Morgunblaðið - 11.07.1978, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 11.07.1978, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 11. JULI 1978 — Enn ágreiningur Framhald af bls. 40 framhaldi af því urðum við ásáttir um að eðlilegt væri að það hlyti að fara að draga að því að formlegar stjórnarmyndunarviðræður hæf- ust og því væri ekki lengur ástæða til að halda þessum könnunarvið- ræðum áfram sérstaklega. Ég vil þó taka það fram að við teljum þessar könnunarviðræður hafa verið mjög gagnlegar en hins vegar voru þær aldrei ætlaðar til þess að gefa endanleg svör“. Fundur var haldinn í fram- kvæmdastjórn og þingflokki Al- þýðubandalagsins í gær og sagði Lúðvík aö þar hefðu málin verið rædd á breiðum grundvelli „og það er allt sem ég vil segja frá þeim fundi". „Þessar könnunarviðræður leiddu ekki til neinna niðurstaða í sjálfu sér enda var það aldrei ætlunin en þær hafa verið mjög gagnlegar og geta vel reynzt svo í sambandi við formlegar stjórnar- myndunarviðræður síðar," sagði Benedikt Gröndal formaður Al- þýðuflokksins. Spurningu Mbl. um viðræðufund Alþýðubandalagsins og Framsókn- arflokksins varaði Benedikt á þá leið, að hann hefði „algjörlega" verið „mál Alþýðubandalagsins og okkur óviðkomandi með öllu“. — Óeirðir Framhald aí bls. 1 Pamplona og stjórnvöld segja að um það bil 135 þúsund ferðamenn hafi í skyndi haldið frá borginni sem er höfuðborg Navarrehéraðs- ins á Norður-Spáni. Opinberar tölur segja að um 135 manns hafi slasast, þar á meðal eru allmargir lögreglumenn. Fréttaritarar staðhæfa hins vegar að þessa tölu megi margfalda. — Drög að... Framhald af bls. 13 sóknarstört við Hamborgarhá- skóla. Drög að hljóðkerfisfræði er þriðja bókin í Ritröð Kennarahá- skóla Islands og Iðunnar. þar sem fyrirhugað er að gefa fyrst og fremst út efni handa kennaranem- um og kennurúm. Bókin er prentuð í Hafnarprenti h.f. Umbrot og setning; Tölvusetn- ing. Bókin var bundin í Bókfelli h.f. t ^-------- — Réttarhöld Framhald af bls. 1 kommúnistaflokkurinn frá sér áskorun þar sem hann beindi því til stjórnar Sovetríkjanna að þeir Shcharansky og Ginzburg yrðu þegar í stað leystir úr haldi og allri slíkri kúgun yrði hætt í Sovétríkjunum í eitt skipti fyrir öll. Forsætisráðherra Bretlands, James Callaghan, varaði í dag sovésk stjórnvöld við að réttar- höldin yfir þeim Anatoly Shcharansky og Alexander Ginzburg gætu spillt mjög samskiptum Bretlands og Sovétríkjanna. Þá skoraði ísraelska stjórnin í dag á Sovétríkin að láta ákæruna á hendur Shcharansky niður falla. Brezk dagblöð hafa heldur ekki látið sitt eftir liggja í þessum efnum og gagnrýna þau Sovét- stjórn harðlega fyrir réttarhöld- in. Callaghan sagði á brezka þinginu að réttarhöldin yfir tvímenningunum bæru „öll merki þess að Sovétríkin væru að taka upp að nýju þá stefnu, sem einkenndi valdatímabil Stalíns". David Owen, utanríkisráð- herra Bretlands, sagði að Bretar myndu í framtíðinni ekki taka eins mikið mark á mótmælum Sovétmanna við tilraunum Breta til að bæta samskiptin við Kínverja. Leiðtogar allra brezku stjórn- málaflokkanna réðust harka- lega á stefnu Sovétríkjanna í mannréttindamálum og sumir kröfðust þess að öll menningar- og íþróttatengsl við Sovétríkin yrðu rofin. AUir