Morgunblaðið - 16.07.1978, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 16.07.1978, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. JÚLÍ 1978 33 VERÖLD Laus úr prís- undinni en ekki vid óttann Menn rekur væntanlega minni til þess. er belgískum baróni og iðnjöfri, Edouard Jean Empain. var rænt á götu í París í janúar síðastliðnum. Ræningjarnir hóldu honum fönjjnum í rúma tvo mánuðii þeir höfðu hann í hlekkj- um og bundið fyrir augu hans lengst af, en mat fékk hann bæði lítinn og vondan, ög sífellt var honum hótað meiðingum eða dauða. Ræningjarnir kröfðust feikilegs lausnargjalds, átta milijóna dollara að því er talið er. Þegar þeim fannst útborgun dragast úr hömlu söguðu þeir fremsta lið af litla fingri vinstri handar barónsins og sendu fjöl- skvldu hans. Um nóttina 24. marz, þegar lausnargjaldið skyldi afhent, lagði lögreglan gildru fyrir ræningjana og gengu þeir í hana. Kom til skothríðar og féll einn ræninginn en annar, Alain Caillol að nafni, var særður og náðist. Sá reyndist vera fyrirliði flokksins. Hann var þegar tekinn til yfirheyrslu og þegar þjarmað hafði verið að honum í nokkra tíma lét hann tilleiðast, hringdi í félaga sína og skipaði þeim að sleppa gíslinum. Baróninum var svo sleppt á götu í einu úthverfi borgarinnar. Hann komst fljótlega til líkam- legrar heilsu, en mun hafa hlotið ýmis varanlegri sálræn eftirköst. Hann fékkst ekki til að trúa því, að hann væri frjáls orðinn; hann þóttist viss um það, að ræningj- arnir mundu láta aftur til skarar skríða. Sagt er, og hefur lögreglan Edouard-Jean Empaini varanleg sálræn eftirköst. ekki borið á móti því, að baróninn hafi ritað undir skuldaviðurkenn- ingar og muni fjölskylda hans gjalda þess ef hann standi ekki í skilum við ræningjana á gjald- daga. Þetta fékk svo á baróninn, að hann hélzt ekki við lengur, en fékk öðrum í hendur stjórn fyrirtækja sinna og fluttist úr landi. Er ekki vitað um hann með vissu en talið að hann sé í Bandaríkjunum mestan part, og flakki þess utan milli staða sem vinsælir eru af frægðarmönnum eg auðkýfingum, en jafnan sé um hann öflugur lífvörður. Eiginkona hans, Sylvia, varð hins vegar eftir í húsi þeirra í París, og sonur þeirra fjórtán ára er í heimavist- arskóla skammt utan við borgina. Stuttu eftir, að baróninn slapp úr haldi skarst í odda með honum og eldri dóttur hans, og héldu hún og eiginmaður hennar í fússi til Bandaríkjanna. En yngri dóttirin stökk að heiman með manni sem baróninn hafði vanþóknun á. Það á sem sé ekki af honum að ganga, og virðist að ránsmálið hafi orðið til þess að sundra fjölskyldunni. Aftur á móti eru góðar fréttir af eftirgrennslan frönsku lögregl- unnar. Hún .hefur verið á eftir ræningjunum allar götur frá því í marz. Eins og fyrr sagði var Alain Caillol fyrirliði flokksins. Með honúm var yngri bróðir hans, Francois. Sá sem lögreglan skaut í fyrirsátinn'i hét Duchateau. Skömmu eftir að lögreglan náði honum og Alain Caillol, öðrum lífs en hinum liðnum, fann hún hús eitt þar sem Empain barón hafði verið geymdur um hríð. Þjónn nokkur, Marc Le Gayan, hafði húsið á leigu og var hann handtek- inn. Aftur á móti hafði þrennt komizt undan: systir Le Gayans, Jo nokkur Bertoncini elskhugi hennar, og Francois Caillol, bróðir Alains. Ekki löngu siðar handtók lögreglan í Genf Christian nokk- urn Sarda, sem var prentari að iðn, og fundust hjá honum fölsuð vegabréf gefin út með fölskum nöfnum fyrir ýmsa úr flokknum, en auk þess heimilisfang Berton- cinis og Marie-Annick Le Gayan í Lissabon í Portúgal. Voru þau handtekin þar í þann mund er þau voru að búast til ferðar með son sinn níu mánaða gamlan og fundust á þeim skilríki með fölskum nöfnum og öðrum upplýs- ingum. Hafa frönsk yfirvöld nú farið fram á það, að Portúgalir framselji