Morgunblaðið - 12.07.1978, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 12.07.1978, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 12. JÚLÍ 1978 17 Verðlaun verða einnig veitt fyr- ir íþróttamynd ársins og ljós- mynd ársins Fréttamyn janúar til júlí valin Ljósmyndavöruverzlunin Týli h.f. hefur tilkynnt val fyrstu ljósmyndarinnar í samkeppni um fréttamynd ársins 1978. Að þessu sinni var valið úr þeim myndum sem bárust á timabilinu janúar til júní. Niðurstaða dómnefndar var sú, að útnefna mynd Friðþjófs Helgasonar úr Grjótaþorpi sem v fréttamynd tímabilsins. I umsögn dómnefndar segir: „Myndin er mjög vel unnin og segir ekki aðeins frá sögulegu augnabliki í sögufrægum bæjarhluta, heldur lýsir hún á þögulan máta mannlegum tilfinningum og baráttu tveggja ólíkra afla. Auk fyrrnefndrar myndar varð dómnefnd ásátt um að veita tveimur öðrum myndum viðurkenningu. Aðra tók Ragnar Th. Sigurðsson við Síðumúlafangelsið, hin er götumynd eftir Friðþjóf Heglason. I fréttatilkynningu um val dómnefndar segir, að þar sem margar frábærar ljós- myndir hafi orðið að útiloka vegna takmark- aðs fréttagildis, og auk þess hafi engin íþróttafréttamynd borizt, hafi verið ákveðið að verðlauna einnig sérstaklega í árslok íþróttafréttamynd ársins og ljósmynd ársins. I dómnefnd um fréttamynd ársins sitja Kristín Þorkelsdóttir, Magnús Bjarnfreðs- son og Sigurgeir Sigurjónsson. Framsókn hef- ur áhuga á sam- vinnu við SFV „ÉG ER hlynntur því að það gæti tekizt samstarf eða samvinna milli Framsóknarflokksins og Samtaka frjálslyndra og vinstri manna en ég veit ekki til þess að ncinar viðræður í þá átt hafi átt sér stað,“ sagði Ólafur Jóhannes- son formaður Framsóknarflokks- ins í samtali við Mbl. á mánudags- kvöld. Magnús Torfi Ólafsson, formaður SFV, sagði að hann vissi ekki til þess, að neinar „þreifingar eða viðræður hefðu farið fram milli Samtakamanna og Framsóknarmanna" og spurn- ingu Mbl. um það. hvort hann væri hlynntur því að Samtökin tækju upp samstarf við einhvern hinna stjórnmáiaflokkanna svar- aði hann svo, að um það mál myndi hann tjá sig „innan stofnana Samtakanna en ekki opinberlega“. Mbl. spurði Ólaf Jóhannesson hvort Framsóknarflokkurinn myndi leita eftir samstarfi við Samtökin og á hvaða grundvelli slíkt samstarf væri hugsanlegt. „Um þetta get ég ekkert sagt,“ sagði Ólafur. „Þetta mál hefur ekki verið rætt þannig." Steingrímur Hermannsson, rit- ari Framsóknarflokksins, sagði í samtali við Mbl., að það hefði komið fram hjá „einstaklingum í báðum flokkum óformlegur áhugi á að skoða slíkan möguleika" sem samstarf Framsóknarflokks og Samtakanna. „Okkur finnast þeir hafa í kosningabaráttunni lagt áherzlu á félagshyggju ýmsa sem við getum vel fallizt á og þess vegna sé málefnalegur grundvöllur til samstarfs. Við höfum áhuga á að fá til samstarfs alla þá sem aðhyllast frjálsa félagshyggju og við teljum það mikinn skaða, hvað þeir aðilar eru sundraðir nú,“ sagði Stein- grímur. Kjörklefar Akureyr- inga skemmdust í eldi Akureyri 10. júlí. ELDUR kviknaði í gömlu geymsluhúsi við Grímseyjar- götu á Oddeyrartanga um kl. 20.50 í gærkvöldi. Ilúsið er í eigu Akureyrarbæjar og þar er geymt ýmiss konar efni, sem notað er árlega við hátíðarhöldin 17. júní, svo sem flaggstengur, pallaefni og þess háttar. Einnig var geymt í húsi þessu sitthvað sem notað er við kosningar þegar þær eru haldnar svo sem efni í kjörklefa, atkvæða- kassar og fleira sem til þarf. Þessir munir skemmdust meira og minna af eldi, reyk og vatni, einkum það sem geymt var í norðurenda húss- ins. Húsið er mjög illa farið, enda varð að rífa þakið að mestu leyti til að komast fyrir eldinn. Upptök eru óvís, en grunur leikur á um að kveikt hafi verið í húsinu því að við norðurdyr þess fundust hálf- brunnir pappakassar og eld- spýtustokkar. Sv.P. aman" hestar