stjórnmálaflokkarnir í ísrael, nema kommúnista- flokkurinn, samþykktu ályktun þess eðlis að öll lönd heimsins styðji kröfu Israels um að ákærurnar á hendur Shcharansky verði látnar falla niður og að honum og öðrum andófsmönnum í Sovétríkjunum verði leyft að flytjast úr landi. Menachem Begin, forsætis- ráðherra ísraels, sagði að afskipti af máli Shcharansky væru réttlætanleg vegna þess, að Sovétstjórnin hafi þverbrotið allar alþjóðlegar mannúðarregl- ur, er hún neitaði Shcharansky um að ráða lögfræðing sér til varnar. „Líf og frelsi saklauss manns er ekki innanríkismál neins lands né stórveldis," sagði Begin. Dagblöð í Bretlandi eru mjög harðorð í garð Sovétríkjanna og hvetja mörg þeirra til þess, að Salt-viðræðunum verði hætt. Þannig segir í forystugrein Daily Mail, að „Carter Banda- ríkjaforseti eigi þegar í stað að fresta öllum frekari viðræðum um afvopnunarmál. Viðræðurnar, sem snúast að mestu um kjarnorkuvopn, eru okkur öllum mikilvægar". „Tveir andófsmenn i viðbót verða fundnir sekir um glæpi gegn sovéska ríkinu í þessari viku,“ segir í forystugrein Daily Mirrors. „I augum almennings verða það hins vegar Sovétríkin sjálf, sem verða talin glæpa- maðurinn." í Bandaríkjunum hvöttu Gyð- ingaleiðtogar til þess að banda- rísk stjórnvöld endurskoðuðu samskipti sín við Sovétríkin. Leiðtogarnir áttu fund með Zbigniew Brezezinski, öryggis- málaráðgjafa Carters, og Cyrus Vance, utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Þá var kastað eldsprengju að húsnæði sovésku ríkisferða- skrifstofunnar í New York og segjast samtök, sem kalla sig „Vopnuð hreyfing Gyðinga", bera ábygð á verknaðinum. Engan sakaði og lítið tjón varð á mannvirkjum. í París héldu um 100 manns fund til að mótmæla réttarhöld- unum og mátti kenna marga kunna menn á fundinum svo sem Paul Goma, en hann er landflótta Rúmeni, komm- únistasagnfræðinginn Jean Ell- einstein og Viktor Fainberg, en hann er landflótta Sovétmaður. Carter vill ekki fresta fundi Vanee og Gromykos Cyrus Vance utanríkisráð- herra Bandaríkjanna sagði á blaðamannafundi í dag að þrátt fyrir þetta yrði ekki frestað fundi sem fyrirhugaður er með Andrei Gromyko utanríkisráð- herra Sovétríkjanna á SALT-fundunum í Genf. Sendi- nefnd Gyðinga hafði í dag hvatt til að Carter léti fresta þessum fundi í mótmælaskyni. Vance sagðist harma meira en orð fá lýst réttarhöldin í Moskvu og þau vektu mjög alvarlegar spurningar um brot Sovétríkj- anna á Helsinkisamkomulaginu. Sagt ítarlega en athugasemdalaust frá i Austur-býzkalandi Opinbera austur-þýzka frétta- stofan ADN sagði í kvöld mjög ítarlega frá réttarhöldunum í Sovétríkjunum en lét engin orð falla um afstöðu Austur-Þýzka- lands til þeirra. Var rakin frásögn TASS og með fylgdi einnig mótmælasamþykkt Bandaríkjastjórnar, en hana hafði TASS birt. Belgar mótmæla við sendiherra Sovét í Briissel Utanríkisráðherra Belgíu, Henri Simonet, hefur ákveðið að kveðja á sinn fund Serguei Romanovski sendiherra í Belgíu til að bera fram „sára hneykslan og gremju" belgísku stjórnar- innar á réttarhöldunum. I orð- sendingu utanríkisráðuneytis Belgíu var farið ákaflega hvass- yrtum orðum um þetta athæfi. — Ákæran er fráleit... Framhald af bls. 1 örstuttum í dag, að hér eftir yrðu réttarhöldin