Morgunblaðið - 16.07.1978, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 16.07.1978, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. JÚLÍ 1978 „Krýsanþemur skulfu af ótta er vísindamenn gerðu sig líklega til að skera á stilki þeirra.. (SJÁ: Móðir jörð) ÖRLAGAÞRÆÐIR —— Gydingarnir sem bödlunum sást yf ir Bandaríkjamenn hafa gert sjónvarpsmynd um útrýmingu evrópskra Gyðinga. Ilér er atriði úr henni> Endurfundur Gyðingahjóna í hinum iilramdu Auschwits-fangabúðum. Nýlega kom út í Þýzkalandi sérstæð saga, „Kaiserhof Strasse 12“, af Gyðingafjölskyldu sem tókst að leyna nasista uppruna sínum í 12 ár. Bókin er eftir einn úr fjölskyldunni, Valentin Senger, blaðamann og rithöfund. Foreldr- um hans tókst að telja nasistum trú um það, að fjölskyldan væri af „arískum" toga og varð það henni til bjargar, þótt stundum munaði litlu að allt kæmist upp. Sagan hefst í Rússlandi árið 1905, um það bil er gerð var byltingin sem fór út um þúfur. Moisse nokkur Rabisanovitch, ungur málmiðnverkamaður, hafði gengið til liðs við bolsévika og flúið síðan land til Berlínar ásamt konu sinni, þegar byltingin var kveðin niður. Hann starfaði í hreyfingu kommúnista nokkur ár enn, en breytti síðar nafni sínu í Jakob Senger og fluttist til Frank- furt í því skyni að fela slóð sína og fortíð. Þar fæddist hjónunum Valentin, árið 1918. Faðir Valentins bjó við stöðugan ugg um það, að upp kæmist um fortíð hans og stjórnmálaskoðanir. Þar kom, að grunur féll á fjöl- skylduna — en þá ekki fyrir kommúnisma heldur uppruna hennar. Senger hafði hins vegar séð til þess með nafnbreytingunni, að ekki varð sannað að þau væru Gyðingar og dugði fjölskyldunni þetta skjól fram um seinna stríð. Kom það sér vel, því að ýmsa nágranna hennar grunaði, og vissu reyndar sumir, að hún væri af Gýðingaættum. Valentin minnist þess jafnvel, að einn bekkjarbróðir hans staðhæfði eitt sinn í skólan- um að hann væri Gyðingur. En orðrómurinn virðist ekki hafa borizt til eyrna grimmustu nasist- unum í nágrenninu því að trúlega hefði Gestapo fljótlega barið að dyrum ef svo hefði farið. Eins og sagði var ýmsum kunnugt um uppruna fjölskyld- unnar; það var t.a.m. vinstúlku Valentíns, vinnuveitanda Jakobs föður hans, lögregluþjóni einum í hverfinu og heimilislækninum. En þetta fólk þagði. Aðrir og þar á meðal margir, sem óðfúsir hefðu sagt til fjölskyldunnar, létu blekkjast. Fjölskyldan neytti líka margvíslegra bragða. T.d. lét hún falsa ættartölu o.s.frv. Kennari Valentins var eldheitur nasisti og var hann alltaf að reyna að telja nemendum sínum trú um kynþáttakenningar nasista. Eitt sinn tók hann sig til og mældi höfuðlag nokkurra nemenda til staðfestingar kenningum þessum, og þar á meðal höfuðið á Valentin. Að loknum nákvæmum mælingum lýsti hann Valentin „kynhreinan aría“. Hefur það e.t.v. átt sinn þátt í því, að ekki var til þess tekið er Valentin gerðist einu sinni svo djarfur í skólanum að rífa sundur einhverja bæklinga fjandsamlega Gyðingum. Árið 1944 voru þeir Valentin og Alex bróðir hans kvaddir í herinn. Alex féll rétt áður en stríðinu lauk, en Valentin tókst að flýja austur um og hélt þar til unz stríðinu lauk. Eftir stríð bjó hann í Austur-Þýzkalandi og starfaði m.a. í hinni opinberu fréttaþjón- ustu í Austur-Berlín. En árið 1959 sagði hann skilið við