Morgunblaðið - 12.07.1978, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 12.07.1978, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 12. JULÍ 1978 Peningagjöf til S.Á.Á. NÝLEGA barst hinum nýstofn- uðu Samtökum áhugamanna um áfengisvandamálið gjöf frá Thorvaldsensfélaginu. Þá af- henti formaður og varaformað- ur Thorvaldsensfélagsins S.A.A. að gjöf 300 þusun krónur til styrktar starfsemi samtakanna. Baldur og veðrið Stykkishólmi, 9. júlí. VORIÐ hefir verið mjög um- hleypingasamt og kalt hér um slóðir og fáir dagar sem mega heita góðir og aldrei ein vika samfelld með stillur og sól. Þetta hefir haft í för með sér að ferðafólk hefir ekki verið eins heppið með veður og flóabátur- inn Baldur hefir heldur ekki haft eins marga farþega og vænst hafði verið því þeir eru ekki margir sem vilja fara í skemmtiferðir um Breiðafjörð í roki og rigningu. Nú seinustu daga hefir verið gott veður og sást það strax á því að fjöldi manns notaði sér að fara til Flateyjar með Baldri og ferða- hópar fóru til að litast þar um. Eru slíkar ferðir mjög vinsælar og fólk ákaflega hrifið bæði af því að koma til Flateyjar og litast um söguslóðir þar og eins er ágæt þjónusta og viðurgern- ingur í Baldri, en þar geta menn keypt sér bæði kaffi, gos o.fl. Ferðin s.l. laugardag var með betri ferðum hvað veður snertir og ánægjan mikil. — Fréttaritari. Stofnað félag teppalagn- ingarmanna FÉLAG teppalagningarmanna var stofnað í Reykjavík þann 15. júlí sl. Félagið er stofnað af starf- andi teppalagningarmönnum á Stór-Reykjavíkursvæðinu og segir í fréttatilkynningu frá félaginu, að tilgangur þess sé að vinna að hagsbótum félags- manna og tryggja viðskiptavin- um vandaða vinnu. A stofnfundinum var kosin stjórn og varastjórn. Formaður félagsins er Daníel Kjartansson. Blönduós: Heimilisiðnað- arsafnið sgnt ferðafólki I fréttatilkynningu, sem Morgunblaðinu hefur borizt frá Heimilisiðnaðarsafninu á Blönduósi, segir að fólk geti fengið að skoða safnið í sumar eins og áður. S.l. sumar var safnið opin laugardaga og sunnudaga, auk þess sem það hefur verið sýnt eftir nánara samkomulagi. Þeir sem hafa áhuga á að skoða Heimilisiðnaðarsafnið í sumar eru vinsamlega beðnir að hafa samband við Þórhildi ísberg í síma 95-4241 eða Elísabetu Sigurgeirsdóttur í síma 95-4153. 43 metra hár skorsteinn við síldarverksmiðj- una á Akranesi Akranesi 10. júlí TOGARARNIR Haraldur Böðvarsson og Óskar Magnús- son eru hér í dag með um 140 lesta afla hvor. Togarinn Kross- vík er síðan væntanlegur á miðvikudag með góðan afla. Grótta var að koma í höfn í dag með um 40 lestir af blönduðum fiski. Nú er hinn stóri skorsteinn Síldar- og fiskimjölsverk- smiðjunnar kominn í fulla hæð eða 43 metra. Hann er byggður úr járni, einangraður með gler- ull og fóðraður að utan meö gulu plasti. Skorsteinninn setur svip á verksmiðjuna og vonandi gerir hann það gagn sem menn búast við. Júlíus. HraÓbraut m CNÍ X °6 (D (jrænn 1 heitir hraðbrautin okkar til Akureyrar. Við munum fljúga í 12-14 þús. feta hæð og áætlaður flugtími er u.þ.b. 55 mínútur. Velkomin um borð. Fullkomin leiósögutæki vísa beina og örugga leið FLUCFÉLAC íSLANDS /NNANLANDSFLUG Mintoff hótar Bretum Valetta. Möltu. 11. júlí - AP. MINTOFF forsætisráðherra Möltu hefur gagnrýnt harðlega skrif og fréttaflutning um mál- efni eyjunnar í brezkum fjölmiðl- um. Hótar hann því að brezki herinn megi búa sig undir brott- för fyrr en ráðgert hafði verið en samkv. áætlun skyldi herstöðvum þeirra lokað í marz á næsta ári. Dom Mintoff forsætisráðherra svaraði fyrirspurn um þessi mál á þingi á mánudagskvöld og skýrði hann þá ástæðuna fyrir því að hann hefði meinað brezkum blaða- mönnum og fréttamönnum BBC að koma til Möltu og ásakaði þá um ærumeiðandi áróður í garð Möltu- búa. „Þetta er skipulagður áróður og ég vara Breta við að halda þessu áfram. Að öðrum kosti skulu þeir burt frá eyjunni fyrr en ætlað var,“ sagði Mintoff. Skýrði hann ennfremur frá því að brezka utanríkisráðuneytið hefði verið aðvarað 7. júlí brezkum frétta- mönnum hefði frá og með þeim degi verið bannað að koma til eyjarinnar. Mintoff gaf í skyn að banninu yrði aflétt ef BBC drægi til baka frétt um mál brezka auðkýfingsins John Gaul og beiðni Möltustjórnar um framsal hans, sem brezka stjórnin neitaði. Veðrið víða um heim Amsterdam 20 heiðskírt Apena 33 sólskin Berlín 23 sólskin BrUssel 22 sólskin Chicago 22 heiðskírt Frankfurt 18 heiðskírt Ganf 22 sólskin Helsinki 18 heiðskírt Jóhannesarborg 20 sólskín Kaupmannahöfn 21 sólskin Lissabon 23 sólskin London 20 skýjar Los Angeles 26 heiðskírt Madrid 32 sólskin Maloga 36 heiðskírt Miami 31 skýjað Moskva 22 skýjaö New York 31 heiðskírt Ósló 25 heiðsklrt Palma, Mallorca27 léttskýjað París 21 skýjað Reykjavík 12 skýjað Róm 26 heiðskírt Stokkhólmur 15 skýjað Tel Aviv 32 sólskin Tokyó 30 skýjað Vancouver 16 skýjað Vínarborg 16 skýjað

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.