þeirra verði fluttir á Þingvöll en keppnin i yngri flokkunum, 10—12 ára, er á dagskrá landsmóts- ins á föstudag kl. 15 og í eldri flokknum 13 til 15 ára verður keppt kl. 16 á laugardag. „Fákur efndi í vetur til námskeiðs fyrir unglinga, sem sjálf höfðu hross til umráöa og sóttu þaö aö jafnaði 50 krakkar. Þá var sérstök unglinga- keppni á Vorkappreiöum Fáks en þessi hópur, sem hér er og keppir fyrir Fák á mótinu var valinn úr hópi þeirra, sem þátt tóku í námskeiðinu. Þá sýnir þessi sami unglingahópur einnig nokkur atriði á kvöldvökum á föstudagskvöld. Þaö er vissulega ánægjulegt og sýnir vel mikinn áhuga barna og unglinga fyrir hesta- mennsku, að á Landmótinu um helgina skuli í fyrsta sinn veröa sérstök keppni fyrir unglingana og vonandi er þetta upphaf að enn meira unglingastarfi hjá okkur hesta- mönnum,“ sagði Ragnar. Fékk bakteríuna þegar hún fór fyrst á hestbak 9 ára „Hestamennskan hjá mér byrjaði eiginlega þegar ég var 9 ára. Ég var á ferð uppi j sveit og var leyft að fara á hestbak. Árið eftir fór ég í reiöskóla til Ragnheiðar Sigurgrímsdóttur og eftir það hef ég ekki losnað við þessa bakteríu," sagði Ásta Sigurjónsdóttir, 15 ára, en hún keppir á eigin hesti, Sval, sem er rauðblesóttur. Við spuröum hvenær hún hefði fyrst eignast hest? Ásta Sigurjónsdóttir ásamt Sval „Þegar ég var 12 ára fékk ég þann fyrsta en Sval fékk ég fyrir ári. Nei, foreldrar mínir eru ekki með hesta en ég hef haft mína hesta í hesthúsum Fáks. Landsmótið verður örugglega gott nema veðrið verði leiöinlegt og ég tala nú ekki um, ef það verður Þórður Þorgeirsson rigning, því þá verða hestarnir ómögulegir og leiðir. Ég vona hins vegar bara að okkur krökkunum gangi vel. í raun hefur mest lítið verið reynt aö koma á einhverju starfi meðal okkar krakkanna, sem erum í hesta- mennsku í Reykjavík ef undan er Ester Haröardóttir ásamt Blesa Kristján Ingvarsson meó Feng skitið námskeiöiö sem Ragnar og Kolbrún voru með í vetur. Við hittumst stundum og förum þá í sameiginlega útreiöartúra. Af hverju ég fékk hestadellu? Þetta er bæði gaman og spennandi og hestar hafa aödráttarafl, sem ég get ekki lýst,“ sagði Ásta að síöustu. Skemmtilegra að sitja hest sem gæðing heldur en kappreiðahross Þórður Þorgeirsson, 14 ára, keppir ekki eingöngu í unglingakeppninni á Landsmótinu, heldur situr hann einnig tvo kappreiðahesta fyrir Guðna Kristinsson í Skaröi á Landi og er annar þeirra Frúar-jarpur, sem nýverið setti nýtt íslandsmet í 800 metra stökki í Pétursey, hljóp á 59,3 sek., og hinn er Bjóli. Sjálfur er Þórður í sveit- í sumar hjá Guðna á Skarði en tók sér frí til að vera þessa daga með krökkunum í Austurkoti. Viö spurðum Þórð, hvort væri skemmtiíegra að sitja gæðing eða kappreiöahross? „Sjálfum þykir mér skemmtilegra að sitja hest sem gæöing heldur en að hleypa þeim. Hlaupin eru að vísu kannski meira spennandi rétt á meðan maður er að fara fram völlinn en ánægjan af gæðingunum er varanlegri. Ég er búin a vera í hestamennsku frá því að ég var fimm ára en ég keppti fyrst í unglingakeppni 1977 og sem knapi á hlaupahrossum byrjaði ég fyrir stuttu. Á veturna ríðum við krakkarnir aðallega á milli hesthús- hverfanna og stundum förum við upp að Geithálsi en eiginlegt félagslíf hjá okkur, þessum krökkum sem erum í hestamennsku í bænum, hefur ekki verið mikið. Við hittumst mest í útreiðartúrum. Það mætti gjarnan vera oftar keppni fyrir krakkana. Nú er bara einu sinni, á vorin, og þetta er einnig fyrsta landsmótið, sem unglingar keppa í sérstakri keppni. Þegar er orðið mjög mikið af krökkum í hestamennsku og þeim á örugglega eftir að fjölga, því það finnst öllum gaman á hestbaki. Landsmótið getur orðið mjög skemmtilegt og það er bara að veörið spilli ekki fyrir,“ sagöi Þórður. Framhald á bls. 18

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.