Morgunblaðið - 11.07.1978, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 11.07.1978, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 11. JÚLI 1978 Sarkis íhugar að segja af sér Beirút 10. júlí. AP. — Reuter. ELIAS SARKIS. forseti Líbanons. heíur fullan hug á að segja af sér vegna átakanna í Beirút undanfarna daga. að því er heimildir hermdu 1 dag. Samkvæmt heimildunum telur Sarkis allt bcnda til þess, að átökin haldi áfram enn um sinn stöðva þau. Sarkis tilkynnti á fimmtudag að hann hygðist segja af sér, en þá höfðu bardagar milli kristinna hægri manna og sýrlenskra her- Dáðasti hundur Dana fundinn Kaupmannahötn 10. júlí. Fleuter. LÖVE — fraegasti og dáðasti hundur Oanmerkur sem barg eiganda sínum fyrir tveimur árum frá því að fara í fangelsi fyrir að berja strætisvagnastjóra — fannst í dag eftir að leitað haföi verið að honum um gjör- valla Danmörku í viku. Voru Danir miður sín meðan ekki fréttist af Löve og segir í fréttum að fagnaðaralda hafi farið um landíð begar spuröist að Löve væri kominn í leitirnar. Löve, sem er 14 ára gamall, svartur hundur af Labradorkyni, var saknað fyrr í þessum mánuði. Eigandi hundsins, Niels Hundeven Larsen, hét þúsund dönskum krónum í fundarlaun. Larsen, sem nýlega tók sér nafnið Hundeven, sló straetisvagnastjóra í rimmu um hvort hundurinn mætti ferðast með vagninum. Hafði Hundeven Larsen keypt miða handa Löve og krafðist þess að hann fengi að koma með þó svo að bannað er að hafa dýr með í almennings- vögnum. Hundeven Larsen, sem var dæmdur í þriggja mánaða fang- elsi, leitaði þá á náðir dómsmála- ráðherra og óskaði eftir því að Löve fengi að fara með í fangels- ið, ellegar hann fengi að bíða með aö afplána refsinguna unz hinn aldraði hundur væri allur, svo að beir þyrftu ekki að skilja. r — 01 tvlbura Framhald af bls. 40 Hann hefði lagt af stað frá Bolungarvík um kl. 17.30 og með í förinni hefði verið Helgi Jónsson héraðslæknir á Bolungarvík. „Við vorum búnir að fá heimild til að fara i fulla hæð þegar konan fékk skyndilega sóttina og lækkaði ég vélina strax til að súrefni í vélinni væri því sem næst það sama og við jörðu. Skipti það engum togum að börnin fæddust þarna á nokkrum mínútum og að mínu mati vann Helgi Jonsson læknir þarna frábært starf, því aðstæður í vélinni eru ekki upp á marga fiska. Og það eina sem Helgi hafði sér til hjálpar var sjúkrakassi vélarinnar og varð hann að skilja á milli með sótthreinsuðum vasahníf.“ sagði Hörður. Hann sagði að þeir hefðu lent í Re.vkjavík kl. 18.25 og hefði hann flogið í 500 feta hæð allt frá því að tvíburarnir fæddust, þannig að hann hefði orðið að þræða leiðina suður. — Framsókn Framhald af bls. 2 en sögðum að ef þeir teldu heppilegra að hafa okkur innan stjórnar þá værum við reiðubúnir til viðræðna þar um, ef til þeirra kæmi.