Morgunblaðið - 12.07.1978, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 12.07.1978, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 12. JÚLÍ 1978 Hættuljós á Arabahorni fela flokknum yfirstjórn hersins. Rubai Ali var tilfær- ingum þessum á hinn bóginn andvígur og vildi tryggja sér yfirráð öryggissveita. Bilið breikkaði smám saman og breyttist í þá átt að verða valdastreita forseta og flokksvélar. Leiddi það til þess að forsetinn freistaði þess að kollvarpa miðnefnd flokksins með þeim afleiðing- um að hann var sjálfur tekinn af lífi eins og fram hefur komið í fréttum. t>að sætir furðu í hvílíkum mæli bergmál af vopna- skaki, sem til eyrna okkar berst í norðurbyggðum, virðist úr einni og sömu áttinni. Róstufréttir úr lönd- um Araba eru sannarlega ekkert nýnæmi, en sú stað- reynd að viðkomandi heims- hluti er í flestum tilvikum hrjóstrugur, harðbýll og fámennur leiðir hugann óhjákvæmilega að því hvers vegna umheimurinn gefur svo mikinn gaum að honum. Atburðir siðustu mánuða hafa skýrt að hve miklu leyti Abahalönd eru í raun leik- völlur risavelda. Þessi upp- götvun er engan veginn svo óvænt, þegar gætt er að bæði hernaðarlegu mikilvægi Arabaskagans og ríkum olíuauðlindum íhaldsamari furstaríkja. Um sextíu af hundraði allrar olíu, sem flutt er til Evrópu og Israels, fer um Bab el Mandeb-sund og Rauðahaf. Það væri því hægðarleikur hverjum þeim, sem tak hefði á þessari mikilvægu sigl- ingaleið, að gera efnahagslíf Vesturlanda óvirkt í einu vetvangi. Engum blöðum er um það að fletta að valdataka vinstrisinnaðra herforingja í Afghanistan í apríl ásamt misheppnaðri tilraun spor- göngumanna Ráðstjórnar- ríkjanna til að hrifsa völd í Irak eru viðvörun öðrum ríkjum í norð-austanverðum Arabaheimi. Framagirni Austur-Evrópuþjóða og Kúbumanna á Afríkuhorni hefur ekki farið leynt um Fórnarlamh ö(Kasinna> Ahmcd Ilussein al Ghasmi. fyrrvcrandi forscti Norður-Yemens. skeið. Síðustu atburðir á suðvesturhorni Arabaskaga sýna ljóslega að full ástæða er til að taka þróun mála þar alvarlega, hvort sem yfirvöld í Washington reyna að draga fjöður yfir áhrifin í sálarspili sínu við Kreml. Oft hefur að vísu verið bent á að Suður-Yemen hafi verið kommúnistaríki í nærfellt áratug. Leiðtogar þessa fátæka lands, 1.6 milljóna að íbúatölu, hafa síðan þeim tókst að hrinda yfirráðum Breta 1967 lagt sig í fram- króka um að sníða stofnanir jafnt sem þjóðarhefð að marx-lenínískri fyrirmynd. I þessu efni hafa þeir notið dyggrar aðstoðar banda- manna, sem „lengra" eru komnir á þróunarþrautinni. Þannig hafa Austur-Þjóð- verjar verið ósparir á holl- ráðin við uppbyggingu em- bættismannakerfis og Kúbu- menn þjálfað herinn. En þótt ljóst sé að ríkt hafi samstaða í röðum forystu- manna um markmið var löngum vitað að ágreinings gætti um leiðir enda ber hér eflaust til að fátækt landsins leyfði ekki einlægt að farið væri að háleitum kennisetn- ingum. Foringi „þjóðfrelsis- hreyfingarinnar" á tímum frelsisbaráttunnar og síðan forseti landsins, Salim Rubai Ali, var t.d. einn þeirra sem skildi mikilvægi þess að rækta gott nágrannaþel og laða að fjármagn erlendis frá. Er ekki fjarri lagi að þetta hagsýnissjónarmið hafi átt nokkurn þátt í að marxistinn Ali varaðist að gerast Sovétmönnum of handgenginn enda þótt hann verði ekki kallaður velunnari Vesturlanda. En aðlögunarpólitík forset- ans mæltist illa fyrir meðal strangtrúarmanna flokksins, sem kusu að taka mið af bókstafnum á hverju sem gekk. í þessum hópi gekk aðalritari flokksins, Abdul Fattah Ismail, harðast fram en hann hefur fram á þennan dag verið álitinn valdamesti maður ríkisins. Ismail, ein- lægur aðdáandi Ráðstjórnar- ríkjanna, tortryggði utan- ríkisstefnu Alis gagnvart auðvaldsríkjum sem Saudi- Arabíu og Norður-Yemen. En annað bar einnig á milli. Aðalritarinn sótti t.d. fast að endursemja stjórnarskrá landsins í anda strang- trúnaðar og kommúnisma og Þegar nánar er hugað að hvernig aftöku forsetans bar að getur engum blandazt hugur um hvaða öfl voru að verki. Ekki getur það t.d. verið einskær