Morgunblaðið - 16.07.1978, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 16.07.1978, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 1,6. JÚLÍ 1978 Karpov er 27 ára. Meðan æskunni er alla jafna kenndur blóðhitinn er hann kaldur og yfirvegaður. Rödd hans vekur mörgum furðu en hún er líkust rödd gamallar konu. Söguleg viðureign er að hefjast í filfpínska sumardvalarbænum Baguio City. Þar mætast í einvígi um heims- meistaratitilinn í skák heimsmeistarinn Anatoly Karpov 27 ára frá Sovétríkjun- um og áskorandinn Viktor Korchnoi 46 ára, fyrrum sovézkur ríkisborgari, nú pólitískur flóttamaður án ríkisfangs. Allt til enda, sem vel getur dregizt fram á haustið, mun viðureign þeirra draga ,að sér athygli umheimsins. Eðlilega má spyrja hvað sé svona sérstakt við einvígi þessara tveggja manna. Þegar öllu er á botninn hvolft hef ég lifað 17 einvígi um heimsmeistaratitil- inn í skák sem hafa farið fram fjórða hvert ár að meðaltali. Þetta er að vísu ekki neinn óskaplegur fjöldi en samt sem áður ættu slík einvígi eðli málsins samkvæmt að vera næsta eðlilegir atburðir. En sé litið um öxl til sögu heimsmeist- araeinvígjanna eftir heimsstyrjöldina síðari kemur mikilvægi þessa einvígis berlega í ljós. Frá 1951—1972 voru heimsmeistarinn og áskorandinn jafnan báðir Sovétmenn. 1972 vakti bandarískur áskorandi geysilega spennu. Þar fór Bobby Fischer og hann sigraði Boris Spassky í sögulegu einvígi í Reykjavík. Þar með var sovethringurinn rofinn og Fischer tókst með stórkostlegum hæfi- leikum og uppátækjum að vekja athygli almennings á skákinni sem íþrótt. Salan á töflum og skákbókum rauk upp úr öllu valdi um allan heim og mér er sagt að í heimalandi Fischers, Bandaríkjunum, hafi helzt litið út fyrir það að skákin myndi ryðja kylfuknattleiknum úr vegi sem þjóðaríþrótt. Fólk gleypti í sig allar fréttir frá Reykjavík. Öllum til mikilla vonbrigða fór svo að Fischer tefldi ekkert opinberlega næstu þrjú árin og hann varði ekki heimsmeist- aratitil sinn gegn Anatoly Karpov þegar að því kom. Fischer hefði sett ýmis skilyrði fyrir einvíginu og gert þau að I úrslitaskilyrðum. Alþjóðaskáksambandið I HARRY GOLOMBEK: féllst á allt nema eitt; ef báðir keppendur fengju níu vinninga áður en annar hvor kæmist í 10 þá yrðu úrslitin jafntefli og Fischer héldi þar með heimsmeistaratitl- inum. Alþjóðaskáksambandið gat ekki fallizt á þetta, þar sem slíkt fyrirkomulag yrði heimsmeistaranum í hag á kostnað áskorandans. En Fischer hélt fast við sitt. „Þá verður bara ekkert af þessu,“ sagði hann þegar honum voru tilkynnt úrslit málsins. Og þannig varð Anatoly Karpov heimsmeistari í skák án þess að þurfa að leggja í þrautir langs einvígis sem hann hefði alveg eins getað tapað en Fischer hvarf aftur til síns lokaða lífs i' Pasadena í Kaliforníu, þar sem hann er nú flæktur í deilur innan sértrúarflokksins Alheims- kirkju Guðs. Þegar Fischer hvarf af sjónarsviðinu óttuðust margir að með honum myndi hverfa sú spenna sem hann hafði skapað í kring um skákina. Þegar allt kemur til alls er heimsmeistaratitill án úrslitaein- vígis ósköp lognmollulegt fyrirbæri. En það var þá bara lognið á undan storminum, sem skellur á þegar kemur að Karpov að verja titilinn, því vart er hægt að hugsa sér öllu stórkostlegra einvígi en það sem nú fer í hönd milli gæðings sovézka kerfisins annars vegar og hins vegar hreinskilins flóttamanns, sem áður naut vinsælda og virðingar í Sovétríkjun- um en er nú vart nefndur á nafn þar lengur. Ólíkir andstæðingar Og andstæðurnar milli Karpovs og Korchnois eru ekki aðeins stjórnmálalegs eðlis heldur einnig á sviði skákarinnar. Karpov er árásargjarn skákmaður og sókn hans er eyðileggjandi. í síðasta skákmótinu sem hann tefldi fyrir þetta einvígi; í Bugojno í Júgóslavíu vann hann tékkneska stórmeistarann Hort í aðeins 25 leikjum. Korchnoi aftur á móti er mest metinn vegna varnarhæfni sinnar. Meðan Karpov teflir af krafti allt frá fyrsta leik byrjar Korchnoi taflið allt að því tilviljanakennt og hann er snillingur í því að sleppa fyrir horn og koma aftur í allt að því örvæntingarfullri gagnárás. Meðan æskunni er alla jafnan kenndur blóðhit- inn er það Karpov sem er kaldur og yfirvegaður. Hann teflir ógjarnan á tvær hættur. Korchnoi er á hinn bóginn í ætt

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.