Morgunblaðið - 12.07.1978, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 12.07.1978, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 12. JULI 1978 5 ÚtlitsteikninR af útvarpshúsinu sem á að rísa á mótum Háaleitisbrautar og Bústaðavegar. 11 tilboð í grunnvinnu við nýja útvarpshúsið: Tilboð Jarðýtunnar s.f. 60% af áætluðum kostnaði Laxeldistilraunir á þremur stöðum á landinu: Norðurlandaráð stend- ur straum af kostnaði NÚ ERU í gangi laxeldistilraunir á þremur stöðum á landinu á vegum Veiðimálastofnunarinnar. en fé til þessara tilrauna er veitt af Norðurlandaráði. Tilraunirnar eru gerðar í Botnsá í Súganda- firði, Fossá á Skaga og Beru- fjarðará í Bcrufirði. Vestfirzka fréttablaðið skýrir frá því fyrir nokkru, að Arni Isaksson, starfsmaður Veiðimála- stofnunaririnar, hafi verið á Súg- andafirði fyrir skömmu og þá sleppt til sjávar 6000 laxaseiðum, sem þá höfðu verið rúmar þrjár vikur í eldistjörn í Botni. Afföll höfðu svo til engin orðið á þessum tíma og litu seiðin vel út. Eru þetta ársgömul gönguseiði, 10—18 sm löng, merkt með örmerkjum og einnig uggaklippingu. Ef tilraunin heppnast vel eiga seiðin að skila sér á næsta ári, sem fjögurra til sjö punda laxar. Á ÞESSU ári nemur fjár- festingin hjá Landsvirkjun samtals kr. 3.317,6 milljón- um króna miðað við núver- andi gengi og er þá ekki gert ráð fyrir vöxtum á byggingartíma. Á sama tíma nemur fjárfesting á vegum íslenzka járnblendi- félagsins um 178 milljón- Kratar upp- lýsa sína menn um viðræðurnar VERKALÝÐSMÁLANEFND Al- þýðuflokksins hélt fund um helg- ina í Iðnó, þar sem nefndinni var gerð grein fyrir þeim viðræðum. sem Alþýðuflokkur og Alþýðu- bandalag hafa átt um hugsanleg- ar stjórnarmyndunarviðræður. Karl Steinar Guðnason, alþingis maður. formaður nefndarinnar, hélt fundinn. en hann hefur átt sæti í viðræðunefnd Alþýðu- flokksins. sem rætt hefur við Alþýðubandalagið. Á fundinum voru milli 30 og 40 manns víðs vegar að af landinu. Einnig sat fundinn formaður Alþýðuflokksins, Benedikt Grön- dal, sem sæti á í nefndinni, og varaformaður flokksins, Kjartan JóhánSsson. Á fundinum var rætt vitt og breitt um viðræðurnar við Alþýðubandalagið og skipzt á skoðunum. Alls eiga 30 manns sæti í nefndinni, en varamenn voru einnig boðaðir til þessa fundar. Þá hefur Morgunblaðið haft af því spurnir, að fyrir dyrum standi fundahöld innan Alþýðubanda- lagsins með forystumönnum innan verkalýðshreyfingarinnar og flokksins, þar sem þeim verður gerð grein fyrir þeim viðræðum, sem fram hafa farið. o INNLENT TILBOÐ í grunnvinnu við nýja útvarpshúsið haía verið opnuð og var lægsta tilboðið frá Jarðýt- unni s.f. 26,8 millj. kr. Alls bárust 11 tilboð í verkið, en áætlaður kostnaður verkfræðinga var 44,4 millj kr. Annað lægsta tilboðið var frá Verkframa h.f. 27,5 millj. kr. og þriðja lægsta var frá Aðalbraut, um 29,5 millj. kr. Hæsta tilboðið var 48,9 millj. kr. sem er um 10% yfir áætluðu verði. Áætlað er að hefja framkvæmd- ir í sumar og væntanlega verður gengið frá samningum við verk- taka í vikunni. Þegar er byrjað að útbúa útboðsgögn fyrir næstu áfanga byggingarinnar fyrir haustið. 8,6 milljarðar króna í Grundartanga í ár Fólk getur orðið syfjað, jafnvel á góðviðrisdögum. 7,3 milljarðar fara í Hrauneyjarfossvirkjun 1979 Sumarfatnaður glæsilegu úrvali um norskra króna eða um 8,6 milljörðum króna mið- að við núverandi gengi. Fjárfesting á vegum Lands- virkjunar skiptist þannig að til framkvæmda við Sigöldu hafa farið 867,7 milljónir króna, til Hrauneyjarfossvirkjunar hafa farið 1855,3 milljónir krónur, en til ýmissa annarra framkvæmda nú í ár hefur verið varið um 594,6 milljónum króna. Að sögn Halldórs Jónatansson- ar, aðstoðarforstjóra Landsvirkj- unar er áætluð fjárfesting Lands- virkjunar, miðað við núverandi gengi, á árinu 1979 samtals um 8.229 milljónir króna og þar af mun verða varið til framkvæmda við Hrauneyjafossvirkjun samtals 7.329 milljónum króna, um 400 milljónum til Sigöldu og 500 milljónum til ýmissa annarra framkvæmda og rannsókna. Samkvæmt upplýsingum sem Mbl. fékk hjá skrifstofu íslenzka járnblendifélagsins er fjárfesting- in á þess vegum á Grundartanga mest á yfirstandandi ári eða 178 milljónir norskra króna eða liðlega 8,6 milljarðar ísl. kr. miðað við núgildandi gengi, enda er gert ráð fyrir að koma í ár upp fyrsta ofninum auk þess að reisa allar aukabyggingar. I fyrra var unnið fyrir 82 milljónir norskra kr., en á næsta ári mun fjárfestingin Vitni vantar RANNSÓKNADEILD lögreglunn- ar hefur beðið Mbl. að auglýsa eftir vitnum að árekstri, sem varð við Skeifuna 6 í Reykjavík klukkan 18.18 föstudaginn 23. júní s.l. Þar lentu saman sendibíll af Reno- gerð, R-57942 og Volvo station bíll, Y-685. Vantar nauðsynlega að fá vitni að þessum árekstri. Dorimí-kórinn í Stykkishólmi Stykkishólmi 10. júlí DORIMÍ-kórinn frá Gautaborg heimsótti Stykkishólm í dag og í kvöld söng kórinn fyrir bæjarbúa í félagsheimilinu við fádæma góðar undirtektir og hrifningu áheyrenda. Var fólk sammála um að kórinn væri einhver sá bezti sem hefði heimsótt Stykkishólm. Kórinn heldur héðan áfram ferðalaginu og syngur á Akureyri á miðvikudagskvöl<J. Fréttaritari. verða nokkru minni en í ár eða 132 milljónir norskra kr. (um 6,4 milljarðar ísl. kr.) og árið 1980 er fjárfestingarkostnaður áætlaður um 113 milljónir norskra króna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.