Morgunblaðið - 11.07.1978, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 11.07.1978, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 11. JÚLÍ 1978 t Faöir minn og tengdafaöir, SIGURDUR GÍSLASON, tyrrverandl skipstjóri, lést aö morgni 10. júlí á sjúkradeild Hrafnistu. Edda Siguröardóttir, Grótar Strange. Hjartkær eiginmaöur minn, JÓN KRISTINN HALLDÓRSSON, vélstjóri, Fögrukínn 24, Hafnarfiröi, andaöist 9. júlí. Arnfriöur Mathiesen. Faðir okkar, EGILL STEFÁNSSON, kaupmaöur, lézt á sjúkrahúsi Siglufjarðar 7. júlí. Jóhannes P. Egilsson, Margrét Egilsdóttir, Geirlaug Egilsdóttir. t Eiginmaður minn, FRIÐRIK VALDIMARSSON, fisksali, Hamrahlíð 27, lést að Landakotsspítala 7, júlí. Kristín Hannesdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. t Maöurinn minn, EINAR GÍSLASON, málarameistari, Bergstaóastrnti 12 A, andaöist 8. þ.m. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju, fimmtudaginn 13. þ.m. kl. 10.30 árdegis. Þeir, sem vildu minnast hans eru beönir aö láta líknarstofnanir njóta þess. Krístín Friösteinsdóttir. I Eiginmaöur minn og faöir okkar, KARLJÓHANN NORMAN, fré ísafiröi, lést aö heimili sínu Newbury Park Californíu 3. júlí. Jaröarförin fer fram í Californíu mánudaginn 10. júlí. Eyrún Norman, Hrafnhildur Elfa Lavelle, María Eygló Ragnarsson, Vilberg Örn Norman. + VILMUNDUR SIGURÐSSON, sem lézt á sjúkrahúsinu Neskaupstaö, 6. júlí, veröur jarösunginn frá Fossvogskirkju miövikudaginn 12. júlí kl. 10.30 Sigurlaug Vilmundsdóttir, Bergpór Reynir Böövarsson, Gunnar Vilmundarson, Guri Liv Stefánsdóttir, Tryggvi Vilmundarson, Lilja Jóhannsdóttir, Bjarni Gunnarsson, Inga Karlsdóttir, Jón Þórir Gunnarsson, Þorsteina Guðjónsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Móöir okkar og tengdamóöir, KRISTÍN PÉTURSDÓTTIR, fré Kjalvegi, Ennisbraut 18, Olafsvík, veröur jarösungin frá Ingjaldshólskirkju fimmtudaginn 13. júlí kl. 2.00. Blóm og kransar afbeönir. en þeim sem vildu minnast hinnar látnu er bent á Ingjaldshólskirkju. G(]ðrún J6n,d6ttir, Jóhannes Jónsson, Kristín Jónsdóttir, Guójón Bjarnason. + Alúöarþakkir fyrir auösýnda samúö og hlýhug vlö andlát og jaröarför. LOVÍSU EYLEIFSDÓTTUR, Heióargerói 31. Jónas Helgason, Grétar Jónasson og aörír vandamenn. Minning: Jónas Þorvaldsson fyrrv. skólastjóri og oddviti í Ólafsvík Fæddur 21. septcmbcr 1899 Dáinn 4. júlí 1978 Merkur samtíðarmaður er lát- inn, eftir hann liggur mikið ævistarf sem mótaðist af sérstakri vandvirkni, einbeittum huga og trúmennsku. Jónas Þorvaldsson fæddist í Alftartungu í Alftaneshreppi í Mýrasýslu, foreldrar hans voru Þorvaldur Sigurðsson, bóndi þar og kona hans Valgerður Anna Sigurðardóttir. Hann átti því láni að fagna að ganga menntaveginn, enda frá- bærum hæfileikum búinn, hann var í Alþýðuskólanum á Hvítár- bakka 1914 — 16. Tók kennarapróf frá Kennaraskóla íslands 1924 — stundaði kennslustörf í Álftavers- breppi 1924—1927, á Akranesi 1925—1926 — Skólastjóri barna- og unglingaskólans á Hólmavík 1928—1930 — kennari við Héraðs- skólann