Morgunblaðið - 16.07.1978, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 16.07.1978, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. JÚLÍ 1978 21 geð þegar úrskeiðis fór. Eftir því sem árin líða fleiri frá þessum árum verður það æ ljósara hve lífsviðhorf ykkar var heilbrigt og þroskað, og það svo að allt annað virðist óeðlilegt. Þótt ég hafi víða komið við, innan lands og utan frá þessum tíma og kynnst ýmsu, og kannski broti af hinni svokölluðu heimsmenningu, þá verður mér æ ljósara að aldrei var ég nær vöggu menningarinnar en meðal ykkar; á spjalli við Tómas á sólríkum sumarmorgni er hann var að ditta að klifbera eða dýnu í reiðingi eða að hjala við þig niður í eldhúsi með kleinu í hendinni að launum fyrir að ná í kolafötu eða fara með öskuna. Þá er mér ekki síður minnisstæð virðing ykkar fyrir umhverfinu, skepnunum, gróðri jarðar og náttúrunni yfirleitt. Þess var ætíð gætt að taka ekki meira úr faðmi hennar en gjöfum nam; réttur og skyldur héldust í hendur í þeim samskiptum og skapaði það sam- ræmi sem sönn menning er fólgin í. Þeim, sem tekst að lifa innan þessa ramma, að ekki sé að tala um fólk á borð við ykkur, þar sem annað var óhugsandi, það gefur en tekur ekki, gleður en hryggir ekki, elskar en hatar ekki. Af þessu mætti fleiri en raun virðist á draga mikinn lærdóm. Til þess að svo megi verða mega menn ekki gleyma uppruna sínum, kynslóð bindist kynslóð, yngri sér eldri, því að þau bönd eru líftaug heimsins, líftaugin frá vöggunni til grafar- innar og án hennar er ekkert og verður ekkert. Sumun þykir ég sjálfsagt halda mig ofan garðs og neðan við tilefnið, sem eru þessi tímamót í lífi þínu, kæra Jórunn. Ég er þess hins vegar fullviss, að þér er ofurljóst að það er nokkrum erfiðleikum bundið fyrir mig að skrifa um annað hvort ykkar Tómasar án þess að nefna hitt um leið. Á sama hátt er ekki hlaupið að því að ræða um ykkur bæði og viðhorf ykkar, án þess að umhverf- ið á Hamrahóli fléttist inn í spjallið, en allt þetta hefur skapað sér órjúfandi mynd í hugskoti mínu, þar sem ekkert getur án annarrs verið. Þessa mynd geymi ég til hinstu stundar, og þökk sé þér fyrir þinn ómissandi þátt í henni. Lifðu við góða heilsu hjá kærri dóttur og öðrum ástvinum á friðsælu ævikvöldi. Þ.L. Námskeið RKÍ NÁMSKEIÐ í lífgunartilraunum á vegum Rauðakrossdeildanna í Reykjavík og nágrenni að undan- förnu hafa verið vel sótt. Ákveðið hefur því verið að halda kvöld- námskeiðum áfram og verða þau haldin mánudag, þriðjudag og e.t.v. miðvikudag í húsakynnum Heilsuverndarstöðvar Reykjavík- ur í næstu viku. Viðskiptavinir okkar athugið Verkstæöi okkar veröur lokaö vegna sumarleyfa frá og meö 31. júlí til 16. ágúst. JÖFUR HF Auðbrekku 44—46, Kópavogi. Leiðrétting í MORGUNBLAÐINU í fyrradag þar sem spjallað var við veg- farendur um hækkunina á áfengi og tóbaki urðu þau leiðu mistök að myndir brengluðust. Þar sem talað var við Sigrúnu Kjerúlf birtist mynd af Þórði Skúlasyni og öfugt. Lesendur eru beðnir velvirðingar á þessum mistökum. Loksins getum við nú boóió hin viðurkenndu Hl—Fl bflútvarps- og segulbandstæki Ótrúlega hagstætt verð Félagsmenn Alþýðu- orlofs um 40 þúsund BUÐIN Skipholti ' sími 29800, 27 ár í fararbroddi. AÐALFUNDUR Alþýðuorlofs var haldinn þann 29. júní s.l. Fundarstjóri var Snprri Jónsson, starfandi forseti ASÍ. og fundar- ritari Lúther Jónsson prentari. Á aöalfundinum flutti formað- ur Alþýðuorlofs. Óskar Hall- grímsson. skýrslu um starfsemi orlofssamtakanna liðið starfs- timabil. þ.e. fyrir árin 1976 og 1977. Þar kom m.a. fram að aðild að Alþýðuorlofi eiga nú um 90 stéttarfélög innan Alþýðusam- bands íslands. auk fjögurra landssamhanda ASÍ. Ennfremur eiga aðild að orlofssamtökunum Iðnnemasamband íslands. Verk- stjórasamband íslands og Bif- reiðastjórafélagið Frami. I heild eru félagsmcnn Alþýðuorlofs um 10 þúsund talsins. I skýrslunni var einnig ítarlega fjallað um þær breytingar sem áttu sér stað á síðasta ári í sambandi við Ferðaskrifstofuna Landsýn, en Alþýðuorlof var einkaeigandi ferðaskrifstofunnar. Eftir aukningu á hlutafé fyrir- tækisins eru eigendur nú annars vegar Alþýðusamband íslands og Alþýðuorlof og hins vegaf Sam- band íslenskra samvinnufélaga og Samvinnutryggingar. Síðan breyt- ingar þessar áttu sér stað hefur Landsýn verið rekin í nánu samstarfi við Samvinnuferðir und- ir sameiginlegri framkvæmda- stjórn. Þá var og í skýrslunni gerð grein fyrir því samstarfi sem Alþýðu- orlof hefur tekið upp við Menning- ar- og fræðslusamband alþýðu um skipulagningu sérstakra fræðslu- ferða fyrir félagsmenn stéttar- félaganna. Á aðalfundinum gerði Magnús Geirsson grein fyrir reikningum Alþýðuorlofs fyrir árin 1976 og 1977 og voru þeir samþykktir. I stjórn Alþýðuorlofs til næstu tyeggja ára voru einróma kjörin: Oskar Hallgrímsson formaður, Björn Jónsson varaformaður, Halldór Björnsson ritari, Guðríður Elíasdóttir gjaldkeri og þeir Einar Ögmundsson, Lúther Jónsson og Jón Björnsson meðstjórnendur. I varastjórn voru kjörnir: Snorri Jónsson, Hallgrímur Pétursson og Karl Steinar Guðnason. Endur- skoðendur voru kjörnir Guðjón Jónsson og Kristján Ottósson. Alþýðuorlof er aðili að orlofs- samtökum norrænnar verkalýðs- Isetning samdægurs Gerið verð- samanburð hreyfingar, Nordisk Folke Reso og Federation of Popular Travel Organisations og sátu fulltrúar Alþýðuorlofs ársfundi þessara samtaka beggja. Húsgagnasýning í dag f rá kl.1-6. MIKIÐ ÚRVAL AF HÚSGÖGNUM Skeifunni 8. Reykjavík. Sími 37010.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.