“ ■ Þegar Mbl. spurði hvort þarna væri um að ræða stefnubreytingu hjá Framsóknarflokknum frá því að vilja ekki*«iga sæti í ríkisstjórn eftir óhagstæð úrslit alþingiskosn- inganna svaraði Ólafur. „Eg sagði og að það sé ekki á hans valdi að manna úr friðargæzlusveitum Arababandalagsins geisað í Beirút í fimm daga. Leiðtogi kristinna manna, Cam- ille Chamoun, sagði á sunnudag að kristnir menn myndu berjast til síðasta manns gegn Sýrlendingum ef þörf krefði. Chamoun sagði að til þess að friður kæmist aftur á í Beirút yrðu herdeildir Sýrlend- inga að draga sig til baka út úr hverfum kristinna manna í borg- inni. Talsmaður stjórnarinnar í Sýr- landi sagði að Sýrlendingar myndu segja Israelsmönnum stríð á hendur, reyndu þeir að koma kristnum mönnum til aðstoðar í Beirút. Þá sagði talsmaðurinn að sýrlenski herinn í Beirút myndi Framhald á bls. 26 Desai breyt- ir um afstöðu Nýju Delhí, Indlandi, 9. júlí — AP-Reuter Forsætisráðherra Indlands. Moraji Desai. skýrði frá því í dag, að stjórn hans íhugaði nú hvort hún ætti, að fara fram á það við hæstarétt Indlands, að hann skipaði sérstakan dómstól til að fjalla um mál Indiru Gandhi, fyrrverandi forsætisráðherra Indlands. Gandhi er ásökuð um að hafa misnotað vald sitt árin 1975 —'77, en þá voru herlög í gildi á Indlandi. „Svo kann að fara að við ráðfærum okkur við hæstarétt. Við viljum vera viss um að það sem við gerum, sé rétt,“ sagði Desai í viðtali við blaðamenn. Hingað til hefur Desai verið hlynntur því að mál Indiru Gandhi fari venjulega leið í réttarkerfinu og verið andvígur því að hún hljóti einhverja sérstaka meðferð. En orð hans á sunnudag þykja benda Framhald á bls. 26 nú að við myndum ekki sækjast eftir stjórnaraðild ef úrslit kosninganna yrðu Framsóknar- flokknum óhagstæð. Við erum heldur ekki að sækjast eftir stjórnaraðild. En við viljum heldur ekki skorast undan skyld- um eða ábyrgð og það á við í þessu tilfelli, hvor flokkurinn, Alþýðu- bandalag eða Alþýðuflokkur, sem fengi það hlutverk að reyna myndun ríkisstjórnar." Mbl. spurði þá Ólaf Jóhannesson hvort hann útilokaði samstarf Framsóknarflokks og Sjálfstæðis- flokks í einhverri mynd. „Nei, nei,“ svaraði Ólafur. „Þetta er bara það sem var á dagskrá í dag og þetta þýðir að við gerum ekki upp á milli þessara tveggja flokka. En Sjálfstæðisflokkurinn er ekki kominn til sögunnar ennþá." — Fræðslustjóri Framhald af bls. 2 verkahring var áfram talið að sinna ýmsum innri þáttum skólastarfsins. Þannig á fræðslustjóri (sbr. reglu- gerð um störf fræðslustjóra, 24. gr.) t.d. að kynna sér uppeldisáhrif skóla (en í því felst m.a. hvernig námsefni er lagt fyrir nemendur), sem að sjálfsögðu er í nánum tengslum við almenna námsstjórn. ^ Fjármagn og mannafli, sem skv. grunnskólalögunum er ætlað til rekstrar fræðsluskrifstofanna, hefur að mínu áliti, a.m.k. hvað Reykjavík varðar, takmarkað verk- efnið að langmestu ley'ti við fjár- málastjórn og rekstrarlega skipu- lagningu skólastarfsins. Eg tel því (eftir að áðurnefndar breytingar voru gerðar á frum- varpinu við lagasetninguna), að Þetta gerðist 1974 — Spilnoa myndar herfor- ingjastjórn í Portúgal. 1973 — 122 farast með brazil- ískri farþegaflugvél hjá París. 1971 — Leiðtogar byltingartil- raunar í Marokkó vegnir eða handteknir. 1960 — Tshombe lýsir yfir sjálfstæði Katanga. 1921 — Bretar semja um vopnahlé við Sinn Fein á ír- landi. 1810 — Aaron Burr varaforseti særir bandaríska stjórnmála- foringjann Alexander Hamilton banvænu sári í einvígi. 1794 — Samsæri hófsamra og Dantonsinna gegn Robespierre leiðir til afnáms Parísarkomm- únunnar. 