Morgunblaðið - 11.07.1978, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 11.07.1978, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 11. JÚLÍ 1978 ilÖTRANDI VIPPUÐU NÆRBROKUNUM" EINS og fram kemur í blaðinu í dag, var maður hætt kominn í Læknum í Nauthólsvík á sunnudagsmorguninn. Um það hefur mikið verið rætt að undanförnu hvort ekki eigi að koma í veg fyrir að næturlíf sé stundað í Læknum, þar sem drukkið og ruglað fólk safnast saman og setur sjálfa sig og aðra í hættu, en þegar maðurinn var á sunnudagsmorgunn veiddur upp úr vatninu þvældist fólk fyrir lögreglu- og sjúkramönnum og tafði mjög fyrir hjálparaðgerðum þeirra. Blm. og ljósmyndari fylgdust með atburðum við Lækinn s.l. föstudagsnótt og hér á eftir fer brot af því sem þar gerðist. Lækurinn eöa Læragjá í Nauthólsvík hefur ekki verið svo lítið í sviðsljósinu undanfarið fyrir fjölskrúðugt líf þar um nætur. Aðfararnótt laugardagsins í rigningarsudda kenndi þar margra grasa meðal baðgesta og mikill fjöldi dyggðugra borgara var á ferð um bakkana langt fram eftir nóttu í leit að forvitnilegum atburðum. " Lengi vel voru aðeins tveir leikendur á upplýstu sviðinu frá bílljósum áhorfenda. Karlmenn um þrítugt í sundfötum skemmtu sér konunglega yfir allri þeirri athygli sem þeir nutu. — En viðstaddir biðu þolinmóðir átekta eftir því að fleiri kæmu til leiks, sem varð raunin. Ekki unglingar, heldur flestir karlmenn á Þrítugsaldri. Smátt og smátt týndu karlmenn á aldrinum 25—30 ára af sér spjarirnar hver á fætur Þanrúg var lífið við Lœkinn á föstudags- nóttina s.1 öðrum, kýldu upp brjóstkassann og dýfðu sér ofan í baðvatnið, þar sem mikið var um glerbrot á botninum, en þunn skán af olíu eða öðru viðlíka flaut á yfir- borðinu. Sumir þessara manna komu af dansstöðum, aðrir beint úr heimahúsum, sumir jafnvel úr vinnu. Miðaldra maður gekk um bakkana, virðulegur í fasi, alla nóttina og beið, — en eftir hverju! Einstaka mönnum, lá svo á að rækta líkamann og hressa upp á sálina, að þeir dembdu sér í vatnið í öllum fötunum, en reyndu af veikum mætti að halda leðurskónum upp úr vatn- inu í von um að þeir eyðilegðust ekki alveg, þó aðalvandamálið hafi verið að halda nefinu upp úr til innöndunar á súrefni. Einn og einn laugargesta þurfti að sjálfsögðu að kasta af sér vatni eins og gengur og gerist og slangraði þá í þeim tilgangi upp á bakkann. Þvagið hefur svo í tímans rás seitlað með regnvatninu út í heilsulind- ina, Lækinn, þar sem einstaka baðgestir supu hveljur þegar andlitið datt af og til fram á vatnsborðið í stundar svefndofa. Aðeins tvær kvenpersónur lauguðu sig þessa nótt í Læknum. Önnur fékk sér stuttan sundsprett og hélt svo í burtu. Hin sat nokkurn tíma í næst neðsta pollinum á nærklæðum, með krosslagða fætur og vindling í hægri hendi og var Laus viö allar sálarbólgur gekk hann um og naut sín ágætlega ... Gömul þingmál SAMBANDSMÁL Á ALÞINGI 1918-1940. Haraldur Jóhannsson gaf út. 152 bls. Heimskringla, Rvík, 1977. ÞESSI litla bók geymir »brot úr þingræðum« eins og segir á titilsíðu og hefur Haraldur Jó- hannsson tekið saraan efnið. Hann ritar líka inngang þar sem hann segir sögu sjálfstæðismálsins frá aldamótum til fullveldis. Lengsti kafli bókarinnar eru brot úr þingræðum vegna sambandslag- anna 1918. Eftir það bar þau mál ekki oft á góma í þinginu þar til stríðið skall á og Norðurlönd voru hernumin röskum tveim áratugum síðar, en sá kaflinn fellur utan við ramma þessarar bókar. Eftir að fullveldi var fengið 1918 voru þau ekki lengur höfuðmál, hvorki innan þings né utan, snertu ekki lengur viðkvæman streng í þjóðar- sálinni, þeim var í raun lokið eða að minnsta kpsti séð fyrir endann á þeim. Ekki hafa þær litlu umræður, sem fram fóru um sambandsmálin á árunum milli styrjaldanna, heldur sögulegt gildi vegna síðari tíma þróunar. Er