algerlega lokuð. Móð- ir Shcharanskys sem hafði sótt mjög fast að fá að hlýða á var rekin frá. Hún brast í grát úti fyrir réttarsalnum er hún las upp yfirlýsingu fyrir fréttamenn og fjölda manna sem þar voru samankomnir. Gripið fram í varnarræðu Shcharanskys Leonid Schcaransky sagði, að í varnarræðu sinni hefði bróðir sinn talað um útflytjendastefnu Sovét- ríkjanna og hefði þá sagt, að hún „gæti ekki verið innanlandsmál". Greip þá dómari fram í fyrir honum og sagði: „Þetta er ekki kennslustund í innanríkispólitík." Kæran á hendur Shcharansky er alls 51 bindi en rétturinn leyfði aðeins að setja inn í fjórar síður honum til varnar. Að réttarhaldinu í dag loknu sagði fulltrúi réttarins við vest- ræna fréttamenn, að Shcharansky hefði borið, að hann „hefði ekki ætlað sér að valda fullveldi Sovétríkjanna tjóni né draga úr hernaðarmætti þeirra". Ekki bilbug á Shcharansky að finna Leonid sagði, að bróðir sinn hefði verið hress og litið vel út. Hann hefði verið laus við allan óstyrk og ekki á honum neinn bilbug að finna. Eins og alkunna er hefur Anatoly Shcharansky — sem er Gyðingur — verið sakaður um að hafa haft regluleg tengsl við erlenda leyniþjónustu frá árinu 1974 og út allt árið 1977, og meðal annars við aðila sem hafi unnið í Sovétríkjunum undir því yfirskini að vera blaðamaður. Shcharansky er sakaöur um að hafa látið þessa aðila fá greinargóðar upplýsingar um alls konar varnarmál og ríkisleyndarmál. Meðal annars væri í ákæruskjalinu sagt, að hann hefði gefið Robert C. Toth, frétta- mannai Los Angeles Times, upp- lýsingar, og hefði hann verið yfirheyrður um tengls sín við Sheharansky fyrir ári. Toth hefði skrifað undir yfirlýsingu og síðan fengið að fara úr landi. I Washing- ton sagði Toth hins vegar í dag: „Ég hef aldrei á ævi minni unnið fyrir CIA eða nokkra leyniþjón- ustu. Allar upplýsingar sem ég safnaði í Sovétríkjunum voru til birtingar í Los Angeles Times. Það eru rakalaus ósannindi að ég hafi stundað þar njósnir og því sama hélt ég fram í fyrra.“ „Hjálpið eiginmanni mínum.. beiðni konu Shcharanskys Natalya Shcharansky, eiginkona hins ákærða, skoraði í dag á Carter forsetá Bandaríkjanna og Giscard d’Estaing forseta Frakk- lands að koma manni sínum til hjálpar. Hún sagði að réttarhöldin væru óréttlætanleg og líkti þeim við það, sem hefði getað gerzt í Þýzkalandi fyrir fjörutíu árum. Hún sagðist telja réttarhöldir. gefa vísbendingu um að herða ætti tökin á Gyöingunum í Sovétríkj- unum og stefnt væri að útrýmingu þeirra sem væri táknrænt fyrir afstöðu Sovétstjórnarinnar til almennra mannréttinda. Hún vís- aði mjög afdráttarlaust á bug ákærum á hendur eiginmanni sínum og sagði, að það hefði verið fullkomlega óhugsandi þó ekki væri nema vegna þess að hann hefði varla getað gengið skref nema undir eftirliti KGB-manna síðustu árin. Frú Shcharansky, sem býr nú í Israel, sagði að hún sneri sér nú til Frakklandsforseta og Carters Bandaríkjaforseta og við þá ætti hún þessi orð ein: „Hjálpið eiginmanni rnínum." Tveir franskir lögfræðingar, sem höfðu óskað eftir að fá að taka þátt í vörn Shcharanskys eða að rninnsta kosti vera við réttarhöld- in sem áheyrnarfulltrúar, voru á blaðamannafundinum með konu Shcharanskys og kunngerðu þar, að þeim hefði verið neitað um vegabréfsáritun. Þeir lásu og upp vitnisburð tveggja sovézkra andófsmanna sem voru yfirheyrðir í Shcharansky-rannsókninni og fluttust síðan til Frakklands. Sögðu lögfræðingarnir að spurn- ingarnar bæru þess ljósastan vott, að þeir sem yfirheyrslum stýrðu hefðu haft af því einna mestar áhyggjur að Shcharansky skyldi vilja fara til ísraels og hitta þar á ný konu sína. „Inn í salinn var komið með hálfdauðan mann...