skötuhjúin. Er þá ekki eftir nema Francois Caillol. En lögreglan er á hælum hans og vísast að hann náist áður langt líður. Verða þá allir ræningjar Empains baróns „komnir úr um- ferð“, svo að hann ætti að geta komið fram í dagsljósið aftur. - ROBIN SMYTH. MODIR JORÐ Veinandi salatblöð og nötrandi gulrætur Blómara-ktarmenn haía liing- um vitað. að jurtir eru hreint ekki skynlausar. Þær bregðast við orðum. hugsunum og athöfn- um. og er alls ekki sama hvernig að þeim er farið. í rannsóknum hefur m.a. komið á daginn, að tónlist hefur mikil áhrif á þa>r. Ekki alls fyrir löngu kom út bók eftir Martin nokkurn Monestier og fjallar um áhrif tónlistar á jurtir og það hversu megi nota tónlist til að flýta þroska þeirra. Bókinni fylgir plata’* með rapsódíu, sérstaklega saminni fyrir jurtir. En annars er tónlistarsmekkur jurta víst fjöl- breytilegur, og sum tónlist hent- ugri en önnur til þess að flýta vexti. blómgun o.s.frv. Bók Monestiers er full nýstár- legs fróðleiks um jurtir. Hann segir t.d. að tónlist sé þroska þeirra ekki síður mikilvæg en áburður. Einnig að þær séu svo na“mar. að þa-r skjálfi ef ofbeldi er beitt nærri þeim, og ieggist í þunglyndi ef þær eru yfirgefnar. Jurtir kenna líka sársauka. „Gulrætur nötra af skelfingu þegar rifjárnið nálgast,“ segir Monestier, „salatblöð veina þegar þau eru rifin sundur, og kál hágrætur þegar það er soðið ...“ Hann segir líka frá því, að krýsanþemur skulfu af ótta er vísindamenn gerðu sig líklega til að skera á stilki þeirra en hýrnuðu strax þegar aðrir, sem þær þekktu að góðu einu, nálguðust... Þetta hljóta að vera slæmar fregnir grænmetisætum. Þær eru þá ekkert betri en við hin þegar upp er staðið. En þær geta reyndar bætt svolítið fyrir með því að gera vel við jurtirnar áður en þa“r slátra þeim. T.d. kunna jurtir vel að meta það að komast í ,.tónlistarbað“ tvisvar eða þrisv- ar í viku að minnsta kosti. Indverskir vísindamenn sann- reyndu það. að jurtir sem lifðu jurtsa-mandi tónlistarlífi voru að jafnaði mun hressari til sálar og líkama en þa-r sem enga menn- ingu fengu. Er nú búið að semja langan lista um tónverk sem hinum ýmsu tegundum jurta geðjast sérlega vel. Tónverkin hafa hver sín áhrifi brúðkaups- marsinn eftir Mendelssohn er t.d. einkar vel fallinn til að flýta því að jurtir skjóti frjóöngum. en Ave Maria eftir Bach veldur því að þa'r blómgast fyrr en ella. Og svo framvegis. Ea fleira kemur jurtum vel en tónlist. Þa>r eru t.a.m. ákaflega hégómlegar og njóta þess að sjá sig í spegli. Bezt þykir þeim víst að vera í velgju og raka inni á baði og hafa spegla allt umhverf- is sig. Þá verður og að tala við þær reglulega, og helzt að hrósa þeim svolítið við og við. Enn fremur að snerta þær — strjúka þeim og klappa varlega. Þá þykir þeim og gott að láta þvo sig. Verst af öllu þykir þeim einvera. Og biðji maður einhvern fyrir þær í fjarveru sinni ætti maður að kynna hann formlega fyrir þeim og ætla þeim smátíma til að venjast honum áður en maður fer. Þurfi að fara í langt ferðalag með jurtir ætti að deyfa þær með klóróformi áður til þess að koma í veg fyrir áfall Af öðru sem Monestier nefnir t' ranihald á bls. :t« /------------------------\ Ath. breyttan opnunartíma Opiö alla Q1 daga kl. !■ VeriÖ velkomin i Blómaval. Gróöurhúsiö v/Sigtún simi 36770 J G. FERDINANDSSON skósmiður - Lækjargötu 6 Vorum að fá úrval af Ijósum fótlaga tréskóm. NÝJAR SENDINGAR VIKULEGA otex annaö * Trálasyr ~ Holzveredetung NyPínotex Ny Pinotex fiene farver end nogert anoen træbeskyttelse. Wed flere farver end no9^ arxfen træbeskytteíse. wenti 9©re mod dtg 09 ^ine omgtvelser. ^«9em mod dig 3 °9dme omgivelser. / Málningarverzlun 7 Péturs Hjaltested, Suöurlandsbraut 12, sími 82150.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.