tilviljun að atburður þessi átti sér stað aðeins 48 klukkustundum eftir að al Ghasmi, forseti nágrannaríkisins Norður- Yemens var myrtur. Vitað var að Rubai Ali hafði gert tilraun til að bera vopn á klæðin í samskiptum land- anna. Einkum hafði miðað í þessa átt á valdatíma fyrr- verandi forseta Norð- ur-Yemens, Ibrahim Hamdis, sem myrtur var í október á síðasta ári. En þeir Ali og síðasti forseti Norð- ur-Yemens, Ahmad Hussein Robayc AIi. fyrrvcrandi forscti Suður Yemcns, t.v. ok aðalritari „Þjóðfrelsishreyfinííarinnar“, Fattah Ismail. Skuld ríkissjóðs við Seðlabankann 22,8 milljarðar kr. Jókst um 7,9 milljarða fyrrihluta ársins SKULDIR ríkissjóðs við Seðla- banka íslands jukust um 7,9 milljarða króna á fyrra helmingi þessa árs og voru í júnílok 22,8 milljarðar króna samtals. Gjöld ríkissjóðs á þessu tfmabili reynd- ust 71.4 milljarðar króna eða 2,4 milljörðum umfram greiðsluáætl- un frá því í marz en tekjur reyndust samtals 65,2 milljarðar króna og urðu 2,5 milljarðar umfram marzáætlun, að þvi' er kemur fram f fréttatilkynningu frá fjármálaráðuneytinu, sem hér fer á eftir> Eins og fram kom í fréttatil- kynningu ráðuneytisins frá 8. apríl s.l. um afkomu ríkissjóðs við lok fyrsta ársfjórðungs þessa árs, er í greiðsluáætlun A-hluta ríkissjóðs gert ráð fyrir jöfnuði í ríkisfjár- málum í árslok 1978. Fjárþörf ríkissjóðs er hins vegar breytileg eftir mánuóum, þar sem tekjur innheimtast yfirleitt síðar á árinu en gjöld falla til. Fjárþörf ríkissjóðs til að brúa slíkt bil tekna og gjalda var 7,9 milljarðar kr. á fyrri árshelmingi þessa árs og er það 1,4 milljarði kr. hærri fjárhæð en gert var ráð fyrir greiðsluáætlun ríkissjóðs í mars s.l. Frávikið má m.a. rekja til greiðslna Ríkisábyrgðarsjóðs á skuldum Rafmagnsveitna ríkisins við Landsvirkjun og. uppgjörs útflutningsuppbóta á landbúnað- arafurðir vegna fyrri ára, eins og fram kom í fréttatilkynningu ráðuneytisins frá 8. apríl s.l. Þá hafa greiðslur til Tryggingastofn- unar ríkisins orðið hærri en áætlun gerði ráð fyrir, svo og viðskiptaskuldir við ríkissjóð sem stofnuð er til tímabundið vegna skuldaviðurkenninga aðflutnings- gjalda. Gjöld reyndust 71,4 milljarðar kr. á tímabilinu janúar — júní eða 2.4 milljörðum kr. umfram mars- áætlun, einkum vegna almanna- trygginga, útflutningsuppbóta á landbúnaðarafurðir vegna fyrri ára og ríkisábyrgðasjóðs vegna vanskilaskulda RARIK. Tekjur reyndust samtals 65,2 milljarðar kr., og urðu því 2,5 milljarðar kr. umfram áætlun. Óbeinir skattar námu 4,9 milljörðum kr. umfram áætlun og munar þar mest um aðflutningsgjöld, 3,2 milljarða kr. Hins vegar reyndust beinir skattar 2.5 milljörðum kr. undir áætlun, þ.e. tekju- og eignarskattar og sjúkratryggingagjald. Samkvæmt þessu námu umframtekjur sömu fjárhæð og umframgjöld og var rekstrarjöfnuður ríkissjóðs á tímabilinu janúar—júní því í samræmi við áætlun. Lánahreyfingar sýndu nettó-út- streymi að fjárhæð 0,2 milljarðar kr. sem er 0,1 milljarði kr. hagstæðari útkoma en áætlað hafði verið. Þá varð nettó-út- streymi vegna viðskiptareikninga 2,0 milljarðar kr., en ekki var gert ráð fyrir slíkum hreyfingum í greiðsluáætlun ársins. Skuldir ríkissjóðs við Seðla- bankann námu 14,9 milljörðum kr. í ársbyrjun 1978 og í júnílok 22,8 milljörðum kr. Að auki hækkuðu erlend endurlán Seðlabankans til Framhald á bls. 19 Verðlauna- hafar í París FLUGLEIÐIR og Barnablaðið Æskan stóðu sl. vetur fyrir getraunakeppni í tuttugasta sinn og að þessu sinni fengu verðlaunahafarnir tveir ferð til Parísar. Þeir heppnu voru tvær stúlkur, Hólmfríður Grímsdótt- ir tólf ára úr Reykjavík og Gyða Björg Jónsdóttir ellefu ára frá ísafirði og héldu þær til heims- borgarinnar þ. 1. júlí sl. Þær stöllur skoðuðu Sigurbogann, Eiffelturninn, Frúarkirkjuna og margt fleira og snæddu fransk- an mat á þekktum veitingastöð- um. Að Parísardvölinni lokinni, var haldið til Luxemborgar með lest og þaðan var svo flogið heim til Islands. A meðfylgjandi mynd erdHólmfríður við Sigurbogann.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.