1614 — Sænskur her La Gardie sigrar Rússa við Bronnitsy. 1573 — Spánverjar taka Haar- lem í Hollandi eftir sjö mánaða umsátur. 1533 - Klement VII páfi bannfærir Hinrik VIII af Eng- Iandi. Afmæli dagsins. John Quincy Adams, forseti Bandaríkjanna (1767-1848) - Willuim E. Forester, brezkur stjórnmála- maður (1818-1886) - Yul Brynner, rússneskfæddur leik- ari (1920 — ) — Nicolai Gedda, sænskur tenórsöngvari (1925 - )■ Innlent. Heklugos hefst 1300 — Konungsboð um Landsyfirdóm 1800 — Alþingisfrumvarpið iagt fyrir Hróarskelduþing 1842 — Austuramtið skilið frá Norður- amtinu 1890 — Gasstöð Reykja- víkur tekur til starfa 1910 — D. Einar Þórðarson prentari 1888 — Jón Ólafsson ritstjóri 1916 — Thor Jensen 1947 — „Óðinn“ skýtur á „Grimsby Town" 1960 — Viðræður við Breta í London 1972. Orð dag.sin.Ki Spurðu sjálfan þig hvort þú sért hamingjusamur og þú ert þaö ekki lengur — John Stuart Mill, enskur heimspek- ingur (1806-1873). Jafnaðarmenn hvetja tilsam- komulags íMiðausturlöndum Á FRÉTTAMANNAFUNDI, sem var haldinn í Vínarborg í morgun við lok dvalar Sadats Egyptalandsforseta þar. var lögð fram tillaga í fjórum liðum frá Willy Brandt. forseta Alþjóða- samtaka jafnaðarmanna. og Bruno Kreisky, kanslara Austurríkis, sem er varaforseti. Á fréttamannafundinum kom fram að tillagan byggði að verulegu leyti á því sem þeir Shimon Peres, leiðtogi ísraelsku stjórnarandstöðunnar. og Sadat ræddu á fundum sínum nú um helgina. En þeir Brandt og Kreisky lögðu þó áherzlu á að þeir tveir væru umfram allt höfundar að þeim hugmyndum sem þarna væru fram settar^ Samkvæmt þessum tillögum. sem verða lagðar fyrir fund alþjóðasamtaka jafnaðarmanna í september, er lagt til að deiluaðilar setjist að samningahorði. sagt er að friður sé meira virði en „takmarkað“ styrjaldarástand og í þriðja lið segir, að friðarsamkomulag verði að tryggja örugg landamæri í samræmi við samþykkt Sameinuðu þjóðanna nr. 242. í fjórða lagi segir að friður verði ekki tryggður ncma tekið verði tillit til hagsmuna Palcstínumanna. Sérfræðingar segja að enda þótt það sé í sjálfu sér merkilegt framtak sem þeir Brandt og Kreisky hafi sýnt. sé hins vegar ógerningur að finna nokkuð nýtt eða citthvað það sem gæti beint Miðausturíandamálinu inn á nýja hraut. Sadat hélt frá Vínarborg síðdegis og hugðist eiga stuttan fund með Kurt Waldheim. Lögmaður Baader- Meinhof dæmdur Hamborg 10. júlí. AP. KURT Grönewold lögmaður í máli hryðjuverkamanna fræðsluskrifstofur hafi í reynd lítið svigrúm til verulegra áhrifa og eftirlit.s með innra starfi skólanna, þar sem þær skortir til þess mannafla og fjármagn. Alkunnugt er að gagnrýni á marga innri þætti skólastarfs á sér oft stað og frá ýmsum aðilum, en sé hún aðeins sett fram sem skoðun án þess að vera þannig rökstudd að hlutlægu mati verði við komið, er að mínu áliti ekki hægt að gera ráð fyrir að fræðslu- stjóri taki í embættisnafni afstöðu til slíkrar gagnrýni. Komi hins vegar fram rökstudd dæmi er varða t.d. aga, stjórn, framsetningu námsefnis og uppeldisáhrif skóla þannig að fram- kvæmd þessara þátta skólastarfsins þyki ámælisverð, geta afskipti af slíkum málum að sjálfsögðu fallið í hlut fræðslustjóra og