Morgunblaðið - 11.07.1978, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 11.07.1978, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 11. JÚLÍ 1978 • * Y.J*' • % FH-INGAR eru greinilega að ná sér á strik eftir slaka byrj- un í 1. deildinni í ár. Liðið hefur nú unnið tvo leiki í röð, Breiða- blik um fyrri helgi og Keflvíkinga á sunnu- dagskvöldið í Kapla- krika 2:0. Með sigri sínum á sunnudaginn komust FH-ingar upp fyrir Keflvíkinga og eru nú í f joíða neðsta sæti. Leikur FH og ÍBK var mjög þófkenndur til aö byrja með og hvorugu liðinu tókst að skapa sér marktækifæri. En brátt fóru FH-ingarnir að herða sóknina og á. 22. mínútu munaði litlu að Ólafi Danivalssyni tækist að skora eftir að hafa fengið góða sendingu frá Leifi Helgasyni en Ólafur skaut framhjá af mark- teig þegar opið markið blasti við. Óli Dan átti afmæli þennan dag og héit upp á afmælið með því að brenna af í þremur dauðafærum eins og hann orð- aði það sjálfur. En þótt Ólafi hafi verið mislagðir fætur við markaskor- unina átti hann allan heiðurinn af fyrsta marki FH-inga, sem kom á 29. mínútu. Hann plataði varnarmenn Keflvíkinga illilega og sendi góða sendingu fyrir markið af vinstri kantinum. Boltinn stefndi að stönginni nær og þar kom Pálmi Jónsson á fullri ferð og skallaði boltann laglega yfir Þorstein markvörð og í netið. Fimm mínútur liðu og FH bætti þá við öðru marki. Pálmi Jónsson fékk góða sendingu á vinstri kantinn og lék inn í vítateig Keflvíkinga. Þegar þangað kom tók hann sprett framhjá Gísla Grétarssyni mið- verði og hugðist komast upp að endamörkum til þess að gefa boltann fyrir en Gísli var ekki á þeim buxunum að láta Pálma komast upp með það og endirinn varð sá að hann brá honum illa og vítaspyrna var umsvifalaust dæmd. Janus Guðlaugsson FH fjarlægist fallsætin spyrnti heldur illa og munaði minnstu að Þorsteini tækist að verja en allt um það, í netið fór boltinn. FH-ingum hefur gengið illa að halda fengnu forskoti í leikjum sumarsins. Þeir hafa iðulega leikið vel í fyrri hálfleik en botninn dottið úr leik þeirra í seinni hálfleik. Það sama var uppi á teningnum í þessum leik. Keflvíkingarnir tóku leikinn í sínar hendur í upphafi seinni hálfleiks og sóttu nær látlaust að marki FH-inga en þeir misnotuðu tækifæri sín á hinn herfilegasta hátt. A 6. mínútu seinni hálfleiks brenndi Einar Ólafsson af á markteig og nokkrum mínútum síðar skall- aði Óskar Færseth framhjá í dauðafæri. Enn liðu nokkrar mínútur og þá misnotaði Friðrik Ragnarsson gott tækifæri. Gísli Torfason, sem komið hafði inná í hálfleik sem varamaður, átti tvö tvækifæri til þess að skora en hann skaut himinhátt yfir í bæði skiptin. FH-ingarnir voru nánast ein- göngu í vörn fyrsta hálftímann í seinni hálfleik en þá fóru þeir að sækja aftur og skall oft hurð nærri hælum við mark IBK síðustu mínúturnar. Bezta tæki- færið fékk Ólafur Danivalsson eftir misheppnað útspark Þor- steins markvarðar en Þorsteinn bætti fyrir mistökin og varði skot Ólafs laglega með úthlaupi. Enginn vafi leikur á því að FH-ingarnir eru í sókn eftir slaka byrjun í vor. Þeir eru farnir að leika prýðilega knatt- spyrnu en hættir til þess að missa tökin á leikjunum í seinni hálfleik. I þessum leik var vörnin traust með miðverðina Loga og Gunnar sem beztu menn og Friðrik traustan í markinu. A miðjunni var Janus að vanda mjög sterkur og í framlínunni var Ólafur Dani- valsson sprækur sem fyrr þó hann hafi farið illa með nokkur góð tækifæri. Þá lék Pálmi aðalhlutverkin í mörkunum báð- um. Vörn Keflvíkinga var sömu- leiðis góð í þessum leik, sérstak- lega miðverðirnir Gísli Grétars- son og Sigurður Björgvinsson. Þá var Þorsteinn