Morgunblaðið - 11.07.1978, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 11.07.1978, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 11. JÚLÍ 1978 29 | smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar Brotamálmur er fluttur aö Ármúla 23, sími 37033. Kaupi allan brotamálm langhæsta veröi. Staðgreiösla. Gott úrval af hljómplötum íslenskum og erlendum. Einnig músikkasettum og áttarása- spólum. Sumt á mjög lágu verði. Póstsendum. F. Björnsson, radíóverslun, Bergþórugötu 2. Sími: 23889. Munið sérverzlunina meö ódýran fatnaö. Verölistinn, Laugarnesvegi 82, S. 31330. Keflavík Til sölu mjög vel meö farin 5 herb. efri hæö ásamt nýjum bílskúr við Smáratún. Sér inn- gangur og þvottahús. Höfum einnig til sölu úrval af 3ja og 4ra herb. íbúöum m.a. við Hólabraut, Hringbraut og Miö- tún. Fasteignasalan Hafnargötu 27, Keflavík. Sími: 1420. Hafnarfjörður — Norðurbær Kona óskast sem getur tekiö aö sér 15 mánaöa gamlan dreng í gæslu á daginn. Uppl. í síma: 53414 á kvöldin. Óskum eftir iönaöarhúsnæöi 60—80 ferm. allt kemur til greina. Uppl. í síma 83709 frá 6—8. Farfuglar 14. til 16. júlí. Ferð á Kötlu. Uppl. á skrifstofunni Laufásvegi 41. Sími: 24950. SÍMAR. 11798 og 1S533. Miðvikudagur 12. júlí kl. 8.00 Þórsmerkurferö kl. 20.00 Gönguferð að Trölla- fossi. Létt og róleg ganga. i Fararstjóri: Tómas Einarsson. Verö kr. 15o0, gr. v. bílinn. Föstudagur 14. júlí kl. 20.00 1) Þórsmörk Gist í húsi 2) Landmannalaugur Gist í húsi 3) Hveravellir-Kerlingarfjöll Gist í húsi 4) Hrafntinnusker Gengið frá Landmannalaugum. Gist í húsi. Fararstjóri: Magnús Guömunds- son. Laugardagur 15. júlí kl. 13.00 Sigling meö Fagranesi frá ísafiröi til Hornavíkur. Til baka samdægurs. Komiö viö í Aöal- vík. Verö kr. 3500 gr. viö skipshliö Sumarleyfisferðir 15.—23. júlí Kverkfjöll — Hvannalindir — Sprengisandur Gist í húsum. Fararsjóri: Torfi Ágústsson 19.—25. júlí Sprengisandur-Arnarfell-Vonars Góö yfirlitsferö um miöhálendiö. Ferjaö yfir Þjórsá og gengiö á Arnarfell hiö mikla. Gist í húsum. Fararstjóri: Árni Björns- son 25.—30. júlí Lakagígar — Landmannaleiö. Gist í tjöldum. 28.—6. ágúst. Gönguferö um Lónsöræfi. Gist í tjöldum. Nánari upplýsingar á skrifstof- unni. Feröafélag íslands. Fíladelfía Almenn samkoma í kvöld kl. 20.30. Georg Jóhannsson, frá Gautaborg, talar í síöasta sinn. j raöauglýsingar — raðauglýsingar — raðauglýsingar Lokað vegna sumarleyfa — aðeins eina viku 17—24. þ.m. Lindu-umboöiö h.f. Sólv.g. 48 Sími 22785—6 Lokað vegna sumarleyfa frá og meö laugardeginum 15. júlí til mánudags 14. ágúst. Pantanir óskast sóttar sem allra fyrst. Gierslípun og speglagerö Lúövík Storr Klapparstíg 16., sími 15151 og 15190. Hveragerði Nýr umboðsmaöur hefur tekiö viö afgreiöslu Morgunblaösins í Hverageröi Björk Gunnarsdóttir, Dynskógum 6, sími 4114. Oft er skammt milli lífs og dauða og pví er nauðsynlegt að bregðast strax rétt viö pegar slys ber aö höndum. Lífgunartilraunir kennd- ar á einu kvöldnámskeiði Námskeiðin haldin á veg- um Rauðakross-deildanna Rauöakross-deildírnar í Reykjavík, Hafnarfirði, Kópavogi, Garöabæ og Seltjarnarnesi, hafa komið sér saman um aö gefa fólki á þeirra svæði kost ð að sækja sérstök námskeið í líf- gunartilraunum. Hefjast þessi námskeiö á miðvikudag 12. júlí n.k. kl. 20.00 hjá öllum nefndum deildum samtímis. Einnig verða samskonar námskeið haldín tvö næstu kvöld á eftir, ef aösókn verður nægjanieg. í fréttatilkynningu frá Rauöa- kross-deildunum segir aö á slíku námskeiði, sem stendur aöeins eina kvöldstund, sé unnt að kenna