kommúnism- ann og fluttist til Frankfurt aftur. Þá komst hann hins vegar að því að hann var alls ekki velkominn. Hann fór í mál og stóðu málaferlin í fjögur ár, en lauk svo að honum var neitað um ríkisborgararétt, og síðan oftar en einu sinni. Hann var fæddur í Þýzkalandi og hafði alið þar mestan aldur sinn, en hann var ættaður austan úr Rússlandi og hafði þess vegna ekki öðlazt ríkisborgararétt sjálfkrafa við fæðingu. Þar kom að hann nennti ekki að standa í þessu stappi lengur, og er hann ennþá ríkis- fangslaus. Ástæðan er vitanlega sú, að hann er gamall kommúnisti. Hann komst undan nasistum þrátt fyrir „glæpsamlegan" uppruna sinn. En nú geldur hann gamalla stjórnmálaskoðana sinna í því að hann fær ekki ríkisborgararétt í föðurlandi sínu. - WALTER ELLIS ATTHAGAFJÖTUR Jafnveltrúd- arnir mega ekki f ar a út af línunni Olia Serova er ein úr þeim stóra hópi í Sovétríkjunum, sem eigin- lega má hvorki vera þar né fara þaðan. Hún hefur verið að sækja um það endrum og eins og mega flytjast til ísraels, en ekkert gengið. I bréfi sem hún ritaði og sendi til Vesturlanda segir svo: „Við hjónin erum trúðar að atvinnu. Við lukum námi við sirkusskóla í Moskvu fyrir nokkr- um árum. Við erum ákaflega elsk að starfi okkar og viljum helzt ekki annað vinna. Því miður misstum við það bæði þegar við sóttum um leyfi til að flytjast til ísraels. Höfum við nú enga vinnu haft um nokkurt skeið.“ Meinið er, að um leið og Gyðingur þarna austur frá sækir um leyfi til flutnings úr landi missir hann vinnuna. Og það er glæpur að ganga iðjulaus til lengdar. Að nokkrum tíma liðnum má því handtaka manninn fyrir „sníkjulíf" og dæma hann í eins, þriggja eða jafnvel átta ára fangelsi. Samt eru dæmi til þess, að menn hafa reynt með öllum ráðum að komast í fangelsi. Það er nefnilega ekki ótítt að menn fái brottflutningsleyfi þegar þeir eru búnir að afplána dóminn fyrir sníkjulífið, hvernig sem á því stendur. Þessu er þó ekki treystandi. Engu er treystandi austur þarna. KGB liggur nefnilega á því lúalagi að skipta um aðferðir í sífellu, beita me.nn ólíkum brögðum: handtaka einn vegna gruns en sleppa síðan afturK standa vörð utan við heimili annars, kæra þann þriðja formlega. Einn er kannski sendur til Síberíu en annar í fangelsí í Moskvu fyrir sama „glæpinn". Menn vita sem sé aldrei við hverju skal búast. Þetta er auðvitað allt saman löngu vitað. Þó eru alltaf einhverj- ir að verða hissa. Úm daginn hitti ég að máli konu nokkra nýkomna frá Möskvú. Levy heitir hún, er Gyðingur og Lundúnabúi. Hún á sér pennavin í Mogkvu, og fyrir skömmu ákvað söfnuð'urinn að kosta hana þangað að hitta pennavininn og kynna sér kjör og aðstæður Gyðinga fyrir austan. Frú Levy kom aftur full heilagr- ar reiði, og hafði orðið mikið um. Hún hafði með sér bréf frá Gyðingi einum, sem hafði verið rekinn úr vinnu og sakaður um sníkjulíf, og stóðu nú vonir til þess, að birting bréfsins yrði til að vekja mótmæli á Vesturlöndum og manninum yrði kannski hlíft við dómi. Því miður reyndist það of seint, og það er búið að dæma hann. Frú Levy kom líka með myndir af pennavini sínum, stórmerkri konu sem . Ida Nudel heitir og hefur unnið mikið starf í þágu andófsmanna í fangelsum eystra. Frú Levy hafði haft með sér fjölskyldumyndir að sýna henni, og Ida hirt þær allar. Frú Levy spurði hvað í