Morgunblaðið - 11.07.1978, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 11.07.1978, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 11. JÚLÍ 1978 31 Guðmundur Asgeirs- son — Minning Fæddur 24. september 1920. Dáinn 30. júní 1978. Þegar sú dapurlega frétt kom, aö mágur minn Guðmundur Ásgeirsson væri látinn, í miðjum önnum hins daglega lífs, var eins og þyrmdi yfir okkur vini hans og ættingja. Það orkar á hugann eins og þegar dimmt ský dregur skyndi- lega fyrir bjarta sumarsól. Af hverju hann, sem var svo sterkur tengiliður fjölskyldunnar? Eg minnist þess, er ég ung stúlka kom fyrst á heimili tengda- móður minnar, hve hlýr og einlæg- — Hið svokallaða tómatamál... Framhald af bls. 27 4) Leiðbeina neytendum varð- andi frystingu og niðursuðu græn- metis. Til hliðsjónar mætti hafa þær leiðbeiningar, sem SG gaf út fyrir nokkrur árum um notkun og meðferð grænmetis, enda var sú hugmynd mjög til fyrirmyndar. Hvað fyrsta atriðið snertir er því til að svara, að 2. flokkur er seldur barnaheimilum, sjúkrahús- um og veitingastöðum, sem látin eru ganga fyrir. Afgangurinn, ef einhver er, fer síðan á markaði og í verslanir. Þess ber að geta að 2. flokkur er ekki „framleiddur" sérstaklega, eins og sumir virðast álíta, heldur er hér um að ræða tómata sen vegna afbrigðilegrar lögunar eða ýmiskonar galla, falla í 2. flokk við flokkun vörunnar. Hér er um lítið magn að ræða, aðeins 6—7% af heildarfram- leiðslunni. Um annað atriði er það að segja, að í sjálfu sér er ekkert því til fyrirstöðu að frysta niðurskornar gúrkur. Þetta gerði SFG í mörg ár, en þegar svo var komið að yfir 90% mögulegs heildsöluverðs var aðkeyptur kostnaður, vinna, pökk- un og geymsla, en sjálf varan innan við 10% söluverðmætisins, hættum við slíkri vinnslu, enda var salan þar að auki mjög takmörkuð, og það svo, að venju- lega þurftum við að lokum að henda verulegu magni af því sem fryst hafði verið. Um þriðja atriðið þarf naumast að ræða. Sá verslunarmáti, sem þar er stungið upp á, er langt fyrir neðan virðingu allra sæmilega heiðarlegra fyrirtækja. Það liggur i augum uppi að ekki er hægt að selja fyrst og dreifa einhverri vöru til verslana um land allt á venjulegu heildsöluverði, og síðan að hefja sölu á samskonar vörum beint til neytenda — viðskiptavina þeirra — á miklu lægra verði. Þá er það fjórða og síðasta atriðið. Um það er óþarft að fjölyrða. Enginn sem áhuga hefur á frystingu eða niðursuðu græn- metis þarf að vera í neinum vandræðum vegna skorts á leið- beiningum. Þær er að finna í fjölda bæklinga, rita og mat- reiðslubóka, að ógleymdum leið- beiningaþáttum dagblaðanna. Ég vil á ný þakka stjórn Neytendasamtakanna þessar ábendingar og er stöðugt reiðubú- inn til að taka við fleirum. Hinsvegar þætti mér betra að þeir ræddu við mig hugmyndir sínar áður en þær eru settar fram í fjölmiðlum, sem einhverjar pat- ent-lausnir á vandamálum þeim, Leiðrétting Þau leiðinlegu mistök urðu í seinni hluta Sattvíkurgreinarinn- ar, sem birtist i blaðinu á sunnudag, að rangt var farið með nafn stúlku einnar. Heitir hún Margrét Jóhanna Ermert, en ekki Margarete Johan Ermert, eins og sagt var