á Núpi 1930—1932 og skólastjóri við Barnaskólann í Ólafsvík 1932-1957, eða í full 25 ár. Jafnhliða skólastjórastörfum hlóðust á hann ýmis félagsstörf, hann var kosinn í hreppsnefnd í Ólafsvík 1937 og var oddviti hreppsnefndar samfleytt til 1954 eða í 17 ár, ásamt ýmsum fyrir- ferðarmiklum félagsmálastörfum, sem hlóðust á slíkan hæfileika- mann eins og Jónas var. Á þessum árum var ekki létt verk að stýra og byggja upp skóla og stjórna sveitarfélagi í fátæku samfélagi eins og Ólafsvík var á árunum 1930—1945. — Þennan vanda leysti Jónas Þorvaldsson á sinn hljóðláta hátt, en með stálvilja, samningalagni og útsjón- arsemi, sem fáum er gefið, tel ég ekki á neinn hallað, þótt fullyrt sé, að Jónas hafi átt drýgstan þátt í að lyfta Ólafsvík upp úr öldudal kreppuáranna á svo farsælan hátt. Nýr skóli var byggður undir hans stjórn, ýmsar framfarir í þorpinu urðu staðreynd, hafnar- framkvæmdir, Hraðfrystihús Ólafsvíkur h/f tók til starfa 1939, Jónas sat í stjórn þess til 1950 og var framkvæmdastjóri hraðfrysti- hússins 1939—1941, samhliða skólastjóra- og oddvitastarfinu. / Hann var formaður Olíusamlags Ólafsvíkur 1944—1952, endurskoð- andi Sparisjóðs Ólafsvíkur 1934—1957 og kaúpfélagsins 1943—1957, í Sýslunefnd Snæfells- sýslu 1946—1950, formaður sókn- arnefndar Ólafsvíkurkirkju 1937—1956. — Þannig mætti lengi telja, sem sýnir bezt það traust, sem samferðamenn báru til hans, enda vann hann öll störf af sérstakri vandvirkni. Jónas var frábær kennari, var virtur af nemendum og samkenn- urum, hann lagði mikla áherzlu á vandvirkni nemenda og góðan frágang. Ég minnist sérstaklega, hvað hann hafði mikla ánægju af að kenna teiknun og handavinnu, enda listrænn og fjölhæfur á þessu sviði, sem kom bezt fram á heimili hans ogdí umhyggju við heimils- stofnun barna hans. Honum var sérstaklega annt um velferð nemenda sinna eftir að barnaskólanámi lauk, hvatti óspart til framhaldsnáms, sem erfitt var á þessum árum. Sóttu margir til héraðsskólanna með hans aðstoð og eiga honum mikið aö þakka. Jónas kvæntist 8. október 1932 Magneu Guðrúnu Böðvarsdóttur frá Laugarvatni. Heimili þeirra var ávallt sérstakt myndarheimili svo af bar, enda var Magnea orðlögð fyrir myndarskap á flest- um sviðum, hún tók virkan þátt í starfi manns síns — bæði hvað varðar skólastarfið og ekki sízt oddvitastarfið. Á heimili þeirra voru flestir hreppsnefndarfundir og nefndarfundir haldnir öll þau ár sem Jónas gegndi oddvitastarf- inu. Er. því ljóst, að mikið hefur reynt á heimilið, þar var ávallt nóg rými og myndarskapur hvernig sem á stóð. Jafnhliða tók Magnea þátt í félagslífinu í Ólafsvík, var m.a. formaður kvenfélagsins, beitti sér fyrir garðrækt og ýmsum fram- faramálum. Þau eignuðust 5 börn, Ingunni gifta Jónasi Sch. Arnfinnssyni, búsett á Akranesi, Böðvar, sem dó í æsku, Valgerði Önnu gifta Elíasi Hergeirssyni, búsett í Reykjavík, Þorvald kvæntan Margréti H. Ármannsdóttur, búsett í Reykja- vík og Ragnheiði gifta Gunnari Ólafssyni, búsett í Reykjavík. Öll hafa þau