Morgunblaðið - 12.07.1978, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 12.07.1978, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 12. JIJLI 1978 viEÍ> ff ittjj *> KAFFINU \\ !*■ (!) ~3L Jæja væna mín — það er hætt að leka í baðinu. U m Torgið og turninn BRIDGE Umsjón: Páll Bergsson Það gerist ekki oft, að út íást 33 þegar punktarnir eru taldir. En spilarinn í suður taldi aftur og gaf sig ekki fyrr en hann var orðinn sagnhafi í háum samningi. Gjafari vestur, allir á hættu. Norður S. D754 H. 8752 T. 65 L. 1085 Vestur Austur S. 2 S. 109863 H. 10963 H. G4 T. 109432 T. 8 L. K92 L. G7643 Suður S. ÁKG H. ÁKD T. ÁKDG7 L. ÁD Vestur spilaði út tígultíu gegn sex gröndum. Sagnhafi taldi strax ellefu tökuslagi og sá að margir mögu- leikar voru til að ná tólfta slagnum. Eftir fjóra slagi á tígul, þrjá á hjarta og tvo á spaða voru þessi spil eftir. Þetta er allt rakspíranum, sem þú gafst mér í afmælisgjöf, að kenna. „Mikið hefur verið skrifað um Söluturninn okkar og flestir talið staðsetningu hans ranga, hann ætti að vera innar á torginu. Nú hefi ég verið nokkrum sinnum í bænum og skoðað málið — og er sannfærð um að hann er á réttum stað. Og til mikillar prýði fyrir umhverfið. Það held ég að allir sjái, þegar þeir hafa vanizt breytingunni. Fyrst fór ég niður í bæ, þegar leikflokkurinn kom hér á listahá- tíö og sýndi, m.a. á stultum á torginu. Þá var þarna fjöldi manns og allir sáu hvað um var að vera. Þá fór ég niður á torg 1. maí og sá hvernig útisamkomur rúmuðust á torginu núna. Og loks var ég á torginu fyrir kosningarnar, þegar sjálfstæðisfólk fyllti torgið og hlustaði á sína menn. Þetta sannfærði mig um að ekki hefði með nokkru móti mátt setja turninn á mitt torgið, þar sem klukkan er, eins og hann var upphaflega. Aftur á móti sé ég að hann lífgar upp á torgið á daginn, þegar ferðamenn eru á ferli og fólk er á gangi og lítur þar inn til að fá upplýsingar. Ég er semsagt harla ánægð með hann. Á mynd- inni, sem Mbl. birti af fundi sjálfstæðismanna sést þetta vel. Þar er útsýnið til Stjórnarráðs- hússins óskert, en það er fallegt. Eins sé ég að Erró hefur kunnað að meta turninn þegar hann gerði plakatið fyrir listahátíð. En það er annað, sem skemmir götumyndina. Sett hafa verið upp einhver stauravirki undir risaaug- Iýsingar, sem loka götunni og skyggja bæði á turninn og allt annað. Þetta mátti að vísu gera, meðan ekkert annað var þarna, en ekki lengur, enda ætlast til þess að auglýsingar séu á Turninum sjálf- um og klukkunni, ef hún verður þarna áfram. Hún er til háborinn- ar skammar svona illa útlítandi, með krossvið í stað auglýsinga á rúðum. Borgaryfirvöld ættu að sjá sóma sinn í að fjarlægja þennan andstyggilega auglýsingastand, sem eyðileggur Austurstræti, þeg- ar sirkus skátanna er búinn. Vestur Norður S. D7 H. 8 T. - L..10 Austur S. - S. 98 H. 10 H. - T. 9 T. - L. K9 L. G7 Skiptingin Suður S. G H. - T. 7 L. ÁD á höndum andstæð- inganna var nú orðin eins og opin bók. Þó var vinningsleiðin ekki auðséð. En sagnhafi tók á laufás- inn og spilaði síðan spaðagosa. Og þá var vestur fastur í leiðinda- klemmu. Hann