talist í hans verkahring og þá ber með þau að fara í samræmi við ákvæði viðeig- andi laga og reglugerða. Hinum beinu spurningum sem fram eru bornar í bókun Harðar Bergmanns svara ég þannig: 1. Mér hafa engar formlegar kvartanir borist um að „markviss pólitísk innræting" fari fram í skólum sem reknir eru af ríkinu og Reykjavíkurborg og hef enga rök- studda vitneskju um að svo sé. 2. Með vísun til þess sem áður er fram tekið í þessari greinargerð, tel ég ekki ástæðu til að kanna málið sérstaklega." Ekkert dugir nerra virkt aðhald Nokkrar umræður urðu og þrír fræðsluráðsmenn, þau Davíð Odds- son, Elín Pálmadóttir og Ragnar Júlíu'sson, lögðu fram eftirfarandi bókun: „Það vekur athygli að Hörður Bergmann fræðsluráðsfulltrúi Alþýðubandalagsins telur sig knúinn til að taka skrif Morgunblaðsins um pólitíska innrætingu í skólum til umræðu hér í fræðsluráði, án þess að víkja einu orði að tildrögum þessara skrifa Mbls. Eins og menn vita, voru tildrögin greinaskrif Baader-Meinhof hlaut í dag tveggja ára skilorðsbund- inn fangelsisdóm og var hann dæmdur i 75 þúsund marka sekt fyrir að styðja glæpasamtök. Grönewold er fyrsti Baad- er-Meinhof lögfræðingurinn sem kemur fyrir dóm. Hann var sekur fundinn um að hafa komið upplýsingum til skjólstæðinga sinna sem hefðu 1 stað þess að leggja skerf til varnar þeirra ýtt undir hryðjuverkastarfsemi þá sem viðkomandi hefðu iðkað. Grönewold kvaðst myndu áfrýja dómnum. Saksóknari hafði krafizt þriggja ára dóms og að hann yrði sviptur lögmannsleyfi sínu. Grönewald annaðist málsvörn þekktustu hryðju- verkamanna V-Þýzkalands, m.a. Andreas Baader og Gudrun Esslin og Ulrike Meinhof. Iranskar þyrl- ur týndar yfir Sovétríkiunum Teheran 10. júlí — AP. TVÆR íranskar herþyrlur munu hafa flogið inn yfir nokkurra flokksfélaga fyrir- spyrjanda úr kennarastétt í Þjóð- viljanum og víðar, þar sem reynt var að réttlæta pólitíska innrætingu í skólum landsins. Eins og fram kemur í svari fræðslustjórans í Reykjavík, og öllum fræðsluráðsmönnum mætti vera ljóst, þá hefur embætti hans, eins og að því er búið, enga aðstöðu til að tryggja að slík misnotkun geti ekki átt sér stað. Ljóst er að seint verða sönnur færðar á hvort ein‘ staka kennarar misnota aðstöðu sína með framangreindum hætti gegn neitun þeirra. Því er fyrirspurnin til fræðslustjóra lítið innlegg í þetta mál og aðeins til þess fallið að drepa málinu á dreif, af hvaða hvötum sem það kann að vera gert. í þessum efnum dugir ekkert annað en virkt aðhald foreldra, lýðræðissinnaðra kennara og skólayfirvalda og reyndar alls almennings." landamæri Sovétríkjanna einhvern tíma í sl viku og hefur ekki spurzt til þeirra síðan að því er ónafn- greindur aðili skýrði AP-fréttastofunni í Teheran frá í dag. Ekki skýrði viðkomandi frá því hvort flugmennirnir hefðu villzt yfir landamærin eða hvort þeir hefðu verið að flýja þangað. írönsk stjórnvöld hafa að svo komnu ekki viljað segja neitt um málið. íransher á nokkrar þyrlur smíðaðar í Bandaríkjunum og er talið trúlegt að þessar tvær hafi verið þessarar gerðar. Flugmennirnir gætu hæg- lega hafa villzt inn í sovézka lofthelgi að sögn sérfróðra.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.