Morgunblaðið - 11.07.1978, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 11.07.1978, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 11. JÚLÍ 1978 . Hvar er mannúðin? BRIDGE Umsjón: Páll Bergsson Ólympíumótið í New Orleans á döiíunum skiptist í nokkra hluta eftir keppnisgreinum. En fyrsti og jafnframt aðalhluti þess var heimsmeistarakeppni f tvímenn- ingi í opnum flokki. Ungir Brasih'umenn, Marcelo Branco og Gabino Cintra hrepptu heimstitil- inn. í lokaumferðinni sigu þeir framúr kornungum Kanada- mönnum. sem höfðu haft forystu í keppninni. En sigurvegararnir eru engir nýgræðingar, voru háðir í sigursveit Brasilíu á Olympíumótinu 1976 í Monte Carlo. AIls tóku þátt 192 pör frá 47 þjóðum. Spilið í dag er eitt af mörgum góðum spilum sigurvegaranna. Suður gaf, austur-vestur á hættu. Norður S. D93 H. ÁK8654 T. 87 L. G6 COSPER 7742 Hvernig er það, eigið þér erfitt með að klæða yður á morgnana? Það er meira en guðvelkomið að ég aðstoði! Borizt hefur bréf er fjallar nokkuð um það sem bréfritari nefnir æsiskrif blaðanna og á þar við umfjöllun um t.d. morðmál, þegar greint er frá þeim, ákærum og endalokum þeirra. Telur bréf- ritari það vaka um of fyrir mönnum að blöð þeirra seljist og lesandinn fái tækifæri til að hlakka yfir óförum samborgar- anna. „Við, íslendingar, þykjumst vera fullir mannúðar og hjálpsamir þegar eitthvað bjátar á, hér eða í öðrum löndum. En það verður ekki annað séð, en grunnt sé á því góða og manni er nær að halda að hér sé stór hópur manna, sem mundi óðfús mæta á Austurvelli, ef þar færi fram henging eða aftaka afbrotamanna, eins og tíðkast með ýmsum þjóðum enn þann dag í dag. Það verður ekki annað séð af því, hvernig blöðin blása upp fregnir af slíkum fréttum, en þeim sé kunnugt um hve stór þessi hópur er og hve góð „söluvara" fréttirnar eru. Hvar er mannúðin? Hvar er tillitssemin við ættingja, börn og aðra aðstandendur? Er ekki kvöl þeirra nóg, þótt ekki sé á hana bætt með æsiskrifum blaðanna og dómi almennings? Er ekki refsi- löggjöf Islendinga nógu hörð þar sem við búum við ströngustu refsilöggjöf allra Vestur-Evrópu- búa og erum áratugum á eftir í þessum efnum? Hér eru ekki betrunarhús, hér eru hegningar- hús og aðbúnaður eins og verst gerist í þeim löndum, sem við teljum varla til menningarlanda. • Að dæmi Svisslendinga? Væri ekki réttara að fara að dæmi Svisslendinga, bæði í þessu sem mörgu öðru — þar er blöðun- um bannað að birta fregnir um afbrot hvað þá heldur að nefna nöfn í því sambandi. Það væri verðugt verkefni hinna ungu, nýkjörnu alþingismanna, að hyggja að endurskoðun refsilög- gjafar okkar og færa hana til nútímahugsunarháttar. Eða halda menn almennt, að hún hafi stuðlað að fækkun afbrota? Halda menn, og dómarar, að leiðin sé sú, að herða á refsihörkunni og nokkur maður „batni" við að dvelja áratug eða meira í íslenzku hegningar- húsi, þar sem meirihluti dvalar- gesta er ýmist sjúkt fólk eða andlega illa á sig komið og jafnvel „ósakhæft" eins og það heitir á fagmálinu? Meirihluti fanga í íslenzkum hegningarhúsum eru sjúklingar, sem aðeins eiga heima á sérstökum stofnunum, en þær eru engar til hér á landi. Svo mikil er mannúðin. Vestur S. 74 H. D2 T. 952 L. ÁD9753 Austur S. G1085 H. 973 T. ÁKG4 L. 82 Suöur S. ÁK62 H. GIO T. D1063 L. K104 Brassarnir sátu í austur og vestur og sögðu alltaf pass en norður varð sagnhafi í þrem hjörtum eftir að suður hafði opnað á einum spaða. Branco spilaði út tígulás og skipti síðan í lauf. Cintra fékk á drottninguna og nú varð að taka slagina í réttri röð. Fjórir slagir þurftu að