lét laufkónginn og fékk þá síðasta slaginn á tígulní- una. Slétt unnið. Ekki skipti máli þó austur hefði átt laufkónginn. Þegar síðasta lauf vesturs kemur í spaðagosann gefur sagnhafi í blindum. Austur fær þá næsta slag á laufkónginn en spaðadrottningin verður tólfti slagurinn. Kirsuber í nóvember Framhaldssaga eftir Mariu Lang Jóhanna Kristjónsdóttir íslenzkaði 11 Persónur sögunnar> Fimm af yngri kynslóðinni, þar af einn morðingi og annar verður fórnariamb morðingj- ans> Judith Jernfelt Matti Sandor Klemens Klemensson BKO Koland Norell Nanna-Kasja Ivarsen og tvær miðaldra fraukar sem eru mikilvæg vitni> Helena Wijk Lisa Biilkvist og læknir og yfirlögreglu- þjónn sem haía ólíkar skoðan- ir á morðmálinui Daniei Severin v Leo Berggren ásamt með lögregluforingjan- um sem dregst inn í málið í nokkur dægur áður en giæpur inn fyrnist> Christer Wijk. — Tuttugu stykki. sagði Judith og rák upp hlátur. — Það er aldeilis verið að slá um sig. Kaldur súgur fór um búðina og ágeng karimannsrödd blandaði sér í íriðsælar sam- ra'ðurnar. — Jæja. sagði Bo Roland Norell. — Þú ert sem sagt hér ... þú ert... það er hér... sem ÞID eruð ... — Og því skyldum vi ekki vera hér. sagði Judith hvatskeytlega. — Þú... sagði hann með niðurbældri ólgu — þín falska. bölvaða... En honum svelgdist á því sem hann ætlaði að bæta við. þegar ekkja Wijks dómara dró tjaídið snögglega frá og horfði beint framan í hann. — Nú skal ég segja þér svolítið. sagði hún. — Þetta er sælgætisverzlun í einkaeign en ekki vettvangur persónulegra svívirðinga. Og má eg biðja þig að lækka röddina ofurlítiö og segja síðan hvað þú vilt hingað? — Eg ... ég þurfti bara að tala við ... Júdith. Og við hann. — Nú já og það hefur þér tekizt. sagði frú Wijk. — Eitthvað fleira. Litlaus augun hvörfluðu að Judith en sfðan festi hann augun á freknóttu andliti Matta sem var sviphriðgðalaus með öllu. — Það sem fyrir mér vakti í raun og veru, sagði hann — var að bjóða ykkur heim. Ykkur báðum. Ég ætlaði að spyrja hvort þ<ð... hvort þið gætuð ekki hugsað ykkur að koma til mín í kvöld ... — Út á Noret? Eftir radd- blænum að dæma virtíst löngun ungu stúikunnar í algjöru lágmarki. — Já, sagði Bo Roland. — Foreldrar mínir eru boðnir í veizlu í Koparherbergi. Ég er aieinn. Og Klemens kemur um tíuleytið. — Við höfðum hugsað okkur að fara út að dans. — Á hótelinu? — íþróttafélagiö er með dansleik í leikfimisalnum. — Leikfimisainum. sagði hann fullur fyrirlitningar. — Jæja ef það er svona miklu eftirsóknarverðara, þá ... — Nei. sagði Matti, sem var þekktur fyrir annað en að leggja margt til málanna. Það er alls ekki svo að skilja að það sé neitt merkilegt í okkar augum að fara á þetta ball. Ég gæti vel hugsaö mér að renna heim til þín í kvöld. — Þið eruð sem sagt bæði mjög velkomin. Dyrnar skullu á hæla honum. Judith Jernfcldt reyndi eftir föngum að leyna vonbrigðum sínum. Andlit Matta Sandors var algerlcga rólegt og sak- leysislegt. Helena Vijk hafði aítur tyllt sér niður. Og fröken Billkvist tíndi gætilega saman alla líkjörmol-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.