ósköpunum hún ætlaði sér með þær. Ida kvaðst mundu gefa þær fangelsuðum andófsmönnum. „En þeir þekkja okkur ekki,“ sagði frú Levy. „Það skiptir engu,“ sagði Ida, „þær gera sama gagn. Börnin á myndunum eru vel alin, vel búin og glaðleg. Það er aðalatriðið. Imyndun fang- anna mun nærast á myndunum; þær gætu hæglega bjargað geð- heilsu einhverra. Þú gerir þér ekki grein fyrir því við hvílíkar aðstæð- ur þessir menn búa. Sumir væru betur dauðir." Ida Nudel og flestir vinir hennar eru sannfærð um það, að svo sé athygli og mótmælum Vestur- landabúa fyrir að þakka, að þau eru ekki horfin sporlaust, í fang- elsi eða dauð. Gyðingahatur lifir góðu lífi í Sovétríkjunum enn, og þykir þar jafneðlilegt og þótti í Þýzkalandi forðum. En hvað er til ráða? Blöð og bækur gefin út á vegum Gyðinga flytja að staðaldri fregnir af Gyðingaofsóknum í Sovétríkjun- um. En þar er verið að flytja þeim fregnir sem gerst mega vita. Víst er líka sagt frá þessu í dagblöðum vikum oftar. En til hvers er það í rauninni? Til dæmis að nefna er Bernard Levin, einn þekktasti blaðamaður í Bretlandi, oft að skrifa um andófsmenn (ekki að- eins Gyðinga, og ekki aðeins í Sovétríkjunum). En mér er vel kunnugt að margir sem annars lesa allt sem eftir hann birtist sleppa greinunum ef þeir sjá andófsmann nefndan í fyrirsögn eða greinarbyrjun; þeir nenna hreinlega ekki að lesa fleiri andófsmannasögur. Um daginn var að hefjast í sjónvarpinu myndaflokkur um afdrif Gyðinga í Þýzkalandi í stjórnartíð Hitlers. (Seint ætlar það efni að verða ofnýttj. Ábyggi- lega verður hann spennandi. Og hvað er ljúfara en Iéttur hrollur fyrir svefninn? Mönnum verður hugsað sem svo, að hryllilegt hafi þetta nú verið. En það sé nú löngu liðið, sem betur fari . .. - KATHARINE WHITEHORN. OLIA— Þegar síðasti dropinn drýpur úr lindunum Að því er segir í spá i nýútkominni skýrslu frá Efna- hagsnefnd Evrópu munu þær olíubirgðir, sem nú er vitað um með vissu, þrjóta árið 1996 eða um það bil. og líklegar birgðir umfram það svo sem 12—15 árum síðar. í skýrslunni er áætlað að eftirspurn eftir olíu frá OPEC-ríkjunum muni nema u.þ.b. 3000 milljónum tonna árið 1990. Fyrir þrem árum nam hún 1360 milljónum tonna. Hámarksfram- leiðslugeta OPEC-ríkjanna er nú 2000 milljónir tonna. En vitað er, að sum OPEC-ríkin vilja reyna að draga úr framleiðslunni heldur en hitt. Gert er ráð fyrir því, að jafnvel Austurevrópuríkin, sem nú fá og hafa lengi fengið olíu frá Sovét- ríkjunum við lágu verði, munu fara að kaupa ólíu frá OPEC-ríkj- um fyrir 1985. Muni þau verða að leita til OPEC-ríkja vegna þess, að umframbirgðir olíu í Sovétríkjun- um fari minnkandi. Talið er að þær verði um 11% heildarfram- leiðslunnar árið 1980 — en ekki nema 4% árið 1990. Bent er á það, að vel geti farið svo að olía þrjóti fyrr en 1996, og verði jafnvel búin árið 1990, — ef olíueyðsla eykst aftur og verður svipuð og var fyrir 1973. Þá jókst eyðslan um 7.9% á ári. Því er þó bætt við svo sem til hughreysting- ar, að tækninni fleygi alltaf fram, og um eða rétt upp úr aldamótum muni menn að líkindum geta fundið og nýtt olíubirgðir sem nú sem ekki um vitað og ekki yrði heldur að komizt þótt vitað væri um þær. - BRIJ KHINDARIA Borpalluri Verður hann orðinn verkefnalaus innan 20 ára?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.