fást á láglitina og trompið varð að gefa þann fimmta hversu líklegt sem það var. Ekki mátti spila laufunum strax því þá hefði sagnhafi látið tapslag sinn í tígli í þriðja laufið. Cintra spilaði því tígli og Branco spilaði aftur laufi. Nú var rétti tíminn til að spila þriðja laufinu og þar með var trompslar sr, fimmti slagur varn- arirnar, ggur. Nían var orðin stórveldi o-_- sagnhafi reyndi sína ein1 von þ r hann trompaði með áttunni. E, nilt kom fyrir ekki — eim; niðuT • góð skor til Brasilíu- mannanna. Kirsuber í nóvember Framhaldssaga eftir Mariu Lang Jóhanna Kristjónsdóttir íslenzkaði 10 Persónur sögunnan Fimm aí yngri kynslóðinni, þar af einn morðingi og annar verður fórnariamb morðingj- ansi Judith Jernfelt Matti Sandor Kfemens Klemensson BKO Roland Norell Nanna-Kasja Ivarsen og tvær miðaldra fraukar sem eru mikilvæg vitnii Helena Wijk Lisa Biilkvist og læknir og yfirlögreglu- þjónn sem hafa ólíkar skoðan- ir á morðmálinui Daniel Severin Leo Berggren ásamt með lögregiuforingjan- um sem dregst inn í málið í nokkur dægur áður en glæpur- inn fyrnisti Christer Wijk. svo hjálpsamur, eins og hans var vandi, að hann hafði opnað lítið heimili sitt Matta Sandor vini sínum úr Vermlandi þegar sá hafði spurt hann hvort möguleikar væru á því að nota haustfríið í Skógum án þese hann færi á hausinn peninga- lega. — Og síðan vakti ég athygli Rolla á því að við SKULDUM honum enga skýringu hvorki á einu né neinu, sagði Helana Wijk — en hann haíði eitthvað fengið þetta vitlaust inn í sig. Ég sagði að þú hefðir fyrir löngu lofað að fiytja til mfn í húsið mitt til að ég væri ekki ein, þegar Ieigjandi minn gerði alvöru úr því að fara á flakk og * vera í burtu á Allraheilagra- messu og mcira að segja í heilan mánuð. Og svo lofaðir þú Klemens því í staðinn að hann fengi lánaða þina tómu fbúð handa Matta þennan sama tfma. Þvf að ég sagði að svona væri þú nú gerð að þú værir tilbúin að rýja þig inn að skinni og gefa allt ef þú hittir fyrir manneskju sem skorti eitthvað. — Vitleysa, sagði Lisa Billkvist og bandaði frá sér hendinni. — En Klemens er alltaf svo Ijómandi almennilegur við mig, að ég fæ honum ekki fullþakk að. Ög reyndar lofaði ég svo sem engu fyrr en við hefðum hitt Matta sjálfar og séð hversu viðfelldinn og yfirlætislaus hann væri. - Já. Augu Helenu Ijómuðu. — Ég notaði cinnig snoturt úrval af skrautlegum lýsingarorðum um Matta Sandor en ég held ekki það hafi haft tiltakanlega mikil áhrif á Bo Roland né heldur hafi það lægt reiði hans. Það getur svei mér orðið forvitnilegt að fylgjast með því hvernig þetta æxlast ... Helena Wijk fékk ósk sína uppfyllta — og meira en það. Strax á iaugardaginn varð hún vitni að nýjum J»^tti í þróun- inni. Vegirnir voru hálir og vara- samir og hún vissi að vinkona hennar var hálfsemyk við að fara ein í þessari íærð og því hafði hún farið að sækja Lisu f verzlunina. Ilún sat á stói bak við hengið og beið eftir að ioka yrði, þegar hún heyrði ein- hvern koma stynjandi og blás- andi inn um dyrnar og sfðan heyrði hún raddir. — Við mörðum það, sagði Judith Jernfeldt hlæjandi. — Það hefði verið ógnarlegt hefðum við komið of seint. Það var rödd Matta, mállýzk- an sönglandi ákaflcga áber andi. — Ég hélt að ég hefði kannski farið með líkjörmola heim til einskis. — Engin hætta á því. — Hann hcfði aldrei lifað af helgina nema fá sér þessa viðurstyggilegu mola, heyrði hún Judith segja stríðnislega. — Og hvað ætlar þú að fá marga í dag? — í dag, sagði Matti Sandor — ætla ég að fá tuttugu stykki.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.