eftirfarandi: Um einkenni köfnun- ar, lífgunartilraunir með blásturs- aöferð, líflegu og skyndihjálp vegn a aöskotahlutar í hálsi. „Eitt af því mikilvægasta í fyrstu hjálp er aö kunna lífgun úr dauðadái. Hvergi er jafn skammt milli lífs og dauöa og aldrei er jafnmikilvægt að þeir, sem fyrstir koma á slysstaö, bregöi fljótt og rétt við“, segir Páll Gíslason yfirlæknir í ritgerð um hjálp í viðlögum. Upplýsingar um kennslustaði hverrar deildar eru veittar í síma 28222 (skrifstofa Reykjavíkurdeild- ar) og eru þá jafnframt skráð nöfn þátttakenda. Námskeiðin eru jafnt fyrir unglinga sem fullorðna og verða þau ókeypis. í fréttatilkynn- ingunni segir ennfremur að nauð- synlegt sé, að tilkynna þátttöku sem allra fyrst. Llfeyrissjóðurinn „Samein- ing” og verkalýðsfélagið „Eining” í nýju húsnæði Akurevri, 6. júlí. LÍFEYRISSJÓÐURINN „Sam- einins" heíir fest kaup á húseign- inni Skipajíötu 7 á Akureyri og flutti starfsemi sína þangað í dag. Húsið er 4 ha'ða stcinhús. og verða skrifstofur sjóðsins á neðstu ha>ð. Sjóðsíélagar eru félagsmenn Verkalýðsfélagsins Einingar. en félagssva'ðið nær yfir Akureyri og byggðirnar við Eyjafjörð. Auk þess eru í sjóðnum félagsmenn Iðnsveinafélagsins Dranga og að nokkru leyti Akureyrardeild Sjúkraliðafélags Islands. Verkalýðsfélagið Eining hefir ekki enn sem komið er gengið inn í húsakaupin, en væntanlega verður það innan skamms. Skrif- stofur félgsins hafa og verið fluttar úr Strandgötu 7, þar sem allt of þröngt var orðið um starfsemina, þannig að nú verður gjörbylting í allri aðstöðu félags- ins og Sjómannafélags Eyjafjarð- ar, sem einnig verður með skrif- stofu sína á Skipagötu 7. voru iðgjöld hans 206.000.000, vaxtatekjur 65.000.000 og vísitölu- álag 48,000.000 króna. Formaður Einingar er Jón Helgason, en Sjómannafélags Eyjafjarðar Guðjón Jónsson. Hjá Sameiningu starfa 3 menn, en 4 hjá Einingu. Sv.P. Strætisvagnar Reykjavíkur 1977: Starfsfólk Einingar og Sameiningar. Jón Ilelgason og Guðjón Jónsson eru lengst til hægri í aftari röð. Haukur Haraldsson tæknifræð- ingur hannaði innréttingar og húsaskipan á hinum nýja stað, en Kjörviður h.f. sá um allt tréverk. Gunnar Oskarsson sá um múr- verk, Ljósgjafinn h.f. um raflagn- ir, Stefán Jónsson um málningu, Loki h.f. um pípulagnir og Tré- smiðjan Þór um innihurðir. Skrif- stofur Sameiningar verða á 1. hæð., skrifstofur Einingar og Sjómannafélags Eyjafjarðar á 2. hæð, 3. hæð verður leigð út ýmsum aðilum, en ekki hefir verið ákveðið, hvað gert verður við 4. hæðina; e.t.v. verður þar fundarsalur. í árslok 1977 var eigið fé Lífeyrissjóðsins Sameiningar 720.000.000 krónur, og á árinu 1977 „Farþegum fækkaði um eina nuQjón á árinu” Farþegum Strætisvagna Reykjavíkur fækkaði á s.l. ári um 1 milljón og voru samtals um 13 milljónir. Rekstrarhalli fyrir- tækisins nam á árinu alls tæplega 325 milljónum króna og skuld þess við borgarsjóð ha'kkaði um 84 milljónir á árinu. Þetta kom fram í ræðu Gunnlaugs Péturs- sonar borgarritara við framleng- ingu borgarreiknings 1977, fyrir skömmu. Ennfremur sagði Gunnlaugur, að rekstrargjöld hefðu hækkað um 40% frá fyrra ári, en fargjalda- tekjur um 31.5%. Hlutfall halla af veltu hækkaði úr 34% í 39%, og þar með urðu að engu vonir um að takast mætti að minnka bilið milli tekna og gjalda í rekstri fyrir- tækisins. Að síðustu kom fram að fjöldi greiddra fargjalda var á s.l. ári um 10.9 milljónir, og hafði fækkaö um 800 þúsund frá fyrra ári og alls voru notaðir 2.2 milljónir skipti- miða.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.