í greininni. Þá var einnig sagt að Margrét hefði ekki komið áður í Saltvík, sem er rangt. Eru viðkomandi beðnir velvirðingar á þessum mistökum. ur Guðmundur var mér þá, og allar stundir til þess síðasta, er við hjónin vorum nú fyrir nokkrum vikum stödd við brúðkaup sonar hans. Það var fjarri huga mínum þá, að þessi hrausti, glaði mágur minn væri að kveðja okkur í hinsta sinn. Að hittast og gleðjast , hér um fáa daga. Að heilsast og kveðjast það er lífsins saga. Þessar minningar koma í huga minn, nú er ég sest niður til að skrifa nokkur kveðjuorð um þenn- an k/era vin. sem grænmetisframleiðendur eiga við að stríða. Ég get ekki skilið svo við þetta mái, að ég ekki geti tilboðs SFG til Neytendasamtakanna, eða hvers þess annars aðila, sem það vildi þekkjast, að lækka tómatana um þriðjung á meðan háuppskeran stendur, gegn því að sá hinn sami aðili gæfi tryggingu fyrir því að allt seldist. Að sjálfsögðu er þetta tilboð tilkomið vegna þeirra þrálátu fullyrðinga, að auðvelt sé að selja alla framleiðsluna, ef verðið sé bara nógu lágt. Þetta stangast algjörlega á við okkar reynslu svo sem fyrr er greint frá, og eru framleiðendur hreint ekki tilbúnir til að fórna afkomu sinni í frekari tilrauna- starfsemi í bráð. Þeir vilja hinsvegar ekki standa í vegi fyrir þeim heitttrúuðu, sem aðra skoðun hafa og því er þetta tilboð gert. Að sjálfsögðu myndi SFG héreftir sem hingað til selja vöruna, afgreiða og innheimta, að því ógleymdu að auglýsa þetta kosta- boð rækilega. Það eina sem vantar er tryggingin fyrir því að þeir stórtapi ekki á lækkuninni. Ef marka má forsvarsmenn Neyt- endasamtakanna og fleiri, er enginn hætta á slíku tapi. Hvers- vegna þá allur þessi loddaraleik- ur? Við ætlumst ekki til að Neytendasamtökin stani fyrir neinskonar rekstri, kaupum eða sölu, sem þeim er óheimil skv. aiþjóðasamþykktum slíkra félaga. Við ætlumst aðeins til að þau standi við sín stóru orð og fullyrðingar, og sanni sitt mál sér að kostnaðarlausu, því áhættan er engin, allt mun seljast 100% ef marka má fullyrðingar þeirra. Að lokum fáein orð til leiðara- skrifara Dagblaðsins 6. júlí sl., hr. Hauks Helgasonar. Mér er tjáð að maðurinn sé gamall Hvergerðingur og hlýt því að álykta, að hann kunni allgóð skil á eðli grænmetis, s.s. tómata og gúrkna. Viti t.d. að hér er um mjög viðkvæmar vörur að ræða, sem þola mjög takmarkaða geymslu og því ekki hægt að geyma í fersku formi frá upp- skerutíma til t.d. haust- og vetrar- mánuða, þegar vörurnar vantar og auðvelt væri að selja. Hversvegna þá þessi fáránlega samlíking við eggin, Haukur? Ég þekki engan fullorðinn, sem ekki veit að egg geymast vikum og mánuðum saman fullfersk til hverskonar nota, éf á þarf að halda (t.d. tímabundin offramleiðsla). Að auki er vandalítið að hafa sæmi- lega stjórn á eggjaframleiðslunni t.d. er tiltölulega auðvelt að koma upp varpstofni, eða farga honum, allt eftir því sem við á og markaðsmöguleikar bjóða. Og enn að lokum eftirtaldar staðreyndir. Engum tómötum né gúrkum er hent, nema að til komi óviðráðan- leg atvik s.s. tækjabilanir. Vinnsluaðilarnir framleiða úr öllu nýtanlegu sem tii fellur, góða og