markvörður góður og hann verður ekki sakaður um mörkin. í STUTTIJ MÁLI. Kaplakrikavöllur 9. júlí. íalandsmótið 1. deild, KH-fBK 2.0 (2.0). Mörk FH. Pálmi Jónsson í 29. mtnútu Janus Guðlaugsson úr vítaspyrnu á .11 mínútu. Áminninx. Viðar Halldórsson FH bókaöur. Áhorfendun 427. [ ísianflsmðHð 1. dellfl Loksins Blikasiguríl 0. tiiraun BREIÐABLIK vann sinn fyrsta leik í fyrstu deild að þessu sinni gegn KA norður á Akureyri. Blikarnir skoruðu þrívegis án þess að KA-mönnum tækist að svara og má telja þau úrslit sanngjörn. Þrátt fyrir þennan sigur er staða Breiðabliks í deildinni afar veik. þrjú stig, þremur stigum á eftir næsta liði. Hins vegar eru Breiðabliksmenn búnir að brjóta ísinn og verður fróðlegt að fylgjast með gengi þeirra í næstu leikjum. Það sama er uppi á teningn- um hjá KA. Liðið er komið í alvarlega fallhættu og má taka sig verulegá á. í næstu leikjum til að forðast fa.Il. Það er annars einkennilegt að nái KA-liðið þokkanlegum leik þá má næst- um bóka að næsti leikur liðsins verði afar slakur. Þannig átti KA-liðið all þokkalegan leik gegn Akurnesingum í vikunni og síðan kom Breiðabliksleikurinn á laugardaginn og þá stóð ekki steinn yfir steini. Breiðabliksmenn komu ákafir til leiks á laugardag og sóttu í upphafi stíft gegn KA. Blikarnir áttu þó nokkur færi þegar í upphafi og aðeins virtist spurn- ing hvenær fyrsta markið kæmi. Og þess var ekki langt að bíða. A 20. mín. sendi Hákon Gunn- arsson laglega stungu upp í hornið á Heiðar Breiðfjörð. Heiðar renndi knettinum fyrir markið þar sem Sigurjón Rann- versson kom aðvífandi og skor- aði örugglega af stuttu færi. Eftir markið jafnaðist leikurinn nokkuð og síðustu tíu mínútur hálfleiksins sóttu KA-menn stíft og virtist markið liggja í loftinu, en Breiðabliksmenn sluppu með skrekkinn. Næst því að skora komust KA-menn á 44. mín. þegar Sigurbjörn átti lúmskt skot úr aukaspyrnu sem hafnaði í slánni. I síðari hálfleiknum voru KA-menn mun meira með bolt- ann en gekk illa að skapa sér færi. Liðið lék nokkuð snyrtilega saman úti á vellinum en þegar nálgaðist teiginn rann allt út í sandinn. Á 79. mín. komust Blikarnir í skyndisókn. Hákon Gunnarsson skaut að marki KA af vítateig, Þorbergur missti boltann fremur klaufalega frá sér og Sigurður Halldórsson fylgdi vel eftir og skoraði örugglega. Við þetta mark lam- aðist allur leikur KA algerlega og sóttu Blikarnir stíft og innsigluðu sigurinn með góðu marki Benedikts Guðmundsson- ar úr aukaspyrnu á síðustu mínútu leiksins. Blikarnir börðust sem einn maður í þessum leik og var sigur þeirra fyllilega sanngjarn. Þrátt fyrir það er lið Blikanna ekki mjög sannfærandi í leik sínum. Það sem ef til vill skóp sigur Blikanna fyrst og' fremst í þessum leik var hversu and- stæðingarnir voru gersamlega heillum horfnir. Eigi verður þó skilið við þessa frásögn án þess að minnast á frammistöðu Benedikts Guðmundssonar. Benedikt er ungur og bráðefni- legur miðvörður, sannarlega maður framtíðarinnar. Þá áttu Ólafur Friðriksson og Einar Þórhallsson ágætan leik. KA-liðið hefur valdið miklum vonbrigðum í síðustu leikjum. Sá neisti, sem virtist búa í liðinu í upphafi mótsins, virðist nú kulnaður og taki norðanmenn sig ekki verulega saman í andlitinu blasir ekkert við nema fall í 2. deild. Eini maðurinn sem eitthvað kvað að í þessum leik var Eyjólfur Ágústsson. Guðmundur Haraldsson dæmdi leikinn nær óaðfinnan- lega. í STIITTU MÁLIi Akureyrarvöllur. 1. deild KAiBreiðablik 0.3 (0.1) Miirkin. SÍKUrjón Itannversson á 20. mín. SÍKurður Halldórsson á 79. mín. og Bcnedikt Guðmundsson á 89. mín. Aminninxari Enxin Áhorfendur. 507

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.