mér því nokkur ráðgáta hvers vegna útgefandi hefur séð ástæðu til að gefa efni þetta út á bók. Ef tiltaka skal efni sem hærra bar á sama tíma bendi ég t.d. á viðbrögð Alþingis við kreppunni sem skall hér á um 1930 og kom að vísu ekki harðar niður á íslendingum en öðrum þjóðum en var þó fyrsta stóralvarlega vandamálið sem Alþingi hins fullvalda íslenska ríkis fékk við að glíma. Utanríkis- mál voru ekki í höndum íslendinga á þessu tímabili. Þeir þurftu ekki, allar götur fram að seinna stríði, að taka ákvarðanir í skiptum við erlendar þjóðir — utan dani. Þau tvö mál, sem komu til gagngerðrar endurskoðunar eftir lok seinna stríðs — hlutleysið og landhelgin — voru ekki álitamál á tímum fullveldisins. Um hið fyrrtalda er það að segja að íslendingar Iýstu yfir hlutleysi 1918 meðal annars Bókmenntlr eftir ERLEND JÖNSSON fyrir þá sök að þeir óttuðust að ella kynni að verða verslað með landið við stríðslok eins og títt er þegar reikningar eru gerðir upp eftir styrjaldir. Bjarni Jónsson frá Vogi benti á að fræðileg viður- kenning væri »ekki nægileg, ef íslandi yrði kastað inn í landa- brutl stórveldanna eftir ófriðinn.« Og Einar Arnórsson, sá lærði lögspekingur, sagði um hlutleysis- ákvæðið: »Er hlutleysi vort svo vel tryggt í frumvarpinu 1918, sem hægt er að gera með lögum, því að enginn getur gert vií því, þó að hlutleysi sé brotíð í ófriði. Er það ofbeldisverk, sem engin skrifuð skjöl geta fyrirbyggt.« Haustið 1919 bar Sveinn í Firði fram »tillögu til þingsályktunar um stækkun á landhelgissvæðinu.* Sagði Sveinn að málinu hefði verið »hreyft hér á þingi fyrr, þótt eigi bæri það árangur, og ósjaldan hafa óskir heyrst frá alþýðu manna um tilraunir í þessa átt.« Benti Sveinn á að »landhelgin ákvarðast ekki" af föstum alþjóðalögum, því að hún er breytileg frá einu landi til annars og sums staðar miklu rýmri en hér.« Jón Magnússon, þáverandi for- sætisráðherra, svaraði þessu svo »að sams konar tilraunir, sem hér er farið fram á, að gerðar séu, hafa verið gerðar aftur og aftur frá öðrum smáríkjum, en jafnan árangurslaust. Sjálfir Englending- ar hafa og haft á dagskrá útfærslu landhelgislínunnar, en ekkert orð- ið úr.« , Þannig hvikuðu þingmenn milli drauma og veruleika fyrir sextíu árum. Þeir, sem þá sátu á Alþingi íslendinga, áttu flestir eftir að reyna hver stoð var að hlutleysis- yfirlýsingum í ófriði. Hins vegar áttu þeir ekki eftir að sjá rætast þær »óskir frá alþýðu manna« að landhelgin væri færð út svo um munaði. Þá hafði Bretland lengi drottnað á heimshöfunum og hafa þeir vísu landsfeður vafalítið gert ráð fyrir að svo yrði enn að sextíu árum liðnum. Seinni heimsstyrj- öldin var þá ekki í sjónmáli og enn síður afleiðingar hennar fyrir síðari rás viðburða í veröldinni. Sem þessi gömlu ræðubrot eru lesin kemur í ljós að þau eru ekki aðeins orðin fjarlæg í tímanum, þróun mála í heiminum hefur jafnvel varpað þeim í sýnu meiri fjarlægð frá nútímanum. Hins vegar gerðist nokkuð á þessum árum sem Haraldur Jó- hannsson bendir réttilega á að haft hafi varanlegar afleiðingar og enn standi lítt breytt, það er að segja að stjórnmáiaflokkarnir urðu þá til. Þeir, sem sátu á þingi 1918, voru margir »gamlar sjálf- stæðishetjur«. Þegar þeir hurfu af vettvangi stjórnmálanna tóku flokksforingjar hinna nýju flokka að setja æ meiri svip á þingið. »Sambandsmál á Alþingi 1918—1940« — eins og Haraldur nefnir bók sína — eru því aðeins veigalítill kapítuli í þingsögu þeirra ára ef undan eru skildar umræður sem fram fóru fyrir gildistöku sjálfra sambandslag- anna á því herrans ári — 1918. Ef Haraldur hefði t.d. gert úttekt á hvernig nýju stjórnmálaflokkarnir urðu tíl, sumpart upp úr gömlu flokkunum, kringum 1918, hefði ég talið slíka samantekt sýnu merki- legra efni í bók.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.