Morgunblaðið - 11.07.1978, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 11.07.1978, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 11. JÚLÍ 1978 13 ekki mjög margir sem stunduðu þetta nám og sennilega myndi þeim fara fækkandi í framtíðinni, eftir því sem sænskan viki fyrir enskunni í skólum landsins. Hún sagði að nútímaíslenska væri sérstök valgrein í námi sínu, en ekki nauðsynlegur hluti þess. Lisbeth Worsoe-Schmidt frá Danmörku sagðist lesa dönsku í K-höfn, en hún hefði mikinn hug á að læra nútímaíslfensku það vel að henni væri unnt að lesa hana og kynna sér íslenskar nútímabók- menntir. Sagði hún að sér fyndist meira um vert að læra um íslenskar nútímabókmenntir og nútímaíslensku, þar sem fornsög- urnar væru allar til í þýðingum, en afskaplega lítið væri um þýðingar á nýjum íslenskum bókum. Lis- beth kvaðst hafa tekið þátt í tveimur íslensku-námskeiðum við Kaupmannahafnarhaskóla, öðru um málið en hinu um bókmenntir, hefðu um það bil átta manns sótt hið fyrrnefnda en fimmtán hið síðarnefnda. Sagði hún að áhugi Dana á Islandi nútímans færi mjög vaxandi. Hún sagðist ekki hafa komið hingað til lands fyrr en nú, en myndi áreiðanlega koma hingað aftur síðar. Japani frá Danmörku yrkir á íslensku A námskeiðinu var einn jap- leggur í staðinn aðra gildru fyrir hvítan). 32. dxc4 — Í5, (Vinnur mann en staða hvíts var þegar vonlaus). 33. Rg5 - Hxel. 34. Db7 - Df2. 35. Kh3 — Dfl. Hvítur gafst upp. Þriðju skákina, sem birt verður, tefldi Ingvar í næst síðustu umferð og verður farið fljótt yfir sögu. I 18. leik fórnar svartur peði í von um að ginna hvítan riddara á reit þar sem hann á enga' undankomu en það reynist tálsýn því þess í stað verður þessi riddari hvíts geysiöflugur og það verður með dyggilegri aðstoð hans sem hvítum tekst að brjóta niður varnir svarts að lokum. Ingvar lýkur þessari skák með ljómandi fallegri leik- fléttu í 41. leik. 8. umferð Ilvítti Ingvar Svarti Zalzman Sikilevjarvörn 1. e4 - c5. 2. Rf3 - Rcfi. 3. Bb5 — gfi. 4. c3 — Rf6, (Eðlilegri leikur er 4. — Bg7 en eftir 5. d4 hefur hvítur fengið falleg mið- borðspeð). 5. e5 - Rd5. 6. 0-fl - Bg7. 7. d4 — cxdi. 8. cxd l — 0-fl. 9. Rc3 — Rc7,10. Bf l - Rxb5.11. Rxb5 - afi. 12. Rc3 - dfi. 13. h3 - dxe5, 14. dxe5 - BÍ5, 15. Db3 - Rdl, 16. Rxdi - Dxd4. 17. Bg3 - b5. (Svartur má að sjálfsögðu ekki drepa peðið á e5 með biskup því að eftir Hfdl missir svartur vald á biskupnum). 18. Rd5 — Be6? (En hér verða svörtum á alvarleg mistök eins og fyrr greinir. Eðlilegast framhald sýnist einfaldlega vera 18. — e6 og svartur stendur sízt lakar að vígi). 19. Rxe7 - Kh8. 20. Hfdl - Da7, 21. Da3 - Db7, 22. Dd6 - Híe8, 23. Bh4 - h6. 24. Bf6 - Kh7, 25. Bxg7 - Kxg7, 26. Rc6 - IIac8, 27. Rd4 - Kh7. 28. Rb3 - Hc2, 29. Rc5 - De7. 30. b4 - Dh l, 31. IId2 - Hxd2, 32. Dxd2 - Hd8, 33. Dc3 - Bc4, 34. Ilel - Dg5, 35. Rel - Df5, 36. Rffi - Kg7. 37. Rel - IId3. 38. Db2 - Kf8, 39. Rd6 - De6, 40. Re4 - Dd5 41. e6! - Dxe6, 42. Dh8 - Ke7, 43. Dal! Svartur gefur. anskur stúdent, sem stundar nám í Danmörku, Ikeda Naofumi að nafni. Hann hefur ekki lært íslensku áður, en lét sig þó ekki muna um það að yrkja eitt ljóð á því máli nú nýverið. Sveinn Skorri Höskuldsson kennari á námskeið- inu lýsti ánægju sinni með árang- ur skáldsins, leiðrétti nokkrar smávægilegar villur og fer ljóðið hér á eftir í endurbættri gerð. Væri fróðlegt að vita hvort íslendingar gætu ort á japönsku eftir að hafa lært málið í þrjár vikur. Ljóð á íslandi Við hringingu Hallgríms ég vakna geng til skólans við kveðju fugla á tjörn. íslands morgunn kyrr og fríður með skært og tært loft. Ég reyni tii við þig, fagra blóm inni í sólskininu mjúka. í eyðimörk ferðast maður. heyrandi öldu. þolandi blástur. Kvöldar dýpst sorglega hvorki sofna ég né dreymir mig rólega. Hvar er hjartað mitt? Sumarnóttin þegir um ljósið sitt. Ikeda Naofumi Dr. Magnús Pétursson. Drög ad hljóð- kerfisfræði komin út ÚT er komin hjá IÐUNNI ný bók eftir dr. Magnús Pétursson um íslenska hljóðfræði og nefnist hún Drög að hljóðkerfisfræði. Hún er framhald á bók dr. Magnúsar Péturssonar Drög að almcnnri og íslenskri hljóðfræði sem út kom árið 1976. í bókinni fjallar höfundur um hljóðkerfi nútímaíslenzku, en fátt eitt hefur verið ritað um það efni á íslensku fram að þessu. Markar. ritið því nokkur tímamót. Bókin skiptist í þrjá meginhluta. í fyrra hluta hennar er fjallað um gerð tungumála; formun þeirra, merkingu, tákn, svið tungumáls, mál og tal og fleira. í öðrum hluta bókarinnar er hljóðkerfisfræði, en það er sú vísindagrein sem fjallar um hljóðkerfi tungumáls út frá því sjónarmiði hvernig viðkomandi mál hagnýtir sér mismun ein- stakra málhljóða. Hljóðkerfis- fræði skýrir ennfremur hvernig lýsa ber hljóðkerfi og hvaða aðferðum er beitt við slíka lýsingu. í þriðja hluta bókarinnar er fjallað um fónemakerfi nútímaís- lensku, ferli í hljóðkerfi nútímaís- lensku og þróun tungumáls og hljóðkerfisfræði. I bókinni eru auk þess orðasafn og ritaskrá. í orðasafninu eru helstu hugtök sem tengjast fræðigreininni og koma fyrir í bókinni og hliðstæða þeirra á fjórum tungumálum; ensku, dönsku, frönsku og þýsku. Höfundur bókarinnar, dr. Magnús Pétursson lauk doktors- prófi frá Háskólanum í Strassbourg árið 1969. Hann vinnur nú við kennslu og rann- Framhald á bls. 26 VANTARÞIGVINNU VANTAR ÞIG FÓLK o Þl' ALGLYSIR l'M ALLT LAND ÞEGAR ÞL AL'G- LÝSIR í MORGLNBLAÐINL

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.