vinsæla vöru. Þá skortir ekki markað fyrir framleiðslu sína. Hversvegna þá allur þessi úlfaþyt- ur um frekari nýtingu þess, sem ekki er fyrir hendi? Þorvaldur Þorsteinsson framkv.stj. SFG. Guðmundur var fæddur á ísafirði 24. september 1920. For- eldrar hans voru Jóhanna Amilía Jónsdóttir ljósmóðir og Ásgeir Bjarnason sjómaður. Ungur missti hann föður sinn, sem hann minntist alla tíð með miklum söknuði. Árið 1931 fluttist móðir þeirra með synina til Reykjavíkur, og átti Guðmundur þar heima upp frá því. Þar kynntist hann eftirlifandi konu sinni, Áslaugu Ingimundar- dóttur, og eignuðust þau 6 mann- vænleg börn. Tvær dætur átti Guðmundur fyrir, og var mikill kærleikur milli þeirra feðgina. Eldri telpan dó í bernsku. Þegar ég kom inn í fjölskylduna, bjó Jóhanna tengdamóðir mín með sonum sínum, Guðmundi, Kjartani og Jóni, en eldri bræðurnir Grettir og Bragi höfðu þá stofnað sín heimili. Það var eftirtektarvert hve mikill kærleikur ríkti milli bræðr- anna, og sú umhyggja, sem þeir sýndu móður sinni alla tíð var þeirra gæfuspor, því allir hafa þeir reynst fyrirmyndar heimilisfeður. Hugsa ég nú með söknuði til þessa góða vinar, sem var mér ætíð sem besti bróðir. Ég bið honum blessunar og handleiðslu guðs, og bið guð að styrkja Ásu og fjölskyldu hans í þeirra miklu sorg. Marta Halldórsdóttir. AUGlVSING UM INNLAUSNARVERD VER0TRVGGÐRA SRáRISKÍRTEINA RÍKISSJÓDS FLOKKUR INNLAUSN ARTÍ M ABIL INNLAUSNARVERÐ*1 10.000 KR. SKÍRTEINI 1966 - 1.H.: 20.09.78 kr. 307.330 1967 - 1.H.: 15.09.78 - 15.09.79 kr. 271.541 1970 - 1.fl.: 15.09.78 - 15.09.79 kr. 150.983 1971 - 1.11.: 15.09.78 - 15.09.79 kr. 103.228 1972 - 2.H.: 15.09.78 - 15.09.79 kr. 77.003 1973 - 1.ÍI.A: 15.09.78 - 15.09.79 kr. 58.670 INNLAUSNARVERÐ ÁRSGREIÐSLUMIÐA 1973 - 1.H.B: 15.09.78 - 15.09.79 10.000 KR.SKÍRTEINI kr. 4.877 50.000 KR.SKÍRTEINI kr. 24.385 *) Innlausnarverð er höfuðstóll, vextir, vaxtavextir og verðbót. Innlausn spariskírteina og árgreiðslumiða fer fram í afgreiðslu Seðlabanka íslands, Hafnarstræti 10, og liggja þar jafnframt frammi nánari upplýsingar um skírteinin. ÆVABaAj Reykjavik, júlí 1978 SEÐLABANKI ISLANDS 'SlXStlP AF HVERJU ERU TVÆR HULSUR Á TORGRIP MÚRBOLTANUM FRÁ VIÐMÆLANOI: B.B. byggingavörur h.f. Suðurlandsbraut 4 Sími 33331 „Spyrja viðskiptavinir þínir ekki iðulega um af hverju séu tvær hulsur á TOR- GRIP múrboltanum frá mT5TigmTí7Ta?“ „Jú, en það er yfirleitt öllum Ijóst að þessar tvær hulsur gefa helmingi meiri festingu en aðrir boltar og þeir virðast hafa meirl togkraft. Og samkvæmt áreiðanlegum upplýsingum sem ég sýni ávallt vlðskiptavinum, þá eru boltarnir hannaðlr með togþolið í huga og efnið sem notað er í framleiðsluna er gott. Nú, verkfræðingar sem hlngað koma tll inn- r Fæst í flestum ybyggingavöruverzlunum kaupa sýna þessum boltum mikinn áhuga og sérstaklega þegar þeir lesa um niðurstöður um álagsprófanir ®!HS@uEIIS boltanna." „Hvernig er það, koma þeir sem byrja á að kaupaíiCOlISSulAlíS boltana yfirleitt aftur?" „Já, þeir koma reglulega aftur.“ /ÍAfí* JQHAN 51 Sundaborg *//'// FONÞING HF. Sfmk 84000 - Reyk|avík

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.