“ Irina Ginzburg sagði að eigin- maður sinn væri sjúkur af maga- sári og berklum og fengi enga læknismeðferð. Hún sagði, að hann hefði neitað að bera vitni í dag þegar mál hans var hafið í Kaluga. „Inn í réttarsalinn var komið með hálfdauðan mann. Fjörutíu og eins árs gamall er hann útlits eins og gamalmenni. Hárið grátt og hann er grind- horaður og hann á erfitt með að hreyfa sig og getur varla talað,“ sagði Irina um mann sinn. Hún sagöi að saksóknari hefði kallað tíu vitni til að bera um að maður hennar hefði dreift níðskrifum og áróðri um Sovétríkin. Aftur á móti sögðu starfsmenn dómhússins í Kaluga, að Ginzburg hefði fullháan blóðþrýsting en að öðru leyti væri líðan hans ljóm- andi góð. í réttarsalnum fengu nokkrir sendiráðsmenn að vera, þar af tveir frá brezka sendiráðinu og einn frá sendiráði Bandaríkjanna, Kanada, Hol.lands og Ástralíu. Einnig var þar móðir hins ákærða og Andrei Sakharov fékk og að vera við. Tveir vestrænir blaða- menn hlýddu og á málflutnirtginn í dag. Af tíu vitnum sem báru vitni í máli Ginzburgs sögðust fimm þeirra hafa fengið í hendur fjölritað eintak af Gulageyjahafi Solzhenitsyns. Listamaðurinn Arkady Grabobyev, sem hefur þekkt Ginzburg í fjögur ár, sagði að Ginsburg hefði gréitt honum fyrir upplýsingar um trúflokka. Hann sagði að Ginzburg héldi sambandi við Solzhenitsyn og aðra Sovétmenn sem byggju erlendis. Eitt vitna sagði, að vinkona sín, sem hefði lesið Gulageyjahafið, hefði orðið veik og síðan framið sjálfsmorð. v Irina Ginzburg dreifði til vest- rænna fréttamanna plaggi að loknum yfirheyrslum í dag þar sem hún sagði, að dómarinn hefði ekki leyft manni hennar að fá sér sæti á meðan yfirheyrslur og vitnaleiðslur fóru fram og hefði þó öllum mátt vera ljóst hversu þjáður hann væri. Þegar bifreiðinni með Ginzburg var síðan ekið frá réttardómshús- inu á miklum hraða hrópuðu um tuttugu vinir og stuðningsmenn Ginzburgs og þar á meðal var Andrei Sakharov: Alec — Alec. I framburði eins vitnis hafði og verið vitnað í ræðu og yfirlýsingar Sakharovs og einnig í skrif sem ýmsir sovézkir andófsmenn, rit- höfundar og menntamenn, sem reknir hafa verið í útlegð eða flúið, hafa safnað saman og gefið út érlendis en þá útgáfu annaðist Vladimir Maximov. — Sarkis íhugar Framhald af bls. 38. uppræta með öllu her kristinna manna þar í borg, ef þeir hlýddu ekki Sarkis forseta í einu og öllu. Á sunnudag hélt leiðtogi alþýðu- hreyfingarinnar til frelsunar Palestínu, George Habash, ræðu þar sem hann hvatti öll samtök Araba til að taka höndum saman og berjast gegn „ítökum heims- valdasinnanna í Líbanon og ann- ars staðar á Arabíu-skaganunT'! Þrátt fyrir' ákall Habash hafa Palestínuskæruliðar enn ekki blandað sér í átökin í Beirút. — Friðsamleg Framhald af bls. 1 ugt ríki — einkum af járngrýti. Hinir nýju valdhafar