvæmri stöðu og ætlar sér of mikið. Bezt var sennilega einfald- ur leikur eins og t.d. 33. — Be7). 34. Bd2 - Da3. 35. Dh4! (Eins og þruma úr heiðskíru lofti! Hvítur hótar nú bæði Dxh6 og Dd8 með hróksvinn- ingi). 35. - Bf8. 36. Dd8 - Hxc3 (Svartur tekur þann kost að láta skiptamun af hendi og þar með hrynur svarta taflið í rústir í örfáum leikjum. Ef svartur valdar hrók sinn á c7 með 36. — Da5, svarar hvítur með 37. c4 — Db6, 38. c5 — Dc6, 39. f5 og hefur yfirburðatafl). 37. Bxc3 - Dxc3. 38. Bc2 - DcG, 39. Í5 - exf5, 40. gxf5 - Db5. 41. IIÍ2 - DcG, 42. e6 - fxc6, 43. fxgG — hxgG. 44. Bxg6 — Dcl. 15. Dxd7 og svartur gafst upp. Sjöundu umferð tefla keppendur seinna sama daginn og þá 6. og hefur það eflaust verið mikil þrekraun. I eftirfarandi skák eru engin þreytumerki á taflmennsku Ingvars en hið sama verður varla sagt um andstæðing hans sem teflir seinni hluta þessarar skákar bæði veikt og án nokkurs skipu- lags. 7. umferð Hvítti Katlein Svarti Ingvar Enski leikurinn 1. c4 - RfG. 2. Rc3 - gG, 3. Rf3 - Bg7, 4. g3 - 0-0. 5. Bg2 - d5, G. cxd5 - Rxd5, 7. 0-0 - c5, 8. Rxd5? (Fyrstu mistökin. Með þessum léik missir hvítur allt frumkvæði í skákinni. Mun kröft- ugri leikur er t.d. 8. d4 og staðan er í jafnvægi). 8. - Dxd5, 9. d3 - RcG, 10. Rd2 — Dd7, 11. Rc4 — b6, (Þó hvítur hafi opnað skáklínu hvíta biskups- ins á g2 er það svörtum algerlega að meinalausu. Hinsvegar hgfur svartur tögl og hagldir á reitnum d4 sem verður ákjósanlegur stökk- pallur fyrir svörtu mennina). 12. Bd2 - Bb7, 13. Bc3 - Rd4! (Þessi staða gæti sómt sér í kennslubókum til þess að sýna í hverju stöðuyfirburðir svarts eru fólgnir og hvernig þeir eru nýttir. Ingvari tekst, með aðstoð and- stæðingsins að sjálfsögðu, að nýta Skák eftir GUNNAR GUNNARSSON þessa yfirburði á óaðfinnanlegan hátt. Með leiknum skiptir svartur jafnframt biskupum og fær þannig einn sterkasta varnarmann hvíts. Svarti riddarinn verður ekki hrakinn með e3 því þá hefur myndazt alvarleg veiking, peðið á d3, sem nýtur þá ekki lengur völdunar peðsins). 14. Bxb7 - Dxb7, 15. Bxd4 - Bxd4, (Hvítur tekur það ráð að drepa hinn ógnandi riddara á d4 í trausti þess að einföldun og uppskipti auðveldi honum taflið, en hann teflir framhaldið heldur laklega og verður því ekki að ósk sinni). 1G. a4 - Had8. 17. Dc2 - Hfe8, 18. a5 (Staða hvíts er aumkunar- verð og fátt um fína drætti, en hvítur hyggst á þennan hátt skapa sér mótspil á a-línunni). 18. — h5, (Svartur blæs hinsvegar til atlögu á kóngsvæng þar sem hvítur er harla varnarlítill). 19. axbG — axb6. 20. h4 (Slík peðaframrás veikir að mun peða- stöðuna kringum hvíta kónginn, en svartur hótaði að leika sjálfur h4). 20. — Dc7, (Hótar peðinu á g3). 21. Kg2 - DcG, 22. Kh2 - Ha8, 23. e3 (Hvítum er nú farið að leiðast þófið og afræður að reka svarta biskupinn af höndum sér, en eins og áður sagði verður peðið á d3 þá veikt). 23. — Bg7, 24. f4? (Með þessum leik auðveldar hvítur framhaldið fyrir svartan. Reyna mátti þess í stað t.d. 24. Db3). 24. - b5. 25, Rd2 - Ilxal, 2G. Ilxal — e5, (Á þennan hátt tætir svartur peðakeðju hvíts). 27. Re4 — exf4, 28. exf4 — c4, 29. Hdl - Dd5. 30. Dg2 - Dd4, 31. Ilel — Kf8. (Hvítur lagði litla gildru fyrir svartan og hótaði Rf6 sem vinnur skiptamun, en svartur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.