erft hina góðu eiginleika foreldra sinna og njóta trausts og hylli samferðarmanna í lífi og starfi. Jónas og Magnea fluttu til Reykjavíkur 1957, þar sem Jónas tók við fulltrúastarfi í Fjármála- eftirliti skóla, sem hann gegndi til sjötujpaldurs. Naut hann sérstaks álits í því starfi. Kom þar vel fram nákvæmni hans og starfsreynsla. Heimili þeirra á Framnesvegi 27 stóð öllum opið, þau voru vina- mörg — vinátta þeirra var traust og hlý og hafði sterk áhrif á alla sem þeim kynntust. Við erum mörg í Ólafsvík, sem höfum verið aðnjótandi þessarar hlýju vináttu þeirra hjóna og barna þeirra — Við fundum vel, hvað hugur þeirra beggja var bundinn við veru þeirra í Ölafsvík, sem þau helguðu sín beztu starfsár af lífi og sál. Þegar nýja kirkjan í Ólafsvík var vígð 17. nóvember 1967, komu þau hjónin vestur og tóku þátt í vígsluathöfninni, og færðu kirkj- unni að gjöf minningarsjóð um Böðvar heitinn son þeirra, sem þau misstu ungan; höfðu þau stofnað þennan sjóð 1961. Ég minnist ávallt hvað gleði þeirra var mikil og einlæg vegna hinnar veglegu kirkju og annarra framfara í þorpinu okkar, sem Jónas og þau bæði fylgdust ætíð með úr fjar- lægð til dauðadags — fyrir þetta erum við af einlægni þakklát íbúar Ólafsvíkur. Magnea Böðvarsdóttir lézt 23. maí á s.l. ári, kom þá strax í ljós, hversu líf þeirra Jónasar var samtengt. Þegar hún var farin, þvarr lífsgleði hans, þessi aldni hversdagslega duli maður bar nú vitni um það, hvað gagnkvæmt traust og kærleikur fjölskyldulífs- ins er mikils virði í daglegu lífi manna, hann var því gæfumaður að fá að hverfa frá þessu lífi á hljóðlátan hátt, svo fljótt eftir missi ástkærrar eiginkonu. Ég vildi með þessum fáu línum minnast Jónasar Þorvaldssonar, fyrrverandi skólastjóra og oddvita okkar í Ólafsvík og færa fram þakkir í nafni íbúa Ólafsvíkur fyrir allt hans mikla lífsstarf í þágu byggðarlagsins, sem skráð verður á spjöld sögunnar með virðingu og þökk. Ennfremur vil ég flytja sérstakar þakkir fyrir hlýhug, holl ráð og trausta vináttu til mín og minnar fjölskyldu. Ég flyt börnum hans og fjöl- skyldu þeirra innilegar samúðar- kveðjur. Bles§uð sé minning Magneu Böðvarsdóttur og Jónasar Þor- valdssonar. Alexander Stefánsson. Fóstursonur okkar, + JÓN LOGI JÓHANNSSON, Dúlnahólum 2 lézt af slysförum 9. júlí sl. Jarðarförin auglýst síöar. Vilborg Jónsdóttir, Sigurður Sophusson. + Móöir okkar, tengdamóöir, amma og langamma, KRISTBJÖRG HELGA EYJÓLFSDÓTTIR, Iré Seyöitlirði, Rauóaréretíg 38, andaöist 1. júlí á Landakotsspítala. Jaröarförin helur fariö fram í kyrrþey aö ósk hinnar látnu. Þökkum auösýnda samúö. Óskar Jónsson, Ragnar Jónsson, Ragnhildur Ralnsdóttir, Þórdía Jónsdóttir, Snorri Helgason, Egill Jónsson, Auóur Ingvarsdóttir, barnabðrn og barnabarnabörn. + Konan mín og móöir okkar, GUÐRÚN M. SKULADOTTIR, Hringbraut 111, Reykjavík, veröur jarösungin frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 13. júlí kl. 1.30. Eysteinn Eymundsson og born.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.