létu ekki uppskátt um pólitíska, afstöðu sína. Sagt er að truflanir hafi orðið á samgönguleiðum til höfuð- borgarinnar Noukachott en vest- rænir diplómatar segja að ekkert bendi til þess að valdamannaskipt- in í landinu boði breytta utanríkis- stefnu. Ould Daddad hefur verið við völd í Máritaníu í þau átján ár sem landið hefur verið sjálfstætt. Hann hefur átt undir högg að sækja síðustu nánuði og sagt er að yfirmenn hérsins hafi verið argir vegna þess hvernig að málum var staðið varðandi skæruliða Poli- sario sem hafa barizt fyrir sjálf- stæði fyrrverandi Spænsku-Sa- hara. Landsvæðið var síðan tekið af Marokkó og Máritaníu eftir að Spánverjar hurfu þaðan frá stjórn í febrúar. Utanríkisráðherra Marítaníu, sem er á fundi Einingarsamtaka Afríkuríkja í Khartoum, sagði að yfirmaður byltingarinnar hefði verið forseti herráðs Máritaníu, Mustapha Ould Mohammed Salek. — Desai Framhald af bls. 38. til þess að hann hafi breytt um skoðun. Desai neitaði því að hann hafi veriö ,;linur“ í afstöðu sinni til Gandhi. „Ég er hvorki harður né linur," sagði hann, „ég vil aðeins vera réttlátur." Miklar deilur hafa verið innan stjórnarflokksins á Indlandi, Janataflokksins, um afstöðuna gagnvart Gandhi og má segja að flokkurinn hafi verið klofinn í því máli. í dag ákvað aðalritari Janataflokksins að draga afsögn sína til baka, en hann sagði af sér fyrir viku í mótmælaskyni við brottrekstur innanríkisráð- herrans, Charan Singh. Singh hafði opinberlega gagnrýnt stjórn- ina fyrir seinaganginn í réttar- höldunum yfir Gandhi. Var hann fylgjandi því að komið yrði á laggirnar sérstökum dómstóli er dæmdi í máli Gahdni. - Lífið í Læknum Framhald af bls. 14. kvenmannsleysinu 1 Læknum, fækkaði baðgestum snarlega. Síðbúnir áhorfendur, sem komu í leit að frekari skemmtun eftir boð í heimahúsum, hættu sér nálægt lækjarbökkunum og röbbuðu um hitt og þetta við baðgestina. Konur í sparifötum og karlar í fínum jakkafötum. Auðvitað var nokkrum kastað útí, en eftir ragn og bölv sigraði hláturinn og áhyggjurnar yfir fötum og hárgreiðslu fuku út í veður og vind. Síðan var slengst upp í bílana í rennandi votum fötunum og þeyst í burtu. Ó, þetta er indælt líf. Þegar svo stírurnar hafa verið nuddaðar úr augunum daginn eftir hefur það verið svolítið svartara. Það er enginn vafi á því að það er ekki hættulaust að hafa Lækinn opinn um nætur, a.m.k. ekki á meðan enginn vaktmaður er þar við og þá er það líka vafamál að ástæða sé til þess að kostnaði af vaktmönnum sé haldið uppi, því „skemmtunin" við Lækinn er varla þess virði. Hefðu veðurguðirnir verið Reyk- víkingum hagstæðir yfir helgina, hefðu feður og mæður komið í Lækinn með börnin sín til að njóta þar sólarinnar með öllu óvitandi um glerbrotin á botnin- um og þann sóðaskap sem þar hafði viðgengizt nóttina áður. Þarna hefur einn maður látið lífið að nóttu til og á laugardags- morgun var lögregla og sjúkra- bíll kölluð að Læknum, þar sem maður lá ósjálfbjarga og það sama gerðist á sunnudags- morgun. Það getur vel verið að Lækurinn eigi rétt á sér á daginn en það býður hættunni heim að hafa hann opinn um nætur, þegar máttlaust og drukkið fólk í leit að öðru en heilsubót sækir þangað.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.